Morgunblaðið - 15.08.1992, Síða 14

Morgunblaðið - 15.08.1992, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1992 AÐ SINNA SJALFUM SER „Heilsudvöl“ á Hótel Örk — nýjung í ferðaþjónustu eftir Örnólf Árnason Hótel Örk í Hveragerði er að þróa starfsemi sem að mínum dómi er áhugaverðasti nýi valkosturinn í ferðaþjónustu landsins, bæði fyrir íslenska og útlenda gesti. Fyrirbærið nefnist „heilsudvöl" og er sambland af hvíld, heilsurækt, hollustu, skemmtun og eins konar námskeiði í því að breyta lífsmáta og lifnaðar- háttum svo af leiði betri almenn líð- an, aukin vitund og lífsnautn. Heilsubærinn Ilveragerði Þessi tegund af starfsemi er auð- vitað hvergi betur staðsett en í Hveragerði, vöggu íslenskra nátt- úruiækninga. Um margra áratuga skeið hefur fólk sótt heilsubót í jurta- fæði, leirböð, nudd og hvers konar sjúkrameðferð til þessa bæjar sem spratt upp þarna á öflugasta jarð- hitasvæði Suðurlands í skjólgóðum dal milli Kamba og Ingólfsfjalla. Heilsuhæiin hafa fyrst og fremst getað annað sjúklingum, einkum í endurhæfingu, en Hótel Örk kemur nú til með að bjóða nýja möguleika fyrir fólk almennt til að hressa upp á heilsuna og nýta sér lífsins lysti- semdir. Ylræktin fræga á grænmeti, ávöxtum og blómum í glerhúsum, inn á milli leirfláka, kísilvatnslauga og goshvera, stuðlar að því að gera Hveragerði að sannfærandi heilsu- lind. Það er því snjllræði að taka hiuta af hinu glæsilega og vel búna hóteli, Örk, undir heilsudagskrá af þessu tagi og tengja þannig saman nútímaþægindi, þagstæðar náttúru- aðstæður og gamla jafnt sem nýja þekkingu. Vakning - heilsa og hollusta Um þessar mundir er öflug vakn- ing á íslandi og ýmsum öðrum Vest- urlöndum að spá uppá nýtt í matar- æði og aðra hollustuþætti, stunda líkamsrækt og endurskoða ýmis við- horf, m.a. til andlegra þátta mann- legrar tiiveru. Þetta veldur því með- ai annars að fjölmargir kjósa nú heldur að nota frítíma sinn til að byggja upp heilsu sína en að rífa hana niður, eins og þótti svo miklu sjálfsagðara uppátæki hér áður fyrr. Fólk hefur hreinlega áttað sig á því að það er líka „skemmtilegt“ að kalla fram líkamlega og andlega vellíðan með skynsamlegum og upp- byggjandi hætti. Önnur áhrif þessarar vakningar eru þau að upplýsingar um heilsu- samlegt líferni eru á hveiju strái og yfirleitt ekki litnar hornauga lengur. Við liggur að fyrr á árum hafi jurta- fæði, jóga og ég tala nú ekki um hugleiðsla verið lögð að jöfnu við galdrakukl eða þá talin bera vott um einhvers konar geðveilu. Þetta er liðin tíð. Vandvirkni og metnaður Nú er völ á allmörgu ágætu fólki hér á íslandi með trausta sérþekk- ingu á hinum ýmsu sviðum heilsu- ræktar og hollustu. Ingibjörg Björnsdóttir, sem annast skipulagn- ingu og framkyæmd „heilsudvalar- innar“ á Hótel Örk, hefur afar góða yfirsýn í þessum efnum. Hún virðist kappkosta að setja dagskrána saman með það fyrir augum að ná til sem flestra þeirra þátta, líkamlegra og andlegra, sem áhrif hafa á líðan fólks og heilsu. Ingibjörg hefur þar greinilega að leiðarljósi þá heildar- hyggju í mati á heilsu