Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 17
, MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1992 þarf að kanna málið allt ofan í kjöl- inn og læra af mistökunum. Menn verða líka að gæta að því að í alþjóð- legu samstarfi gilda aðrar leikreglur en hér heima. Maður verður að vera gæddur mikilli þolinmæði og miklu umburðarlyndi.“ Okkur fer aftur Sjávarútvegur og fiskverkun hefur mikið breyst á Islandi í tímans rás. Að mati Sigurðar eru ekki allar breytingamar til batnaðar. „Það er skömm að því hvemig við fömm með aflann og mikil afturför frá því sem áður var. Nú fer til spill- is mikið af lifur, smáfiski og því sem gengur af við verkun um borð. Það getur bara ekki staðist að það borgi sig að henda 30-40% af aflanum aftur í sjóinn. Aðrar þjóðir hafa ekki efni á svona vinnubrögðum. Það ætti ekki að vera erfiðara að setja mjölverksmiðjur um borð í okkar frystiskip en í skip annarra þjóða. Ég sá ekki svo skip þama í Okhotska- hafí öðmvísi en að gufustrókarnir stæðu úr mjölverksmiðjunni og svo leyndi lyktin sér ekki. Þeir em með gufuþurrkara og framleiða mjöl í hæsta gæðaflokki, vel hæft til mann- eldis. I gamla daga var lifrin öll hirt og þótti veruleg búbót fyrir mann- skapinn, ég trúi ekki öðm en að hægt sé að skapa verðmæti úr henni. Mér finnst eitthvað skrýtið við þetta, okkur fer aftur en ekki fram!“ Möguleikamir felast ekki einungis á íjarlægum slóðum og í aukinni nýtingu heldur einnig í vannýttum tegundum. Fyrir nokkmm ámm vörðu Sigurður og sonur hans mikl- um tíma og fjármunum í að kanna möguleika á veiðum og verkun há- karls. „Ég fékk lista frá verslunarráðinu í Washington yfír 170 fyrirtæki sem höfðu áhuga á að kaupa hákarlsaf- urðir. Svo hringdi ég í nokkra aðila og svarið var alstaðar það sama: Við kaupum allt sem þú veiðir af há- karli! Það merkilega við hákarlinn er að það fer ekkert til spillis. Öllum er illa við hákarla og lítil hætta á að amast verði við veiðum á þeim. Galdurinn er að ná hákarlinum lif- andi, því honum verður að blæða til ólífis. Þvagið er í blóðinu og ef hann er ekki blóðgaður fer það út í hold- ið. Reyndar sækjast íslendingar eftir hákarli sem ekki er blóðgaður, þann- ig næst rétta bragðið fyrir okkur! Uggamir eru þurrkaðir og malaðir í mjöl sem selst dýmm dómum. Lifr- in er 30% af þyngdinni og brædd í lýsi. Holdið er bragðlítið og hefur verið notað í staðinn fyrir ýsu og humar í ýmsa fískrétti. Bijóskið er hægt að mala og svo má gera skó og töskur úr skrápnum. Eina sem gengur af em tennumar og kjaftur- inn en það era vinsælir minjagripir fyrir ferðamenn. Kínveijar og Japan- ir hafa veitt talsvert af hákarli, en fáir aðrir. Ég keypti Sólbak frá Akur- eyri 1982 og ætlaði að nota hann til hákarlaveiða með línu eða lagnetum. Ég var búinn að fá loforð um fjár- magn ,í Englandi og ætlaði að kaupa tæki þar. Þetta dagaði uppi þegar dróst úr hömlu að Ureldingarsjóður greiddi eigendum skipsins og sú töf nærri setti mig á hausinn. Sólbakur endaði í brotajámi og ég sneri mér að öðm.“ Hvalavernd og veiðar Eftir áralanga búsetu í Bandan'kj- unum má ætla að Sigurður hafí kynnst umræðunni um hvalavemd og hvalveiðar. „Mér fínnst þessi hvalaumræða svo mikil fjarstæða að ég á varla orð yfir það. Arið 1952 var ég stýrimað- ur á hvaibáti svo ég þekki ágætlega til hvalveiða. Ég var alltaf með keppni um borð í farskipunum um hver sæi flesta hvali. Hvölum hefur Qölgað mikið í hafínu á undanfömum ámm og eitthvað éta þeir af fiski, að minnsta kosti af svifi. Ég hef ekkert á móti dýravemd, en við verð- um að líta okkur nær. Meðan fólk sveltur í heiminum á að veiða hvali til manneldis. Þetta er spuming um