Morgunblaðið - 28.06.1992, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1992
Rætt viö þr jó ís-
ERFÐAVISA lenska vísinda- tJ menn um þessar LlV rannsóknir
FLYTJA BRJOSTAKI IABBA
Morgunblaðið/Bje
Islenski rannsóknahópurinn: Aðalgeir Arason lífræðingur, Rósa Björk Barkardóttir sameindalíffræðing-
ur og Valgarður Egilsson læknir
eftir Elínu Pólmadóttur
Bijóstakrabbamein er algeng-
ast þeirra krabbameina sem
hrjá konur vestrænna landa
og tíðni þess hefur farið vax-
andi. Á undanförnu hálfu öðru
ári hefur með sameiginlegu
átaki rannsóknahópa á 13 stöð-
um, þar á meðal íslandi, tekist
að staðfesta að áberandi erfða-
þátt í þessu samhengi er að
finna í litningi 17 í þeim fjöl-
skyldum sem verja sig ver fyr-
ir þessum sjúkdómi. Valgarður
Egilsson læknir, Aðalgeir Ara-
son líffræðingur og Rósa Björk
Barkardóttir, sameindalíf-
fræðingur mynda rannsókna-
hópinn hér á landi, sem undan-
farið ár hefur verið að rann-
saka erfðaefni einstaklinga úr
ættum með háa tíðni brjósta-
krabbameins. Á sameiginleg-
um fundi í Leiden í október sl.
komu þau með samsvarandi
niðurstöðu og aðrir í verkefn-
inu. Að ættlægt bijóstakrabba-
mein sé fundið í langarmi litn-
ings 17, sem gefi vísbendingu
um að konum með þann arf
sé hættara við að fá sjúkdóm-
inn en öðrum sem ekki hafi
þennan tiltekna erfðavísi. Og
að til eru fjölskyldur þar sem
þessi gallaði tvískipti erfðavís-
ir finnst.
etta er viss árangur sem
náðst hefur með samstarfinu.
Menn hafa lengi vitað, að
sumar fjölskyldur verja sig
miður en aðrar fyrir þessum vá-
gesti. Það sjá menn líka við ýmsa
aðra sjúkdóma, t.d. hjartasjúk-
dóma. Með þessu samstarfi náðist
sú vitneskja að í sumum fjölskyld-
um, þar sem mikið er um bijósta-
krabbamein, þar er hættan á sjúk-
dómnum tengd litningi nr. 17, af-
mörkuðu svæði á lengri armi þess
litnings. Hringurinn er að þrengj-
ast, svo að innan fárra missera
munu menn hafa lesið það gen sem
um er að ræða og skiptir máli“,
sögðu þau Valgarður, Aðalgeir og
Rósa Björk í viðtali við blaðamann
Morgunblaðsins á vinnustað
þeirra, Rannsóknastofu Háskólans
í meinafræði við Barónsstíg. En
forstöðumaður Rannsóknastof-
unnar er Jónas Hallgrímsson lækn-
ir.
„Aðalaðferð alþjóðlega starfs-
hópsins er svokölluð „tengslagrein-
ing“, þ.e. að reynt er að rekja nið-
ur eftir kynslóðunum hvaða Útningi
og síðan litningasvæði qúkdómsá-
hættan tengist. Þegar rannsókna-
stofur víðsvegar um heim svo
leggja saman niðurstöður sínar,
þá er hægt að þrengja leitarsvæðið
á litningunum til muna. Þannig
virðist sem í sumum fjölskyldum -
ekki öllum - eigi erfðir einhvern
þátt í því að sumir einstaklingar
veija sig miður en aðrir. En fleiri
þættir koma þar jafnframt við sögu
- oft kallaðir umhverfisþættir. Er
þá m.a. átt við lífsstíl, mataræði,
efnasambönd í umhverfi okkar,
jafnvel veirur. Það kemur því að
því að menn þekki þessa þætti og
geti varast þá, komið vörnum við,“
sagði Valgarður.
