Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. AGUST 1992 Steindór Steindórsson fró Hlöðum níræður ó miðvikudag HEF HAFT GAMAN AF ÖLLU sidan ég hætti i heyskap — mér leiddist alltaf aó slá Morgunblaðið/Eiríkur STEINDÓR Steindórsson frá Hlöðum verður níræður á miðviku- daginn. Hann fæddist 12. ágúst 1902 á Möðruvöllum í Hörgár- dal, sonur Kristinar Jónsdóttur og Steindórs Jónassonar. Hann varð gagnfræðingur á Akureyri 1922, stúdent í Reykjavík 1925 og var við nám í náttúrufræðum við Kaupmannahafnarháskóla á árunum 1925-1930. Það haust hóf hann kennslu við Menntaskól- ann á Akureyri og starfaði þar óslitið í 42 ár, síðustu 6 árin sem skólameistari. Steindór er einn fárra íbúa mið- bæjar Akureyrar. Hann er em, fer daglega í gönguferðir, en sjónin er döpur. „Það eru fjögur ár núna í haust síðan ég hætti að geta gert nokkum hlut,“ segir hann. „Ég les þó náttúralega talsvert, ég hef þetta apparat þarna til þess, en ég hef ekkert sem maður getur kallað unnið þessi fjögur ár.“ Ritstörfin Síðasta verk sem Steindór vann, eins og hann kallar það, var að þýða bók Orglands um Stefán frá Hvítadal, segist hafa verið að hreinskrifa hana í kapphlaupi við sjóndeprana. En þýðingar Steind- órs era miklar, að minnsta kosti 15 bækur og fáar þeirra smáar, flestar stórar ferðabækur. „Ég byijaði á að þýða Ferðabók Eggerts 1942. Olavius þýddi ég eiginlega um leið og lauk henni skömmu síðar, en svo þýddi ég ekki neitt að ráði fyrr en eftir að ég hætti við skólann. Þá komu Horrebow, Stanley, Daniel Braun og fleiri." En ritstörf Steindórs eru mun GIVEIMCHY Mánud. 10. ágúst kl. 14-18 Topptískan, Laugavegi 15. Þriðjud. 11. ágúst kl. 14-18 Kaupstað Mjódd, snyrtivörud. Miðvikud. 12. ágúst kl. 11-16 Clara, Austurstræti 7. Fimmtud. 13. ágúst kl. 14 - 18 Clara, Kringlunni. Föstud. 14. ágúst kl. 14 — 18 Bylgjan, Hamraborg, Kópavogi. Trine Rode Kristiansen kynnir og rádleggur GTVENCHY snyrtivörur í eftirtöldum verslunum-. meiri en þetta, einkum náttúra- fræðileg og landfræðileg rit auk æviminninga í tveimur bindum, og þá var hann ritstjóri tímaritsins Heima er best í 33 ár. Ef maður vill eitthvað... „Ég hafði enga tilhneigingu til að fara í skóla fyrr en allt í einu, en ég var mikill bókaormur frá upphafí. Fyrsta bók sem ég varð læs á voru tröllasögur í Þjóðsögum Jóns Amasonar. Það má segja að þær ásamt Egils sögu séu fyrstu bækur sem ég las á eftir stafrófs- kverinu. Ég átti aldrei erfitt með að lesa þessar bækur þótt þær væra með gamalli stafsetningu. Ég get ekki skilið það þegar verið er að matreiða þetta sérstaklega handa bömum. Ég skal segja þér það að leiðinlegustu bækur sem ég hef lesið era danskar þýðingar á íslendingasögunum og íslend- ingasögur með nútímastafsetn- ingu eru ekki hótinu betri.“ Steindór segir að nám sitt í Kaupmannahöfn hafi miðast við að hann færi til starfa við náttúru- rannsóknir. Þess vegna megi segja að hann hafí ekki haft annað til að lifa af en kennsluna, enda hefðu laun fyrir rannsóknastörfin verið lág. Samt hefði hann verið mat- vinnungur flest sumrin, hefði haft ferðastyrki, óveraleg laun fyrir rannsóknimar og aldrei neitt fyrir úrvinnsluna. „Þess vegna blöskrar mér hreinlega þegar allir era að kvarta um að þeir geti ekki gert neitt nema þeir fái peninga. Ef maður vill gera eitthvað þá getur maður það.