Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 6
6t fréttir/innlent seei T8Ú0Á .G 5ÍUOAOUVÍV1U8 ÖIQAjaH'JOHOM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST1992 AF INKLENDUM VETTVANGI ÓMAR FRIÐRIKSSON Deila lækna og Tryggingastofnunar: Kostnaður af rannsóknum hækkaði um 14% á fyrstu 4 mánuðum ársins Heilbrigðisyfirvöld standa nú frammi fyrir því að kostnaður almanna- trygginga vegna greiðslna til sérfræðilækna geti farið 200 milljónir króna fram úr fjárlagaheimildum ársins og hefur verið talað um útgjaldasprengingu ef ekki verði gripið til aðgerða til að draga úr kostnaðinum. Skyndileg ákvörðun samninganefndar Tryggingastofn- unar um að setja þak á hámarksgreiðslur til sérfræðinga í ágústmán- uði sem miðast við 65 þúsund starfseiningar og tekur til 44 sérfræði- Iækna var liður í þessari viðleitni. Að sögn Jóns Sæmundar Sigurjóns- sonar, formanns tryggingaráðs, mun þetta þak gilda út mánuðinn þó leitað sé annarra aðferða til að ná niður kostnaðinum á næstu mánuðum. Þetta mál var til umfjöllunar á fundi tryggingaráðs á föstudag en heilbrigðisráðuneytið hefur boðað deiluaðila til fundar næstkomandi fimmtudag. Ákvörðun samninganefndar hef- ur mætt harðri andstöðu lækna og hefur formaður Læknafélags Reykjavíkur hvatt þá til að hafa ákvörðunina að engu. Hún var tek- in án samráðs við samninganefnd þeirra og var viðkomandi sérfræð- ingum gefínn viku frestur til að gera athugasemdir við þetta fyrir- komulag. Hefur Læknafélag Reykjavíkur sent Tryggingastofn- un bréf þar sem þessu fyrirkomu- lagi er harðlega mótmælt. Jón Sæmundur fer ekki dult með að hugsanlega verði gripið til enn harðari aðgerða og kveðst hafa lagt til að þakið miðaðist við 55 þúsund starfseiningar sem tæki þá til 155 lækna. Að sögn Högna Óskarssonar, formanns Læknafé- lags Reykjavíkur, hefði slík ákvörð- un 20% samdrátt í starfsemi sér- fræðilæknisþjónustunnar í för með sér, læknisverkin færðust þá yfir á sjúkrahúsin eða sjúklingarnir yrði sjálfir látnir bera kostnaðinn við læknisþjónustuna. Högni mótmælir því að um út- gjaldasprengju sé að ræða. Út- reikningar Tryggingastofnunar sýni að greiðslur til sérfræðinga hafi hækkað um 4,3% á fyrstu fjór- um mánuðum ársins samanborið við sama tíma árið 1991. Aðeins í einni grein sérfræðilæknisþjón- ustunnar hafí orðið meiri vöxtur en fyrirsjáanlegt var en það er í starfsemi rannsóknarstofa. Þar hefur kostnaðurinn hækkað um 14% á fyrstu fjórum mánuðum árs- ins. Þetta segir hann stafa af því að heilsugæslustöðvar hafi í aukn- um mæli vísað sjúklingum á rann- sóknarstofur sérfræðinga þar sem rannsóknarstofur heilsugæslu- stöðvanna séu yfirleitt litlar, óhag- kvæmar og dýrar í rekstri. Þar hafi því ekki átt sér stað útgjalda- aukning heldur eingöngu tilflutn- ingur á kostnaði. „Hækkun á kostnaði við rann- sóknarstofur stafar af því að lækn- ar senda inn aukin verkefni til rannsóknarstofanna. Það eru dæmi um sjúklinga sem hafa hringt í okkur og segjast hafa farið til þriggja mismunandi lækna, sem allir þekktu feril sjúklingsins, en sendu þó allir inn blóðsýni úr sama sjúklingnum. Hnökrar af þessu tagi hafa valdið þessum hækkunum