Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1992 i'M i t'^uoa i;1 vv> ''i — AF DJASSHÁTÍÐUM Á EGILSSTÖÐUM OG VÍÐAR eftir Vernharð Linnet ÞÓ SÓLIN hafi ekki sveiflað geislum sínum yfir íslandsböm sem skyldi þetta sumar hefur hver djasshátiðin rekið aðra og fyllt hjörtu sveiflugleði: RúRek í maí í Reykjavík, minningarhátíð um Guðna Hermanssen í Vest- mannaeyjum um hvítasunnuna og svo Djasshátíð Djassklúbbs Egilsstaða, sem haldin var í júní- lok á Hótel Valaskjálfi. Um RúRek hefur þegar verið fjallað hér í blað- inu og tókst sú hátíð með ágætum - einkum var stórkostlegt fyrir íslenska djassleikara, og geggjara, að fá þá félaga Árna Egilsson, Jón Pál Bjarnason og Pét- ur Östlund frá útlandinu til að leika með gömlu félögunum sínum. Minningarhátíðin um Guðna Her- manssen var haldin af vinum hans og fór Eyjólfur Pálsson fyrir hópnum í Eyjum, en bróðir hans, Guðjón Pálsson á fastalandinu. Yfírlitsýning á verkum Guðna var hengd upp í Akógeshúsinu í Eyjum og efnt til tónleika jafnframt. Guðni er trúlega ástsælasti listmálari Eyjanna og var jafnframt fremsti djassleikari stað- arins. Breiður, voldugur Hawkins- tónn hans á tenórsaxafóninn átti varla sinn líkan á íslandi, en því miður var djassinn alltaf áhuga- mennska hjá Guðna. Hann vann fyr- ir sér með húsamálun og dansspila- mennksu þartil hann sneri sér alfar- ið að listamálun. Það var vaskt lið er mætti í Eyj- um. Gömlu Eyjapeyjarnir Erling Ágústsson söngvari, Gaui Páls pían- isti, Gísli Bryngeirs klarinettuleikari og Sissi Þórarins trommari hittu þama Hugin Sveinbjömsson altista, Gísla Brynjólfsson gítarista og Sigga á Háeyri trommara og aðkomudjass- aramir, sem flestir höfuð leikið meira og minna í Eyjum, stofnuðu útlendingahersveit: Viddi Alfreðs á trompet, Ámi Elfar á básúnu, Steini Steingríms á píanó, Ómar Áxels á bassa og Óli danski á trommur. Svo var Guðmundur Norðdhal, gamli hljómsveitarstjórinn úr Höllinni, mættur með klarinettið. Eyjapeyinn Sveinni Tomm söng rokk og klerkur- inn Haukur Ágústsson sól. Það var troðfullt bæði kvöldin og spilað af hjartans lyst og Gaui Páls renndi fíngrunum svo listilega í Wil- sonhlaupunum að ég hef aldrei heyrt hann betri. Allt óþarfa flúr og skraut vék fyrir ekta djassi. Eyjólfur Pálsson bauð til listsýn- ingar og djasshátíðar næstu hvíta- sunnu í Eyjum og vonandi verður lita- og tóngleðin jafn mikil og í ár. Egilsstaðadjass í fimmta sinn Þegar Ámi ísleifsson, sem djassg- eggjarar nefna jafnan Austfjarðar- goðann, hóf djasshátíðarhald á Eg- ilsstöðum fyrir fímm ámm bjuggust fæstir við að sú hátíð yrði árlegur viðburður. Reykvíkingar höfðu gef- ist upp á árlegri djasshátíð og Egils- staðir ekki í alfaraleið djassgeggj- ara. Raunin varð þó önnur, sem betur fer, og þessi fímmta Djasshá- tíð Egilsstaða var sú veglegasta og best sótta er þar hefur verið haldin til þessa. Þama blönduðu geði reyk- vískir, austfírskir og danskir djass- menn og var þetta í fyrsta skipti sem erlendir gestir sóttu hátíðina heim. Hátíðin hófst á leik ungra Iúður- söngdjassi og fengu allir undir sext- án og yfir sextíu ókeypis inn. Þá léku Gammarnir um kvöldið. Vant- aði bæði Stebba Stef og Marteen van der Falk, svo þetta var eiginlega kvartett Bjössa Thór. Edda Borg söng með þeim seinna settið og svo var hátíðinni slitið. Vegleg hátíð hjá Austfjarðargoð- anum — verst að heiðursgesturinn Jún Múli skyldi ekki geta komið. Hann hefði á sturidum hlegið dátt af gleði þegar sveiflan var sem heit- ust. Ferðalag danskra Árni ísleifs hefur sáð djassfræj- unum víða í Austfirðingafjórðungi og fengið hina ágætustu Iiðsmenn á Egilsstöðum. Því miður hafði sá góði drengur, Magriús Einarsson, útibússtjóri Landsbankans, kvatt þessa lífsstjörnu áður en hátíðin hófst og tók ekki á móti sunnlensk- Um djassgeggjurum með léttu glotti útí annað eða þeytti lúður, en Hann- es Snorri hýsti undirritaðan ásamt spúsu og Contempo tríói og Sigurður rafveitustjóri neitaði Dönunum um að fara með rútu til Hafnar í Horna- fírði á laugardag, en þar áttu þeir að spila á sunnudagskvöldi. „El- skurnar mínar, þið komið í grill- Andrea Gylfa og Þórður