Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUÐAGUR 9. ÁGÚST 1992 Sigurður Þórðar- son - Minning Fæddur 30. júní 1910 Dáinn 26. júlí 1992 Hinn 26. júlí síðastliðinn bárast mér þær fréttir að afí min, Sigurð- ur Þórðarson, væri látinn. Við þessar sorglegu fréttir brutust fram í hugann minningar um margar ánægjulegar samvera- stundir sem ég hafði átt með hinum látna. Fyrstu tvö ár ævi minnar bjó _ ég ásamt foreldram mínum í sama húsi og amma og afí. Því má með sanni segja að strax í upphafi hafí afí staðið mér mjög nærri. Hann var mér ætíð mjög góður sem og við aðra samferðamenn sína í lífínu og án hans hefðu margar af mestu gleðistundum æsku minnar ekki átt sér stað. Ein fyrsta æskuminning mín er einmitt tengd honum afa og varð hún til þegar ég var á að giska fjögurra ára. Afí starfaði þá sem vörabílstjóri á eigin bíl og átti hann það til að selja mig upp á pallinn á bílnum og keyra eins og einn hring um hverfíð. Sennilega er fátt sem hefur glatt ijögurra ára : snáða jafnmikið og bíltúr á öðra eins tryllitæki og vörabíll óneitan- lega var í mínum augum á þessum áram. ‘SCétPl, Opið alla daga fra kl. 9-22. Eftir því sem árin liðu urðu ferð- ir til þeirra ömmu og afa heldur stijálli en þær höfðu verið í fyrstu þrátt fyrir ítrekuð heimboð afa. Sambandið var þó alla tíð mjög gott á milli okkar. Eftir því sem ég varð eldri og þroskaðri þróaðist samband okkar afa meira í þá veru að við ræddum. saman um hin ýmsu málefni. Við þetta kynntist ég honum betur sem persónu með sínum kostum og göllum. Þó svo að hann hafí ekki verið mjög gefínn fyrir að bera vanda- mál sín að borð fyrir aðra heyrði ég ýmislegt bæði frá honum og öðram um fortíð hans. Afí átti erfiða æsku og lifði við mikla fátækt. Móðir hans lét lífið í spænsku veikinni þegar hann var aðeins átta ára og ólst hann upp hjá föður sínum til átján ára ald- urs eða þar til faðir hans dó. Hann fór ungur til sjós og var mestan hluta af sínum sjómannsferli á m.s. Goðafossi og mátti heyra á honum að þrátt fyrir erfiða vinnu þá hafí árin á Goðafossi verið ánægjulegur tími. Hann fær þá tækifæri til að skoða heiminn sem ungur maður og ferðast til landa eins og Sovétríkjanna, Þýskalands og Bandaríkjanna á áranum rétt fyrir og í seinni heimsstyijöldinni. Þegar afí var farinn að nálgast sjötugsaldurinn hóf hann störf sem baðvörður við íþróttahús Voga- skóla og var það mikil upplifun fyrir mig að koma með honum þangað að fá að leika mér í salnum milli æfínga. Þegar ég hafði svo náð nægilega háum aldri sá afí til þess að ég gæti farið að æfa knatt- spyrnu. Afi passaði líka vel upp á að mig vantaði aldrei nokkum skapaðan hlut til þeirrar iðkunar. Þó svo að afí sé nú farinn yfír móðuna miklu og sé ekki lengur á meðal okkar þá mun minning hans lifa í hgua mínum og er ég þess fullviss að aðrir ættingjar hans og vinir munu halda uppi minningu hans um ókomna framtíð. Sigurður Óli Gestsson. BLOM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — sími 681960 Sigurður, móðurbróðir minn, er látinn, 82 ára að aldri. Andlát koma yfirleitt fyrirvara- laust, en vissan ugg, um að eitt- hvað gæti verið að, bar ég í bijósti, er ég frétti andlát hans daginn eftir. Margt er okkur hinum lifandi hulið, og yfírskilvitlegir hlutir henda okkur af og til. Svo bar við að -sonur Sigurðar heitins, Gestur, birtist mér í draumi þá sömu nótt og andlát Sigurðar bar að og fannst mér sem hann bæri eitthvað þungt fyrir bijósti. Er ég innti hann mála, þá