og auk þess hafa læknar í auknum mæli sent sýni og beðið um margs- konar rannsóknir,“ segir Jón Sæ- mundur. Að mati hans er útilokað að fara fram á það við rannsóknar- lækna að þeir dragi úr starfsemi sinni en hins vegar hafi Trygginga- stofnun oftsinnis farið þess á leit við þá að þeir veittu aukinn afslátt af læknisverkum og því hefði verið mætt með lipurð af þeirra hálfu. Útgjaldaauki samnings 90 milljónir á tveimur árum Samningur Tryggingastofnunar ríkisins við sérfræðilækna var gerð- ur 13. janúar 1991 og gildir til 1. september 1993. í samningnum er gert ráð fyrir ákveðnum greiðslum vegna launa og rekstrarkostnaðar á stofum sérræðinga sem miðast við unnin læknisverk samkvæmt reikningi. Eru læknisverk metin til starfseininga sem eru verðlagðar samkvæmt vísitölu. Fól samningur- inn í sér talsverðar hækkanir til lækna sem tóku gildi í þrepum í janúar, maí og september á síðasta ári. Heildarkostnaðarauki ríkisins vegna samningsins var talinn verða 90 milljónir króna sem dreifðist yfir fyrstu tvö ár gildistíma samn- ingsins. Talsmenn lækna hafa haldið því fram að þær hækkanir sem fólust í samningnum hafi eingöngu geng- ið til greiðslu á kostnaði af rekstri læknastofanna. Þar sem um verk- takasamning sé að ræða sé aðeins hluti kostnaðarins laun lækna en rekstrarkostnaður stofanna geti numið frá 50-75% af þeirri upphæð sem renni til hvers sérfræðings. Alls starfa 370 sérfræðingar eftir samningnum á landinu. Er heildar- kostnaður sjúkratrygginga vegna greiðslna til sérfræðinga á' bilinu 900-1.000 milljónir króna á ári. Fleiri læknisverk Jón. Sæmundur segir að hærri greiðslur til sérfræðinga að undan- fömu stafi m.a. af því að starfsein- ingum fyrir hverja heimsókn sjúkl- ings á stofu sérfræðings hafi fjölg- að samkvæmt þeim reikningum sem berist til Tryggingastofnunar. Læknisverkum hafi fjölgað og auk þess hafí átt sér stað fjölgun sér- fræðinga. „Þar gildir gamla reglan að hvert framboð skapar sína eftir- spum,“ sagði hann. Hins vegar bendir hann á að við gerð fjárlaga hafí verið gert ráð fyrir þeim hækk- unum sem samið var um í samn- ingi lækna og Tryggingastofnunar á síðasta ári og þar sé því ekki komin skýring á að greiðslur til lækna fari 200 millj. kr. fram úr fjárlögum. Læknar eru á öðru máli og seg- ir Högni að 4,3% kostnaðaraukning á fyrstu mánuðum ársins sé í fullu samræmi við þær hækkanir sem samningur lækna og Trygginga- stofnunar hafí falið i sér. Hann segir að frá því að samningurinn tók gildi hafí átt sér stað samdrátt- ur í sumum sérgreinum, nokkur vöxtur í öðrum greinum sem ein- göngu megi rekja til breytinga í samningnum en umtalsverð aukn- ing hafí aðeins átt sér stað í rekstri rannsóknarstofa sérfræðinga. Ákvörðun samninganefndar Tryggingastofnunar um seinustu mánaðamót var tekin með vísun til bókunar við samninginn sem fulltrúar ríkisins gerðu einhliða í samningaviðræðunum á seinasta ári þar sem sagði að ef kostnaður vegna launa sérfræðinga færi fram úr fjárlögum yrði gripið til aðgerða. Högni segir að ekki hafí verið sýnt fram á hvort þessi fjölgun læknisverka að undanfömu stafi af ákvæðum samningsins eða hvort