Morgunblaðið - 07.06.1992, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 07.06.1992, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ ÚTVARP/SIÓIMVARP WHl BKUUSH JOIIOK SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1992 47 Rás 1: Tónmenntir - blítt og strítt ■■■ í Tónmenntaþætti R ísar 1, sem endurtekinn er frá laugar- 91 00 degi í kvöld klukkan 21.00, ætlar Ríkharður Öm Pálsson ^ að velta vöngum yfir sambúð andstæðna á táknmáli tilfinn- inga. Hann hyggst koma víða við. Pátt er honum heilagt eða vanheil- agt i tóndæmavali. Nú þegar fer að styttast í Jónsmessu: Létt og alvarlegt, fornt og nýtt, er hlið við hlið - í samræmi við léttúð og gáska árstímans. Oftar en ætla mætti reynast andhverfar tvær hliðar á sama skildingn- um. Barátta og/eða samvinna andstæðra afla - svarts og hvíts, hlát- urs og gráts, mýktar og hörku, æðis og yfirvegunar - er snar þáttur í mannlegu eðli. Þetta lýsir sér að sama skapi í tónlist, hvort sem er nýrri eða fomri, í heimahögum eða hinum megin á hnettinum. Óvíst er um niðurstöður. Þetta er ferð á fýrirheits. En kenna mun margra grasa, lítilla sanda jafnt 'sem stórra, og einstaka jurt á tón- listarsögu Ríkharðs og hlustenda um heima og geima mun - ef til viil - koma á óvart. SIODEGISUTVARP KL. 16.00 - 19.00 16.00 Fréttir. 16.05 Sumargaman. Umsjón: Inga Karlsdóttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Hljóðmynd. 16.30 í dagsins önn - Um konur. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Sólstatir. Tónlist á síðdegi. 17.40 Hér og nú. Fréttaskýringaþáttur Fréttastofu. (Samsending með Rás 2.) 18.00 Fréttir. 18.03 Þjóðarþel. Guðrún S. Gísladóttir les Laxdælu (7) Anna Margrét Sigurðardóttir rýnir í textann og veltir fyrir sér forvitnilegum atriðum. 18.30 Auglýsingar. Dánarfregnir. 18.45 Veðurfregnir. Auglýsingar. KVOLDUTVARP KL. 19.00 - 01.00 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Kviksjá. 19.55 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Ari Páll Kristinsson flytur. 20.00 íslensk tónlist. — Þrjú píanóstykki ópus 5 eftir Pál Isólfsson. Örn Magnússon leikur. - Solitude eftir Magnús Blöndal Jóhannsson. Manuela Wiesler leikur á flautu. — Tilbrigði við íslenskt þjóðlag eftir Jórunni Við- ar. Lovisa Fjeldsted leikur á selló og höfundur á pianó. 20.30 Jafnrétti. Fyrsti þáttur af þremur. Umsjón: Ása Richardsdóttir. (Áður útvarpað í þáttaröðinni i dagsins önn 12. mai sl.) 21.00 Tónmenntir — Blítt og strítt. Fyrri þáttur. Umsjón: Ríkarður Öm Pálsson. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.00 Fréttir. Heimsbyggð, endurtekin úr Morgun- þætti. 22.15 Veðurfregnir. Orð Kvöldsins. Dagskrá morg- undagsins. 22.20 Laxdæla saga. Lestrar liðinnar viku endur- teknir i heild, Guðrún S. Gisladóttir les. 23.15 Djassþáttur. Umsjón: Jón Múli Árnason. (Einnig útvarpað á laugardagskvöldi kl. 19.30.) 24.00 Fréttir. 0.10 Sólstafir. Endurtekinn þáttur frá siðdegi. 1.00 Veðurfregnir. 1.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. RÁS2 FM90.1 7.03 Morgunútvarpið — Vaknað til lifsins. Leifur Hauksson og Eirikur Hjélmarsson. 