svaraði hann: „Hann pabbi er dáinn“. í þann mund vakn- aði ég og fannst mér sem rúmi mínu væri hnikað í sömu andrá. Sigurður heitinn var kominn af traustum bændastofni á Rangár- völlum. Hann var næstyngstur í stóram systkinahópi og sá eini systkinanna sem náði háum aldri. Ahættuþættir í ættstofni svo og umhverfisþættir sáu fyrir því að öll hin systkinin dóu löngu fyrir aldur fram. Sigurður var varkár að eðlisfari og gerði sér yfírleitt far um að huga að heilbrigðu lí- ferni sem best hann mátti. Ekki er síst að þakka dyggri og hollri umhyggju eftirlifandi konu hans, Kristínar Gestsdóttur, að hann naut langra lífdaga. Sambúð þeirra varð löng og eiga þau tvö uppkom- in börn: Valborgu, húsmóður í Kópavogi og Gest Þór, kennara í Reykjavík. Eldri dóttur átti Sigurð- ur jafnframt, Evu. Sigurður heitinn stundaði sjó- mennsku framan af ævi, síðar starfaði hann sem eigin vörabif- reiðarstjóri hjá Þrótti. Síðustu árum starfsævinnar eyddi hann sem baðvörður í Vogaskóla. Sig- urður var maður fyrirhyggjusamur og kom sér snemma upp traustum granni til að standa á. Sem ungur drengur dvaldi ég oft og iðulega á heimili Sigurðar og Kristínar um lengri eða skemmri tíma vegna veikinda móður minnar og er ég þeim hjónum ævarandi þakklátur Guðbjörg S. Bjama- dóttir - Minning Fædd 22. desember 1904 Dáin 16. júlí 1991 Hinn 25. júlí 1991 var Guðbjörg Sigurlín Bjamadóttir, Lína amma, jarðsungin frá Akureyrarkirkju. Við viljum minnast hennar núna ári síðar. Lína amma, en það var hún allt- af kölluð af okkur barnabömunum, fæddist í Vestmannaeyjum hinn 22. desember 1904. Foreldrar hennar vora Bjami Benediktsson frá Tumastöðum í Fljótshlíð og Vilhelmína Norðfjörð Sigurðar- dóttir frá Asknesi í Mjóafirði. Amma var elst barna Vilhelm- ínu. Síðar giftist Vilhelmína amma Jónatan Guðmundssyni og átti með honum þrettán böm. Fyrstu tíu ár Línu ömmu var hún hjá ömmu sinni og nöfnu í Vestmannaeyjum og móðurbróður sínum, Sigurði Norð- fjörð. Þar var hún í miklu uppá- haldi, umvafin elsku og umhyggju, Amma talaði oft um þennan tíma ævi sinnar og þá alltaf með ljóma í augum og miklu þakklæti. Frá Vestmannaeyjum flutti Lína amma til Siglufjarðar. Þar bjuggu móðir hennar og stjúpi en hann reyndist henni ávallt hinn besti faðir. Systkinahópurinn var stór og þar sem Lína amma var elst, var mikil ábyrgð og vinna lögð á ungar herðar hennar. Móðir henn- Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Mikil áhersla er á það lögð að hand- rit séu vélrituð með góðu línubili. ar vann oftast langan vinnudag utan heimilis og varð amma þá að hugsa um yngri systkinin og heim- ilið, en öll þau störf var henni ljúft að vinna. Síðar flutti fjölskyldan til Hjalteyrar og fór amma þá í vist til Akureyrar. Það var hennar skólaganga. Hér á Akureyri lágu saman leið- ir Línu ömmu og afa, Halls Helga- sonar vélstjóra. Þau giftu sig 8. nóvember 1925. Fyrst bjuggu þau í Reykjavík en síðar á Akureyri og eignuðust þar fjögur börn. Helgi er elstur, kvæntur Rósu Karlsdótt- ur, Sigurður Vilhelm, kvæntur Hrafnhildi Eyjólfsdóttur, Signa, gift Gunnlaugi Búa Sveinssyni og yngst er Anna María, gift Baldri Ágústssyni. Öll eru þau búsett í Reykjavík nema Signa og hennar maður, þau búa á Akureyri. Lína amma og Hallur afí Olgu tóku systurdóttur afa í fóstur unga og var hún alltaf sem ein af börnunum þeirra, enda kallaði Olga þau alltaf pabba og mömmu. Olga er nú búsett á Spáni. Hún giftist breskum manni, Harry And- erson, sem nú er látinn