Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÚTVARP/SJÓIMVARP SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1992 UTVARP RÁS 1 FM 92,4/93,5 HELGARUTVARP 8.00 Fréttir. 8.07 Morgunandakt. Séra Hjálmar Jónsson pró- fastur á Sauðárkróki flytur ritningarorð og bæn. 8.15 Veðurfregnir. 8.20 Kirkjutónlist.- — Lofsöngur Klopstocks við Sköpunarhátiðina eftir Carl Philipp Emanuel Bach. - Sónata i C-dúr BWV 629 eftir Johann Sebast- ian Bach. Pavel Schmidt leikur á orgel. — Kóralforspil Jesú Kristur Frelsari vor eftir Di- etrich Buxtehude. Páll l’sólfsson leikur á orgel. - Ave Maria og Locus Iste, mótettureftirAnton Brúckner. 9.00 Fréttir. 9.03 Tónlist á sunnudagsmorgni. - Serenaða fyrir strengi í C-dúr ópus 48 eftir Pjotr Tsjajkovskíj. Norska kammersveitin leikur; lona Brown stjórnar. — Sinfónía nr. 1 i D-dúr. — Sinfónia nr. 4 í G-dúr eftir Carl Philipp Emanu- el Bach. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.20 Út og suður. Umsjón: Friðrik Páll Jónsson. (Einnig útvarpað föstudag kl. 20.30.) 11.00 Messa í Akureyrarkirkju. Prestur séra Birgir Snæbjörnsson. 12.10 Dagskrá sunnudagsins. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Auglýsingar.Tónlist. 13.00 Pau stóðu í sviðsljósinu. Brot úr lifi og starfi Lárusar Ingólfssonar. Umsjón: Viðar Eggertsson. Áður flutt í þáttaröðinni I fáum dráttum. 14.00 „Yfir kaldan eyðisand". Þáttur um Kristján Jónsson Fjallaskáld (1842-1869.) Umsjón: Ólafur Oddsson. Lesari með umsjónarmanni: Edda Heiðrún Backman. 15.00 Á róli við Eszterhása höllina í Ungverjalandi. Þáttur um músík og mannvirki. Umsjón: Kristinn J. Nielsson og Sigríður Stephensen. (Einngi út- varpað laugardag kl. 23.00.) 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Út i náttúruna. I nágrenni Álaborgar Umsjón: Steinunn Harðardóttir. (Áður útvarpað í mai sl. Einnig útvarpað á morgun kl. 11.03.) 17.10 Siðdegistónlist á sunnudegi. - Frá Ljóðatónleikum Gerðubergs 25.april sl.: Fimm lög eftir Franz Liszt: Freudvoll und leid- voll, Wiedermöcht' ich dir begegnen, Die Lorp- lei, Es muB ein Wunderbares sein og Die drei Zigeuner. Signý Sæmundsdóttir sópran syngur og Jónas Ingimundarson leikur á pianó. - Frá einleikaraveislu á Akureyri 5.apríl sl.: Konsert fyrir fiðlu og hljómsveit í e-moll ópus 64 eftir Felix Mendelssohn. Sigrún Eðvaldsdóttir leikur með Kammerhljómsveit Akureyrar. . 18.00 Sagan, „Útlagará flótta". eftir Victor Canning Geirlaug Þorvaldsdóttir les þýðingu Ragnars Þorsteinssonar, lokalestur (20) 18.30 Tónlist. Auglýsingar. Dánarfregnir. 18.45 Veðurfregnir. Auglýsingar. - 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Funi. Sumarþáttur þarna. Umsjón: Elísabet Brekkan. (Endurtekinn frá laugardagsmorgni.) 20.30 Hljómplöturabb. Þorsteins Hannessonar. 21.10 Brot úr lifi og starfi Ragnars Þórðarsonar í Markaðnum. Umsjón: Einar ðrn Stefánsson. (Endurtekinn þáttur frá miðvikudegi.) 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.15 Veðurfregnir. Orð Kvöldsins. 22.20 Á fjölunum - leikhústónlist. Öskubuska — ballettsvíta eftir Sergej Prokofjev. Sinfóniuhljóm- sveit Saint-Louisborgar leikur; Leonard Slatkin stjórnar. 23.10 Sumarspjall. (Einnig útvarpað nk. fimmtu- dag). 24.00 Fréttir. 0.10 Stundarkorn i dúr og moll. Umsjón: Knútur R. Magnússon. (Endurtekinn þáttur). 1.00 Veðurfregnir. 1.10 Næturútvarp á samtengdum rásum til morg- uns. RÁS2 FM 90,1 8.07 Morguntónar. 9.03 Sunnudagsmorgunn með Svavari Gests. Sigild dægurlög, fróðleiksmolar, spurningaleikur og leitað fanga i segulbandasafni Útvarpsins. (Einnig útvarpað i Næturútvarpi kl. 01.00 aðfara- nótt þriðjudags.) 11.00 Helgarútgáfan. Umsjón: Áslaug Dóra Eyjólfs- dóttir og Adolf Erlingsson. Úrval dægurmálaút- varps liðinnar viku. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Helgarútgáfan heldur áfram. 15.50 Ólympiupistill. Kristins R. Ólafssonar. 