Morgunblaðið - 28.06.1992, Side 22

Morgunblaðið - 28.06.1992, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1992 Gunnlaugur Finn- bogason - Minning Fæddur 8. september 1928 Dáinn 20. júní 1992 Mig langar í stuttu máli að minn- ast Gulla. Laugardaginn 20. júní seinnipartinn hringdi Steina frænka í mig og sagði mér að Gulli væri farinn frá okkur. Mér brá ofboðs- lega mikið því daginn áður hafði Steini látið okkur vita að hann væri orðinn veikur. Ég bjóst alls ekki við að þetta myndi fara svona að Guð myndi taka hann frá okk- ur. Ég var alltaf á sumrin hjá þeim Huldu og Gulla. Þau voru mér eins og mamma og pabbi þegar ég var lítil. Það var þegar þau bjuggu á Borgarholtsbrautinni í Kópavogi. Þannig að ég á mikið af fallegum og góðum minningum um hann þaðan. T.d. þegar ég hef verið svona 3-4 ára þá svaf ég á dýnu á gólfinu við hliðina á rúminu hjá þeim svo um nóttina snéri ég mér þannig að ég hálf festist undir rúminu og grét og grét. Þau tóku mig undan rúm- inu og eftir þetta kallaði Gulli mig orgelið í langan tíma. Gulli var í mörg ár rennismiður hjá Stáliðjunni og eitt sumarið sem ég var hjá þeim gaf hann mér stól sem hann hafði smíðað handa mér. Hann var mjög hugulsamur og greiðvikinn maður. Minningin um hann Gulla mun lifa í hugum okkar allra. Elsku Hulda mín, Raggi, Biggi og fjölskylda, um leið og ég kveð Gulla með þökk fyrir samfylgdina þá sendi ég ykkur öllum innilegar samúðarkveðjur. + Litli drengurinn okkar, DAGUR ÁSGEIRSSON, sem lést aðfararnótt 22. júni, jarðsunginn frá Akureyrarkirkju daginn 29. júní kl. 13.30. Hildur Óladóttir, Vertu hjá mér, er halla tekur degi, Herra, myrkrið kemur, dylst mér eigi. Þegar enga hjáp er hér að fá, hjálparlausra líknin, vert mér hjá. (Sálmur.) Berglind Kristjánsdóttir. Á morgun, mánudaginn 29. júní, verður gerð frá Seljakirkju í Reykjavík útför Gunnlaugs Finn- bogasonar. Hann var fæddur 8. september árið 1928 og lést á St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði 20. júní sl. aðeins 63 ára að aldri. Þegar við fréttum andlát Gunn- laugs Finnbogasonar þá var okkur brugðið. Gulli, eins og hann var kallaður af vinum og kunningjum, hafði verið á sjúkrahúsi en alls ekki var búist við því að hann ætti svona stutt eftir. En enginn veit hvenær kallið kemur og við verðum að láta nótt sem nemur og hlíta því hvort sem okkur er það ljúft eða leitt. En þetta er óvænt og þungt áfall sérstaklega fyrir nánustu ástvini hans. Gulli kvæntist Sigríði E. Krist- jánsdóttur 26. október árið 1949 og ólu þau upp fósturson, Ragnar Kristján, sem er fæddur árið 1962. Sigríður lést 27. maí 1972 og stóð þá Gulli einn uppi með 10 ára gaml- an son. En lífið heldur áfram og það skiptast á skin og skúrir. Þáttaskil urðu í lífí Gulla þegar hann kynntist Huldu Pálsdóttur frá Þingholti í Vestmannaeyjum. Þau gengu í hjónaband 6. janúar 1973. Ásgeir Yngvarsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför sonar míns, bróður, mágs og frænda, ÞÓRIS HÓLMS SIGVALDASONAR, Stafni. Steinunn Björnsdóttir, Guðrún H. Sigvaldadóttir, Haukur Björgvinsson, Birna M. Sigvaldadóttir, Þorkell Sigurðsson, Jón B. Sigvaldason, Guðríður M. Stefánsdóttir, Elsa Þ. Heiðdal, og systknabörn. + Hjartanlegar þakkir fyrir sýnda samúð, hlýhug og vináttu við and- lát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, JÓNS PÉTURS JÓNSSONAR forstjóra. Megi góður Guð blessa ykkur öll. Gróa Jóelsdóttir, Valgerður Jónsdóttir, Jóel Friðrik Jónsson, Þuríður Steinþórsdóttir, Jón Magnús Jónsson, Stefanfa Gunnarsdóttir og barnabörn. Alúðarþakkir til allra er sýndu samúð og hlýhug við fráfall EGGERTS Ó. JÓHANNSSONAR yfirlæknis. Helga Aradóttir, Anna Vigdís Eggertsdóttir, Truls Grenneberg, Sveinn Eggertsson, Ari Eggertson, Sigrún Harðardóttir og barnabörn. Var það mikið lán fyrir Gulla að eignast góða konu og sameiginlega vildu þau mæta því sem framtíðin bæri í skauti sér. Hulda átti einn dreng, Birgi Þór, sem er fæddur 1961 og reyndist Gulli honum ákaf- lega vel og var honum sem besti faðir á sama hátt og Hulda gekk Ragnari Kristjáni í móðurstað. Heimili fjölskyldunnar var lengst af við Borgarholtsbraut í Kópavogi en hún flutti í Breiðholtið fyrir um það bil tveimur árum síðan. Fjöl- skyldan hefur verið farsæl og hjón- in samhent í blíðu og stríðu og vildu þjónin veita drengjunum skjól og góða leiðsögn