Morgunblaðið - 23.06.1992, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 23.06.1992, Qupperneq 34
-34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1992 Minning: Dr.med. Eggert O. Jó- hannsson yfirlæknir Fæddur 15. janúar 1925 Dáinn 13. júní 1992 Fráfall náins vinar eða ættingja kemur manni jafnan eins og í opna skjöldu, jafnvel þótt vitað sé að hveiju dregur og jafnvel þótt vitað sé að „eitt sinn skal hver deyja“. Þannig var líka með andlát Egg- erts frænda míns. Það var vitað að hverju dró og að tími hans myndi renna út innan skamms. Samt var maður óviðbúinn að sjá honum á bak. Það var sagt um langafa minn sem var skipstjóri á skútuöldinni að hann hafi verið stór af verkum sínum en stærstur í hógværðinni. Þessi orð gætu einnig verið eftir- mæli Eggerts. Menntunar- og embættisframi hans var framúrskarandi en alltaf var hann hinn sami hvort sem hann var háseti á Iínubát að vinna sér inn fyrir skóla eða doktor í læknis- fræði og yfirmaður við virtan spít- ala. Alltaf var hann hinn sami góði Önfírðingurinn, alltaf hinn ljúfi og >-iðmótsþýði maður, alltaf hinn tryggi vinur sem gott var að leita til, ævinlega reiðubínn að leggja sitt fram til að leysa hvers manns vanda og skipti þá ekki minnsta máli stétt eða staða þess sem við vandann glímdi, kíminn á sinn ein- læga og skemmtilega hátt. Of sjaldan kom ég á heimili hans og Helgu konu hans og var manni þó alltaf vel fagnað. Þangað var gott að koma og samræður við þau hjónin skemmtilega, fróðlegar og - mannbætandi. Eftir slíka heimsókn gat ég tekið mér í mun orð önfirska skáldsins Guðmundar Inga, hvarvetna frá þeim fundum farsælli heim ég gekk. Eggert var fæddur 15. janúar 1925, sonur hjónanna Kristjönu Ó. Benediktsdóttur og Jóhanns Jó- hannssonar húsgagnasmíðameist- ara. Hann ólst upp hjá móðursystur sinni Sigríði Ó. Benediktsdóttur og manni hennar Sveini Gunnlaugs- syni, skólastjóra á Flateyri. Hann lauk kandídatsprófi í lækn- isfræði árið 1952, starfaði um skeið sem læknir í Danmörku og Svíþjóð og lauk doktorsprófi í læknisfræði -^á_ Uppsalaháskóla árið 1963. Árið 1960 varð hann yfírlæknir við rannsóknarstofu Borgarspítal- ans og starfaði þar til dauðadags. Hinn 1. desember árið 1949 kvæntist hann eftirlifandi eigin- konu sinni Helgu Aradóttur, lyíja- fræðingi, hinni mestu mannkosta- konu. Þau eiga þijú börn á lífi en þau eru: Anna Vigdís, dýralæknir, búsett í Noregi, Sveinn, mannfræð- ingur, búsettur í Manchester, Ari, búfræðingur, búsettur í Reykjavík. Og nú er Eggert allur. Þungt er tapið, það er vissa þó vil ég kjósa vorri móðir að alltaf megi hún minning kyssa - manna, er voru svona góðir. (Sig. frá Amarholti) Elsku Helga. Við sendum þér og Qölskyldu þinni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Emil Ragnar. í dag er kær vinur og samstarfs- maður um nær þriggja áratuga skeið kvaddur. _ Dr. Eggert Ó. Jóhannsson, yfir- læknir á rannsóknadeild Borgar- spítalans, Iést á spítalanum eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu hinn 13. þ.m. aðeins 67 ára að aldri. Kynni okkar hófust upp úr 1960 er hann var ráðinn að spítalanum og hóf undirbúning að stofnun rannsóknadeildarinnar. Uppbygg- ingarstarfið hófst í Heilsuverndar- stöðinni á lyfjadeildinni sem þar var ti! húsa. Rannsóknastarfsemi spít- alans