Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 28
 MQiiquNB4AÐ;£i..sy^NupA9Ufi/4.|ÁQúsy,^^^ Afmæliskveðja: Þráinn Krisljánsson Á morgun, mánudaginn 10. ágúst, verður áttræður Þráinn Kristjánsson verkamaður, Brávöll- um 7, Húsavík. Þar sem ég get ekki komið að heimsækja frænda minn á þessum tímamótum langar mig til að senda honum afmæliskveðju. Þráinn er fæddur á Húsavík og hefur alið þar allan sinn aldur. Hann hefur lengst af starfað sem sjómaður og verkamaður og lengstur starfstími hans verið hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur. Mál- efni verkalýðsins hafa jafnan skip- að stórt rúm í lífi Þráins sem og bræðra hans flestra en þeir voru um árabil í forystusveit verkalýðs- baráttunnar á Húsavík og segja má að fjölskyldur Kristjánsson- anna hafí haldið utan um verka- lýðsmálin á staðnum með litlum hléum síðustu hálfa öldina og geri enn. Þó svo Þráinn, sem var yngst- ur systkina sinna, væri ekki í for- mennsku félagsins þá gegndi hann ótal trúnaðarstörfum fyrir félagið. Foreldrar Þráins, Kristján Sig- urgeirsson og Þuríður Bjömsdótt- ir, eignuðust 7 böm, 6 syni og eina dóttur. Fimm synir vom bú- settir á Húsavík og tóku mikinn þátt í félagsstörfum þar bæði í sveitarstjómarmálum og verka- Iýðsmálum eins og fyrr er sagt. Þeir dmkku þennan áhuga í sig með móðurmjólkinni en Þuríður móðir þeirra var fyrsti formaður Verkakvennafélagsins Vonar á Húsavík. Þráinn fylgdist vel með því er eldri bræðumir fóra að láta að sér kveða. Umræðan um stjómmálin var þá mikil á „Bakkanum" og reynd- ist það mörgum ungum manninum góður skóli. Það kom síðar fram hjá Þráni er hann var kominn til vits og ára að hann hafði gott vald á því að tjá sig og átti óhikað rökræður við ræðuskömnga er sóttu Húsavík heim með funda- höldum. Málflutningur hans vakti jafnan athygli fyrir rökfestu, góð- an flutning og gott málfar. Ekki síst lét hann að sér kveða á fund- um eftir að eldri bræður hans vora horfnir af sviðinu. Margar leiftr- andi ræður man ég og heyrði oft aðkomumenn tala um það eftir á hve skeleggur þessi fullorðni verkamaður hefði verið í málflutn- ingi sínum. Þráinn leggur mikla stund á lestur um þau mál sem áhugi hans stendur til og gerir sér far um að setja sig inn í málin. Það er hans styrkur í umræðunni auk þess að vera síræðandi málin við skoðanabræður sem andstæð- inga. En Þráinn hefur fleiri áhugamál en félagsmálin. Hann er mikill skepnuvinur og hafði sérstakt yndi af sauðkindinni. Til íjölda ára hafði hann dálítinn íjárbúskap og fátt held ég hafí veitt honum meiri ánægju en umhugsunin um féð og bústangið í kringum það. Hann hafði alltaf afurðagott fé enda gerði hann vel við það. Ég minnist ótal stunda með honum í fjárhú- skofanum enda var ég honum oft fylgispakur. Vökunætur við sauð- burðinn og fjárleitir á haustin vora hans hátíðir. Þegar sauðfjárhaldi var hætt inni í bænum þá fargaði hann fé sínu enda vora þá gömlu — . Tekib er á móti pöntunum aó nýju eftir sumarfrí. Nudd á mismunandi veröi hjá meistara, sveinum og nemum. Gildi nudds: Mýkir vööva, örvar blóbrás, slakar á taugum og eykur vellíöan. riUDDSKÓLI RAFMS QEIRDALS SJÚKRANUDD Hef opnað að nýju. Tekið er við tilvísunum frá læknum. I Sjúkranuddstofa Rafns Geirdals Upplýsinyar og timapantanír alla virka daga i sima 677612/686612 Þráinn með 8 af börnum sínum. „rollukarlarnir" allir hættir. Oft rölti ég með honum fram á tún eftir að féð kom af fjalli og hafði mikla ánægju af að ganga með honum innan um kindumar og fínna þá fullnægingu er hann naut við að eiga þessar skepnur. En þær lögðu líka mikla björg í bú, en heimili Þráins var fjölmennt. Um fertugsaldur hóf Þráinn sambúð með Sigrúnu Selmu Sigf- úsdóttur er hann missti fyrir nokkrum árum. Þeim varð 11 bama auðið og eru níu þeirra á lífí. Það gefur auga leið að mikið þurfti til svo fjölmenns heimilis. Þráinn vann því oft langan vinnu- dag og tók að sér vinnu sem öðram þótti ekki fýsileg. Hann hafði til ijölda ára umsjón með lifrar- bræðslu Fiskiðjusamlagsins og var það óþrifaleg vinna en gaf nokkuð í aðra hönd. Þar var vinnudagurinn langur en ekki veitti af tekjunum. Hann var að sjálfsögðu eina fyrir- vinnan þvi í nógu hafði Selma að snúast heima fyrir. En öllum böm- um sínum komu þau til þroska og spjara þau sig ágætlega vel. Það var einkennandi fyrir heimili Þrá- ins og Selmu hve frændsystkinin á líkum aldri og þeirra böm hænd- ust að heimili þeirra. Það var eins og þeim fyndist hvergi betra að vera. Sömu sögu er að segja af barnabömunum, þau sækja mikið til afa síns. Þegar ég er á ferð um mína gömlu heimabyggð þá fer ég ekki svo hjá garði að ég líti ekki inn til frænda míns. Gjaman er þá tekið spjall um liðna tíð en áhugi Þráins er þó mestur fyrir því að ræða þjóðmál- in. Þar fylgist hann með af lífí og ÍITSALA Állt aó 50% afsláttur Yogastöðin Heilsubót, Hótúni 6A, auglýsir: Konur og karlar athugið! - Sumarnámskeið verður haldið í ágúst. - Mjög góðar alhliða æfingar, sem byggðar eru á Hatha-yoga, til viðhalds þrótti, mýkt og andlegu jafnvægi. Byrjunartímar. Vetrardagskráin hefst 1. september 1992. Visa-Euro-kortaþjónusta. Yogastööin Heilsubót, Hátúni 6A, sími 27710. sál og enn sækir hann alla opin- bera fundi. Þegar talið berst að fjölskyldum okkar fínnst mér lær- dómsríkt hve góða grein og hisp- urslausa hann hefur gert sér um sína nánustu. Hann kann enda betri skil á því en aðrir í „Kristj- ánsættinni" að rekja ýmis ætta- reinkenni frá einni kynslóð til ann- arrar því hann hefur safnað að sér miklum fróðleik um ættmenni sín. Ættfræðiáhugi hans og þekking er mikil og vonandi að hægt verði að koma þvi öllu á blað áður en það verður um seinan. Elskulegi frændi, ég flyt þér hugheilar óskir á þessum afmælis- degi og hefði gjarnan viljað vera í þeim hópi frænda og vina sem ætla að samgleðjast þér í tilefni dagsins. Við sjáumst síðar í haust. Kári Arnórsson. í Kaupmannahöfn FÆST Í BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁOHÚSTORGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.