Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1992 23 um hvað er eins og Josef K. í Réttar- höldunum eða vakna upp og hafa breyst í pöddu eins og Georg Amsa í Hamskiptunum. Einn daginn lá leiðin til fangabúða Gestapó í Theresienstadt (Terezín). þangað er um klukkutíma akstur frá Prag. Þegar við sögðum Tékkum, jafnt ungum sem gömlum, frá því að við hygðumst heimsækja Terezín kíktu þeir á okkur undrandi á svip og spurðu „til hvers?“. Við vorum farin að halda að allt væri byggt á tómum misskilningi og sendum manneskju út af örkinni til að fá fullvissu fyrir að í Terezín væri eitt- hvað að sjá. Hvernig stóð á þessum viðbrögðum Tékkanna er ekki gott að segja en til Terezín fórum við. Það var óskaplega heitt og við geng- um um þessar fangabúðir með leið- sögumann sem skýrði nákvæmlega frá hvaða hryllingur fór fram á hveijum stað. í hefti sem gefið er út til yfirlits um sögu Terezín er birt ljóð eftir tékkneska Nóbelskáld- ið Jaroslav Seifert: „Til hinna látnu!. Það hefst á orðunum: „Gröf meðal grafa — hver ber á hana kennsl.“ Þessi orð fá beina merkingu í Terez- ín, áður en kemur að búðunum get- ur að líta yfir stóran akur, þar er gröf við gröf, á sumum er númer, nafn, fæðingardagur og dánardæg- ur, á sumum er eingöngu númer. Hvað sjálfa mig varðar voru áhrifin einhvers konar dofi og kannski er það ofar mannlegri getu að ímynda sér þá atburði sem þarna gerðust nema að litlu leyti. í Prag héngu kosningaplaköt um allt og víða voru útifundir fyrir ein- hvern af hinum 42 flokkum sem í framboði voru til kosninganna í byij- un júní. Á leiðinni frá fangabúðunum gengum við fram hjá stórum múr- vegg þar stóð skrifað skýrum stöf- um: Havel gaf okkur frelsið, við gefum honum atkvæði okkar! Um og eftir flauelsbyltinguna 1989 var Havel ekki bara fyrrum andófsmað- ur og síðan forseti, hann var goð- sagnapersóna, tákn niðurlægingar- innar og upprisunnar og á vissan hátt tákn hreinleika og siðferðislegs styrks andspænis spillingu. Havel segir sjálfur í viðatalsbók þeirri sem áður er getið að hann hafi aldrei haft neinar fastákveðnar stjórn- málaskoðanir. Hann sé rithöfundur og hafi ævinlega litið á það sem skyldu sína að segja sannleikann um heiminn sem við lifum í fremur en að gefa ráð um hvernig hann ætti að vera. Hann segist aldrei hafa vilj- að vera stjómmálamaður. Nú er til- finningahiti byltingarinnar löngu lið- inn hjá og frelsið margumtalaða fengið í orði en aðalverkefnið sem við þjóðinni blasir að verða fær um að nota þetta frelsi. Prag er öðruvísi borg núna en hún var fyrir þremur árum. Hún er líf- legri, skemmtilegri og þægilegri. Drunginn og þyngslin sem áður voru eru að hverfa smátt og smátt. En þótt það kunni að jaðra við guðlast að hrósa einhveiju sem að miklu leyti átti rætur að rekja til kommún- ismans þá verður að fljóta með að hluti af sjarma og sérkennum borg- arinnar hverfa einnig. Borgin er orð- in líkari hveijum öðrum vestrænum höfuðborgum (McDonalds héldu t.d. innreið sína fyrir tveim mánuðum og tékknesku stúdentamir sem við hittum voru ekki yfir sig hrifnir af því.) Ferðamenn í Prag hitta nú mestmegnis fyrir aðra ferðamenn nema þeir yfirgefi miðborgina og það var sterkari tilfinning að ferðast um 300 ára öngstrætin þegar þar var enginn ys og þys. Þó er stutt um liðið frá bylting- unni og Tékkóslóvakía er ennþá dálítið annar heimur. Það ríkir óvissa um framtíðina, t.d hvort takist að koma efnahagnum á svipað stig og hjá hinum betur stæðu löndum Vest- ur-Evrópu. Afgreiðslustúlkur pakka vörum inn í umbúðapappír og setja krossband, dálitið annars hugar, og skrifa svo nótu til að láta fylgja með. Hins vegar er eins og þær séu að hjarna við, þær eru brosmildari og upplitsdjarfari en áður. Kannski hefur hinn nýi eigandi fyrirtækisins sagt þeim að vera þannig en kannski eru þær einfaldlega bjartsýnni en áður. Ég er ekki frá