út í lífið og hefur tekist það vel og eru þeir báðir efn- ismenn. Eftir því sem við þekkjum til og þekktum Gulla þá var hann vænn maður og drengur góður, ljúfur í viðmóti og var alltaf gott og gaman að hitta Gulla og Huldu frænku. Hann hafði áhuga á mönnum og málefnum og fylgdist vel með því sem var að gerast við sjávarsíðuna og spurði gjarnan frétta og hvemig aflaðist. Nú þegar Gulli hefur lokað aug- um í hinsta sinn í þessu lífi þá biðj- um við honum blessunar og þökkum samfylgdina. Mestur er missir Huldu en hún stendur ekki ein. Við hlið hennar standa drengirnir og þau munu styðja hvert annað í sorg- inni og við biðjum góðan Guð að gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Lóa Skarphéðinsdóttir, Magnús Kristinsson. ik'íf.Í %fa Suöuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sfmi 31099 Minning: * Dagur Asgeirsson Fæddur 4. desember 1989 Dáinn 22. júní 1992 Ég var nýkomin heim úr vel heppnaðri ferð til Akureyrar, þar sem ég og synir mínir eyddum góð- um tíma með vinum okkar þeim Hildi og Degi. Við mæðurnar fórum með drengjunum okkar í göngu- ferðir í lystigarðinn, í sund og á fleiri staði. Á þessum samveru- stundum okkar var framtíðin rædd fram og til baka. Við vorum svo stoltar og hamingjusamar yfír heil- brigðu drengjunum okkar sem guð hafði gefíð okkur. Á þessum fallegu og sólríku dögum var ekkert fjar- lægara en dauðinn og það að við ættum aldrei eftir að hittast aftur, öll fimm saman. Hvern gat líka grunað það að aðeins nokkrum dög- um síðar væri Dagur allur. hvers veg^na fékk hann ekki að njóta lífs- ins lengur, eins og við hin, og gera okkur lífið léttara með fallega bjarta brosinu sínu. Þegar svo hörmuleg tíðindi ber- ast að lítill drengur í blóma lífsins er tekinn frá foreldrum sínum sem gáfu honum líf og elskuðu hann svo mikið, fínn ég fyrir hversu ber- skjölduð við erum gagnvart almætt- inu. Hver er tilgangurinn spyr ég og fæ ekkert svar. Eg verð að trúa því að góður guð hafi ætlað Degi litla eitthvað mikilvægara hlutverk á æðri stað þar sem hann mun halda áfram að lifa og fylgjast með okkur. Við fengum ekki að hafa Dag lengi hjá okkur í þessu jarðlífi en á þessu hálfa þriðja ári sem hann lifði veitti hann foreldrum sínum og öðrum sem nutu nærveru hans, ómælda gleði og ánægju. Dagur með sinn óræða lit á kollinum sínum var stór og hraustlegur drengur, glaðlyndur og alltaf með sólskins- bros á vör, þannig mun ég minnast hans og hafa hann í huga mér um alla framtíð. Elsku Hildur og Ásgeir, ég bið góðan guð að styrkja ykkur í þess- ari miklu sorg. Dagur gaf ykkur góð ár og dásamlegan tíma sem verður aldrei frá ykkur tekinn. Samúðarkveðjur sendum ég og fjöl- skylda mín öllum ættingjum óg vin- um sem eiga um sárt að binda. . Sigrún. Kveðjuorð. Páll Gunnarsson Það var einn morgun ekki fyrir svo löngu síðan að við fengum þær fréttir að heiman^ að Páll Gunnars- son væri dáinn. Á slíkum stundum verður manni hugsað hvað maður sé eiginlega að gera hér svo langt í burtu frá ættingjum og vinum. Og betri og traustari vin en Palla var ekki hægt að hugsa sér. Alltaf var hann jafn hlýr og in- dæll í viðmóti og stóð við hliðina á okkur eins og klettur hvað sem á gekk. Alltaf tilbúinn að rétta öðrum hjálparhönd í orði og á borði. Oft var setið langt fram á nætur heima hjá Palla og Jóku og spjallað um heima og geima, og aldrei voru glettnin og bjartsýnin langt undan þar á bæ. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aft- ur hug þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ (úr Spámanninum) Þessi miklu orð hafa oft komið upp í huga okkar undanfarið, og svo sannarlega eigum við margar góðar minningar um Palla. Minning um góðan dreng mun ætíð lifa í hugum okkar. Elsku Jóhanna, Marta, ættingjar og vinir. Sendum ykkur okkar inni- legustu samúðarkveðjur og megi allar góðar vættir styrkja ykkur í ykkar stóru sorg. Rabbi og Dísa Landskrona. + Þökkum innilega samúö og hlýhug við andlát og útför frœnku okkar, HALLDÓRUJÓNSDÓTTUR frá Skeggjastöðum. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Droplaugarstöðum fyrir kærleiksríka umönnun er hún naut þar. Megi góður Guð vera með ykkur öllum. Vandamenn. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjóm blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til- vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.