hvort við eða þeir eigi að ráða ferð- inni. íslendingar hafa hlaupið upp til handa og fóta vegna einhverra flæk- ingsaumingja sem em keyptir fyrir 2-3 dollara á tímann til að rölta í hringi .með mótmælaspjöld fyrir framan veitingahús. Þetta mótmæl- astand er allt saman fjárplógsstarf- semi, það er mitt álit." „Rannsóknaskipið okkar, E.T., lá við bryggju í Key West í Flórída og Sea Shepherd-togarinn var hinum megin við sömu bryggju. Þeir vissu að við vomm íslendingar og voru að hæla sér af því hvað þeir hefðu stað- ið sig vel á íslandi; sökkt hvalskip- um, sprengt skrifstofu og svo veifuðu þeir myndum af öllu saman. Þeir sögðu að íslendingar skylfu af hræðslu við Sea Shepherd og þyrðu ekkert að gera. Svo heyrðum við á E.T. nafnlaust kall í talstöðinni til Strandgæslunnar þar sem við vomm kærðir fyrir að dæla olíu í höfnina, en það fór ekki dropi af olíu í sjóinn frá okkur. Við kröfðumst samstundis rannsóknar á málinu. Þar eð við vor- um að vinna fyrir sjóherinn kom þeim málið við og kærðu það til lög- reglunnar. Böndin bámst að ná- grönnum okkar á Sea Shepherd og fóm þeir við lítinn orðstír frá Key West. Mér fínnst að það eigi skilyrð- islaust að hefja hvalveiðar aftur á næsta ári. Við höfum engin efni á að hlusta á þetta kjaftæði. Þessi y Beringshaf s í B E R í A i Magadan / j Jj f / -MONGÓLÍA^ yOkhotskahaf ( Þ ' V ‘ Í Kamtjakaskagi () \ Sakhalfn- / ,. j / Jeyja • „ K í N A Peking ■ „ ^ ^ Vladivdsfok V íupBfy KÓREA O-i 500- VjAPAN 1000 km- -'Tókýó mÉ K Y R R A H A F mótmæli eiga eftir að falla um sjálf sig, því þetta er mest sýndar- mennska." Það fer ekki á milii máia að físk- veiðistefnan er mál málanna á ís- landi í dag. Hvað fínnst Sigurði um fískveiðimálin hér, eftir að hafa skoð- að þau úr fjarlægð? „Ég hef ekki dómgreind eða vit til að segja til um hvort fiskifræðing- amir fara með rétt mál, þó fínnst mér þeir geri það. Mér fínnst Þor- steinn Pálsson hafa staðið vel að þessu máli og hann hefur aukist í áliti hjá mér. Ég sé ekki að það sé hægt annað en að taka álit fiskifræð- inganna alvarlega. En það em ýmsar leiðir til að bæta upp skerðinguna og það verður að leita nýrra leiða. Nóg er til af fiski í sjónum sem hægt er að sækja í. Þetta verða aðr- ir að gera og þykir ekki mikið! Við verðum að einblína á að halda gæð- unum uppi og muna að við emm að meðhöndla gull þegar fískurinn er annars vegar." C J A E Y R I R óðir dagar framundan í fríinu. Njóttu Jífsins í fríinu meb feröagjaldeyrí og í bol frá íslandsbanka. Nú er sá tími ársins runninn upp aö ferbalög til útlanda ná hámarki. Þaö ríkir alltaf ákveöin stemmning þegar fariö er í sumarfrí og aö mörgu þarf ab huga áöur en lagt er Pann. Vegabréf, farseöill og fatnaöur þurfa aö vera meö svo ekki sé minnst á farareyrinn! íslandsbanki tekur þátt í feröastemmningunni og gefur lífinu lit á „alþjóölegan" máta. Þegarþú kaupir gjaldeyri hjá okkur veitum viö þér ráögjöf byggöa á reynslu og kveöjum þig meö stuttermabol efþú kaupir fyrir 25.000 krónureöa meira. * Á bolnum er vinaleg kveöja á mörgíim tungumálum. Fáeinir fróbieiksmolar í fríib! - Nauösynlegt er aö hafa lítinn hluta farareyrísins í mynt viökomandi lands til aö mœta smáútgjöldum í upphafi dvalar. - Feröatékkar eru öruggir, handhœgir og ódýrir. Þaö er ódýrara aö nota feröatékka en aö taka gjald- eyri út á greiöslukort í útlöndum. Glatist feröatékkar fást þeir bœttir en reiöufé ekki. —'río „• ;N fj Starfsfólk íslandsbanka ráöleggur þér um heppilega samsetningu á farareyri þínum. W Cóöa ferð í fríib! ISLANDSBANKI - í takt við nýja tíma! "Meban birgbir endast. ■m > r~ O m •< X

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.