því. Höfundur er sagnfræðinemi og hefur búið í Prag. ____________Brids_________________ Umsjón Arnór Ragnarsson Sumbarbrids á Akureyri Úrslit í sumarbrids á Akureyri 4. ágúst sl.: Anton Haraldsson - Sigurbjöm Haraldsson 127 Hjalti Bergmann - Páll Marteinsson 122 Ármann Helgason - Sveinbjöm Sigurðsson 120 Cecil Haraldsson—Jakob Kristinsson 117 Sigurbjöm Þorgeirsson - Skúli Skúlason 115 Þess má geta að Sigurbjöm Har- aldsson er aðeins 13 ára og má vænta mikils af honum í framtíðinni. Spilað er öll þriðjudagskvöld í golf- skálanum og hefst spilamennska kl. 19.30. Allir velkomnir. Visa-bikarkeppnin Tólf leikjum af sextán er nú lok- ið í Visa-bikarkeppni Bridssam- bands íslands. Þau úrslit sem ekki hafa birst áður eru eftirfarandi: Sigfús Þórðarson, Selfossi, heim- sótti Hvammstanga, sveit Karls Sigurðssonar og Sigfús vann þann leik eftir að hafa haft forystu frá fyrstu umferð en heimamenn sóttu jafnt og þétt og leikurinn fór 100-90 fyrir Sigfúsi. Sveit Sigfúsar Þórðar- sonar þakkar fyrir frábærar mót- tökur á Hvammstanga. TVB 16, Ólafur H. Ólafsson, Reykjavík, spil- aði við sveit Magnúsar Ölafssonar og Magnús sigraði í jöfnum og tví- sýnum leik 65-52. Sveit VIB, Öm Arnþórsson, Reykjavík, fór til Sauðárkróks og spilaði þar við sveit Jóns Arnar Berndsen og vann VIB þann leik með 94-45. Sveit Guðmundar H. Sigurðsson- ar, Hvammstanga, kom til Reykja- víkur og spilaði við sveit Gunnlaugs Kristjánssonar, Reykjavík, og vann Gunnlaugur þann leik 150-38. Leikur Raftogs hf., Hjálmars S. Pálssonar, Reykjavík, og Roche, Hauks Ingasonar, Reykjavík, verð- urspilaðurþriðjudaginn 12. ágúst. Leikur Tryggingamiðstöðvarinrí- ar, Sigtryggs Sigurðssonar, Reykjavík, og sveitar Símonar Sím- onarsonar verður væntanlega einn- ig spilaður á þriðjudagskvöldið. Leikur Tryggva Gunnarssonar, Akureyri og Arnórs Ragnarssonar, Garði, er á dagskrá laugardaginn 15. ágúst og leikur Ameyjar, Sand- gerði, og Eiríks Hjaltasonar, Reykjavík, verður einnig spilaður um þá helgi. Síðasti dagur til að spila aðra umferð í Visa-bikarkeppninni er sunnudagurinn 16. ágúst. Dregið verður í þriðju umferð mánudagskvöldið 17. ágúst í sum- arbrids í Sigtúni 9, Bláalóns-æfingamótið fyrir Ólympíuliðið í brids Fyrri helgi æfingamóts fyrir Ólympíuliðið í brids verður spiluð helgina 8.-9. ágúst í Bláa lóninu við Grindavíkurafleggjara. Átta pör taka þátt í mótinu hvora helgi og er spilað frá kl. 10 að morgni til kl. 11 að kvöldi báða dagana. Helg- ina 15.-16. ágúst verður seinni æfingahelgin í þessum lokaspretti æfingaliðsins fyrir Ólympíumótið sem verður haldið í Salsomaggiore á Ítalíu 23. ágúst til 5. september nk. Borgarveisla Úrvals-Útsýnar menning og frábært verðlag * Fjölbreyttar kynnisferðir og ógleymanlegt skoskt hátíðarkvöld. Innifalið: Beint leiguflug, ferðir milli flugvallar og hótels, gisting með morgunverðarhlaðborði og íslensk fararstjórn. Ferðir: 2nætur/3 dagar 3nætur/4 dagar 4nætur/5 dagar 7nætur/8 dagar Nóv. 22, 27 Okt. 22, 29 Okt. 18, 25 Okt. 25 Nóv. 5, 12, 24 Nóv. 8, 15, 29 Nóv. 22 Beint flug frá Akureyri: Okt. 15 Okt. II UPPSELT Nóv. 19 /ffyÚRVAL-ÚTSÝN * Yerðlag í Edinborg er í einu orði sagt frábært. Farþegar Úrvals-Útsýnar fá góðan afslátt í mörgum verslunum. Verslunarferðir í Makro heildverslunina þar sem hægt er að fá allt milli himins og jarðar á verði sem á sér vart hliðstæðu. Aðeins fyrir farþega Úrvais-Útsýnar. * Fararstjóri Anna Þorgrímsdóttir. * SÉRTILBOÐ FYRIR HÓPA 15 manna og stærri. * 643 eiga nú þegar bókað far. Edinborg á ótrúlegu verði * Staðgreiösluverð miðað við flugverð og gengi 5/8 1992. Föst aukagjöld, samtals 3.950 kr., eru ekki innifalin í verði. í Mjódd: sími 699 300; við Austurvöll: sími 2 69 00 í Hafnarfirði: sími 65 23 66; við Ráðbústorg á Akureyri: sími 2 50 00 - og bjá umboðsmönnum um land allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.