Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1992 eftir Guðna Einarsson SIGURÐUR Þorsteinsson skip- stjóri á að baki 50 ár á sjó og hefur löngum siglt um ókunn höf og haldið á ný mið. Hann var skipstjóri á tank- og birgðaskip- unum Þyrli og Haferninum þegar íslenski síldarflotinn fór að stunda veiðar ailt norður að Sval- barða. Sigurður stóð í brúnni á Hvítanesinu þegar það sigldi fyrst íslenskra skipa um fjarlægar slóð- ir, meira að segja upp Amazon- fljótið inn í myrkviði Brasilíu. Það vakti mikla athygli þegar Sigurð- ur lagði í haf á Sæbjörgu með konu sína og sex böm til að ferð- ast um heiminn. Ferðalagið stóð hátt á þriðja ár þar til Sigurður kastaði landfestum í Bandaríkjun- um og hefur hann búið þar að mestu síðan. Hann hefur meðal annars verið skipstjóri á stórum olíuskipum og kornflutningaskip- um ásamt því að stunda útgerð með sonum sínum. Nú gera þeir feðgar út rannsóknaskipið E.T., sem þessa dagana er í þjónustu Alþjóðlegu símamálastofnunar- innar við undirbúning lagningar ljósleiðara yfir Atlantshafið. Sig- urður er nýkominn heim til Is- lands til að hvíla sig og safna kröftum eftir enn eitt ævintýrið. í vetur var hann leiðangurssljóri mikils flota sem stundaði fiskveið- ar á alþjóðlegu hafsvæði í Ok- hotskahafi við Síberíu Iársbyijun var Sigurður að ná sér eftir veikindi og langaði að fara að vinna. Hann kom til kunn- ingja og skipeiganda í Reykjavík og lýsti áhuga á að fá eitthvað að gera. Daginn eftir kom mað- ur til kunningjans og spurði hvort sá vissi hvar Sigurð væri að fínna í Ameríku, því hann væri með at- vinnutilboð. Tilboðið fólst í því að Sigurður tæki að sér leiðangurs- stjórn fyrir bandarískt fyrirtæki sem ætlaði að senda pólska togara á ufsaveiðar í Okhotskahafi. Vegna reynslu Sigurðar af Hafeminum, þegar veiðiskip losuðu afla og lest- uðu olíu og vistir úti á miðunum, þótti hann kjörinn til að stjóma leið- angrinum. Sigurður sló til og þremur dögum síðar var hann kominn til Seattle á vesturströnd Bandaríkj- anna að undirbúa leiðangurinn. „í flotanum voru 40 stórir togar- ar, frá 95 upp í 115 metra langir, allt verksmiðjuskip og veiddu í flot- troll. Aflinn var mjög góður, yfirleitt dugði að taka tvö höl á dag og þá voru þeir með 50 tonn á dekki. Það gat tekið á annan sólarhring að vinna úr þeim afla. Um borð í hveiju skipi em frystigræjur og tvær fiski- mjölsverksmiðjur. Fjögur frystiskip fluttu aflann frá togurunum til Jap- ans. Ég var um borð í rússnesku skipi, „Berezovo", sem leigt var til birgðaflutninga og hlutverk mitt var að sjá um að ekki skorti olíu, vatn eða vistir. Þetta skip er tankskip og ísbijótur í senn og hefur mikið verið notað á heimskautasvæðum," segir Sigurður. „Mér líkaði vel við Rúss- ana, en gekk heldur verr með Pól- veijana. Þeir voru óvanir því að geta Togararnir mokveiddu, yfirleitt dugði að taka tvö höl á dag til að fullnægja vinnslugetu skipanna. Veiðiskipin tóku olíu og vistir í hafi þá sjö mánuði sem leiðangurinn stóð. Hér er togarinn „Aquarius" lagstur upp að birgðaskipinu. Sigurður í brú „Berezovo" á siglingu í hafísnum á Okhotskahafi. skemmtilegu atviki í sambandi við þessar ferðir. Við komum til Kóreu að morgni 23. mars, en það er af- mælisdagurinn minn. Rússarnir héldu mér stórkostlega veislu og það var drukkið og drallað allan daginn. Um kvöldið steig ég upp í flugvél og flaug um nóttina til Seattle. Þeg- ar ég steig þar frá borði var 23. mars að renna upp svo ég átti af- mæli tvo daga í röð og gat haldið upp á seinni afmælisdaginn með konu minni og syni.“ íslenskan flota á úthafið Sigurður telur það löngu tíma- bært að íslendingar gefi gaum þeim möguleikum sem felast í veiðum á alþjóðlegum hafsvæðum og sér eng- in meiri háttar vandkvæði á því. „Við einblínum um of á landhelg- ina. Mér finnst oft að menn haldi að hafið endi við 200 mílurnar! ís- lendingar hafa alveg eins möguleika til veiða á úthafinu eins og aðrir. Ég sá ekki neitt hjá Pólveijunum sem við ekki eigum eða getum. Pól- veijar eiga engin heimamið sem ekki haft neitt ,samneyti við land. Það byggðist allt á þjónustu frá skipi til skips.