Fjölmennt ættartré með
langar rætur
Um rannsóknina hér á landi
sögðu þau að með góðri hjálp
Erfðafræðistofnunar Háskólans og
krabbameinsskrár Krabbameinsfé-
lags Islands hafi þeim verið kleift
að kortleggja hegðun sjúkdómsins
í skyldmennum.„Við höfum haft
samband við fólk víðsvegar að af
landinu. Yfirleitt er viðhorf fólks
mjög jákvætt til slíkrar rannsóknar
og okkur vel tekið. Hérlendis eru
aðstæður að mörgu leyti mjög góð-
ar til að stunda rannsóknir af þessu
tagi. Skráning sjúkdóma er mjög
nákvæm. Þá hefur breska krabba-
meins rannsóknastofnunin Imp-
erial Cancer Research Fund í Lond-
on kostað um þriggja ára skeið
laun eins okkar. Þeim er viss akk-
ur í samstarfinu vegna þess hve
ítarlega má rekja ættir fólks hér-
lendis. Fjármögnun er þó að lang-
stærstum hluta frá Ríkisspítulun-
um. Það hjálpar okkur mikið, að
sýni eru varðveitt á Rannsókna-
stofu Háskólans marga áratugi
aftur í tímann eða frá því upp úr
1930. Slík sýni, sem liggja þarna
geymd í vaxkubbi, nýtast einmitt
til rannsókna sem þessara."
Valgarður bætir við með kímn-
isglampa í augum að þetta sé
ámóta og jarðabók Áma Magnúss-
onar fyrir sagnfræðinga. En rann-
sóknir af þessu tagi eru færar hér
vegna þess að ættartré ná lengra
aftur, eru ítarlegar unnin og áreið-
anlegri en víðast annars staðar.
Ættir eru hér stórar þótt ekki
hafi margar verið skoðaðar og
vantar fáa bita í púsluspilið. Er-
lendis hafa menn orðið að sætta
sig við að nota margar ættir með
fáum einstaklingum í hverri.
En nú þegar rétt hefur reynst
að áhættuþáttur sem getur erfst
tengist afmörkuðu svæði á lang-
armi litnings 17, hvað getur það
gert fyrir okkur á þessu stigi?
Rannsóknarhópurinn tekur skýrt
fram að á þessu stigi sé þessi niður-
staða hvorki nýtanleg til lækninga
né til ráðgjafar. Um það sé alþjóð-
legi samstarfshópurinn sammála.
En ef krabbamein hefur komið
áberandi oft upp meðal skyld-
menna þá segi sig sjálft að ættingj-
ar hljóti að verða gætnari og fylgj-
ast betur með en ella. Það sé hið
eina ráð sem hægt er að gefa í
bili. Æskilegt væri auðvitað að
geta veitt um þetta efni almenna
fræðslu. En að því komi að svör
fáist við áleitnum spurningum.
En auðvitað er afar mikilvægt
að skilja hvernig sjúkdómurinn
verður til. Máttur erfðatækninnar
er veigamikill. Æxli eins og svo-
kallað retinoblastoma og vissar
tegundir ristilkrabbameins eru
dæmi um að menn vita talsvert
hvað gerst hefur í erfðaefni fruma
til að þær taki á sig illkynja eðli.
En þegar spurt er hve mikinn
þátt erfðir eigi í tilurð bijósta-
krabbameins yfirleitt, verður erfitt
um svör. Menn hafa oft nefnt tölur
eins og að við 5-15% slíkra meina
komi einhver erfður þáttur við
sögu. Nákvæmt svar verði ekki
gefið, svo misjafnt sem þetta er
milli skyldmennahópa.
Bijóstakrabbamein er mjög al-
gengt og virðist enn vera að auk-
ast. Menn hafa engar haldbærar
skýringar á því. En spurningar
vakna um hvort þær ættir verði æ
fleiri, sem ekki ná að veija sig
fyrir orsakavaldinum - hver svo
sem hann er. Vísast er hann ekki
einn heldur margir samverkandi.