sérfræðingar séu í raun farnir að framkvæma fleiri læknisverk og framvísa hærri reikningum til Tryggingastofnunar vegna þess. „Við sögðum strax að við vildum gjarna líta á þetta. Ef læknar væru famir að senda inn hærri reikn- inga, væri sjálfsagt að gera úttekt á því og þá þyrfti að stöðva það,“ segir Högni. I samningum við sérfræðinga eru sérstök ákvæði sem fela í sér að þeir sérfræðingar sem mest hafa umleikis gefa Trygginga- stofnun ákveðinn afslátt af vinnu sinni þegar ákveðinn fjöldi verka hefur verið unninn. Högni bendir á að ef stjórnvöld ætli aðeins að beita sér fyrir því að lækka greiðsl- ur til lækna sem hafi mestar tekjur muni sjúklingar leita til annarra lækna sem hafí minni þjónustu og veiti þ.a.l. ekki afslátt. Áf því leiði enginn spamaður fyrir ríkið. Ákvörðun Tryggingastofnunar endurskoðuð Ákvörðun sú sem Trygginga- stofnun tók um nýliðin mánaðamót er nú til endurskoðunar og hefur heilbrigðisráðuneytið komið inn í þá vinnu en heilbrigðisráðherra hefur lýst yfír að ráðuneytið hafí engin afskipti haft af ákvörðun samninganefndarinnar. Er allra leiða leitað til að draga úr kostnaði og. hefur m.a. komið upp sú hug- mynd að taka upp hlutfallsgreiðslur eða að endurvekja tilvísanakerfíð, sem var afnumið með lögum fyrir nokkrum árum. Hefur sú ráðstöfun oft verið talin hafa valdið auknum sérfræðikostnaði sjúkratrygginga en afnám þess fól í sér að sjúkling- ar gátu snúið sér beint til sérfræð- ings án milligöngu eða tilvísunar heimilislæknis. 1 Á næstunni verður farið ofan í saumana á athugasemdum þeirra sérfræðinga sem ákvörðun samn- inganefndarinnar tekur til. „Þá fyrst þegar við eram búin með þetta úrtak og höfum búið okkur til aðferð erum við í stakk búnir til að víkka þetta út,“ segir Jón Sæmundur. Segir hann að gengið sé út frá því að sú aðferð sem endanlega verði ákveðin rúmist innan gildandi samninga en aðrar aðferðir kalli á nýjan samning. „Við eram tilbúnir til að ræða áfram við samninganefndina, svo fremi sem við höfum einhverja tryggingu fyrir því að það verði vinnufriður og unnið verði af heil- indum. Við viljum gjama horfa á hvernig hægt sé að draga úr heild- arkostnaðinum en að það verði að fara saman við fagleg og rekstrar- leg sjónarmið," segir Högni Ósk- arsson. AF INNLENDUM VETTVANGI SIGÞÓR EINARSSON Endurskoðun á reglum um þýðingaskyldu í kjölfar EES: Möguleiki opnast fyrir bein- ar útsendingar á óþýddu efni TILSKIPUN Evrópubandalagsins um sjónvarpsútsendingar, sem kemur til með að gilda á Evrópska efnahagssvæðinu ef af því verður, kveður á um að aðildarríkjum sé ekki heimilt að hindra útsendingar sjónvarpsefnis frá öðrum aðildarríkjum. Sérfræðingar EB og EFTA sem skoðað hafa þetta mál komust að þeirri niður- stöðu að íslenskar reglur um þýðingaskyldu séu slík hindrun, og því er ljóst að torvelt muni reynast að koma í veg fyrir óþýddar útsendingar erlendra sjónvarpsstöðva hingað til lands, til dæmis eins og átti sér stað meðan á Persaflóastríðinu stóð, ef samningur- inn verður samþykktur. Reglur um þýðingaskyldu fyrir íslenskar sjónvarpsstöðvar bijóta hins vegar ekki I bága við samninginn. Umræður um óþýddar erlendar