8.00 Morgunfréttir. - Morgunútvarpið heldur áfram. - Margrét Rún Guðmundsdóttir hringir fré Þýskalandi. 9.03 9 - fjögur. Ekki bara undirspil i amstri dags- ins. Umsjón: Þorgeir Ástvaldsson, Magnús R. Einarsson, Margrét Blöndal og Snorri Sturluson. Sagan á bak við lagið. Furðufregnir utan úr hin- um stóra heimi. Limra dagsins. Afmæliskveðjur. 12.00 Fréttayfirfit og veður. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 9 — fjögur heldur áfram. Umsjón: Margrét Blöndal, Magnús R. Einarsson, Snorri Sturluson og Þorgeir AÆtvaldsson. 12.45 Fréttahaukur dagsins spurður út úr. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagskrá: Dægurmálaútvarp og fréttir. Starfs- menn dægurmálaútvarpsins og fréttaritarar heima og erlendis rekja stór og smá mál dagsins. 17.00 Fréttir. Dagskrá heldur áfram. 17.40 Hér og nú. Fréttaskýringaþáttur Fréttastofu. (Samsending með Rás t.) Dagskrá heldur áfram. 18.00 Fréttir. 18.03 Þjóðarsálin - Þjóðfundur i beinni útsend- ingu. Sigurður G. Tómasson og Stefán Jón Haf- stein sitja við simann. 19.00 Kvöldfréttir. 19/30 Ekki fréttir. Haukur Hauksson endurtekur fréttimar sínar frá þvi fyrr um daginn. 19.32 Út um alltl Kvölddagskrá Rásar 2 fyrir ferða- menn og útiverufólk sem vill fylgjast með. Fjörug tónlist, íþróttalýsingar og spjall. Meðal annars fylgst með leik KR og Breiðabliks á Islandsmót- inu í knattspyrnu, t. deild karta. Umsjón: Andrea Jónsdóttir, Gyða Dröfn Tryggvadóttir og Darri Ólason. 22.10 Blítt og létt. íslensk tónlist við allra hæfi. 0.10 í háttinn. Gyða Dröfn Tryggvadóttir leikur Ijúfa kvöldtónlist. 1.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 22.00 og 24.00. NÆTURÚTVARPIÐ 1.00 Næturtónar. 2.00 Fréttir. Næturtónar. 3.00 í dagsins önn. Um konur. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir. 3.30 Glefsur. Úr dægurmálaútvarpi þriðjudagsins. 4.00 Næturlög. 4.30 Veðurfregnir. Næturlögin halda áfram. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 5.05 Blítt og létt. islensk tónlist við allra hæfi. 6.00 Fréttir af veðri, færð og tlugsamgöngum. 6.01 Morguntónar. Ljúf lög í morgunsárið. LANDSHLUTAÚTVARP ÁRÁS2 8.10-8.30 og 18.35-19.00 Útvarp Norðurland. AÐALSTÖÐIN FM 90,9/ 103,2 7.05 Morgunútvarpið. Umsjón Guðmundur Bene- diktsson og Ólafur Þórðarson. 12.30 Aðalportið. Flóamarkaður. 13.00 Hjólin snúast. Umsjón Jón Atli Jónasson og Sigmar Guðmundsson. 18.00 íslandsdeildin. Dægurlög frá ýmsum timum. 19.00 Kvöldverðartónar. 20.00 ísæluvímu á sumarkvöldi. Óskalög, kveðjur. 22.00 Úr heimi kvikmyndanna. Umsjón Kolbrún Bergþórsdýttir. Fréttirkl.8,9,10.11.12,13,14,15,16 og 17. STJARNAN FM 102,2 7.00 Morgunútvarp. Umsjón Ásgeir Páll. Morgun- korn kl. 7.45-8.45 i umsjón sr. Halldórs S. Grön- dal. 9.00 Kristbjörg Jónsdóttir. 11.00 „Á góðumd egi". Kristbjörg, Óli og Gummi bregða á leik. 13.00 Ásgeir Páll. 17.00 Morgunkorn i umsjón sr. Halldórs S. Grön- dal (endurtekið). 17.05 Ólafur Haukur. 19.00 Bryndís Rut Stefánsdóttir. 22.00 Eva Sigþórsdóttir. 24.00 Dagskrárlok. Bænastund kl. 9.30, 13.30,17.30 og 23.50. Bæna- línan er opin kl. 7 - 24. BYLGJAN FM 98,9 7.00 Morgunútvarp Bylgjunnar. Eiríkur Jónsson, Guðrún Þóra. Fréttir kl. 7, 8 og 9. 