“ Engu hent í sjóinn Okhotskahaf er innhaf í Síberíu austanverðri, Kamtsjatkaskaginn skilur það frá Beringshafí. Kúrileyj- ar liggja milli Okhotskahafs og Kyrrahafsins. Sakhalineyja er við strönd Síberíu, en hún komst í frétt- ir þegar Sovétmenn skutu þar niður kóreska farþegaþotu haustið 1983. í Okhotskahafi er alþjóðlegt haf- svæði þar sem öllum er heimilt að veiða. Þegar Sigurður var á þessum slóðum var það helst hafís sem haml- aði veiðum. „Þegar ég var á Hafeminum fékk ég mig fullsaddan á ísnum. Ég hét því þegar ég hætti þar um borð að koma ekki nálægt ís framar, nema þá svona rétt til að kæla drykk í glasi. En það var nú öðru nær. í Okhotskahafínu börðumst við allan tímann við hafís. Sjórinn þama er mjög kaldur og litlir straumar. í vetur náði landfastur ís um 100 sjómflur út frá ströndinni. Þegar ég fór heim nú í júníbyrjun var enn ís. Á vissum árstíma gengur þarna inn ógrynni af fremur smáum ufsa, meðallengdin um 50 sentímetrar. Hann er frábrugðinn ufsanum hér að því leyti að hann er fituminni og bragðbetri. Aflinn var flakaður um borð og það sem af gekk fór í fiski- mjöl. Það var engu hent í sjóinn." Áhafnimar á verksmiðjuskipunum eru fjölmennar, allt að 75 menn. Togar- amir komu aldrei í land frá því í desem- ber og fram í endað- an júní. Sömu áhafn- ir vora um borð allan tímann, enda ill- mögulegt að skipta um mannskap vegna þess hve fjarlægðirn- ar era miklar. Birgðaskipið þurfti að sigla alla leið til Pusan í Suður- Kóreu til að sækja olíu, vatn og vist- ir. Það er ekkert að hafa í Síberíu, Japanir veita erlendum flskiskipum ekki þjónustu og ekki heldur Norður- út fyrir 201 nrilmnar. sod skipstjóri, nýkominn við vorum að afgreiða skipin vakti ég mestallan sólarhringinn. To'gar- amir tóku frá 600 og upp í 1.000 tonn af olíu á fimm vikna fresti. Jafnhliða því sem við dældum olíu og vatni um borð varð að losa fisk- inn úr skipunum til að halda hleðslu- jafnvægi. Þetta var vandasamt verk úti á opnu hafi en sem betur fer urðu aldr- ei óhöpp. Fjárhags- lega kom þetta mjög vel út. Einn af aðalmönnunum sagði mér að hagn- aðurinn á hvert skip væri um millj- ón dollarar á mán- uði. Olíueyðslan er lítil, það fer ekkert í stím og mikið látið reka. Kaupið hjá mannskapnum er líka mun lægra en við eigum að venjast. Við vorum svona 25 daga að fara á milli allra skipanna og svo liðu um þijár vikur þar til við komum Kóreumenn. „Það tók rúma fimm sólarhringa að sigla frá Kóreu á miðin. Meðan aftur á miðin. Milli ferða fékk ég vikufrí og skrapp þá heim til Íslands eða Flórída. Ég get sagt frá gagn er i svo þeir hafa ekki um neitt að velja. Það era mörg alþjóð- leg veiðisvæði sem koma til greina. Beringshafið, við Afríku, i Kyrrahafi og svo til dæmis í Karíbahafinu fyr- ir strönd Kólumbíu. Þar era mjög gjöful mið og ég heyrði af íslendingi sem bjó þarna og reyndi að fá menn héðan til að koma niðureftir og veiða fisk sem heitir delfínn. Það sýndi enginn áhuga á að koma. Hér liggja fískiskip bundin við bryggju og hafa ekkert að gera. Við eigum lika heppi- leg tankskip sem geta sinnt birgða- flutningum og frystiskip til að fara með aflann á markað. Það er vel hægt að fara með íslenskan flota hvert sem er á nýjar veiðislóðir.“ - Það er ekki ýkja langt síðan íslendingar gerðu tilraun til útgerðar við vesturströnd Bandaríkjanna og varð sú ferð ekki til fjár. Era þetta ekkþ bara bjartsýnisgrillur? „Ég held að við höfum verið held- ur of fljót á okkur að dæma útgerð Andra sem ómögulega. Það var góð hugsun á bak við þetta og ég held að þetta hafi verið vel framkvæman- legt. Ég veit ekki hvort skipið var nógu vel útbúið og hvort rétt var staðið að þessu á allan hátt. Það 4 í 4 I 4 € y t t 1 e

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.