Morgunblaðið - 11.07.1992, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 11.07.1992, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1992 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Lítill árangnr á iðn- ríkjafundi Fundur leiðtoga sjö helstu iðn- ríkja heims, sem fram fór í Þýskalandi fyrr í vikunni, skilaði litlum áþreifanlegum árangri. Hvorki náðist samstaða um hug- myndir Bandaríkjamanna um samræmdar vaxtalækkanir né heldur tókst að höggva á hnútinn í GATT-viðræðunum og er staðan á þeim vettvangi sérstakt áhyggjuefni. Borís Jeltsín, Rúss- landsforseti, hitti fundarmenn að máli og varð vera hans í Miinch- en og yfírlýsingar að nokkru til þess að draga athyglina frá ágreiningi leiðtoga iðnríkjanna. Jeltsín getur vel við niðurstöðuna unað, honum tókst að tryggja Rússum verulega efnahagsaðstoð auk þess sem drög voru lögð að áætlun um frekara hjálparstarf á þessu sviði þar eystra. Fundir leiðtoga iðnríkjanna voru upphaflega hugsaðir sem vettvangur þar sem fram gætu farið skoðanaskipti og samninga- viðræður á óformlegum grund- velli. Nú hefur orðið breyting þar á, fjölmiðlar hafa sýnt þessum fundum vaxandi áhuga og hefur sú skoðun komið fram, að af þeim sökum sé nú meira lagt upp úr ásýnd en innihaldi. Sú virðist a.m.k. hafa orðið raunin á fundin- um í Miinchen hvað svo sem síð- ar kann að verða. Einnig kann að vera að erfið aðstaða nokk- urra leiðtoganna, einkum þeirra Francois Mitterrands Frakk- landsforseta og George Bush, forseta Bandaríkjanna, hafí kom- ið í veg fyrir raunverulegan árangur en báðir eru þeir í vam- arstöðu á heimavelli. A vettvangi efnahagsmála voru tvö mál efst á baugi á fund- inum í Múnchen. Bandaríkja- menn, sem nýverið lækkuðu vexti enn einu sinni, hafa að undan- förnu hvatt ákaft til þess að iðn- ríkin lækki vextina með sam- ræmdum hætti. A þann hátt megi lyfta efnahagslífí iðnríkj- anna úr þeirri lægð sem það hef- ur verið í á undanförnum misser- um. Þessu voru Þjóðveijar, sem nú eiga við umtalsverðan verð- bólguvanda að glíma, andvígir. Önnur ríki Vestur-Evrópu miða vaxtastig sitt við það sem ríkj- andi er í Þýskalandi á hveijum tíma, eins og alkunna er og því náðist ekki samstaða um tillögur Bandaríkjamanna. Hvað GATT-viðræðurnar varðar segir í lokayfirlýsingu fundarmanna að þess verði freist- að að leiða þær til lykta fyrir lok þessa árs. Sams konar yfírlýsing var birt eftir fund leiðtoganna í Lundúnum í fyrra og eftir fund- inn í Houston árið áður. Francois Mitterrand reyndist ófáaniegur til að ljá máis á því að dregið yrði frekar úr niðurgreiðslum á sviði landbúnaðar. Tilraunir John Majors, forsætisráðherra Bret- lands, til að miðla málum reynd- ust árangurslausar. Ekkert hefur í raun miðað í GATT-viðræðunum í eitt og hálft ár og þess sjást merki að hafta- og einangrunar- stefnu aukist víða fylgi. Efnahagsmálin féllu í skugg- ann af átökunum í fyrrum lýð- veldum Júgóslavíu og ástandinu í Rússlandi. Eðlilega beindist at- hyglin mjög að Jeltsín Rússlands- forseta ekki síst sökum þess að Míkhaíl S. Gorbatsjov, þáverandi Sovétleiðtogi, gerði örvæntingar- fulla tilraun á Lundúnafundinum í fyrra til að tryggja stuðning iðnríkjanna við hugmyndir þær sem hann hafði um endurreisn efnahagslífs heimsveldisins. Gorbatsjov sneri tómhentur heim enda efuðust menn bæði um gildi tillagna hans og getu hans og vilja til að hrinda þeim í fram- kvæmd. Við blasir nú að það mat var rétt. Á fundinum nú voru lögð drög að