var við komu hans einn starfs- maður í litlu herbergi. Stofnun rannsóknadeilar á þessum tíma var ekki eingöngu brýn þörf á að leysa vandamál lyflækningadeildar í Heilsuverndarstöðinni og annarra sjúkrastofnana borgarinnar. Ástæðan var ekki síður sú að þróa nútímastarfshætti, sem yrðu til staðar er Borgarspítalinn í Fossvogi tæki til starfa. Til þess þurfti bæði að mennta starfslið og afla búnað- ar. Eggert hafði um árabil starfað við erlend sjúkrahús, aðallega í Svíþjóð. Hann þekkti því mjög vel til rannsóknadeilda þar, tækni þeirra og framfara sem voru feikna hraðar á þessum árum. Samstarf okkar Eggerts varð mjög náið frá upphafi, enda húsa- kynni þröng eins og áður getur og ekki pláss fyrir ágreining, þar að auki vorum við báðir að vestan. Mér lék forvitni á að vita hvaða augum hann liti þessa aðstöðu mið- að við það sem hann átti að venj- ast frá háskólaspítalanum í Umeá. Ég fékk hann aldrei til að tjá sig um það en hann hélt Iangar ræður um hvemig hlutimir skyldu verða í Fossvogi. Fyrstu árin fóru í að byggja upp þjónustu fyrir þáverandi sjúkrastofnanir borgarinnar og stuðla að menntun meinatækna sem var mjög brýnt verkefni og raunar grundvöllur allra þróunar. Fyrstu árin voru ósköp erfið og þreytandi vegna hægagangs við uppbygging- una sökum fjárskorts og aðstöðu- leysis, en aldrei varð ég var við óþolinmæði. Það var helst þegar hann skaut á mig meðaumkunar- brosi vegna auraleysis minnar deild- ar. Allt þróaðist þetta þá til betri vegar. Þegar hylla tók undir starf- semi Borgarspítalans fóm hjólin að snúast við undirbúning að rekstri þar, Þá var góðæri og fyrirskipaði þáverandi borgarstjóri, Geir Hall- grímsson, að framkvæmdir skyldu settar á fulla ferð hvað sem liði fjár- veitingum ríksins. Eggert tók mjög virkan þátt í undirbúningi og var löngum í bygg- inganefnd og fulitrúi læknaráðs varðandi ýmis málefni spítalans. Við áttum samleið í heimsóknir á erlenda spítala og sýningar sem síðar leiddu til ákvarðana um skipu- lag og búnað spítalans. Jafnframt stjórnaði hann skipulagningu sinnar deildar sem var mikið verk. Og nú samdi hann ekki um nein músarhol- usjónarmið. Fyrstu áætlanir um rannsóknadeild vora orðnar 12 ára og úr öllu samhengi við nútímakröf- ur. Við opnun spitalans stóð hann með mjög vel uppbyggða deild, mannaða fjölda vel menntaðra meinatækna og vel búna tækjum. Fyrsta tölvuvæðing hérlendis á þessum vettvangi og þó víðar væri leitað var staðreynd. Á þeim 25 árum sem liðin eru hefur deildin bætt við sig ótal nýjum verkefnum og fylgst hefur verið með allri þróun þannig að vinur minn hefur reist sér verðugan minn- isvarða sem mun bera honum fag- urt vitni. Við hjónin kveðjum þennan prúða vin og samstarfsmann með söknuði og flytjum eiginkonu hans, Helgu, og fyölskyldu hugheilar samúðar- kveðjur. Haukur Benediktsson. Enn hefur einn af okkar félögum frá Menntaskólanum á Akureyri fallið í valinn. Eggert Jóhannsson bekkjarfélagi okkar, yfírlæknir við rannsókna- deild Borgarspítalans, lést eftir skamma legu 13. júní á sjúkrahús- inu þar sem hann vann lengst af. Eggert fæddist 15. janúar 1925 í Reykjavík. Faðir hans var Jóhann Jóhannsson húsgagnabólstrari, ættaður úr Vestur-Húnavatnssýslu, og móðir hans var Kristjana Ólafía Benediktsdóttir kennari, ættuð úr Austur-Húnavatnssýslu. Hann