Morgunblaðið - 07.06.1992, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.06.1992, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ Á fl fSLflTTUR I 10 DAGA fl^BflflUÐOSTI kílóapakkningum ► Ájiuí--ÍH'Tlfr. ►Nú 690 kr. Þú sparar 122 kr.á kíló! ° SmjÖBsP> Smiðjan - Súdönsk alþyðu- og popptónlist ■■■■ í kvöld kynna Ásmundur Jónsson og Ámi Matthíasson 1 Q 00 súdanska alþýðutónlist og þróun popptónlistar í Súdan í Aö — Smiðjunni á rás 2. Kynning þessi er í tilefni heimsóknar Abdels Gadir Salims og hljómsveitar hans „The Merdoum Kings“ á Listhátíð í Reykjavík. Abdel Gadir Salim er söngvari, tónskáld og lútuleikari, sem ættaður er frá eyðimerkurhéraðinu Kordofan í vesturhluta Súdans. Tónlist hans er mótuð af hefðbundinni tónlist héraðsins sem byggt er hirð- ingjum er játa íslam. Tónlist Salims byggir á íslömskum tónlistarhefð- um en textarnir eru fluttir á mállýskum innfæddra. Salim byggir tónlist sína á eigin útsetningum á þjóðlegum laglínum, nú hin seinni ár fyrir all nýstárlega hljóðfæraskipan. Þar blandast saman undur- blíður ómur arabísku lútunnar og fjölbreytt, en snyrtilegt slagverk, við vestræn hljóðfæri, svo sem fíðlur, saxófóna, gítara og hljómborð. Tónlist frá Austur-Afríku, þar með talið frá Súdan, hefur til skamms tíms verið vandfundin á Vesturlöndum samanborið við ýmis önnur svæði Afríku, eins og Malí, Senegal, Suður-Afríku og Alsír, svo eitt- hvað sé nefnt. Salim gat sér fyrst nafns á Vesturlöndum árið 1986 þegar hann heimsótti Bretland og lék á tónleikum í Ludnúnum til styrktar bág- stöddum í þriðja heiminum. Á þeim tíma átti sér stað mikil vakning fyrir ýmsum málefnum þriðja heimsins og uppákomur á borð við „Band Aid“ áttu sér stað. I tengslum við þetta var í auknu mæli varpað ljósi á framandi menningu fjarlægra heimshluta, sem að vísu hafði þegar sótt með auknum þunga inn á vestræna markaði. Flest mælir með því að ferskir straumar að sunnan hafi skilað nýju blóði inn í annars fremur staðnaðan poppkúltúr Vesturlanda. Heillandi og seiðmögnuð tónlist frá stærsta, en ef til vill harðbýlasta landi Afríku, á Rás 2 í kvöld. UTVARP Annar í hvítasunnu. RÁS1 FM 92,4/93,5 HÁTÍÐARÚTVARP. 8.00 Fréttir. 8.07 Bæn, séra Bragi Benediktsson flytur. 8.15 Veðurfregnir. 8.20 Barroktónlist. - Konsert í h:moll ópus 3 RV 580 fyrir 4 gítara, strengi og undirrödd og. . — könsert í C-dúr Rv 425 fyrir gítar, strengi og undirrödd eftir Antonio Vivaldi. Los Romeros leika með St. Martin-in-the-Fields" kammersveit- inni; lona Brown stjórnar. - Konsert i E-dúr nr. 2 fyrir sembal og strengi Bwv 1053 eftir Johann Sebastian Bach. Raym- ond Leppard leikur með Ensku Kammersveitinni. 9.00 Fréttir. 9.03 Laufskálinn. Afþreying og tónlist. Umsjón; Gestur Einar Jónasson. (Frá Akureyri.) 9.45 Segðu mér sögu, „Kvöldstund með pabba". eftir Guðjón Sveinsson. Flöfundur byrjar lestur- inn. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.20 Árdegistónlist. 11.00 Fréttir. 11.00 Messa í Filadelfíu. Hafliði Kristinsson for- stöðumaður Hvítasunnusafnaðarins prédikar. 12.10 Útvarpsdagbókin og dagskrá annars í hvita- sunnu. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. 12.55 Dánarfregnir. Auglýsingar. 13.00 Mannlífið. Umsjón: Haraldur Bjarnason (Frá Egilsstöðum.) (Einnig útvarpað næsta laugardag kl. 20.15.) 14.00 „Heimur fyrir drauma". Dagskrá um heims- söngvarana Eggert Stefánsson og Garðar Hólm. Lesarar ásamt umsjónarmanni: Anna Sigríður Einarsdóttir og Hjálmar Hjálmarsson. Umsjón: Viðar Eggertsson. 