áætlun um endurreisn rússn- esks efnahagslífs og er stefnt að því að hún verði framkvæmd í þremur áföngum. Fyrsti áfanginn er þegar hafínn en hann kveður á um að dregið verði úr fjárlaga- hallanum í Rússlandi þannig að hann verði ekki meiri en fimm prósent af landsframleiðslu við lok þessa árs. Jafnframt grípi stjómvöld til aðgerða til að draga stórlega úr verðbólgu. Samhliða þessu er gert ráð fyrir að hafnar verði viðræður um hvernig Rúss- um verði auðveldað að greiða erlendar skuldir sínar. í öðrum áfanga er gert ráð fyrir að Rúss- ar fái þriggja milljarða dala efna- hagsaðstoð í gegnum Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Þriðji liðurinn gerir síðan ráð fyrir því að að bæði fjárlagahalli og verðbólga þar eystra verði orðin svipuð og í vestri og verður þá sex milljörð- um dala varið til að styrkja rúbl- una. Margir sérfræðingar telja að áætlun þessi einkennist af óhóf- legri bjartsýni. Þá er þess að geta að andstaða fer vaxandi við áform Jeltsíns á efnahagssviðinu, orðrómur er jafnan á kreiki í Moskvu að valdarán sé yfirvof- andi, baráttunni um völdin þar eystra er hvergi nærri lokið. Þeim sem umhugað er um að tryggja það sém nefnt hefur verið „lýð- ræðisþróunin" í Rússlandi er því mikill vandi á höndum. Líkt og í tíð Gorbatsjovs eru vonir Vestur- landa bundnar við einn mann sem stendur frammi fyrir vaxandi óánægju jafnt í röðum almenn- ings sem innan stjórnkerfísins og herafla landsins. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1992 Norrænt þing um illa meðferð á börnum; Stöndum mjög aftarlega í málefn- um bama miðað við nágrannalöndin - segir Pétur Lúðvígsson, barnalæknir PETUR Lúðvígsson barnalæknir segir að íslendingar standi ná- grannaþjóðunum á margan hátt langt að baki varðandi málefni barna. Hann segir að á Norðurlöndum liggi almennt fyrir mun betri upplýs- ingar um vanrækslu og illa meðferð á börnum og ailar aðstæður til að bregðast við slíku séu mun betri þar. Pétur telur, að höfuðvandinn á þessu sviði sé fólginn í því, að Islendingum finnist eðlilegt að börn sjái að miklu leyti um sig sjálf, en slík viðhorf eigi ekki við í borgar- samfélagi nútímans. Morgunblaðið/Sverrir Pétur Lúðvígsson er einn að- standenda norræns þings um van- rækslu og illa meðferð á börnum, sem fram fer í Reykjavík 4. til 6. ágúst. Hann segir að þetta sé í fimmta sinn sem þing af þessu tagi sé haldið og sé markmiðið bæði að að vekja fólk til umhugsunar um aðstæður barna og um leið að reyna að læra af reynslu hinna Norður- landaþjóðanna. „Frændur okkar á Norðurlöndunum standa okkur al- mennt miklu framar á þessu sviði,“ segir hann. „Bæði þekkja þeir ástandið í málefnum barna betur og hafa betri viðbúnað og aðstæður til að bregðast við ef eitthvað hefur farið úrskeiðis. Staðreyndin er sú, að þessi málefni eru í ólestri hér á landi." Ríkt viðhorf að börn eigi að sjá um sig sjálf Pétur segir, að til að koma þess- um málum í betra horf þurfi fyrst og fremst að breyta viðhorfi al- mennings í landinu. „Það er ríkt í okkur Islendingum, að það sé eðli- legt að börn sjái að miklu leyti um sig sjálf og jafnvel að þau hafí gott af því. Sem dæmi um þetta get ég nefnt, að í sjónvarpinu hefur nýlega verið auglýst námskeið fyrir börn í því að gæta barna. Það eru enn ríkj- andi hér viðhorf, sem geta vel átt við á sveitaheimilum eða í litlum sjávarplássum, þar sem hættumar, sem að börnum steðja, eru ekki margar, stutt á milli heimila og vinnustaða og nálægð fólks mikil. Stór hluti landsmanna býr hins veg- ar í borgarsamfélagi, þar sem börn eru í mikilli hættu, til dæmis í um- ferðinni og jafnvel vegna annars fólks. Við þurfum bregðast við þess- um breyttu aðstæðum og breyta viðhorfi okkar í þessum efnum. Við verðum að taka tillit til þess að í dag hafa börn mun meiri þörf fyrir að vera studd og vernduð en í gamla sveitasamfélaginu, vegna þess að stórfjölskyldan er ekki lengur til.