útsendingar hér á iandi voru sér í lagi miklar meðan á Persaflóa- stríðinu stóð. Ljóst þótti, að þær útsendingar sem þá fóru fram á vegum íslensku sjónvarpsstöðv- anna tveggja, þar sem dagskrá erlendra fréttastöðva var send út óþýdd, bryti í bága við reglur um þýðingaskyldu sjónvarpsefnis. Líklegt er að slíkar útsendingar verði löglegar ef af Evrópska efna- hagssvæðinu verður. I tilskipun EB segir m.a.: „Aðildarríki skulu tryggja frelsi til viðtöku á sjón- varpssendingum frá öðrum aðild- arríkjum og ekki setja hömlur á endurútsendingar þeirra innan yf- irráðasvæðis síns af ástæðum er falla undir svið þau sem samræmd eru með þessari tilskipun." Á öðr- um stað segir: „Til þess að skapa aðstæður til að framfylgja virkri aðhlynningarstefnu er veiti til- teknu tungumáli forgang er aðild- arríkjum fijálst að setja nákvæm- ari eða strangari reglur einkum á grundvelli tungumálaviðmiðana, svo fremi reglurnar séu í samræmi við bandalagslög og einkum þó að þær gildi ekki um endurvarp sjón- varpssendinga sem eiga uppruna sinn í öðrum aðildarríkjum." Útvarpslaganefnd var í sumar falið að gera tillögur að nýjum útvarpslögum m.a. með hliðsjón af EES-samningunum, og segir Tómas Ingi Olrich, alþingismaður og formaður nefndarinnar, að hann líti svo á að störf nefndarinn- ar verði einnig að taka til reglna um þýðingaskyldu. Þórunn J. Haf- stein deildarstjóri í menntamála- ráðuneytinu sagði í samtali við Morgunblaðið, að ekki væru til skilgreiningar á því, hvaða sjón- varpsútsendingar teljast vera end- urvarp erlends efnis, og hvað telst vera óbreyttur dagskrárliður ís- lenskrar sjónvarpsstöðvar, á með- an svo væri myndi reynast erfitt að útkljá deilur um útsendingar sem þær í Persaflóastyijöldinni. Önnur hlið á tilskipun EB snýr j að dreifingu fullrar dagskrár er- í lendra sjónvarpsstöðva hérlendis, hvort heldur sem um kapalkerfi eða endurvarp yrði að ræða. Sam- kvæmt tilskipuninni væri slík dreifing heimil án þýðingar af er- lendum tungumálum. Þannig gæti opnast sá möguleiki að hér á landi ; yrði boðið upp á áskriftarsjónvarp á vegum sjónvarpsrása á borð við Sky Movies, sem eingöngu sendir út kvikmyndir. Á þennan hátt myndu slíkir aðilar lenda í beinni samkeppni við Stöð 2, eða jafnvel aðra íslenska sjónvarpsstöð sem einnig myndi aðeins senda út kvik- myndir, sem hins vegar áfram ; þurfa að þýða allt sitt efni, og 1 bera af því kostnað. Slík staða gæti leitt til vangaveltna um sam- keppnisaðstöðu íslenskra sjón- varpsstöðva gagnvart erlendum hér á lándi. Víða erlendis er sjónvarpsáhorf- endum boðið upp á að kaupa af- not af kapalkerfi, sem hafa bæði upp á innlendar og erlendar sjón- varpstöðvar að bjóða. Eru slík kerfi oftast rekin af einkaaðilum eða póst- og símamálastofnunum viðkomandi landa. Hér á landi hafa þegar myndast vísar að slík- um kerfum, þar sem hingað til hefur verið heimilt að dreifa óþýddu efni erlendra sjónvarps- stöðva til allt að 36 heimila. Líkur á að slík kerfi komi til með að þróast á svipaðan hátt og erlendis verða að teljast miklar, verði Evr- ópska efnahagssvæðið að veru- leika.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.