15.00 Listahátíð i Reykjavik 1992. Frá síðari hluta tónleika Reykjavíkurkvartettsins í Bústaðakirkju 3. júni sl. A efnisskránni er Stengjakvartett nr. IV eftir Béla Bartók. Kynnir: Kristinn J. Níelsson. 16.00 Fréttir. 16.05 Sumargaman. Umsjón: Inga Karlsdóttir. 16.16 Veðurfregnir. 16.20 „Eins og himnariki ofar skýjum". Flétta af ferðasögum þar sem segir af ferðum þriggja hópa, sem allir hafa farið fótgangandi yfir Vatna- jökul. Umsjón: Steinunn Harðardóttir. (Áður á dagskrá 12. apríl sl.) 17.00 Sólstafir. Tónlist á síðdegi. 18.00 Fréttir. 18.03 Þjóðarþel. Guðrún S. Gísladóttir les Laxdælu (6). Ragnheiður Gyða Jónsdóttir rýnir í textann og veltir fyrir sér forvitnilegum atriðum. 18.30 Auglýsingar, Dánarfregnir. 18.45 Veðurfregnir. Auglýsingar. %Jlf O A Ný, íslensk bók um Word 2.0 f. Windows eftir Brynjólf Þorvarðarson, tölvufræðing. WW Jmm\w Fæst í flestum bókabúðum. Sendum í póstkröfu. Sími 91-687590. Tölvuskóli Reykjavíkur. KVOLDUTVARP KL. 19.00 -01.00 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Á heimleiö. 20.00 Hljóðritasafnið. Nýjar og gamlar hljóðritanir úr safni Útvarpsins. 21.00 Sumarvaka, a. Af fuglum. Umsjón sr. Sigurð- ur Ægisson. b. Þjóðsögur í þjóðbraut. Umsjón: Jón R. Hjálmsrsson. c. Hvítasunnan. Lesari með umsjónarmanni Björg Baldursdóttir. Umsjón: Pétur Bjarnason (Frá Isafirði.) 22.00 Fréttir. Orð Kvöldsins. Dagskrá morgundags- ins. 22.15 Veðurfregnir. 22.30 Saga uppreisnarmanns-. blöð úr lífsbók Krúsa á Svartagili Umsjón: Steingrimur St.Th. Sígurðsson. (Áður á dagskrá 11. september 1979.) 23.10 Stundarkorn í dúr og moll. Umsjón: Knútur R. Magnússon. (Einnig útvarpað á sunnudags- kvöld kl. 00.10.) 24.00 Fréttir. 0.10 Sólstafir. Endurtekinn tónlistarþáttur frá síðdegi. 1.00 Veðurfregnir. 1.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. RAS2 FM 90,1 8.00 Nýtt og norrænt. Umsjón: Örn Petersen. (Áður á dagskrá á páskadag.) 9.03 Á réttum hraða. Umsjón: Þröstur Emilsson. (Frá Akureyri.) 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 I tilefni dagsins. Fylgst með viðburðum dags- ins og gangi mála í leik ÍA og Fram á Skipa- skaga. Umsjón: Kristján Þon/aldsson. 16.00 Fréttir. 16.03 Hljómsveitin Dátar og Rúnar Gunnarsson. Fyrri þáttur. Umsjón: Ásgeir Tómasson. (Áður útvarpað 16. april sl.) 17.00 Hljómsveitin Dátar og Rúnar Gunnarsson. Seinni þáttur. Umsjón: Ásgeir Tómasson. (Áður útvarpað 17. april sl.) 18.00 Smiðjan - Súdönsk alþýðu- og popptónlist. Adbel Gadir Salim All Stars og „The Merdoum Kings". Dagskrá I tilefni komu Abdels Gadir Sa- lims á Listhátíð í Reykjavík. Umsjón: Ásmundur Jónsson og Árni Matthíasson. 19.00 Kvöldfréttir. 20.30 Iþróttarásin. íslandsmótið í knattspyrnu. 1. deild karla. Bein lýsing frá leik Vikings og Vals i Reykjavik og Þórs og KA á Akureyri. 22.10 Blitt og létt. íslensk tónlist við allra hæfi. (Úrvali útvarpað kl. 5.01 næstu nótt.) 0.10 í háttinn. Gyða Dröfn Tryggvadóttir leikur Ijúfa kvöldtónlist. 1.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 8.00,9.00.10.00,12.20,16.00,19.00, 22.00 og 24.00. NÆTURUTVARPIÐ 1.00 Sunnudagsmorgunn með Svavari Gests. (Endurtekínn þáttur.) 2.00 Fréttir. - Þáttur Svavars heldur áfram. 3.00 Næturtónar. 3.30 Glefsur. Úrdægurmálaútvarpi mánudagsins. 4.00 Næturlög. 4.30 Veðurfregnir. - Næturlögin halda áfram. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. Lambakjöt á lágmarksverbi, .abeiiis499 kr./kg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.