“ Hann nefnir, að samkvæmt rann- sóknum séu slys á börnum mun al- gengari hér á landi en annars stað- ar á Norðurlöndum og kannanir sýni að þriðjungur þriggja ára barna komi að jafnaði einu sinni á ári á slysavarðstofuna. „Mér dettur ekki í hug að íslensk börn séu meiri hrak- fallabálkar en önnur börn. Ástæðan hlýtur að vera sú, að þeirra er ekki gætt jafn vel og annars staðar og hættur ekki ijarlægðar úr umhverf- inu í nægilega ríkum mæ!i.“ Pétur Lúðvígsson, barnalæknir. Kynferðisleg misnotkun algengust Pétur segir að á þinginu í ágúst verði bæði fjallað almennt um að- stæður bama og einnig um það sem beinlínis megi kalla illa meðferð á börnum. „Við getum skipt illri með- ferð í nokkra flokka. í fyrsta lagi er um að ræða meiðingar, sem geta verið allt frá líkamsrefsingum upp í beinbrot og alvarleg meiðsl, sem jafnvel geta leitt til dauða. í öðru lagi er um að ræða kynferðislega misnotkun, sem er algengasta form illrar meðferðar, og á undanförnum árum hefur komið í ljós, að mun yngri börn verða fyrir henni en áður var talið og einnig er misnotkun á drengjum, bæði af hálfu karla og kvenna, algengari. Samfara bæði meiðingum og misnotkun er auðvit- að alltaf fyrir hendi andleg kúgun, sem getur einnig haft alvarlegar afleiðingar fyrir börnin.“ Hann nefnir að vanrækslan geti líka birst í ýmsum myndum. Hún geti falist í því að frumþörfum barna sé ekki sinnt, þeim til dæmis ekki gefið að borða, en algengast sé að þau séu andlega vanrækt. Þau fái þá til dæmis aldrei hrós eða uppörv- un og þeim aðeins sýnd athygli þeg- ar þau eru skömmuð. „Ef börn fá ekki næga aðhlynningu, til dæmis í frumbernsku, þá getur það haft alvarlegar afleiðingar síðar,“ segir Pétur. „Þessar afleiðingar geta komið fram í andlegri líðan þeirra og eins líkamlegu heilbrigði. Áfleið- ingarnar koma ekki alltaf fram strax, heldur getur til dæmis van- ræksla í bernsku komið fram í and- félagslegri hegðun og ýmsum vandamálum á unglingsárunum." Löggjöfin bætt að undanförnu „Á þinginu munum við meðal annars fíalla um hvernig samfélagið geti komið þessum börnum til hjálp- ar og bætt ástandið," segir Pétur. „Barnalögum og lögum um vernd barna og ungmenna hefur nú nýver- ið verið breytt til betri vegar og sifjalöggjöfín tekur nú meira tillit til þarfa barna en áður var. Eins hefur orðið breyting á mati manna á vitnisburði barna, til dæmis fyrir dómstólum, sem gerir að verkum, að þau eru nú frekar tekin trúanleg en áður. Þá þarf að eiga sér stað breyting í heilbrigðis- og mennta- kerfínu, þannig að frekar verði tek: ið tillit til sérþarfa barna þar. í heilbrigðiskerfinu, þar sem ég þekki best til, stöndum við frammi fyrir því að aðstaðan til að sinna bömum er alltof lítil og það ástand hefur versnað nú á síðustu misserum. Þetta á bæði við um aðstöðu barna almennt og einnig aðstæður okkar til að hjálpa börnum, sem orðið hafa fyrir illri meðferð. Pétur segir að lokum, að þingið í ágúst verði vonandi til að vekja fólk til umhugsunar um þessi mál. Umræða um aðstæður barna