Morgunblaðið - 23.06.1992, Page 33

Morgunblaðið - 23.06.1992, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1992 n EB-aðild er okkar kostur eftir Jón Hjálmar Sveinsson Loksins hefur aðild að Evrópu=- bandalaginu komið til umræðu hér- lendis þó ekki sé það fyrr en í þá mund sem ljóst er orðið að öll Vestur-Evrópa er að sameinast í bandalaginu og að við íslendingar munum að óbreyttu einir standa utan þess. Afneitunartímabilinu er sem betur fer lokið en á því hófust öll svör stjórnmálamanna við spurn- ingum um hugsanlega EB-aðild á síbyljunni: „Aldrei á meðan sjávar- útvegsstefna bandalagsins er eins og hún er.“ Þetta var klisja, notuð til að komast hjá því að íhuga málið og þurfa að taka afstöðu til EB og þess sem það stendur fyrir. Vart hafa menn í raun ætlast til þess að sjávarútvegsstefna EB þróaðist al- gerlega án okkar þátttöku þannig að einn góðan veðurdag væri hún alveg eins og við vildum hafa hana og EB rúllaði þá til okkar rauða dreglinum. Þeim mun einkennilegra er þetta svar sé tekið tillit til þess að Islendingar eru sjálfir ósammála um hvernig sjávarútvegsstefnu eigi yfírleitt að reka. Þá er stefna EB ekki talin benda til þess að hér muni öll mið fyllast af fískiskipum bandalagsins þó að íslendingar gengju í það, svo helstu gagnrökin hafa verið að hugsanlega gætu út- lendingar eignast hlut í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. En væri það í raun ókostur þar sem þess sem aðrar greinar verðmætasköpunar hérlendis skortir tilfínnanlega áhættufé? Útfærsla fyrrnefndrar klisju er að benda á stóran hlut sjáv- arútvegs í þjóðarframleiðslu hér- lendis sem rök gegn því að íslending- um henti að ganga í EB. En það er einmitt þessi óæskilega einhæfni atvinnulífsins sem hefur keyrt þjóð- ina í gegnum stórar efnahagssveiflur með tilheyrandi félagslegri röskun og hliðarverkunum svo sem brengl- uðu verðmætamati og viðskiptasið- ferði. V axtarmöguleikar, verðmætasköpun Gunnar Helgi Kristinsson stjórn- málafræðingur hefur í Morgunblað- inu, 31. mars sl., ágætlega skýrt það að EB-aðild sé besti kosturinn vilji þjóðin vinna sig uppúr þessari ein- hæfni atvinnulífsins yfír í iðnað og þjónustugreinar með vaxtarmögu- leika andstætt sjávarútveginum sem nú er fullsetinn. Það er óvenjulegt og jákvætt að fræðimaður leyfí sér að hafa persónulega skoðun á þessu pólitíska máli og fylgja.henni eftir með faglegum rökum. Þess hefur því miður gætt mjög hérlendis að einstaklingar sem kalla sig sérfræð- inga og gegna opinberum stöðum sem samkvæmt gölluðum starfslýs- ingum eiga að takmarkast við hlut- læga greiningu pólitíkur, efnahags- mála og hermála, eins og slík grein- ing geti nokkurn tíma orðið alveg hlutlæg, setja mál sitt fram í skop- legri eftirlíkingu af aðferðafræði raunvísindanna. Tilgangurinn virðist vera að láta líta svo út sem ein eðlis- fræðileg lausn sé á hverju máli og hafi þeir fundið hana í eitt skipti fyrir öll með „fræðimennsku“ sinni. Andmæli og rökræða séu því til- gangslaus og ekki svara verð, lausn- in sé fræðileg og komi hvorki pers- ónulegum skoðunum þeirra sjálfra, sem merkilegt nokk falla alltaf að hinni „vísindalegu" niðurstöðu, né Jón Hjálmar Sveinsson „Val okkar í EB-málinu stendur á milli þess að hafa áhrif á þróun al- þjóðamála eða verða utanveltu í vímu sjálf- umgleði.