Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA/VEÐUR SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1992 9 8. sd. e. þrenn. Silli og Yaldi! eftir JÓNAS GÍSLASON vígslubiskup Jesús sagði: Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá. Hvort lesa menn vínber af þyrnum eða fíkjur af þistlum? Þannig ber sérhvert gott tré góða ávöxtu, en slæmt tré vonda. Gott tré getur ekki borið vonda ávöxtu, ekki heldur vont tré góða ávöxtu. (Matt. 7:16-18) Amen Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá! Þessi orð láta kunnuglega í eyrum eldri Reykvíkingá! Þekkt verzlunarfyrirtæki, Silli og Valdi, valdi sér þetta kjörorð! Þeir seldu ávexti! í guðspjalli dagsins talar Jesús um aðra ávexti, ávexti andans, er vér eigum að bera. Páll postuli nefnir þá: Kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæzka, góðvild, trúmennska, hógværð og bindindi! Hvemig getum vér borið slíka ávexti? Vér finnum oss dæmd! Lítill kartöflugarður var utan við gluggann á skrifstofunni minni. Gaman var að fylgjast með kartöflugrasinu gægjast upp úr moldinni. Það óx og varð fallegt, uppskeruhorfur voru góðar. En rok bældi grasið, er féll í fyrsta næturfrosti. Þá hættu kartöflurnar að vaxa. Hvað er nauðsynlegt, til að kartöflur gefi af sér góðan ávöxt? Tré og jurtir þurfa aðeins að lifa og vaxa til að bera ávexti. Það nægir! Sama máli gegnir í ríki Guðs. Til að bera ávexti andans þurfum vér að lifa í samfélagi við Krist og taka til vor næringu! Vér þurfum að treysta honum, lesa Orð hans og biðja, hlýðnast boðum hans, þiggja styrk hans og kraft, leita til hans með allt! Jesús líkir guðssamfélaginu við samfélag ástvina. Vér eigum að vera jafnháð Guði og nánustu ástvinum vorum. Ef vér lifum í samfélagi við Guð, berum vér ávexti andans! Meir þarf ekki til! Ávöxtur sprettur með lífínu, en hverfur með dauðanum! Jesús sagði eitt sinn: Án mín getið þér alls ekkert gjört! Ef vér einblínum á oss sjálf til að leita hjá oss ávaxta andans, líkjumst vér drengnum, er var svo óþolinmóður, að hann gáði daglega undir kartöflugrösin sín. Þær þurfa að fá næringu gegnum grös og rætur. Meðan grösin pru græn, halda kartöflurnar áfram að vaxa! Ef grasið fellur, hættir vöxturinn! Svo einfalt er það! Horfum ekki á oss sjálf í leit að ávöxtum andans. Horfum á Krist! Silli og Valdi auglýstu: Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá! Meðan jurtin fær næringu, Jesús hvetur oss til hins sama halda ávextirnir áfram að vaxa! í guðspjalli dagsins. Biðjum: Heilagi Drottinn! Gef oss að lifa í þér, rótfest í trúnni, svo vér getum borið ávexti andans. Hjálpa oss til að einblína á þig og það, er þú hefur fyrir oss gjört. Heyr þá bæn og helga oss fyrir J esúm Krist. Amen VEÐURHORFUR í DAG, 9. ÁGÚST YFIRLIT í GÆR: Klukkan 9. var suðaustan kaldi og súld við suðurströnd- ina og á annesjum vestanlands. Annarstaðar var fremur hæg austan- átt og skýjað. HORFUR í DAG: Suðaustlæg átt, víðast kaldi en stinningskaldi á stöku stað. Rigning um sunnan- og vestanvert landið, súld á annesjum aust- anlands en skýjað og þurrt að mestu norðaustan til. Hiti 9-14 stig. HORFUR Á MÁNUDAG:Austan- og suðaustanátt. Súld eða rigning suðaustanlands en skúrir í öðrum landshlutum. Hiti 7-12 stig. HORFUR Á ÞRIÐJUDAG:Hæg suðvestlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum og þurrt vestanlands en skúrir annars staðar. Heldur hlýn- andi veður. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 6.00 í gær að ísl. tíma Staður hiti veður Staður hiti veður Akureyri 9 skýjað Reykjavík 8 úrkoma 12 skýjao 15 léttskýjað 19 skýjað 9 rigning 6 alskýjað 13 léttskýjað 16 léttskýjað 10 alskýjað 19 skýjað 17 hálfskýjað Bergen Helsinki Kaupmannahöfn Narssarssuaq Nuuk Osló Stokkhólmur Þórshöfn Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Feneyjar Frankfurt vantar 19 hálfskýjað 23 þokumóða 24 heiðskirt 22 léttskýjað Staður Glasgow Hamborg London Los Angeles Lúxemborg Madríd Malaga Mallorca Montreal NewYork Orlando París Madeira Róm Vín Washington Winnipeg 10 skýjað 17 skýjað 18 rigning 21 alskýjað 22 léttskýjað vantar vantar vantar 18 skýjað 21 heiðskírt 26 skýjað 21 léttskýjaö 20 skýjað 25 þokumóða 23 léttskýjað 21 léttskýjað 19 heiðskírt Svarsími Veðurstofu íslands — veðurfregnir: 990600. o £ } Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyri(, Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað heil fjöður er 2 vindstig. r r r * / * * * * • í * 10° Hitastig r r r r r * / r * r * * * * * V V ' V V Súld J Rigning Slydda Snjókoma Skúrir Slydduél El = Þoka S BOSCH V E R S L U N Lágmúla 9 sími 3 88 20 KERTI ÞAU MEST SELDU í EVRÓPU BRÆDURNIR ^JgjOKMSSONHF^ Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! FULLBÚIÐ, HÁGÆÐA SJÓNVARPSTÆKI Á FRÁBÆRU VERÐI! Kr. 42.890.- stgr. Heimilistækí hf SÆTUNI8 SlMI 691515 ■ KRINGLUNNISIMI6915 20 I Seínna sumarnámskeið okkar I myndlist fyrir krakka á aldrinum 7 - 15 ára hefst 17. ágústog stenduryfir 12 vikur, 2 klst. á dag. Námskeiðið er sériega skemmtilegt þar sem farið er í fjölbreytt viðfangsefni, þ.á m: □ Leirmótun (keramik) □ Grafik □ Málun □ Blandaða tækni o.fl. Kennslustaðir: Félagsmiðstöðin Fjörgyn, Grafarvogi, Félagsmiöstöðin Hólmaseli 4-6. Leiðbeinendur verða Helga Jóhannesdóttir, leirlistarkona, og Guðlaug Halldórsdóttir, graflskur hönnuður. Innritun og upplýsingar i simum 689928, 682858 og 668228 eftir kl. 1 8 i dag og næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.