hafi að sínu mati of mikið einkennst af æsifréttamennsku, til dæmis vegna barnaverndarmála, og því þurfi að breyta. „Við vonumst til að þingið muni hafa áhrif í þessa átt. Við eig- um von á að þátttakendur verði 300 til 400, bæði fólk sem vinnur að málefnum barna og einnig aðrir áhugamenn. Fólk á þess enn kost að skrá sig til þátttöku og þeir sem áhuga hafa geta haft samband við Gerði Helgadóttur, ritara þingsins, á Borgarspítalanum. Við leggjum sérstaka áherslu á að reyna ná til hópa eins og starfsfólks í heilbrigð- iskerfínu, kennara, fóstra, þeirra sem vinna við löggæslu og dómstörf og annarra hópa sem starfa á þessu sviði.“ Morgunblaðið/Þorkell Kristján Magnússon forstöðumaður Lækningaminjasafnsins og Guðmund- ur Magnússon þjóðminjavörður fyrir utan Nesstofu á Seltjarnarnesi. Lækningaminjasafn opnað í Nesstofu í NESSTOFU á Seltjarnarnesi var i gær opnað lækningaminjasafn, en það er sérsafn í eigu Þjóðminjasafns íslands. Vestari helmingur Nes- stofu hefur verið gerður upp og hýsir nú safnið, en ætlunin er að taka hinn helming stofunnar í notkun síðar. Þá er i framtíðinni ráðgert að auka við húsrými safnsins með nýbyggingu og uppgerð á bæjarhúsi við Nesstofu. Safnið hýsir muni úr lækningasögu íslands og er það opið á þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum frá kl. 12-16. Aðgangseyrir er 200 kr. Fyrsti vísirinn að lækningaminja- safni myndaðist árið 1940 þegar eign- ir fyrsta hluta Læknadeildar voru fluttar úr Alþingishúsinu í hús Há- skóla íslands, að því er segir í frétta- tilkynningu. Mununum fjölgaði smátt og smátt, og voru þeir fluttir á milli geymslustaða þar til þeir eignuðust fast aðsetur í Nesstofu. Guðmundur Magnússon þjóðminja- vörður kvað uppbyggingu safnsins fyrst og fremst mega þakka framlög- um Jóns heitins Steffensen, læknis- fræðiprófessors, sem ánafnaði safninu mikinn hluta eigna sinna auk þess sem hann innti af hendi margar gjafír til þess í lifanda lífi og safnaði og merkti lækningamuni sem hann gaf safninu. Guðmundur sagði einnig að Sverrir Bergmann, formaður Læknafélags íslands, hefði kvaðst munu beita sér fyrir því að félagið gæfi safninu rausn- arlega gjöf. Þá kvað Guðmundur standa til að byggja upp „fjósið“ svokallaða, sem stendur við Nesstofu. Þar myndi verða komið fyrir nýrri hluta safngripanna svo færa mætti Nesstofu í uppruna- legt form, eins og hún hafi verið þeg- ar Bjami Pálsson landlæknir bjó þar á 18. öld. Þorsteinn Gunnarsson arki- tekt hefur þegar gert tillögur að end- uruppbyggingu fjóssins auk nýbygg- ingar við hlið þess. Breyta þarf skólanum svo hann geti mætt þörfum allra - segir danskur sérfræðingur í kennslu fatlaðra barna DANSKI salfræðingurmn Ole Hansen hélt fynr stuttu fynrlestra í Reykjavík og á Akureyri á vegum Landssamtakanna Þroskahjálp- ar, fræðsluskrifstofanna í Reykjavík og á Akureyri og Félags ís- lenskra sérkennara um kennslu fyrir fatlaða. Hann leggur mikla áherslu á, að fötluð börn fái tækifæri til að ganga í almenna skóla og segir að það sé mikilvægur liður í að búa þau undir lífið. Hann segir að skólinn eigi að endurspegla samfélagið og fatlaðir eigi að vera hluti af honum eins og samfélaginu. Fatlaðir og ófatlaðir í sömu bekkjum Ole Hansen starfar sem yfir- skólasálfræðingur í fræðsluum- dæmi við Árósa í Danmörku og í frístundum ritstýrir hann tímariti, sem gefið er út að tilhlutan nor- rænna samtaka um málefni þroskaheftra. Á starfssvæði hans hefur undanfarin 10 ár