Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1992 rt ferðir til íslands í 22 ár. „Á árun- um 1989 til 1991 hefurorðið alvar- legt fall í veiddu magni úr íslensk- um ám, allt að helmingsminnkun miðað við 1988,“ sagði hann. „Á sama tíma hefur verðið haldist jafnhátt og tíðkaðist á níunda ára- tugnum. Markaðurinn þoldi þetta verðlag þá, því það .voru fáir val- kostir annars staðar í heiminum.“ „Svo uppgötvaðist Kólaskaginn árið 1990 og árinu síðar opnuðust margar ár á því svæði. I ár eru 800 stangir í fjórum helstu ám á skaganum.“ Fitzgerald sagði að einkum væru það Bretar og Banda- ríkjamenn sem sæktu í veiði á Kólaskaga. „Okkar veiðiá þarna á skaganum hefur gert það einstak- lega gott í sumar. Eftir 9‘A viku hefur hún skilað 5.000 löxum. Verðin þar eru auk þess um 140-170 þúsund krónum lægri á viku en í dýrustu ánum á íslandi, eða 310-380 þúsund." Fitzgerald kvað einnig hægt að fá veiði í annars flokks ám, og væri það mun ódýrara. „Bretar borga um 200 þúsund krónur fyrir vikuferð í slíka á, og eru þá flugfar- gjöld frá og til London innifalin,“ sagði hann. „Það sem Kólaskagi hefur fyrst og fremst uppá að bjóða er hagstætt verð og mikil veiði. Þótt veiðin á íslandi sé 50% meiri í ár en í fyrra, bíður markaðurinn enn eftir verðlækkun. Ein uppá- haldsá mín, Laxá í Ásum, hefur til að mynda kostað allt að 120 þúsund krónum á dag. í sumar hefur hún hins vegar fengist fyrir tæpar 50 þúsund, og það er þess- konar verðlækkun sem markaður- inn bíður eftir.“ Til samanburðar nefnir Fitzger- ald Alta-ána í Noregi, sem á tveim- ur vikum skilaði 460 löxum á 30 stangir. „Þessir fiskar vógu að meðaltali 23 pund, en vikan í þess- ari á kostar um hálfa milljón króna, sem er sambærilegt við dýrustu íslensku árnar.“ Hann kvað veiði í mörgum norskum ám á vestur- ströndinni og í norðri í miklum vexti, og kæmu þær til með að láta meira að sér kveða í framtíð- inni. „Þá hefur Kanada verið tiltölu- lega dautt svæði undanfarin 20 ár, en eftir að kanadíska stjórnin tók að kaupa laxveiðikvóta tóku stofnarnir að byggjast upp. Nú kostar vika í góðri veiðiá á vestur- ströndinni um 120 þúsund krónur, meðan vika í sambærilegri ís- lenskri á kostar 340 þúsund og þaðan af meira.“ Aðspurður kvað Fitzgerald ís- lendingum stafa mestri hættu af samkeppni frá Kólaskaga. „Sumar ár þar eru komnar undir stjóm Bandarískra aðila, og skipulag þar af leiðandi betra. Því er ekki að neita að matur og öll aðstaða við sumar af rússnesku ánum hefur verið slæm, en það breytist ekki nema til batnaðar." Fitzgerald sagðist þó vera já- kvæður á horfur næsta veiðitíma- bils hér á landi. „Vandamálið er í Menn orðnir móðgaðir og sárir yfir verðlaginu „í FYRSTA sinn í áratugi eru heilu vikurnar lausar í mörgum bestu laxveiðiám landsins," sagði Ami Baldursson, leigutaki Lax- ár í Kjós. „Venjulega þættu það fréttir að dagar væru lausir á besta tíma í þessum ám, en núna er hægt að ganga að þeim flest- um.“ Ámi kvaðst álíta að of hátt verð væri aðalorsök hinnar dræmu aðsóknar. Útlendingar væru hættir að koma í jafnmiklum mæli vegna verðsins og aukin samkeppni frá nýjum laxveiðislóð- um segði sífellt meira til sín. Þótt ég hafi raunar aldrei selt jafnmörgum útlendingum og í sumar hef ég heldur aldrei þurft að hafa jafnmikið fyr- ir því og aldrei þurft að leita jafn- víða,“ sagði Ámi. Hann kvaðst aðallega hafa fengið hingað út- lendinga frá Sviss, Frakklandi, Bretlandi, Ítalíu og Spáni í sum- ar, en Bandaríkjamenn hefðu horfið fyrir 3-4 árum síðan. „Það voru Bandaríkjamenn sem komu hingað mest á sínum tíma og voru tilbúnir að greiða þetta háa verð. Á síðustu árum hafa þeir hins vegar hreinlega leitað á önnur mið. Það er einfaldlega það mikið framboð af góðum lax- og silungs- ám í heiminum að þeir hafa leitað til annarra landa.“ - Hvaðan mæta íslendingar hörðustu samkeppninni? „Þar er fyrstan að nefna Kóla- skaga í Rússlandi í grennd við Murmansk. Það svæði virðist bjóða upp á nánast endalausa möguleika. Það þarf ekki annað en fara út í búð og kaupa sport- veiðitímarit, og má þar sjá 20-30 auglýsingar um laxveiði í Rúss- landi. Þarna virðist vera mikil uppbygging i gangi, og enskar, franskar og bándarískar ferða- skrifstofur auglýsa Rússlands- ferðir grimmt.