Högna. Morgunbiaðið/Kristleifur Bjömsson Árnís-djasskórinn í fullri sveiflu. þeytara frá Norðfirði, sem Jón Lund- berg stjórnaði. Strákarnir voru kot- rosknir í lúðrasveitardixílandinu og þó allt gengi á afturfótunum í hljóð- málum og rafmagnið færi hvað eftir annað af Valaskjálfí héldu þeir ró sinni og byrjuðu einum fímm sinnum á Sætu Georgíu Brown. Allt var því í sóma þegar Andrea Gylfadóttir fór að syngja með kvartetti Sigurðar Flosasonar, þeim er tók þátt í ung- mennadjasskeppni í Brussel og lék á Norrænum útvarpsdögum í Kaup- mannahöfn í fyrra. Nefndist þessi bræðingur Jazzmenn Andreu og hélt sig nokkuð við hinn rólegri geira klassískrar efnisskrár djassins. Fór Andrea á kostum í Billie Holliday ópusunum: Lady sings the blues og Don’t explain. Daginn eftir komu Danimir til Egilsstaða: Flemming Agerskov, trompet og flýgilhomleikari, Jörgen Messerschmidt, píanisti og Ole Ras- mussen, bassaleikari. Tónlist. þeirra félaga var öll eftir Jörgen og bar með sér ljóðrænan blæ Keitn Jarretts, en í stað norsks svala Garbareks var Chet Baker tónn Flemmings danskari og stundum minnti spil þeirra á dansk- ar þjóðvísur. Það var gaman að finna hvemig áheyrendumir austfírsku lögðu sig í líma að njóta tónlistarinn- ar. Það er list sem stundum gleymist á höfuðborgarsvæðinu. Eftir tónleika Contempo tríósins var hægt að gefa í og teyga Egils appelsínið meðan Tregasveit Péturs Tyrfínssonar, sonar hans Guðmund- ar og félaga þeirra vaggaði blúsnum á marga vegu. Þáð sem gerir hátíð eins og þessa spennandi fyrir höfuðborgarbúann er framlag heimamanna. Reykvísku hljómsveitirnar eru alltaf í kallfæri og á föstudagskvöld hófust tónleikar hátíðarinnar á söng Árnís-jazzkórs- ins undir stjórn Árna ísleifssonar og lék Djasssmiðja Austurlands undir. Auk þeirra komu fram söngvaramir Linda Gísladóttir, Oktavía Stefáns- dðttir, Friðrik Theodórsson og meist- ara Jón Páll gítarleikari. Það er skemmst frá því að segja að kórinn kom mér mjög á óvart. Árni hafði útsett lög á borð við Love for sale og The maskerade og kórinn bjó bæði yfír sönggleði og leikgleði og náði að svínga á köflum, þó oft væri flutningurinn helst til stífur. Það er ótrúlegt að ná saman slíkum hóp þarna austur á fjörðum og á Árnís-jasskórinn fullt erindi við Reykvíkinga. Eftir söng þeirra mætti stjörnu- sveit til leika: Jón Páll á gítar, Viðar Alfreðs á trompet, Ástvaldur Traustason á píanó, Þórður Högna- son á bassa og Pétur Grétarsson á trommur. veislu hjá mér í kvöld, svo hlustiði á fyrsta flokks íslenskan djass og á sunnudaginn skutla ég ykkur til Hafnar.“ Olga, kona Sigurðar, hafði líka eldað ofan í Danina kvöldið áður þegar þeir snertu varla jörðu eftir viðureign landa sinna og Þjóð- veija í Evrópumeistarakeppninni í fótbolta. Frá Höfn hélt Contempo tríóið í Skaftafell og dáðist að náttúruperl- unni. Síðan tók við grillveisla hjá sveitastjóranum á Hvolsvelli og sat hótelstjórinn honum til vinstri hand- ar en djassfrömuður staðarins, Að- albjörn Kjartansson, til hægri. Eftir tónleika í Hvoli, þar sem yfir þijátíu mættu — og hlustuðu — gáfu þeir þremenningar út þá yfírlýsingu að í haust yrði að efna til helgardjasshá- tíðar á Hvolsvelli. Það sprettur uppaf landsbyggð- ardjassfræjunum sem Austfjarðar- goðinn sáir. Austfjarðagoðinn Árni ísleifs. Það kom mest á óvart hve Viðar Alfreðsson blés vel í trompetinn. Hann hefur lítið sem ekkert hreyft hljóðfærið undanfarin ár og það er enginn leikur fyrir miðaldra mann að æfa trompetblástur uppá nýtt. Við fengum forsmekkinn á RúRek, hann bætti um betur í Eyjum og á Egilsstöðum fór hann í gang. Flemming Agerskov, trompetleikari Comtempo tríósins, sagði að það mætti heyra að þessi maður hefði verið virtúós á árum áður. Við bíðum bara eftir næstu djasshátíðum. Fólk hlustaði með athygli á All- Star-Bandið og síðan flæddi djass- bjórinn þegar Sveiflusextettinn tók við og Frikki Theódórs reif af sér brandarana milli laga og söng happýdjass. Munur en að fá ein- hveija rokksveit yfir sig á laugar- dagskvöldi. Hátíðinni lauk á sunnudegi. Um daginn var fjölskylduskemmtun með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.