verið gerð tilraun til að blanda fötluðum og ófötluðum börnum saman í bekki í grunnskólum og segir hann þá viðleitni hafa gefið góða raun. Áður var fyrirkomulag kennslu fyrir fatlaða þar svipað og almennt tíðkast hér á landi og byggðist á sérdeildum og sérskólum, en það hefur nú gerbreyst. Skólinn mæti þörfum allra Ole Hansen segir að markmiðið með þessu starfi, sé að breyta skólakerfinu þannig að það mæti þörfum allra barna, jafnt fatlaðra sem ófatlaðra. Mikið hafi áunnist á undanförnum árum en hins veg- ar mæti hugmyndir af þessu tagi mismiklum skilningi frá einum tíma til annars. „Þetta er að vissu leyti eins og pendúll, sem sveiflast fram og til baka,“ segir hann. „Og þegar pendúllinn sveiflast mikið fram, þá er sveiflan til baka líka mikil. Þetta þekkjum við í þessu þróunar- starfi. Þegar góður árangur hefur náðst í ákveðinn tíma er eins og komi bakslag. Þannig er ástandið til dæmis núna í Danmörku, þar sem skilningur á mikilvægi starfs okkar virðist minni en oft áður.“ Unnið gegn einangrun Hann segir að áður fyrr hafi það viðhorf verið ríkjandi, að heppilegast væri að safna fötluð- um saman á stórum stofnunum og sinna þörfum þeirra þar. Hug- myndir manna hafí kannski breyst að því leyti, að nú séu stofnanirn- ar smærri, en lausnirnar felist eft- ir sem áður oft í því að koma á fót stofnunum. Hann telji hins vegar rétt, að leitast við að skapa þær aðstæður, að sem flestir fatl- aðir geti búið heima hjá sér og tekið sem virkastan þátt í samfé- laginu. „Ég tel að við eigum að vinna gegn einangrun fatlaðra í samfé- laginu. Ég tel yfirhöfuð rangt að hólfa samfélagið jafn mikið af og hefur tíðkast. Þannig hafa börn verið geymd í éinu hólfi, aldraðir í öðru, fatlaðir í því þriðja og svo mætti lengi telja. Ég vil vinna gegn slíkri skiptingu," segir hann. Hann bætir við að hlutverk skól- anna sé að búa fólk undir lífið og besta leiðin til að búa fatlaða und- ir lífið sé gefa þeim kost á að sækja almenna skóla. „Skólinn á einnig að mínu mati að endur- spegla samfélagið sem við lifum í og ef þar eru ekki börn sem eiga við fötlun að stríða gefur hann ekki rétta mynd af því.“ Hann nefnir að í þessari vinnu rekist hann oft á fordóma. „Það eru miklir fordómar gagnvart hug- myndum eins og þeim, sem við höfum að leiðarljósi. Bæði beinast þeir að þróun í skólakerfinu og jafnvel að rétti fatlaðra einstakl- inga til að lifa sjálfstæðu lífi. Á undanförnum árum hefur vissu- lega tekist að vinna bug á ýmsum ranghugmyndum og fordómum en aðrir eru lífseigari.“ Skóli fyrir alla markmiðið Um þá spurningu, hvort raun- sætt sé að öll börn geti gengið í almenna skóla, segir Ole Hansen að það sé markmið eða draumur, sem stefna beri að. Allt sem miði Vestur-Evrópusambandið: Bandalag'sríkin í NATO hlynnt aukaaðild íslands — segir Jón Sigurðsson, starfandi utanríkisráðherra JÓN Sigurðsson, starfandi utanríkisráðherra, segir að aukaaðild að Vestur-Evrópusambandinu (VES) feli ekki í sér neinar skuidbindingar, sem ekki samræmist íslenzkri utanríkisstefnu, og íslenzk stjórnvöld þurfi ekki að bera ábyrgð á neinum ákvörðunum VES, sem þau ekki kjósi. Aukaaðild sé mikilvæg til þess að tryggja íslenzka öryggishags- muni í nútíð og framtíð. Ráðherrann segir að VES sé fyrst og fremst vettvangur, þar sem Islendingar geti fylgzt með umræðum og ákvörðun- um um öryggis- og varnarmál Evrópu, auk þess að geta komið sjónarmið- um sínum á framfæri. Fyrir liggi að samstarfsríki íslands í Atlantshafs- bandalaginu, bæði vestan hafs og austan, séu aukaaðildinni hlynnt. „Það er nú sem fyrr æskilegt að íslendingar, sem ekki hafa eigin her, skjóti styrkum stoðum undir varnir sínar og öryggi í samstarfi við vest- ræn lýðræðisríki," sagði Jón Sigurðs- son í samtali við Morgunblaðið. „Menn búast við að VES verði í fram- tíðinni vettvangur samráðs og sam- starfs Vestur-Evrópuríkja innan At- lantshafsbandalagsins. Áukaaðild að VES getur verið gagnleg til þess að tryggja stöðu okkar.