Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 40
Hraðari póstsendingar milli landshluta PÓSTUfl OC SlM! varða i I m Landsbanki Mk íslands JjS&JLJíÍw Banki allra landsmanna MORGVNBLABIÐ, ADALSTRÆTI C, 101 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1565 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. > _____________ > Fjórða sæti á Olympíuleikum - Besti árangur Islendinga í hópíþróttum á stórmóti Herslu- muninn vantaði Undanfarnar tvær vikur hefur 'mikið mætt á lands- liðsþjálfaranum Þorbergi Aðalsteinssyni í hitanum og spennunni á Spáni. Landsliðsstrákunum fannst því við hæfi að kæla þjálfara sinn aðeins í gærdag eins og sjá má á mynd Ragnars Axelssonar hér til hliðar. Frakkar sigruðu íslendinga 24:20 í leik um þriðja sætið í gær. Þeir gerðu þrjú fyrstu mörkin í leiknum og í síðari hálfleik gerðu þeir fyrstu fjögur mörkin og sjö marka munur var of mikill fyrir ís- lenska liðið þrátt fyrir góðan endasprett, en herslu- muninn vantaði. Valdimar Grímsson var atkvæða- mestur í íslenska liðinu og gerði fimm mörk og Gunnar Gunnarsson fjögur. Fjórða sæti á Ólympíu- leikum er besti árangur sem íslenskt lið hefur náð, en liðið komst óvænt inn í keppnina nú vegna óeirð- anna í fyrrum ríkjum Júgóslavíu. Leikmennirnir Gunnar Gunnarsson og Andrésson, Konráð, Patrekur og Einar Gunnar ásamt Þorbergi landsliðsþjálfara. Utsendingar sjónvarpsstöðva á svæði EB og EFTA: EES-samningur gæti leitt til breyt- inga á reglum um þýðingarskyldu Hefur engin áhrif á innlendar sjónvarpsstöðvar I TILSKIPUN Evrópubandalagsins frá 1989 um sjónvarpsrekstur er kveðið á um að öll hindrun á beinni dreifingu sjónvarpsefnis til aðildar- ríkis frá sjónvarpsstöðvum í öðrum aðildarríkjum sé óheimil, og hafa viðræður sérfræðinga EFTA og EB leitt í ljós að íslenskar reglur um þýðingarskyldu erlendra sjónvarpsútsendinga á borð við útsendingar á efni SKY-sjónvarpsstöðvarinnar í Persaflóastríðinu, flokkist undir slíka hindrun, þar sem sú stöð sendir út frá landi sem EES nær til. Þýðingarskylda fyrir innlendar sjónvarpsstöðvar og útsendingar þeirra á erlendu efni brýtur hins vegar ekki í bága við tilskipun EB. íslenskum stjómvöldum mun reynast erfítt að sporna við óhindr- aðri dreifmgu á óþýddum útsending- um sjónvarpsstöðva sem senda út frá aðildarríkjum EES hérlendis, hvort sem um útsendingar eins og þær voru í Persaflóastríðinu eða fulla dagskrá er að ræða, ef samningurinn um evrópska efnahagssvæðið kemur til framkvæmda, samkvæmt upplýs- ingum frá Þórunni J. Hafstein deild- arstjóra í menntamálaráðuneytinu. Islendingum er hins vegar ftjálst að setja þær reglur sem þeir vilja um útsendingar sjónvarpsstöðva frá öðr- um heimshlutum. „Það er nú í hönd- um útvarpslaganefndar að bæta úr vöntun á lagalegum skilgreiningum á því hvað er innlend útsending, og hvað erlend,“ sagði Þórunn. „Slíkar skilgreiningar eru ekki til í dag, en af þessu ræðst meðal annars hvort litið verður á beinar útsendingar frá útlöndum innan dagskrár íslenskra sjónvarpsstöðva sem innlendar eða erlendar útsendingar, og í framhaldi af því hvort þær skuli þýddar.“ I tilskipun Evrópubandalagsins frá 3. október 1989 segir m.a.: „Mis- ræmis gætir í lögum og stjómsýslu- fyrirmælum í aðildarríkjunum varð- andi rekstur sjónvarps og kapalsjón- varps og kann sumt af því að hamla frjálsum flutningi sjónvarpssendinga innan bandalagsins og kann að raska samkeppni innan sameiginlega markaðarins. Allar slíkar takmark- anir á frelsi til að Iáta í té sjónvarps- þjónustu innan bandalagsins ber að afnema samkvæmt sáttmálanum." Á öðrum stað segir: „Til þess að skapa aðstæður til að framfylgja virkri aðhlynningarstefnu er veiti tilteknu tungumáli forgang er aðildarríkjum frjálst að setja nákvæmari eða strangari reglur einkum á grundvelli tungumálaviðmiðana, svo