og eignuð- ust þau tvö börn. Uppeldi barna og heimilishald var í höndum Línu ömmu þar sem afi var langtímum saman á sjó. Lína amma var dugleg kona og sjálfstæð og allt sem við kom heim- ilinu eða börnunum var henni til mikils sóma. Hún naut þess að hafa fínt í kringum sig. Einn lítill ömmustrákur lýsti því vel þegar hann sagði: „Hún amma er alltaf svo snyrtin og hreinlætin". Amma var dugleg að pijóna og sauma. Hún gat breytt gamalli flík í stórglæsileg föt. Okkur ömmu- börnunum þótti gaman að skoða gamlar fjölskyldumyndir, á þeim sást hvað börnin hennar ömmu voru alltaf vel til fara. Við bamabörnin eram orðin sextán en barnabamabömin þijá- tíu og tvö. Það yngsta fæddist aðeins einum og hálfum sólarhring eftir að Lína amma dó, og var hún skírð Lína. Hallur afí dó 1. febrúar 1956, og því auðnaðist aðeins elstu barnabömunum að kynnast honum en hann var mikill barnamaður og hafa þau yngri misst mikils að fá ekki að njóta hans. fyrir þá umhyggju og alúð sem þau hafa sýnt mér fyrr og síðar. Sem fyrr segir einkenndu var- kárni og fyrirhyggjusemi eðlisfar Sigurðar heitins. Það endurspe- glaðist meðal annars í sífelldri ár- vekni við að fylgjast með fram- vindu mála, heima fyrir sem á er- lendum vettvangi. Lundarfar hans gat virst þungt, en yfirleitt var stutt í gamansemina og stríðinn gat hann verið, hóflega þó. Því miður hafa miklar fjarlægðir skilið okkur að síðustu árin, en ég átti því láni að fagna að hitta þaú hjón- in fyrir einu ári síðan, þegar hið íslenska sumar skartaði sínu feg- ursta. Þótt aldurin væri farinn að segja til sín, var hugurinn þó enn árvökull og taldi hann ekki ólíklegt að hann kæmi í heimsókn til Oman, meira í gamni þó. Þau hjónin hafa ætíð verið bam- góð og mikla umhyggju hafa þau sýnt barnabömum sínum og er ég vissum að tilvist barnabarnanna verður eftirlifandi konu hans, Kristínu, mikill styrkur og hvatn- ing til að láta ei bugast á sorgar- stund. Er ég þeim hjónum þakklát- ur fyrir þá alúð og umhyggju sem þau hafa sýnt bömum mínum. Ekki auðnast okkur að fylgja Sig- urði heitnum til grafar en hugur okkar verður nærstaddur Kristínu og fjölskyldu á þeirri stundu. Blessuð veri minning Sigurðar Þórðarsonar. Þórður, Guðrún og Vigfús. Amma lagði ekki árar í bát þótt hún missti manninn sinn heldur fór hún út á vinnumarkaðinn. Fyrst vann hún í kexverksmiðjunni Lóreley og síðar á Hótel KEA, þar sem hún starfaði þar til hún var 73 ára. Þá fékk hún væga blæð- ingu að heila. Hún náði sér að nokkra en endurheimti ekki fulla starfskrafta. Það reyndist ömmu erfítt að sætta sig við að þurfa að hætta að vinna. Hún hélt heimili eins lengi og heilsan leyfði, en var síðan til skiptis hjá dætram sínum. Árið 1986 var heilsu hennar svo komið að hún fékk vistun á Hrafn- istu 5 Hafnarfirði þar sem hún fékk góða aðhlynningu og hjúkrun alls starfsfólks. í maí 1990 fékk Llna amma annað áfall og lá mikið veik þar til yfir lauk. Sárt var að sjá ömmu svona veika, hún sem hafði alltaf verið svo hress og kát, teinrétt og ungleg. Nú er Lína amma þar sem allt böl batnar og þar fær hún loks hvíld eftir langan og erfiðan starfs- dag. Þar getur hún glaðst á ný með ástvinum sem hún áður hefur saknað og tregað. Við þökkum elsku Línu ömmu fyrir allt sem hún gaf okkur, allar góðu sögumar sem hún sagði okk- ur og allar stundirnar sem við átt- um með henni. Það gleður þá, sem gladdir þú og gleðin eilíf skín þér nú. Barnabörn og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.