“ Ráðherrann sagði að ný skipan öryggismála Evrópu sem heildar væri enn í mótun. Hins vegar væri ljóst að hún myndi byggjast á mörgum samvirkandi fjölþjóðlegum samtökum og stofnunum og nefndi þar til sög- unnar Atlantshafsbandalagið (NATO), Norður-Atlantshafssam- vinnuráðið (NACC), sem NATO-ríkin og fyrrverandi Varsjárbandalagsríki eiga aðild að, Ráðstefnuna um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE) og Vestur-Evrópusambandið. „Það er nauðsynlegt að íslenzkra hagsmuna sé gætt og íslenzk sjónarmið sett fram sem víðast í þessu samhengi," sagði Jón. „VES er eini vettvangurinn af þeim, sem ég hef talið upp, sem ís- land á ekki aðild að.“ Jón sagði að VES hefði nú boðið þeim aðildarríkjum Evrópubandalags- ins, sem standa utan sambandsins, fulla aðild eða áheyrnaraðild og þeim NATO-ríkjum, sem stæðu utan EB, aukaaðild. „Hvað þau ríki varðar, sem ekki ætla sér að sækja um aðild að Evrópubandalaginu eða fá ekki slíka aðild er lítil ástæða til að ætla að hagstæðari aðstæður til samningavið- ræðna um aðild að VES muni skap- ast einhvern tímann í framtíðinni," sagði Jón. Hann sagði að í samninga- viðræðum við VES myndu ýmis atriði varðandi aukaaðild Islendinga skýr- ast, _þar á meðal hvert yrði fjárfram- lag Islands til starfsemi samtakanna. Þá gætu íslenzk stjórnvöld sett fram nauðsynlega fyrirvara í samningavið- ræðunum með vísan til þess, að ís- lendingar hefðu ekki her á að skipa. „Skilmálarnir um aukaaðild fela ekki í sér neinar skuldbindingar, sem ekki samrýmast. megináherzlum þeirrar utanríkisstefnu, sem hefur verið fylgt á seinustu áratugum," sagði Jón. „Með aukaaðild að VES þurfa íslenzk stjórnvöld ekki að sam- þykkja, framkvæma eða bera ábyrgð á hugsanlegum ákvörðunum sam- bandsins, sem ekki þjóna beinum ís- lenzkum hagsmunum. Hins vegar gætu fulltrúar íslenzkra stjórnvalda fengið tækifæri til að fylgjast með umræðum, ákvarðanatöku og fram- kvæmd ákvarðana, auk þess að geta tekið til máls ef þörf er á.“ Aðspurður hvernig aðild að At- lantshafsbandalaginu og VES færi „ Morgunblaðið/Bjarni Ole Hansen. í þá átt sé af hinu góða. „Auðvitað er talsverður kostnaður samfara þessari þróun. Menntun er dýr, þar á meðal menntun fatlaðra. Það kostar mikið fé að koma upp góðu skólakerfi en ég tel að það sé þeg- ar allt kemur til alls ódýrara að mennta fólk heldur en að láta það ógert.“ Hann segir að auðvitað komi upp ákveðin vandamál þegar fötl- uð börn sitji í almennum bekkjar- deildum. Þau þurfi margvíslega aðstoð og aðhlynningu umfram aðra, en yfirleitt megi finna lausn á þeim málum. Hins vegar megi ekki gleyma því, að mörg önnur börn finni líka fyrir erfiðleikum af ýmsu tagi í skólanum. Félagsleg vandamál fatlaðra og ófatlaðra barna eigi í mörgum tilvikum sömu rætur en þau geti orðið erfiðari viðfangs hjá þeim fötluðu. Reynsl- an sé sú, að þegar menn verði varir við að fötluðu barni líði í illa í skóla, sé það næsta víst, að vandamálið sé útbreiddara og ófötluðum líði einnig illa þar. Þurfum að breyta skólakerfinu „Við verðum að gera það sem í okkar valdi stendur til að leysa þessi vandamál, bæði hjá fötluðum börnum og ófötluðum,“ segir Han- sen. „Það þýðir, að við verðum að breyta skólanum. Meðal annars þurfum við að breyta menntun og viðhorfum kennaranna og annars starfsfólks. Þá þarf að stuðla að góðu samstarfi við foreldra, en reynslan sýnir, að þegar foreldrar sýna áhuga verður starf kennara og sérfræðinga mun auðveldara og árangursríkara.