ólst upp frá frumbemsku hjá Sveini Gunnlaugssyni, skóla- stjóra á Flateyri við Ónundarfjörð, og móðursystur sinni, Sigríði Oddnýju Benediktsdóttur. Eggert tók gagnfræðapróf í MA vorið 1942 utanskóla, eftir að hafa notið tilsagnar prestanna sr. Hall- dórs Kolbeins, Stað í Súgandafirði, og sr. Eiríks J. Eiríkssonar á Núpi, Dýrafírði. Eftir það fylgdumst við að til stúdentsprófs og það var glað- ur hópur 45 ungra manna og kvenna sem kvaddi skólann sinn 17. júni 1945 og hélt fagnandi út í lífíð. Eggert er sá tólfti okkar félaga sem fellur frá. Eggert var góður félagi, hlýr og glaður og skipti aldrei skapi. Hann var góður námsmaður en tók nám í menntaskóla nokkuð létt en sýndi framúrskarandi árangur við læknis- námið. Eftir stúdenspróf skilja leiðir um sinn og reglulegt samband rofnar. Menn taka fyrir sérnám og halda beint út í atvinnulífið og þá er oft tilviljunum háð hvort þeir ná saman aftur. Við höfum borið gæfu til þess i okkar bekkjarögn að halda hópinn og hittast reglulega, og hef- ur það verið öllum mikill gleðigjafí. Fyrir allmörgum árum efndi bekkjarfélagi okkar, Guðmundur Árnason læknir, til félagsskapar, sem skyldi hafa það að markmiði að koma saman við og við að vetrin- um, borða saman, tala gáfulega og halda menntandi erindi. Skyldu þessar samkomur fara fram á heim- ilum félagsmanna. Voru þetta um 10 manns sem komu saman og skiptust nokkuð jafnt á milli ár- ganganna 1945 og 1946. Stóð þetta í nokkur ár en leið undir lok er Guðmundur flutti búferlum upp á Akranes. Munu allir eiga góðar endurminningar frá þessum um- ræðukvöldum og leitar hugurinn gjarnan til þessara ára nú þegar þessir tveir framkvöðlar eru fallnir frá. Eggert lauk læknisnámi árið 1952 og dvaldi síðan við nám og störf erlendis til ársins 1962 að hann kemur alfarið heim. Hann var dr.med. frá Uppsalahá- skóla árið 1963. Eggert var ráð- gjafí við stofnun rannsóknadeildar á Landspítalanum og á Borgarspít- ala og rannsóknadeildinni á Borgar- spítalanum veitti hann forstöðu til æviloka. Með aðalstarfí sínu tók hann virkan þátt í uppbyggingu og stjóm Borgarspítalans, sat í stjórn læknaráðs frá 1969 og í bygginga- nefnd frá 1971. í einkalífí sínu var Eggert láns- maður. 1. desember 1949 kvæntist hann Helgu Aradóttur, lyfjafræð- ingi. Þau eiga þijú uppkomin börn, Önnu Vigdísi, dýralækni í Noregi, Svein, við mannfræðinám, og Ara, garðyrkjufræðing. Við.bekkjarsystkin Eggerts mun- um sakna geðþekks bekkjarbróður og geyma minninguna um hann til æviloka. Sárastur harmur er þó kveðinn að fjölskyldu hans, Helgu og börn- um þeirra. Við bekkjarfélagarnir og fjölskyldur okkar vottum þeim okkar innilegustu samúð og biðjum þeim Guðs blessunar. Jóhann Indriðason, Móses Aðalsteinsson. Hinn 13. þ.m. lést á Borgarspítal- anum í Reykjavík Eggert Ó. Jó- hannsson yfirlæknir, eftir skamma en erfíða sjúkrahúsvist. Eggert fæddist í Reykjavík 15. jan. 1925 og vora foreldrar hans hjónin Jóhann Jóhannsson bólstrari og Kristjana Benediktsdóttir. Egg- ert var alinn upp á Flateyri hjá fósturforeldrum sínum, Sveini Gunnlaugssyni skólastjóra þar og Sigríði Benediktsdóttur. Hann sleit því bamsskónum fyrir vestan og var ávallt mikill Vestfírðingur. Flat- eyri var honum kær og fór hann oft þangað þegar tækifæri gafst. Eggert lauk stúdentsprófi