Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 1
 80 SIÐUR B/C 0tc&mbUá>$b STOFNAÐ 1913 178.tbl80.árg. SUNNUDAGUR 9. AGUST 1992 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Spakvitrar spjarir SKYRTUR og aðrar flíkur, sem laga sig að breytilegu hitastigi og gera fólki molluna bærilegri, verða senn á mark- aðnum. Framleiðendur i Japan kynntu nýlega efni sem þeir sögðu að gerði mögulegt að búa til slíkan fatnað. Efnið hegðar sér líkt og húð mannsins með opnun og lokun svitaholanna. Það er gert af langri sameindakeðju og eru hlekkirnir allir nákvæmlega eins. Þegar hitastig hækkar gleikkar bilið á milli hlekkjanna og efnið hleypir lofti inn og vatnsgufu út. Er kólnar á ný man efnið fyrra far sitt, skreppur saman og veitir einangrun. „Efnið kemur í veg fyrir að fólk svitni í heitu veðri, en heldur einnig á því hita að vetri til," sagði talsmaður framleiðenda. „Það sér til þess að loft- ræsting sé næg, en veitir jafnframt góða vatnsvörn." Búist er við að „spakvitru spjarirnar" komi á markað næsta vor. Hafrakexið hundrað ára Á ÞESSU ári eru liðin hundrað ár siðan hafrakexið var fundið upp. Kexfræðing- ar telja að fyrsta kakan af þessari gerð haf i verið bökuð af Skotanum Alexander Grant árið 1892 og hafa bresk blöð skrif- að töluvert um þessi tímamót í matar- menningu þarlendra og þá sérstaklega um þann sið að dýfa kexi í te eða kaffi. Nú þykir þessi siður frekar ófínn, en rannsóknir hafa leitt í Ijós að á 18. öld hafi kexdýfingar þótt merki um siðfágun og jafnvel voru til sérstakar dýfingar- tangir úr silfri, sem nú eru verðmætir forngripir. Með tilkomu hafrakexins breyttist gildismat fólks, nýja kexið þótti of mjúkt og skildi eftir brúna leðju á botni bollans og því lögðust kexbleyting- ar enska aðalsins að mestu af á tímuin Viktoríu drottningar. Selja vodka til Rússlands MÖRG vestræn fyrirtæki reyna nú að sclja Rússum vodka, þrátt fyrir að það sé ein af fáum neysluvörum sem enginn skortur er á í Rússlandi. Sum reyna að flíka rússneskum nöfnum eins og Rasput- in og Petrov, en önnur róa á mið nýj- ungagirni og fíkni í vestrænar vörur með nöfnum eins og Schmidt og Hasko- vitch. Lengst hefur bandaríski framleið- andinn Smirnoff gengið, sem auglýsir „heimsins tærasta vodka" í sjónvarps- auglýsingum í útsendingum frá Ólympíu- leikunum, en Smirnoff styður lið sam- veldisins með fé. Rússneskir framleið- endur vona að rótgróin íhaldsemi þjóðar- innar komi innlendum iðnaði til bjargar. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Á KLYFJUÐUM REIÐSKJÓTUM í ÁGÚSTSUDDANUM Saddam Hussein hreykir sér af árangri í Persaflóastríðinu Hvetur Iraka til þess að hrinda öllum árásum SADDAM Hussein, forseti íraks, flutti ræðu í gær er hann minntist þess að fjögur ár voru liðin fráþví vopnahlé var samið í átta ára striði Iraka og írana. Hann hreykti sér af árangri íraka í stríðinu gegn bandamönnum á síðasta ári og hvatti þjóðina til að verjast ölluin árásum en minntist ekkert á aukinn þrýsting af hálfu Sameinuðu þjóðanna eða hótanir Bandaríkjamanna um að vopnavaldi yrði beitt ef nauðsyn krefði til að fá íraka tU að hlíta vopnahlésskilmálum. Hópur eftirlitsmanna SÞ, sem fylgjast á með því hvort írakar standi við loforð um að eyðileggja vopnabúnað, kom til Bagdad á fðstudag en ákvað að fresta störfum þar til í dag, sunnudag, vegna hátíðahaldanna í tilefni vopnahlésafmælisins. „Látum oss hrinda árásum hinna and- styggilegu," sagði Saddam Hussein í ræðu sinni. „Móðir allra bardaga braut niður fang- elsismúrana, leysti araba úr haldi og varð til þess að þeir tóku að sér hið mikla hlut- verk, að leysa mannkynið undan áþján ótt- ans, veikleikans og sektarkenndarinnar." Stjórn hans hefur ítrekað hótanir sínar um að eftirlitsmönnum SÞ verði á ný neitað um aðgang að ráðuneytum til að kanna skjöl þeirra. Mjög er um það deilt meðal stjórnmála- skýrenda hvort Saddam sé traustur í sessi. Minnt er á að nokkrum vikum fyrir fall Nie- olae Ceausescus í Rúmeníu hafi nær allir talið að hann myndi halda einræðisvöldum sínum til æviloka. Breski frettamaðurinn John Simpson, er var fréttaritari í Bagdad í Persaflóastríðinu, segir í grein í vikuritinu Spectator að ekkert sé að marka opinber ummæli embættismanna eða fólks á götum úti í írak. Nær allír Iandsmenn hati forset- ann en enginn þori að tjá raunverulegan hug sinn af ótta við grimmdarverk Saddams og ættmenna hans. Margir írakar séu sann- færðir um að bandamenn vilji, þrátt fyrir allt, að Saddam verði áfram við völd, ella yæru þeir búnir að steypa honum. Simpson segir m.a. að nokkrir af sendi- herrum Saddams hafi með leynd samband við samtök útlægra stjórnarandstæðinga en einræðisherrann beiti miskunnarlausum þvingunum til að koma í veg fyrir pólitísk brotthlaup. Hann nafngreinir Abdul Amir al-Anbari, sendiherra hjá SÞ, og hefur eftir heimildarmönnum að Saddam hafi bræður al-Anbaris í haldi í Bagdad svo að sendiherr- ann svíki sig ekki. Einnig beiti Saddam óspart þeirri aðferð að þvinga háttsetta embættismenn til hvers kyns fólskuverka sem síðan eru látin „leka" til almennings. Þar með eiga mennirnir ekki iengur í önnur hús að venda og hljóta að standa eða falla með einræðisherranum. Dýrir, fáir fiskar smáir FISKURINN GDLL Gullbjörninn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.