16.05 Nýtt og norrænt. Umsjón: Örn Petersen. (Einnig útvarpað næsta laugardag kl. 8.05.) 17.00 Tengja. Kristján Sigurjónsson. (Frá Akureyri.) (Úrvali útvarpað i næturútvarpi aðfaranótt fimmtudags kl. 1.01.) 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Út um allt! Kvölddagskrá Rásar 2 fyrir ferða- menn og útiverufólk sem vill fylgjast með. Fjörug Stöð 2; Gerð kvikmyndarinnar Batman snýr aftur ■1 Innan skamms taka Sam-bíón til sýningar stórmyndina 30 Batman snýr aftur (Batman retums), ekkert var til sparað við gerð myndarinnar. Þannig voru fengnir dýrustu leikar- ar Hollywood og sagt er að um sum hlutverkin hafí stjömurnar hreinlega sleg- ist. Það er sem fyrr Michael Keaton sem fer með hluverk Batmans, en erkifjandann, Mörgæsamann- inn, leikur Danny DeVito. Samstarfskona mörgæsamanns- ins er Kattar- konan, en hún er leikin af Mich- elle Pfeiffer. í dag kl. 14.30 sýnir Stöð 2 heimildarmynd um gerð myndarinnar. Sýnd em viðtöl við íeikara og leikstjórann, Tim Burton, auk þess sem leyndardómar tæknibrellnanna em afhjúpaðir. Til dæmis verður sýndur farðinn sem Danny DeVito notaði við upptökumar, en hann mun vega tugi kílóa. Þurfti þessi smávaxti leikari að sitja í stól förðunarmeistarans tímun- um saman fýrir hveija töku. Danny DeVito (t.h.) hefur utan á sér tugi kíló af farða og öðrum dulbúnaði. Sjónvarpið: Við vatnið ■I Sjónvarpið sýnir í kvöld kanadísku verðlaunamyndina Við 35 vatnið. Myndin gerist um miðjan sjöunda áratuginn og ' segir frá unglingsstúlku sem fer með foreldram sínum að heimsækja frænku sína í sveitinni einn fagran sumardag. Stúlkan verður þess áskynja að ekki er allt með felldu í ijölskyldulífínu og bregst illa við en frænka hennar kemur henni til aðstoðar og leggur henni lífsreglumar. Höfundur og leikstjóri myndarinnar er Jane Thompson en með aðalhlutverkin fara Godric Latimer, Fiona Reid, Andrew Gillies, Esther Hockin og Norma Edwards. Þýðandi er Svein- björg Sveinbjömsdóttir. Rás 1: Þau stoðu í sviðsljósinu — Brot út Iffi og starfi Lárusar Ingólfssonar ■■ Láms Ingólfeson starfaði jöfnum höndum sem leiktjalda- 00 málari og leikari. Hann var fastráðinn við Konunglega leik- húsið í Kaupmannahöfn á ámnum 1929-1933. Þá hóf hann störf hjá Leikfélagi Reykjavíkur, en þar gerði hann flestar leikmynd- ir og búninga allt til stofn- unar Þjóðleikhússins 1949 að hann gerðist þar aðalleik- myndateiknari allt til ársins 1972, í hugum áhorfenda er þó Láras fyrst og fremst frábær skopleikari og gam- anvísnasöngvari. Hann heillaði áhorfendur með leiftrandi kímni sinni á sviði Fjalakattarins og Bláu stjömunnar sem og á sviði Þjóðleikhússins og Leikfé- lags Reykjavíkur. í þættin- um í dag ræðir Viðar Egg- ertsson við vini og sam- starfsmenn Lámsar, auk þess sem ýmsar perlur úr segulbandasafni Útvarpsins verða fluttar. „Þau stóðu í sviðsljósinu“ er samheiti þátta sem Viðar gerði um íslenska leikara í þáttaröðinni „í fáum dráttum" á Rás 1 á liðnum vetri. Þættirnir verða endurteknir á Rás 1 í sumar og haust. Sjónvarpið: Draumurinn er að vinna við leikhús hér á Islandi LEIÐIN til Avonlea er skrifuð af Lucy Maud Montgomery, eða sama rithöfundi og skrifaði Önnu í Grænuhlíð. Báðar þessar sjónvarps- myndir hafa hlotið óhemjumiklar vinsældir í Kanada, þar sem þeir eru framleiddir, en einnig víða um heim. í fyrstu þáttaröðinni, sem sýnd var síðastliðinn vetur, brá íslenskri konu, Maju Árdal, fyrir í litlu hlutverki. Síðastliðinn föstudag var hafin sýning á nýrri þátta- röð, sem í eru þrettán þættir alls. Maja kemur að vísu ekki mikið við sögu fyrr en í næstsíðasta þættinum þegar nemendur í skólanum eiga að skrifa ritgerð um móður ársins. Heldur er þó ólíklegt að Maja, eða Clara Potts, eins og hún heitir í myndinni, verði þess heiðurs aðnjótandi, því henni er einkar lagið að ýta undir slúður í bænum og koma illu til leiðar. Hjá ættingjum á Siglufirði í fyrrasumar. F.v. Kristin