hvers einstaks manns sem á nú vaxandi fylgi að fagna á Vesturlöndum. I vor var gerð tilraun með heilsu- daga á Hótel Örk. Ég átti þess kost að fylgjast örlítið með henni, þótt um skamma hríð væri, og get því borið um það hversu glæsilega starf-. semin fór af stað og hve ánægðir dvalargestir voru með hana. Gestir þeir, sem ég talaði við, voru á einu máli um að sériega vel og skynsam- lega væri staðið að allri skipulagn- ingu. Það var öllum ljóst að hótel- stjórnin og Ingibjörg Björnsdóttir lögðu einstaka alúð við að ýta þess- ari nýja starfsemi rétt af stað. Vand- virkni og metnaður þessa fólks vöktu aðdáun. Fjölbreytt heilsubót, skemmtun og fræðsla Að þessu sinni verður um að ræða 7 vikna dagskrá sem hefst 30. ág- úst nk. og getur fólk valið um dvöl frá tveimur dögum allt upp í tvær vikur. Verðið virðist mér mjög sam- keppnishæft því að gisting og heilsu- fæði ásamt allri hinni fjölbreyttu dagskrá frá morgni til kvölds kostar samtals ekki meira en sem nemur gistingu einni saman á tæplega miðl- ungshótelum í nágrannalöndunum. Það er meíri munaður en margan grunar að taka nokkra daga, viku eða jafnvel tvær vikur í það að sinna sjálfum sér. Á boðstólum í heilsu- dvölinni á Hótel Örk er m.a.: heilsu- fæði, jógaleikfimi, hugrækt, sund, gufuböð, leirböð, sjúkranudd, slök- unarnudd, svæðanudd, arómaþerap- ía. Við sundlaugina á hótelinu eru tveir heitir pottar, annar með hreinu bergvatni, hinn með kísilhveravatni, sem hefur einstaklega góð áhrif á ýmis húðmein eins og sannast hefur m.a. í Bláa lóninu. Á kvöldin eru ýmist fyrirlestrar sérfræðinga úm hin ýmsu efni eða tónleikar íslenskra listamanna og aðrar listrænar uppá- komur. Sjúkranudd Án þess að ég vilji gera einum þætti starfseminnar hærra undir höfði en öðrum, er ef til vill ástæða til að geta sérstaklega um sjúkra- nudd. Wolfgangs Roling sem hefur gefið einstaklega góða raun. Roling er gagnmenntaður og afburðagóður nuddari. Hann starfar við Heilsu- hæli 'Náttúrulækningafélagsins í Hveragerði en hefur einnig sinnt gestum Arkar samkvæmt pöntunum síðan á heilsudögunum í vor á nudd- stofu hótelsins sem er á heilsurækt- ardeildinni í kjallaranum. Það er auðvitað einstakt að hótelið skuli m.a. geta aðstoðað þá gesti, sem þurfa á brýnni sjúkrameðferð að halda, yið að fá hjálp í hæsta gæða- flokki. í „heilsudvölinni" er svo auð- vitað hægt að panta hjá Roling aðr- ar tegundir nudds. Skapandi framtak Jón Ragnarsson, eigandi Hótels Arkar, er þegar farinn að vinna að markaðssetningu heilsuþjónustunn- ar erlendis. íslenskar og erlendar ferðaskrifstofur eru að byija að selja „heilsudvöl" á Hótel Örk og kynna þá um leið Hveragerði, og jafnvel Island allt, sem heilsulind. Ég er þeirrar skoðunar að þarna sé um að ræða feikna áhugaverða nýsköpun í íslenskri ferðaþjónustu. Ég yrði ekki undrandi þótt sú starfsemi, sem Jón gerist þarna brautryðjandi í, ætti eftir að verða einhver þýðingar- mesti og ábatasamasti þáttur ís- lenskrar ferðaþjónustu og kæmi jafnframt til með að auka hróður íslands og stuðla að því að byggja upp þá ímynd heilsu og