“ Árni sagði að mikill straumur Bandaríkjamanna væri til Rúss- lands en einnig væri mikil ásókn í góð svæði í Kanada. Verðin þar væru ekki sambærileg við það sem gengi og gerðist hér á landi. - Hvað er það þá helst sem ísland hefur uppá að bjóða? „í fyrsta lagi er auðvelt að komast hingað og öll skipulagning er góð. Ferðin í heild er framvkæmd af miklu öryggi og þessar 10-20 bestu laxveiðiár á landinu hafa það besta sem boðið er upp á í heiminum af öllum aðbúnaði.“ „Það sem hins vegar stendur í vegi fyrir því að þetta skili sér er fyrst og fremst verðið. Ég er í sambandi við mörg hundruð út- lendinga á hveiju ári og reyni að Morgunblaðið/Kristinn Árni Baldursson fá þá hingað til lands. Svör þeirra eru einföld. Þeir þrá ekkert heit- ara en að fá útrás fyrir veiðigleð- ina á íslandi, engar ár eru fal- legri eða betri og aðbúnaður allur hinn besti. Það er bara það, að þeir geta ekki komið fyrr en verð- ið lækkar." Að sögn Áma eru það kringum 20 laxveiðiár sem halda uppi þeim ferðamannastraumi sem kemur hingað til lands í veiði. „Erlendi markaðurinn er hins vegar ekki stór. Þetta eru nokkur hundruð menn í allskonar veiðiklúbbum sem þekkja hver annan og allir tala saman. Um leið og það kemst í tísku að fara til Rússlands eða Argentínu liggur allur straumur- inn þangað.“ „Mér heyrist þessir menn sem koma ár eftir ár vera orðnir sárir og móðgaðir, því verð- ið er hækkað ár frá ári. í venjuleg- um viðskiptum gengur slíkt ekki til lengdar og nú hefur þetta stig- magnast í mörg ár með sífelldum verðhækkunum sem keyrðu um þverbak á árunum frá 1980 til 1990 þegar verðið margfaldaðist. Síðan hefur það nánast staðið í stað í nokkur ár en það dugir ein- faldlega ekki til. Kreppa í Evrópu segir til sín í þessu eins og öðru og menn hafa ekki eins mikið milli handanna til að eyða í þetta eins og þeir höfðu áður.“ - Hveiju spáir þú um framtíð- ina? „Ísland er og verður alltaf mik- ið laxveiðiland í augum innlendra og erlendra veiðimanna. Það er góð laxveiði hér og við hugsum vel um árnar okkar. En við þurf- um að stígá afturábak um nokkur ár í verðlagi. Það er sú krafa sem maður finnur hvaðanæva, hér á landi sem erlendis. Það lýsir sér kannski best í því, að nú virðist stefna í metár í veiði en leyfin seljast ekki. Peningamir eru ein- faldlega ekki til, það er svo ein- falt.“ Yona að menn skilji að vendipunktinum er náð JÓN G. Baldvinsson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, kvað hafa orðið vart við tregðu í sölu veiðileyfa í ám félagsins í sumar miðað við undanfarin ár. „Við getum tekið sem dæmi að við höfum verið með hóp Evrópubúa sem hefur veitt hér í mörg ár og iðulega keypt tólf stangir. Nú gerðist það í fyrsta sinn sem ég veit til að flokkurinn kaupir aðeins sex stangir, og voru þá tveir um stöng eins og íslendinga er siður. Þetta lýsir betur en margt annað hvernig ástandið er,“ sagði hann. Dæmigert veró ó viku veiðidvöl með nokkrum löndum (mot á gæðum óo Island (góðar)................... Noregur (albestu)............... Noregur(góðar)................... Kólaskagi (góðar)................ Kólaskagi (sæmilegar, með flugi) . Kanada (góðar) .................. hnotskum það, að krafist er of hás verðs fyrir of fáa fiska. Ég held þó að við eigum eftir að sjá breyt- ingu til batnaðar á næsta ári, en í millitíðinni verða landeigendur að gera sér grein fyrir hvernig efnahagurinn og markaðurinn er. Ef það gerist, munu mál standa til mikilla bóta. Styrkur íslands er í því fólginn að þangað er auðvelt að komast, fólkið vingjarnlegt og gestrisið, maturinn góður, skipulag traust og auðvelt er að veiða í ánum.“ Aðspurður kvað Jón Banda- ríkjamenn hafa úr mun meira að velja nú en und- anfarin ár. „Það er búið að leggja mikla fjármuni í uppræktun áa í Kanada og Alaska. Þar eru veiðidagamir ódýrari og ferða- kostnaðurinn auðvitað rninni," sagði hann. Auk HHHHMmm þess væru árnar í Rússlandi hlut- öllu uppiholdi í ur sem gefa innun svigu); bæri ...400.000 kr. ->^r er sandur ...400.000 kr. afamogsvæðið 170 000 ícr er 1 uppbygg~ ...