N. Hannes- dóttir, Inga Braunstein, Maja Árdal og Kristín Björg Þorsteinsdótt- ir. Fyrir aftan standa f.h. Þorsteinn Hannesson söngvari og tengda- sonur hans, Gunnlaugur Þór Ársælsson. Krakkarnir í þættinum eru flest tengd leikurunum á einn eða annan hátt. Aðalleikarinn Sarah Polley er dóttir leikaranna Diane og Michael Polley, sem leikur Dr. Blair í þáttaröðinni. Hún var aðeins fjögurra ára þegar hún kom fyrst fram í sjónvarpi, en þá lék hún flækingsbarn í jólamynd. Zachary Bennett sem leikur Felix á tvö eldri systkini, sem einnig hafa leikið í fjölda mynda. Zachary er óvenju atorkusamur krakki, þannig að faðir hans, sem fylgir honum oft í myndatökur, býður hverjum þeim sem getur tekið „drenginn úr sambandi“ verðlaun. Zachary er þó þeim kost- um búinn að þegar hann þarf á endurnæringu að halda leggur hann sig og sofnar — og þá skiptir ekki máli hvar hann er eða Morgunblaðið sló á þráðinn til Maju, sem búsett er í Toronto í Kanada, til að heyra hvað hún hefði fyrir stafni fyrir utan að leika Clöm Potts. Maja, sem talar ágætis ís- lensku, vildi lítið gera úr hlutverki sínu í myndinni og sagði að haft hefði verið samband við hana og hún beðin um að leika hlutverk Clöm, móður Sally Potts. „Það er búið að taka upp þrisvar sinnum þrettán þætti og í haust hefjast upptökur á fjórða hlutanum. Þetta er nú mjög lítið hlutverk sem ég leik, enda ég hef svo mikið að gera í starfí mínu að ég hef ekki tíma fyrir stærra hlutverk. Ég hef undanfarin tvö ár verið leikhús- stjóri hjá Young Peoples Theater hér í Toronto, sem er eitt af stærstu leikhúsunum á staðnum." Mikið um fjölskylduleikrit Maja segir að í Kanada sé lögð áhersla á að sýna leikrit fyrir alla fjölskylduna. „Þetta er stærsta leik- húsið á þessu sviði í Norður-Amer- Spjallað við Maju Árdal leikara, leik- stjóra og leikhús- stjóra sem fer með lítið hlutverk í þáttaröðinni Leiðin til Avonlea íku og öll leikritin em sérstaklega skrifuð fyrir okkur. í miðri viku er mikið um að skólakrakkar sæki sýningar, en um helgar koma heilu fjölskyldurnar. Leikhúsið tekur 500 manns í sæti og hér er bæði stórt og lítið svið. Við borgum vel, enda fáum við • alla bestu leikarana í Norður-Ameríku hingað. Við emm með 2-3 leikrit í gangi í einu, en við setjum up 8-9 leikrit yfir árið. Á vetuma vinna um 55 manns við leikhúsið, en á sumrin eram við í kringum tuttugu." Gift leikstjóra Maja, sem er nýlega orðin 43 ára, er dóttir Hörpu Ásgrímsdóttur og Páls Árdals, en þau hjónin búa einnig í Kanada. Maja er gift leik- aranum og _ leikstjóranum Jeff Braunstein. í æsku bjó hún að mestu í Skotlandi meðan faðir hann var að læra heimspeki við Edin- borgarháskóla. Fjölskyldan bjó þó alltaf hluta af hveiju sumri á Ákur- eyri, þar til Maja varð 18 ára, en eftir það liðu 20 ár þangað til hún heimsótti aftur föðurlandið. „Síð- asta heimsókn mín til íslands var í fyrrasumar, en þá kom ég að heilsa upp á ættingjana. Páll sonur minn, sem er 19 ára, var að vinna á Akureyri en Inga, 16 ára dóttir mín, fór með mér í heimsóknir bæði fyrir norðan og sunnan. Ég er ekki alveg búin að gleyma íslenskuna," segir hún á svolítið bjöguðu máli, „en mig langar ægi- lega mikið til að koma aftur til Is- lands og læra íslensku almennilega í háskólanum og kenna leiklist, því ég er leiklistarkennari líka.“ Hún bætir við að draumurinn sé að vinna við leikhús á Islandi í einhvem tíma. Leiklist lærði Maja í Skotlandi, en fyrir um sex ámm fór hún að læra leikstjóm. Aðspurð hvað henni þætti skemmilegast; að leika, leik- stýra eða vera leikhússtjóri, svaraði hún: „Mér fínnst alltaf voðalega gaman að leika, en ég hef svo mik- hvað tímanum liður. ið að gefa og kenna fólki, að ég vildi heldur vera leikhússtjóri. En það er alltaf mjög áríðandi að ég leiki líka í leikhúsum, því að það er það sem ég geri. Ég var fædd leikkona."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.