fremi regl- umar séu í samræmi við bandalags- lög og einkum þó að þær gildi ekki um endurvarp sjónvarpssendinga sem eiga uppruna sinn í öðrum aðild- arríkjum." „Að okkar mati er ljóst að þýðing- arskylda fyrir beinni dreifingu út- sendinga erlendra sjónvarpstöðva stangast á við þessa tilskipun," sagði Þómnn ennfremur. „Þannig verður vart lengur hægt að krefjast þýðing- ar á efni sjónvarpsstöðva sem senda út frá öðmm aðildarríkjum efnahags- svæðisins og dreifa dagskrá sinni til íslenskra notenda, hvort sem um dreifingu með endurvarpi eða um kapalkerfi væri að ræða.“ Slík dreif- ing hefur hingað til aðeins mátt fara fram um kapal, og ná til allt að 36 íbúða, en gæti í framhaldi af breytt- um lögum um þýðingarskyldu átt sér stað til ótakmarkaðs fjölda heimila. Tómas Ingi Olrich alþingismaður og formaður útvarpslaganefndar sagði í samtali við Morgunblaðið að eitt af verkefnum nefndarinnar væri að endurskoða lög um þýðingar- skyldu í ljósi EES-samninganna. Hann vildi hins vegar ekki tjá sig um störf nefndarinnar fyrr en hún hefur lokið hlutverki sínu. Sjá: Af innlendum vettvangi á bls. 6 Slasaður eft- ir ryskingar á Akureyri MAÐUR var fluttur með höf- uðáverka á Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri í fyrrinótt eft- ir að hafa lent í átökum í mið- bænum. Maður var fluttur af lögregl- unni á Akureyri á Fjórðungs- sjúkrahúsið um fjögurleytið að- faranótt laugardags eftir að hafa lent í ryskingum í miðbæ Akur- eyrar. Þær upplýsingar fengust á sjúkrahúsinu í gærmorgun að rannsóknum á manninum væri ekki lokið. Þær upplýsingar fengust hjá lögreglunni í Reykjavík að mikið fjölmenni hefði verið í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugar- dags. Talsverð ölvun var en allt fór vel fram. Sigurður Þorsteinsson, leiðaiignrsstjóri flota pólskra verksmiðjutogara við Síberíu; Löngu tímabært að huga að veið- um á alþjóðlegum hafsvæðum SIGURÐUR Þorsteinsson skipstjóri er ný- kominn heim úr leiðangri 40 pólskra verk- smiðjutogara til Ohkotska-hafs við Síberíu. Flotinn var á vegum bandarísks fyrirtækis og veiddi ufsa fyrir japanska kaupendur. Sigurður var leiðangursstjóri og skipu- lagði birgðaflutninga til flotans frá Suður- Kóreu og flutning afurða til Japans. Sigurður á að baki 50 ár á sjó og var m.a. skipstjóri á Þyrli, Haferninum og Hvítanes- inu. Síðan keypti Sigurður Sæbjörgu ásamt fjölskyldu sinni og hefur búið í Bandaríkjunum síðustu árin. Þar hefur hann meðal annars verið skipstjóri á stórum olíuskipum og korn- flutningaskipum ásamt því að stunda útgerð með sonum sínum. Nú gera þeir feðgar út rannsóknaskipið E.T., sem þessa dagana er í þjónustu Alþjóðlegu símamálastofnunarinnar við undirbúning lagningar ljósleiðara yfir Atl- antshafið. Sigurður segir löngu tímabært að íslend- ingar hugi að veiðum á alþjóðlegum hafsvæð- um og telur íslenskum sjómönnum ekkert að vanbúnaði í þeim efnum. Þá segir hann góða möguleika felast í veiðum á vannýttum teg- undum og nefnir einkum hákarlaveiðar í því sambandi. í leiðangrinum voru veiðar stundaðar á alþjóðlegu hafsvæði milli Kamtsjatka-skaga og Shakalineyjar. I upphafi árs gengur mikið af smáum ufsa inn á Ohkotska-haf og er hann veiddur í flottroll. Það er helst hafís sem hamlar veiðum, en hann er mikill á þessum slóðum. Togararnir í flotanum voru frá 95 og upp í 115 metra langir. Hvert skip var búið frystitækjum og tveimur fiskimjölsverk- smiðjum. Afli var mjög góður og nægðu yfir- leitt tvö höl á sólarhring til að fullnægja vinnslugetu skipanna. Ekkert fór til spillis og var aflinn gjörnýttur um borð. Á hveiju skipi voru allt upp í 75 menn og komu áhafnirnar aldrei í land þá sex mánuði sem leiðangurinn stóð. Sjá nánar viðtal við Sigurð Þorsteins- son á bls. 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.