hreinleika sem ég tel að okkur sé svo nauðsyn- leg vegna matvælasölu okkar á er- lendum mörkuðum. Örnólfur Árnason „Jón Ragnarsson, eig- andi Hótels Arkar, er þegar farinn að vinna að markaðssetningu heilsuþjónustunnar er- lendis. Islenskar og er- lendar ferðaskrifstofur eru að byrja að selja vheilsudvöl“ á Hótel Ork og kynna þá um leið Hveragerði, og jafnvel Island allt, sem heilsulind. Ég er þeirr- ar skoðunar að þarna sé um að ræða feikna áhugaverða nýsköpun í íslenskri ferðaþjón- ustu.“ Heilsuhótel eiga langa sögu í Evrópu, einkum kringum fræg vatnsból í Mið-Evrópu. Þangað sóttu fyrr á tímum íjáðir erlendir gestir við mismunandi slæma heilsu og höfðu sumardvöl við böð og vatns- þamb t.d í Wiesbaden, Baden-Baden og Karlsbad (Karlovy Vary). Bestu heilsuhótelin í dag eru í Þýskalandi, Frakklandi og á Norður-Ítalíu. Þetta er gífurlega mikilvæg starfsemi fyr- ir ferðaþjónustuna því að hún skilar meiri tekjum per ferðamann en flest önnur starfsemi, kannski ekki ósvip- að erlendu laxveiðimönnunum sem sækja til íslands. En á méðan útlendingar eru ekki búnir að panta upp hótelherbergin langt fram í tímann og jafnvel sprengja upp verðið, eins og gerðist í laxveiðinni, þá vil ég eindregið benda fólki á það að kynna sér hvað boðið er uppá í „heilsudvöl“ hjá Hótel Örk og reyna þessa þjónustu sem ég er sannfærður um að mun koma mörgum á alveg nýtt spor í lífinu og leiða til betri heilsu dvalar- gestanna í framtíðinni og bættrar hollustu á heimilum þeirra. Höfundur er rithöfundur. Utvegsbændafélagið og fiskvinnslustöðvar í Vestmannaeyjum; Mótmæla harðlega tillög’- um Byggðastofnunar SAMEIGINLEGUR fundur útvegsbænda og fiskvinnslufyrirtækja í Vestmannaeyjum sem haldinn var á miðvikudag samþykkti hörð mótmæli við þeim hugmyndum Byggðastofnunar til ríkisstjórnarinn- ar, sem gera ráð fyrir bótagreiðslum til eintakra útgerða vegna kvótakaupa. í ályktun fundarins er bent á að ýsukvóti fiskiskipa frá Vestmanna- eyjum hafi verið skertur um 30% á síðasta fiskveiðiári og komið hafi til loðnubrests á árunum 1989- 1990, án þess að sérstakar bætur hafi komið til einstakra útgerða. „Fundurinn vekur athygli á þeirri staðreynd að samdráttur í þorsk- veiðiheimildum í Vestmannaeyjum á næsta fiskveiðiári nemur hátt í 5.000 tonnum. Auknar veiðiheim- ildir í ýsu, ufsa og karfa vega ekki upp samdrátt í þorski og gera rekst- ur útgerðar og vinnslu enn þyngri en áður. Þar fyrir utan tekst ekki að nýta veiðiheimildir í ýsu á þessu fiskveiðiári og töluverðar líkur á að ýsukvóti næsta fiskveiðiárs muni ekki nást. Fundurinn leggur til að aflaheim- ildum Hagræðingarsjóðs verði út- hlutað á skip í samræmi við afla- hlutdeild viðkomandi skips án end- urgjalds. Með þessu kæmi ríkis- stjórnin á móts við sjáarútveginn sem nú er rekinn með 6-8% halla samkvæmt mati Byggðastofnunar. Fundinum finnst sérkennilegt að sjávarútvegsráðherra skuli ekki vera með í ráðum innan ríkisstjórn- arinnar þegar ræddar eru lausnir á vanda sjávarútvegsins," segir í ályktun fundarins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.