“ nokkurra annarra við nema ef vera skyldi þeirra stjómmálamanna sem réðu þá til starfa. En „vísindin" eru samt skemmtilega samstíga viðhorf- um þeirra á hverjum tíma. Svona vinnufúsk vitnar um óöryggi. Sem betur fer fjölgar hinsvegar fræði- mönnum með skoðanir á því sem þeir fjalla um eins og Gunnari. Gott dæmi er t.d. umfjöllun Dr. Þorsteins Gylfasonar prófessors um hagfræði sjávarútvegs og landbúnaðar og skyldi hann fjalla um þessi málefni ekki þrátt fyrir að hann standi utan við útgerð og búrekstur sjálfur, held- ur einmitt þess vegna, nokkuð sem er líklegra til skýrari greiningar og síðan ferskari viðhorfa, nýrra lausna. Að þora að hafa skoðun Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hef- ur hvatt til opinnar, almennrar um- ræðu um kosti og galla EB-aðildar og varað menn við einstrengings- hætti. í umræðuþætti Ríkissjón- varpsins benti hun á það að íslend- ingar hefðu umhugsunarlaust gert hlutleysi að stefnu sinni. Eftir lok heimsstyijaldarinnar hefðu hervarn- ir ekki verið á dagskrá og svo hafi menn fundið sig tilneydda til kú- vendingar og inngöngu í NATO og staðsetningar erlends hers í landinu sem þeir nú minntust ekkert á er teldu EB-aðild fullveldisafsal. Skilgreining fullveldis virtist ekki alveg á hreinu hjá þeim og varast bæri að þagga niður umræðu um nýja kosti við breyttar aðstæður. Hafi hún þökk fyrir að hafa leyst EB-umræðuna úr sjálfheldu afneit- unar, slagorða og þjóðrembu og fært hana inná svið raunsærrar yfir- vegunar á stöðu þjóðarinnar í nýrri heimsmynd. Ingibjörg skýlir sér ekki á bak við kreddur eða kennisetning- ar né felur sig undir nauðhyggju embættismannaúttekta, bíðandi eft- ir því að fjölmiðlamatreiðsla slíkra pappíra skoli almenningsálitinu á Qörur sínar. Leitum tækifæra, forðumst þau ekki Val okkar í EB-málinu stendur á milli þess að hafa áhríf á þróun al- þjóðamála eða verða utanveltu í vímu sjálfumgleði. Valið stendur á milli þess að búa unga fólkinu jöfn tækifæri á við nágranna okkar til mennta, frama og verðmætasköp- unar eða þess að setja því kvóta tekna, þroska og lífsfyllingar í sam- félagi miðstýrðra og hnignandi frumvinnslugreina. Hvaða merkingu hafa „sjálfstæði" og „fullveldi" þeg- ar atgervisflótti frá landinu er þegar alvarlegur? Hann mun fyrirsjáanlega aukast eigi hið fjóreina frelsi óheftra flutninga vöru, þjónustu, vinnuafls og fjármagns að gilda um alla Vestur-Evrópu en ekki á íslandi. Tækifærin munu einfaldlega gefast annarsstaðar og það er alls ekki sérgæska eða uppgjöf að leita þeirra þar sem þau bjóðast heldur einfald- lega frumskylda og virðingarvert. Andstæðingar EB-aðildar voru komnir af stað löngu á undan allri umræðu um aðild en málflutningur þeirra var ekki að sama skapi vel undirbúinn. Þeim ber skylda til að íhuga gaumgæfílega hvaða framtíð þeir eru raunverulega að bjóða þjóð- inni upp á og kynna hana sérstak- lega, ekki bara hneykslast og koma með upphrópanir og óskilgreind slagorð. EB-aðild myndi gera Island byggilegra fyrir frumkvöðla, t.d. þá sem hafa um tíma aflað sér mennt- unar, jafnvel tekna erlendis í fijálsri samkeppni og líkað leikreglur henn- ar betur en frændgreiða- og flokksk- líkukerfið sem er hin óskrifuðu en vel höldnu lög hérlendis. Höfum við sem þjóð efni á að vera án frum- kvöðla? Höfundur er sjóliðsforingi. HELGARNÁMSKEIÐ MEÐ íþróttahúsi Digranesskóla v/ Digranesveg Hefst föstudag kl. 19. (YOGI AMRI1 DESAI) Vertu meö - og njóttu þess ollo cevil Verö kr. 8.000,- ( hjón kr. 14.000,-) Upplýsingar í síma 679181. HEIMSLJÓS Kripalujóga ó íslandi. 8,0% Arsávöxiim umliam wröhölgu s.l. ,'í máu. SJOÐSBREF2 Öruggur sjóður fyrir þá sem vilja hafa reglulegar tekjur. Sjóðurinn gieiðir út vexti 4 sinnum á áii. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 155 Reykjavik. Sími 68 15 30. Royal í rjómatertuna ROYAL vanUlubúðingur sem millilag í tertuna. ýnmgardagana PLASTHÚÐ MEÐ LIT GRUNNUR I BINDIGRUNNUR VALSAÐ STÁL GALVANHÚÐ LPþakrennukerfið sameinarkosti ólíkraefna-kjaminn úrstáli, húðað zinki og plasti. STYRKURINN í stálinu ENDINGIN í plastinu • Auðvelt í uppsetningu. • Engin suða - ekkert l(m. • 4 litamöguleikar: Rautt, svart, hvítt, brúnt. • Ávallt til á lager. • Verðið kemur þér á óvart. Leitið upplýsinga hjá sölumönnum okkar BLIKKSMIÐJAN SMIÐSHÖFÐA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 91-685699

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.