frá MA 1945 og prófi frá læknadeild HÍ 1952. Starfaði hann síðan nokkur ár við almenn læknastörf hérlendis og í Svíþjóð og var viðurkenndur sérfræðingur í rannsóknalækning- um 1960. Árið 1963 varði hann doktorsritgerð við Uppsalaháskóla. Eggert var ráðinn yfírlæknir við rannsóknadeild Borgarspítalans ár- ið 1960, en þá var Borgarspítalinn til húsa í Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg. Tók hann formlega við þessu starfí 1962 og starfaði hann því óslitið í Borgarspítalanum um rösklega 30 ára skeið. Á árunum milli 1950 og 1960 voru mikil höft á öllum byggingaframkvæmdum og gengu þessir hlutir hægt fyrir sig en áform um byggingu Borgarspít- alans í Fossvogi lágu þá fyrir. Egg- ert var kvaddur til að starfa með bygginganefnd Borgarspítalans og starfaði náið með henni að skipu- lagi rannsóknadeildar á spítalanum á byggingatíma hans á sjöunda áratugnum. Rannsóknadeildin, eins og við þekkjum hana í dag, flutti síðan úr Heilsuvemdarstöð í árslok 1967 þegar fyrsti sjúklingurinn var lagður inn á Borgarspítalann. Þegar deildin opnaði var hún tölvuvædd og var þá langt á undan öðmm rannsóknadeildum hvað það varðar. Á þeim tæpu 25 ámm sem liðin em hefur þróunin í rannsóknum haldið áfram og fylgdist Eggert ákaflega vel með á sínu sviði. Með fullkomn- um tækjabúnaði hefur deildin getað stóraukið atköst sín, jafnframt því sem alltaf hefur valist hæft fólk til starfa á deildinni. Að hans undir- lagi var hafín mótefnamæling áhættusýna vegna alnæmis og Iifr- arbólguveim 1985 ásérbúinni rann- sóknastofu, sem var hin fyrsta sinn- ar tegundar hérlendis. Þá hafa rannsóknir í klínískri lífeðlisfræði verið stundaðar á deildinni frá 1972 og var það þá nýmæli hér á landi. En áhugi Eggerts sneri ekki ein- vörðungu að þróun starfseminnar á hans eigin deild. Honum var ávallt mjög umhugað um uppbyggingu Borgarspítalans. Hann sá ekki að- eins aðalspítalann rísa á sjöunda áratugnum, heldur tók hann virkan þátt í þróun og byggingu slysadeild- arálmunar sem reis í lok áttunda áratugarins og B-álmu sem enn er í byggingu. Hann var oft óþolin- móður og þótti honum að oft mættu hlutirnir ganga hraðar fyrir sig. Hann var skipaður í bygginganefnd Borgarspítalans árið 1971 og átti þar sæti þar til hann lést. Á þessum árum nutu ýmsir góðra ráða hans og víðsýni, enda gat hann miðlað af langri reynslu, jafnframt því sem hann var fljótur að átta sig á gildi nýjunga. Auk starfa í bygginganefnd átti hann sæti í fjölmörgum nefndum á vegum Borgarspítalans. Hann starfaði líka mikið að málefnum meinatækna þegar sú stétt var að hasla sér völl. Sat í undirbúnings- nefnd er skipulagði meinatækna- nám og sat síðan í námsbrautar- nefnd í meinatækni við Tækniskóla íslands. Hann var fyrsti formaður Meinefna-, blóðmeina og meinalíf- eðlisfræðifélags íslands, jafnframt því að hann var um tíma formaður norrænna samtaka á sama sviði. Þá hefur hann átt sæti í norrænni nefnd, Nordkem, sem fulltrúi ís- lenskra heilbrigðisyfirvalda, en nefndin starfar að samræmingu vinnureglna í meinefnafræðum á Norðurlöndum. Ég kynntist Eggert fyrst fyrir u.