9.05 Tveir með öllu. Jón Axel Ólafsson og Gunn- laugur Helgason. Fréttir kl. 10, 11 og 12. 12.15 Rokk og rólegheit. Anna Björk Birgisdóttir. íþróttafréttir kl. 13, tónlist, Bibba o.fl. Fréttir kl. 14, 15 og 16. 16.05 Reykjavík síðdegis. HallgrimurThorsteinsson og Steingrimur Ólafsson. Fréttir kl. 17. 18.05 Landssiminn. Bjarni Dagur Jónsson ræöirvið hlustendur o.fl. 19.00 Flóamarkaður Bylgjunnar. 19.19 Fréttir. 20.00 Kristófer Helgason. Óskalög. 22.00 Góðgangur. Umsjón Júlíus Brjánsson. 22.30 Kristófer Helgason. Óskalög. 23.00 Bjartar nætur. EFFEMM FM 95,7 7.00 í morgunsárið. Sverrir Hreiðarsson. 9.00 Morgunþáttur. Ágúst Héðinsson. 12.00 Hádegisfréttir. 12.10 Valdis Gunnarsdóttir. Tónlist og getraunir. 15.00 ívar Guðmundsson. Stafaruglið. 18.00 Kvöldfréttir. 18.10 Gullsafnið. Ragnar Bjarnason. 19.00 Halldór Backman. Kvöldmatartónlistin. 22.00 Ragnar Már Vilhjálmsson. 1.05 Haraldur Jóhannsson. 5.00 Náttfari. HUÓÐBYLGJAN Akureyri FM 101,8 17.00-19.00 Pálmi Guðmundsson með vandaða tónlist úr öllum áttum. Fréttir frá fréttastofu Bylgj- unnar/Stöð 2 kl. 18.00. Óskalög og afmælis- kveðjur. HITTNÍU SEX FM96.6 07.00 Morgunþáttur. Umsjón Arnar Albertsson. 10.00 Klemens Amarson. Tónlist. 13.00 Amar Bjamason. Tónlist. 16.00 Páll Sævar Guðjónsson. 19.00 Jóhann Jóhannesson. 22.00 Haraldur Gíslason. 1.00 Næturvaktin. SÓLIN FM 100,6 8.00 Morgunþáttur. Umsjón Haraldur Kristjáns- son. 10.00 Jóna de Groot. Fyrirtækjaleikur o.fl. 13.00 Bjöm Markús. 17.00 Steinn Kári. 19.00 Hvað er að gerast? 21.00 Ólafur Birgisson. 1.00 Næturdagskrá. ÚTRÁS 97,7 16.00 MR. 18.00 Framhaldsskólafréttir. 18.15 FB. Alda og Kristrún. 20.00 Saumastofan. 22.00 Rokkþáttur blandaður óháðu rokki frá MS. 1.00 Dagskrárlok. Sjónvarpið: Leyniborgin 22 — í þessari bresku heimildamynd er fjallað um borg sem stend- 10 ur í skugga Úralfjalla, iokuð af frá umheiminum. Þessi borg hefur opinberlega ekki verið til, hún hefur ekkert nafn og hana hefur ekki verið að fínna á landakortum hingað til. Ástæðan er sú að þar reistu Sovétmenn sína fyrstu og stærstu kjam- orkuvopnaverksmiðju og frá henni var gífurleg geislamengun. Þeir gættu leyndarmálsins vel á tímum kalda stríðsins og þessi mynd er afrakstur þess er vestrænum sjónvarpsmönnum var í fyrsta skipti hleypt inn í borgina og svæðið umhverfis hana. Sovétmenn losuðu geislavirkan úrgang meðal annars í ár og vötn og Karatsjívatn, sem er í nágrenni borgarinnar, er talið vera geislavirkasti staður á jörð- inni. í vatninu er tvisvar og hálfu sinnum meiri geislun en slapp út í Tsjernóbyl-slysinu og er talið að það yrði mönnum að fjörtjóni stæðu þeir á vatnsbakkanum í eina klukkustund. Þýðandi myndarinnar er Jón 0. Edwald. ið 2: Djöfull í mannsmynd ■■■■ í kvöld sýnir Stöð 2 fyrri hluta vandaðrar, breskrar fram- Ol 15 haldsmyndar sem ber heitið Djöfull í mannsmynd (Prime “A Suspect). Seinni hlutinn er á dagskrá annað kvöld. Aðal- söguhetjan er Jane Tennison, rannsóknarlögreglukona, sem hefur lítið fengið að njóta sín í starfi vegna kynferðis síns. Þegar tilkynnt er um morð á ungri konu er Jane á vakt en þrátt fyrir það er sam- starfsmaður