“ Kennarinn og smalinn Við Menntaskólann kenndi Steindór aðallega náttúrafræði, en hvað er honum eftirminnilegast úr skólastarfinu? Hann segist ævinlega hafa haft yndi af því að kenna en trúlega sé skólameista- rastarfið eftirminnilegast. Það hafi að vissu leyti verið erfiðara en kennslan og erfiðast þó að hafa aldrei átt frí þau 6 ár sem hann var skólameistari. En Steindór var 36 sumur við náttúrufræðirann- sóknir á íslandi og síðar 5 sumur á Suður-Grænlandi. „Þegar Björn Jóhannsson lét sér detta í hug að gera gróðurkort af íslandi eftir loftmyndum varð ég grasafræðiráðunautur hans og hélt áfram eftir að Yngvi Þor- steinsson tók við af Birni. Og þeg- ar hann tók að sér að gera sams konar rannsóknir á Grænlandi fór ég með. Við þessar rannsóknir hef ég komið í flestar byggðir á ís- landi og mikið um óbyggðir. í fyrstu snerust rannsóknir mín- ar um gróðurbreytingar vegna áveitunnar í Flóanum og út frá því fór ég að hugsa aðallega um rannsóknir á íslenskum gróðurfé- lögum. Út frá Flóanum urðu mýr- ar mitt eftirlæti, en svo komst ég á fjöll og það leiddi til þess að ég fór að fást við hálendisgróðurinn í. heild. Svo náttúrlega leit ég eftir því sem fyrir augu bar. Stærstu náttúrafræðiritgerðir mínar era tvær um hálendisgróður og ein um mýragróður, hver um sig um 200 blaðsíður að lengd.“ — En eru það ekki ólík viðfangsefni að rann- saka gróður og kenna unglingum í skóla? Ekki segir Steindór að svo hafi verið, hann hafi kennt um náttúrana á veturna og rannsakað hana á sumrin. „En það er kannski líkara að vera smali, eins og ég var í mínu ungdæmi, og að fást við unglinga sem kennari. Smala- mennskunni og kennslunni fylgir ákaflega lík ábyrgðartilfinning." Fjarlægðirnar horfnar „Þegar maður er búinn að lifa alla þessa öld er eiginlega ótrúlegt hvað maður er búinn að lifa marg- breytilega tíma. Það er raunvera- lega ekkert eftir eins og það var. Atvinnuhættirnir hafa breyst. Við höfum horfið úr bændaþjóðfélagi, þar sem landbúnaðurinn var álit- inn mun mikilvægari en sjávarút- vegur, alla leið yfir í einhvers kon- ar iðnaðar- og viðskiptaþjóðfélag. Byggðin hefur raskast og allir lifn- aðarhættir hafa breyst. Maður er til dæmis helmingi fljótari núna að skjótast með flugvél til Reykja- víkur en að fara til Akureyrar úr sveitinni forðum. Það var góð tveggja tíma ferð en núna er mað- ur innan við klukkutíma að fljúga suður. Það er trúlega sú breyting sem maður tekur mest eftir að fjarlægðimar era horfnar. Mér fínnst tíminn hafa liðið hratt. Ég var að hugsa um það um daginn þegar ég var að lesa bók þar sem meðal annars var minnst á Finn Jónsson og Valtý Guðmundsson, hvað þetta er nærri manni, að maður skuli hafa talað við menn sem vora lærisveinar Konráðs Gíslasonar. Það er svo miklu styttra þegar maður horfir til baka en þegar maður horfir fram eftir. Svo máttu bæta því við að ég hef eiginlega haft gaman af öllu sem ég hef gert. Eg hafði alltaf gaman af að kenna, mér fannst alltaf gaman í rannsóknarferðun- um, ég hafði undir niðri dálítið gaman af að skjótast aðeins á þing og mjög gaman af því að vera í bæjarstjórn. Síðan ég hætti í hey- skap, mér leiddist nefnilega alltaf dálítið að slá, þá held ég að ég hafí haft gaman af öllu sem ég hef gert.“ Steindór Steindórsson frá Hlöðum tekur á móti gestum í setustofu heimavistar Mennta- skólans á Akureyri á afmælis- daginn, miðvikudaginn 12. ág- úst kiukkan 17 til 19. Urvals þakrennur á góðu verði Svartar, hvítarog ólitaðar. G. HARALDSSON HF., SÍMI670840. Þú svalar lestrait>örf dagsins áRíöumMoggans!. * KRINGLUNNI 8-12, SIMI 689260

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.