þ.b. 20 árum er ég tók til starfa á Borgarspítalanum ný- skriðinn úr skóla og blautur bak við eyrun varðandi allt sem hét spítali. Þetta var 1972 en þá gegndi Eggert starfí yfirlæknis spítalans og formanns læknaráðs. Hafði ég því mikil samskipti við hann og tókst með okkar vinátta sem hefur haldist æ síðan. Hann var alltaf reiðubúinn að upplýsa mig um hvaðeina sem sneri að læknisfræði- legri uppbyggingu spítalans. Gat ég alltaf leitað til hans og eru þær ófáar stundirnar sem við sátum saman og ræddum málefni Borgar- spítalans og heilbrigðismál al- mennt. Eggert var einn fárra sem hafa séð spítala „verða til“, jafnframt því að vera þátttakandi í þeirri sköp- un. Slík var reynsla hans og þekk- ing og enginn efaðist um að hann var verðugur fulltrúi lækna spítal- ans í bygginganefnd í meira en 20 ár. Þetta skarð er nú vandfyllt. Eggert kvæntist árið 1949 Helgu Aradóttur lyfjafræðingi og eignuð- ust þau fímm börn en þar af kom- ust þijú til fullorðinsára. Harmur er kveðinn af eiginkonu, börnum og barnbörnum sem sjá nú eftir góðum heimilisföður langt um aldur fram. Borgarspítalinn sér eftir hæf- um og góðum manni, sem markað hefur djúp spor í sögu hans. Við sem eftir stöndum eigum eftir að njóta ávaxta af vinnu Eggerts í mörg ókomin ár. Færðar eru þakk- ir frá stjórn Borgarspítalans og samstarfsfólki fyrir langt og far- sælt samstarf, sem ekki bar skugga á. Elsku Helga, við Jóhanna send- um þér og börnum þínum hugheilar samúðarkveðjur. Megi Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Minningin um góðan dreng lifír. Jóhannes Pálniason. Við viljum í örfáum orðum minnnast dr. Eggerts Ó. Jóhanns- sonar yfirlæknis, sem fallinn er frá langt fyrir aldur fram. Segja má að hann hafi mótað rannsóknadeild- ina frá upphafi, en hann hóf hér störf haustið 1962. Þá var deildin til húsa í einu herbergi á Heilsu- verndarstöðinni, og var svo fram til ársins 1967, er flutt var í núver- andi húsnæði. Dr. Eggert fylgdist glöggt með þessari þróun mála í rannsóknatækni og hefur í þessi 30 ár stýrt deildinni í gegnum ótrú- legt breytinga- og framfaraskeið. Nefna má að hann var frumkvöðull í tölvunotkun á rannsóknastofum hér á landi. Dr. Eggert gerði sér fljótlega ljóst að nauðsynlegt var að sér- mennta fólk til rannsóknastarfa hér heima. Ásamt fleirum beitti hann sér fyrir stofnun námsbrautar í meinatækni árið 1967 og var í stjórn hennar frá upphafí. Hann kenndi einnig við þá braut og hafa trúlega flestallir meinatæknar hér- lendis verið nemendur hans. Margir þeir, sem réðust síðan til rann- sóknadeildar Borgarspítalans, eiga sér óslitinn starfsferil að baki, sum- ir allt frá stofnun deildarinnar. Mun svo hár meðalstarfsaldur vera fá- gætur á heilbrigðisstofnunum í dag og segir það sína sögu. Að leiðarlokum viljum við þakka dr. Eggert samfylgdina. Eiginkonu hans og fjölskyldu allri sendum við samúðarkveðjur. Starfsfólk rannsóknadeildar Borgarspítalans. Nú er sól hæst á lofti og angan gróðursins fyllir vitin. Á þessum tíma er eins og allt líf vakni úr dvala til vaxtar og viðgangs, unað- ar og gleði. En líf og dauði em óaðskiljanlegir förunautar. Á þess- um blómatíma ársins lauk vinur minn og starfsbróðir um áratuga skeið, Eggert Ó. Jóhannsson, sinni jarðnesku vegferð. Hann lést í Borgarspítalanum 13. þ.m. liðlega 67 ára að aldri eftir harða baráttu við illvígan sjúkdóm. Eggert Ólafur Jóhannsson fædd- i ist í Reykjavík 15. jan. 1925. Hann

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.