“ Hann segir að lokum, að nú sé verið að stíga mikið framfaraspor með því að koma á fót tölvuneti milli nokkurra skóla á Norðurlönd- um, þar sem kennsla fyrir fatlaða fari fram. Þannig gefist kennurum og sérfræðingum í skólunum kost- ur á að skiptast á upplýsingum og bera saman bækur sínar um þau vandamál, sem upp geti kom- ið. „Vandamálin, sem þarf að fást við eru mismunandi og það er ein- staklingsbundið, hve mikla aðstoð þarf að veita börnunum. En það er samt afar mikilvægt fyrir þá sem að þessu vinna, að geta með þessum hætti leitað til annarra og borið hugmyndir sínar undir þá. Nú getum við gert þetta innan Norðurlandanna og vonandi fáum við líka fjárveitingar til að koma á svona tölvusambandi við aðila annars staðar í heiminum, sem vinna að sambærilegum verkefn- um.“ Jón Sigurðsson saman, sagðist Jón telja það samrým-’ ast með ágætum. „Brussel-sáttmál- inn, stofnsáttmáli VES, kveður skýrt á um að störf Vestur-Evrópusam- bandsins skuli taka mið af störfum NATO. Þetta kemur meðal annars fram þessa dagana við ákvörðun VES í samstarfi við NATO um að freista þess að stilla til friðar á Balkanskaga með friðarsveitum,“ sagði hann. „Önnur aðildarríki NATO hafa hvatt til þess að sent verði boð til íslands, Tyrklands og Noregs um aukaaðild. Þar með talin eru Bandaríkin, sem telja þátttöku allra evrópskra banda- lagsríkja í störfum VES efla Atlants- hafsbandalagið og öryggi í Evrópu almennt. Við höfum gert okkur sér- stakt far um að kanna hug samstarfs- ríkja okkar í NATO, beggja vegna hafsins, til hugsanlegrar aukaaðildar evrópskra NATO-ríkja, sem ekki eru í EB, og það er á hreinu að samstarfs- ríkin eru henni mjög hlynnt," sagði Jón. Hann sagði að norsk og tyrk- nesk stjórnvöld hefðu frá upphafi verið afdráttarlaus í afstöðu sinni til aukaaðildar að VES og fyrir lægi að þau myndu taka boðinu. Jón lagði áherzlu á að NATO yrði um fyrirsjáanlega framtíð mikilvæg- ustu varnarsamtök vestrænna ríkjap enda hefði bandalagið starfað farsæl-' lega í meira en fjörutíu ár. „NATO er grundvöllur skuldbindinga Banda- ríkjamanna gagnvart vörnum Evrópu, en VES mun á næstu árum axla meiri ábyrgð á öryggi og vörnum Vestur-Evrópu. íslands þarf að gæta þar sinna hagsmuna," sagði Jón Sig- urðsson. ----»------ Island og EES-svæð- iðítölum HAGSTOFA Evrópubandalagsins og Fríverslunarsamtök Evrópu, EFTA, hafa í sameiningu gefið út talnakver um evrópska efna- hagssvæðið, EES. Talnakverið er gefið út á öllum tungumálum EFTA-ríkjanna, en að öðru leyti eins að efni og útliti. ís- lenska útgáfan nefnist EES í tölum — Tölulegar upplýsingar um ísland og evrópska efnahagssvæðið. Hag- stofa EB og skrifstofa hagskýrslu-: ráðgjafa EFTA ritstýrðu kverinu, en Hagstofa íslands aflaði upplýsinga hér á landi. EES í tölum er 32 bls. og hefur að geyma margs konar fróðleik um mannfólkið og umhverfíð, efnahags- lífið og daglegt líf í aðildarríkjum EB og EFTA. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.