* /0.000 kr. ingu Banda- ...310.000 kr. ríkjamenn fá ...200.000 kr. ferðir þangað ...120.000 kr. fyrir 60-70% af því sem þeir þurfa að borga hér á íslandi, og fá auk þess fleiri físka, þótt það sé auðvitað ekki allt.“ - Hvað er það sem ísland hefur helst upp á að bjóða og bæri að stuðla að í framtíðinni? „Það hefur eiginlega ekki ver- ið kvartað af neinni alvöru yfir neinu á íslandi nema verði. Hér mætir . veiðimönnum fólk sem skilur mál þeirra og sýnir þeim alþýðlegt og gott viðmót, gerist félagar þeirra á árbökkunum, góður aðbúnaður, hús og fæði. Eina umkvörtunarefnið er verð- lag, og gildir það jafnt um út- lendinga og íslendinga." - Hversu mikill telur þú að samdrátturinn í komu útlendinga hafi verið á undanförnum áram? „Samdrátturinn er verulegur. Ef ég á að skjóta eftir tílfinning- unni er ég viss um að ferðum útlendinga hingað til lands í lax- veiði hefur fækkað um þriðjung frá árinu 1988.. Bara frá því í fyrra hefur samdrátturinn verið 'um 15-20%.“ - Hvemig geta menn mætt þessari samkeppni? „Framskilyrðið er að það sé veiði fyrir hendi. Nú getum við sýnt fram á það í flestum ám að þær eru komnar í gott ástand hvað laxinn sjálfan varðar. En það má sjá á sölutölum veiðileyfa í sumar að þau leyfi sem óseld vora fyrirfram hafa ekki selst enn nema að mjög takmörkuðu leyti, þótt veiðin hafi verið jafn- góð og raun ber vitni.“ - Hversu mikið er eftir af góðum dögum í sumar? „Maður heyrir auðvitað mis- jafnar sögur. Ég heyrði úr einni á að á topptíma um daginn, þeg- ar venjulega er veitt á átta stöng- um, hafi verið veitt með einni stöng í þijá daga, tveimur stöng- um dagana þar á eftir, þá sex, Morgunblaðið/Þorkell Jón G. Baldvinsson og svo með einni stöng í þijá daga.“ Jón nefndi einnig sem dæmi að í Norðurá væru ekki nema tvö eða þijú þriggja daga tímabil í júlímánuði sem fullselt hafi verið í. „Dýrustu veiðileyfin er lan- gerfíðast að selja. Við verðum að geta boðið betra verð og byrja næsta tímabil nógu snemma með markaðsátak á erlendum mörk- uðum. Það verður að gerast með því að nýta sér persónuleg sam- bönd og með hæfilegu magni af auglýsingum í erlendum sport- veiðiblöðum. Það verður að senda þessu fólki tilboð þar sem áhersla er lögð á góða veiði í sumar og nýta sér spár fiskifræðinga fyrir næsta sumar.“ „Svo er alveg nauðsynlegt að endurskoða verðlistann. Það þýð- ir ekkert að flagga því að það hafí veiðst tíu löxum meira þessa viku í sumar en í fyrra. Það verð- ur eitthvað að verða til þess að draga fólkið aftur hingað, því það er búið að fá nóg.“ — Mun samstaða nást um þesskonar aðgerðir fyrir næsta sumar? „Ég vona að það sýni sig að allir landeigendur hafi skilning á því að nú loksins er kominn sá vendipunktur sem við erum í raun búin að búast við í mörg ár, og taki því tillit til markaðs- aðstæðna," sagði Árni. Aðspurður kvaðst hann telja umgjörð veiðanna, svo sem mat, gistingu og þvíumlíkt, of íburðar- mikla ef eitthvað væri. „Það er eðlilegt að þróunin í þeim málum verði í samræmi við verðþróun- ina í ánum. Þegar fólk er að borga fimm stjörnu verð vill það fá fimm stjörnu hótel með'fímm stjörnu þjónustu. Þetta hefur fylgt háum veiðileyfum. Fólk kaupir ekki leyfí fyrir 50.000 krónur og fær svo bara pylsur og saltfisk. Að minni hyggju er það ekki ósk nema hluta þessa mannskapar að þetta sé svona íburðarmikið." „Ég á von að því að verðlag komi til með að aðlagast um- heiminum. Nú eram við dýrastir í heimi ásamt tveimur Áða þrem- ur ám í Noregi. ísland verður áfram mjög hátt skrifað sem veiðiland, en þá verðum við að bera gæfu til að stýra þessu áfram á skynsamlegan hátt. Nú verðum við að sýna markaðinum þann skilning að taka tillit til aðstæðna, enduruppbyggja trún- að, og gefa fólki áfram tækifæri á að koma til íslands að veiða.“ V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.