Það er ástæðan fyrir því að undanf-
arin ár hefur áhugi vaknað á að
nota til rannsókna erfðaefnið úr
konum úr fjölskyldum þar sem
mikið er um bijóstakrabbamein.
Þetta alþjóðlega samstarfsverk-
efni, sem hér er til umræðu, hófst
raunverulega með fundi um 40
vísindmanna í London í nóvember
1990. íslendingarnir höfðu þá átt
alllengi samvinnu við Bretana. En
á þessum fundi skýrði Marie Claire
King frá Kalifomíu frá því að hún
hefði ákveðnar vísbendingar um
að erfður þáttur gæti verið í lang-
armi litnings númer 17 - einhvers
staðar þar á tilteknu svæði. Menn
urðu auðvitað spenntir, en héldu
ró sinni, eins og Rósa Björk orðaði
það, því oftar en einu sinni hefur
það gerst að einn rannsóknahópur
telur sig hafa náð að staðsetja slík
áhættugen, sem svo aðrir hafa
ekki getað staðfest. í ættum þeim
sem Marie-Claire King rannsakaði
höfðu áberandi margar konur
greinst ungar með bijóstakrabba-
mein. Niðurstöður hennar voru til-
tölulega sannfærandi. Og í stuttu
máli var ákveðið að hefja samstarf
um tengslagreiningu í ættum, hver
rannsóknastofa í sínu heimalandi.
13 hópar tóku þátt í þessu, undir
nafninu Breast Cancer Linkage
Consortium. Þátttakendur voru frá
Bretlandi, Frakklandi, Bandaríkj-
unum, Hollandi, Svíþjóð, Noregi
og íslandi. Markmiðið var að rann-
saka hvort tengsl væri að finna
milli bijóstakrabbameins og áður-
nefnds svæðis á langarmi litnings
17, með öðrum orðum að prófa tíl
fulls vísbendingu Marie-Claire
King.
í langarmi litnings 17
Og nú, einu og hálfu ári síðar,
hefur með þessari samvinnu tekist
að staðfesta þessa vísbendingu
hvað varðar sumar ættir. Og til
viðbótar hefur tekist að þrengja
svo leitarsvæðið á litningnum að
genið sjálft mun verða lesið innan
fárra missera. Þama hjálpuðust
menn að, útbýtt var meðal allra
þeim genaþreifurum og mögnunar-
vísum sem beita þurfti, notaður
sími og faxtæki auk bréfaskrifta,
og fundað öðru hveiju. Úrvinnslan
var flókin tölfræði og stærðfræði
og var miðstöð þess verks í London
og Leeds. Síðasti fundur var hald-
inn í Leiden í Hollandi nú fyrir
skemmstu. Ljóst er að áhætta á
bijóstakrabbameini er aðeins í
sumum fjölskyldum bundin lang-
armi litnings 17. Mikið verk er
óunnið þegar leita skal að áhættu-
genum annars staðar, segja íslend-
ingarnir. íslenski hópurinn mun
taka þátt í þeim rannsóknum. Aðr-
ir hópar munu einbeita sér að því
að klára verkið á Iangarmi litnings
17. En niðurstöður af þessari vinnu
hafa verið sendar til birtingar í
ameríska erfðafræðiritinu The
American Journal of Human Gen-
etics, bæði vinna hvers hóps um
sig og samanlagðar niðurstöður
hópanna.
Þetta hljómar ekki svo flókið
þegar það er sett svona fram. En
í huga leikmanns vaknar spurning-
in: Hvað er þessi litningur númer
17? Aðalgeir tekur að sér að fræða
okkur nánar um litningana. I litp-
ingunum liggur erfðaefnið í sam-
hangandi keðju og genin eru þar
innan um, líkt og perlur á festi. I
hverri frumu mannsins eru 23 pör
litninga, og annar litningur hvers
pars er kominn frá föður og hinn
frá móður. Erfðaefnið er því komið
að hálfu frá hvoru foreldri, með