hennar, John Shefford, kallaður til. Rannsókn málsins hefst, kennsl borin á líkið, sem sagt er vera af Della Mornay vændis- konu. Nú fær Shefford hjartaslag og verður að hætta rannsókn málsins. Tennison áttar sig á því að þama er stóra tækifærið henn- ar og leggur hún hart að yfirmönnum sínum að fá að taka rannsókn málsins yfir, sem hún og loks fær. Þegar hún fer að kanna öll gögn sér hún strax að margar villur eru í rannsókn málsins og sumar hveijar beinlínis gerðar með vilja. Þegar öll kurl eru komin til graf- ar hefur rannsóknin teygt sig 10 ár aftur í tímann og leitt ýmislegt í ljós sem margur hefði viljað láta kyrrt liggja. Það er leikkonan Helen Mirren sem fer með hlutverk Jane Tennison. Helen segir um þetta nýjasta hlutverk sitt að „hún sé afsk'aplega einbeitt, frama- gjörn, hæfileikarík og óbilgjöm. Þess vegna á hún erfítt með að sætta sig við að kyn hennar skuli hamla því að hún komist til frek- ari metorða“. Helen lagði snemma fyrir sig leiklistina. Hingað til hefur hún einbeitt sér að kvikmynda- og sviðsleik þannig að sjón- varpsmyndin Djöfull í mannsmynd markar nokkur tímamót \ ferli hennar. Gárur eftir Elínu Pálmadóttur SMÁTTER LÍKA NOTHÆFT Atta stiga hiti, tilkynnti flug- stjórinn um leið og Aldís renndi sér á regnvegginn yfír ís- landi. Fullur flugvélarfarmur að koma frá Svíþjóð. Þar var 27 stiga hiti og búinn að vera lengi. Eins og annars staðar á Norðurlöndum. Allir í stuttbuxum og bómullarbol- um að fara í frí. Krakkamir búnir í skólanum. Bátarnir komnir á flot á öllum þessum vötnum. Sumarið komið. Ekki hér. Glyttir í hvítan snjó í Esjunni. Grasstráin í vindin- um á Keflavíkur- flugvelli gul. í blað- inu mínu hafði ég á leiðinni verið að lesa frétt um að verð hafi hækkað um 18% á ferðum innanlands á ís- landi og ferðaþjón- usta bænda um 10%. Enda lítur út fyrir samdrátt í far- þegafjölda frá Evr- ópu. Kannski ekki skrýtið. Samkeppn- in um férðamenn er orðin æði hörð. Hugsunarháttur okkar líklega í átt- ina við ummæli Hermanns Manki- ewitz í skeyti til Bens Hechts á þriðja áratugnum þegar kvikmynd- irnar í Hollywood voru að taka ham- skiptum úr þöglum myndum yfir í talmyndir og hungr- aði í orðsins list: „Hér má grípa upp milljónagróða og einasta sam- keppnin er frá idíótum. Láttu þetta ekki spyijast út.“ Við ætlum bara að grípa upp gróðann, sem sífellt liggur fyrir fótum okkar i nýju formi, og samkeppnisaðilarnir ein- tómir bjánar. Ófáar fréttir hefur þessi blaðamaður skrifað á baksíðu Morgunblaðsins um allan þann gróða, sem tiltekin framleiðsla, fyrirtæki eða hugmynd myndi færa í þjóðarbúið á skömmum tíma, þegar hún sé komin í hvern bæ og fé veitt til stóruppbyggingar. Ég var að koma frá Álandseyj- um, þar sem þeir binda líka miklar vonir við ferðamennsku. Eru býsna hugmyndaríkir í að finna upp á ýmsu handa þeim að dunda við, til að nýta þá. I smáum stíl. Ég kom á tvo bóndabæi, sem sjálfír höfðu af hugviti sínu fengið sér aukabúgrein í hverfandi kúa- og fjárbúskap. Hugo Anderson ákvað að samnýta heima á bænum þessa fínu skeijagarðsull og ferðanienn- ina. Keypti sjálfur með handsali gamla spunavél í Svíþjóð og kom fyrir í útihúsi. Þetta skyldi veita allri fjölskyldunni vinnu. Ullar- vinnsla átti að vísu ekki að geta borið sig. Og þriggja ára nám þyrfti til að læra að vinna ullina. Það yrði of mikill stofnkostnaður. Þau létu því nægja að sonurinn og dóttirm færu í kynnisferð í tvo daga. Svo tóku þau að prófa sig áfram til að fá fína og fallega ull sem yrði eftirsótt til að pijóna úr, t.d. barnafatnað, því ferðafólk ptjónar mikið í sumarhúsunum og bátunum. Gamla húsið var gert að gamaldags búð, þar sem ferða- fólk kemur til að kaupa ull og annað. Þau lærðu fljótt að fín, hrein sumarull ein dugar. Vetrar- ullin fer bara beint og óunnin í stopp á flugvélasætum. Svo keypti bóndinn þvottavél, sem tekur 50 kg og lætur ull aldrei í plast held- ur pappír, annars fer hún illa. Þannig verður þetta litla magn, 5-10 tonn á ári, að eftirsóttri sér- stakri pijónavöru. Fyrst notaði hann að hætti íslendinga sauða- liti, en nú hefur hann vegna tísk- unnar keypt litla litunarvél. Fjöl- skyldan tekur á móti fólki heima á bænum á sumrin. Afgangurinn af þessari fínu ull, sem unnin er af slíkri natni, fer í tvær pijóna- búðir í Finnlandi og Svíþjóð. En engum dettur í hug að hafa svona ullarsölu á hveijum bæ. Önnur ung hjón létu sér fyrst detta í hug krabbarækt, en komu sér svo upp „sniglasafaríi“ á bæn- um sínum, þar sem fjáreignin var orðin of lítil. .Lásu um sniglana í blaði. Nám í listinni reyndist of dýrt, svo bóndinn fór einn á tveggja daga námskeið, og kom þaðan með þá vitneskju að í þetta þyrfti hálf tíma vinnu á viku og svo kæmi miHjónin innan árs. Allt reyndist rangt sem hann lærði. Þau prófuðu sig því áfram með snigl- ana sem þau keyptu í Frakklandi. Milljónin enn ókomin og frekar hálftíma frí á viku, sögðu þau og hlógu, en þetta er skemmtileg og ágæt búbót. Skólahópar koma á vorin og ferðahópar á sumrin, skoða hegðun þessara skrýtnu dýra, sem eru tvíkynja. Bæði kyn- in verpa eggjum eftir mökun. Ast- arleikirnir langvinnir og kúnstugir. Hvítu eggin raunar svo fínn og dýr matur að þau kosta 65 þúsund krónur kg. En mestu af þeim er ungað út í húsinu hjá þeim. Á vorin eru litlu sniglarnir settir út í gerði og tíndir þroskaðir í mat- inn. Hreinsaðir út þarmarnir með svelti. Þá sest maður fyrir utan litla bæinn og fær fyrirlestur um matreiðslu og hvemig eigi að borða snigla. Bragðar í forrétt á sniglum með hvítvíni og fær svo snigla- súpu, sem bóndinn lagar inni í bæ meðan húsfreyja talar við gestina úti í sólinni. Súpuseyði kemur úr 7 fiskitegunum, sem hann fær í netin sín. Og sjálf ræktar hún timi- an og fleira krydd í réttina. Engin aðskotaefni notuð. Allt hreint og nýtt. Með matnum kostar þetta sniglasafari 38 mörk á mann eða um 500 kr. og þau hafa gott upp úr því. Þetta er eini sniglabúgarð- urinn á Norðurlöndum. Væri svo- sem hægt að eyðileggja hann með því að allir aðrir færu að reyna. Eflaust koma einhveijir á eftir, þegar við emm búin að prófa okk- ur áfram. En þetta þykir skemmti- legt og aðsóknin mikil, segir hann og ýtir undir baskahúfuna sína, sem hann ber til heiðurs frönsku sniglunum sínum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.