Morgunblaðið - 15.08.1992, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 15.08.1992, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1992 37 Staðreyndir um stangaveiði Frá Gunnari Bender: SVAR við grein Jens í Kaldalóni frá 11. ágúst. Þeir sem telja að stangaveiði- menn séu að vinna gegn þeim sem telja sig hafa hagsmuna að gæta vegna netaveiði með ströndum fram ættu að sýna þá sanngirni að taka mið af nokkrum þeim staðreyndum sem verndunarsinnar í hópi stanga- veiðimanna hafa markað stefnu sína af. Árið 1932, eða fyrir réttum sex- tíu árum, voru sett lög á íslandi sem bönnuðu laxveiði í sjó. Þessi löggjöf hefur margoft síðan vakið aðdáun fyrir þá framsýni sem í henni fólst og víða verið til umræðu í þeim löndum þar sem laxveiði er stunduð. Það er því ljóst að öll lagning neta í veg fyrir lax sem er á leið heim úr hafi í ár landsins eða haf- beitarstöðvar er ólögleg. Sérhver sjálfsbjargarviðleitni sem lýsir sér í athöfnum sem miða að netaveiði á laxi í sjó er því ólögleg. í raun ætti því ekki að þurfa að segja meira um þetta mál. En þar eð ljóst er að sumum finnst sem þessi lög séu ekki til að fara eftir er rétt að benda á nokkrar aðrar staðreyndir. Og ef þær eru réttilega vegnar og metnar verður öllum sanngjörnum mönnum væntanlega vel ljóst að meiri þörf er nú fyrir þessi lög en þegar þau voru sett á fyrri hluta aldarinnar. Um það sem nefnt er að „hirða fiska sem flækjast í grásleppunet“ má segja að ýmsum er spurn hvað menn séu að gera með slík net í sjó eftir að grásleppuvertíð er lokið, °g þá í gönguleið laxa. Svari þeir sem slík net leggja ærlega og skýri hvað þeim gengur til. Danski vísindamaðurinn Frank Jensen, sem starfar við Náttúru- sögusafnið í Árósum, hefur undan- Skattlagðar innistæður Frá Auðuni Braga Sveinssyni: MÉR skilst að það sé skylda að gefa upp innistæður í bönkum við skattaframtal. Það hef ég líka alltaf gert. Þessi innistæða er síðan lögð saman við aðrar eignir og eigna- skattur reiknaður af útkomunni. En það eru ekki nærri því allir sem telja fram bankainnistæður sínar. Ég þekki sjáifur dæmi þess að fólk svindlar á þennan hátt undan eigna- skatti. En svo lengi sem hið opin- bera má ekki rannsaka bankareikn- inga framteljenda er lítið hægt að gera. Maður græðir víst lítið á því að vera heiðarlegur þegar málum er svo háttað. AUÐUNN BRAGl SVEINSSON Hjarðarhaga 28, Reykjavík. farin ár unnið að því að safna gögn- um um laxveiði í löndunum við Atlantshafið og hefur í því sam- bandi leitað langt aftur í tímann. Gögn þau sem hann hefur látið frá sér fara voru í fýrra að hluta birt í skýrslu Samtaka um kaup á út- hafskvóta, forvera Norður-Átlants- hafslaxsjóðsins sem hefur það að markmiði að stöðva allar laxveiðar í sjó, hvar sem þær eru stundaðar og hveiju nafni sem þær nefnast. Hefur það meðal annars komið fram í auglýsingunni sem birst hefur í blöðum í sumar undir heitinu „Heim úr hafi“. Rannsóknir Jensens og annarra vísindamanna sýná vel þá miklu hnignun laxastofna landanna við Atlantshafið sem orðið hefur und- anfamar aldir. Er talið að þeir séu nú aðeins 3%, þrír hundraðshlutar, þess sem þeir voru við lándnám Islands. Og sé litið 300 ár aftur í tímann er talið að stofnarnir séu aðeins um 10%, tíu hundraðshlutar, af því sem þeir voru þá. Á þremur öldum hafa stofnarnir dregist sam- an um 90%, níutíu hundraðshluta. Þeir sem horft hafa á hrun norsk- íslenska síldarstofnsins í lok sjö- unda áratugarins, silfurs hafsins, sem enginn trúði þá að hætti að halda uppi góðum kjörum í þessu landi, og nú hvernig komið er fyrir þorskstofninum, ættu ekki að láta sem vind um eyrun þjóta ábending- ar um nauðsyn á verndun villta ís- lenska laxastofnsins, sem er nátt- úruauðlind sem veitir miklum tekj- um til sveita landsins og færir rík- inu talsverðar skatttekjur. Sú mikla hnignun sem orðið hef- ur á laxastofnunum við Atlantshaf- ið er einmitt afleiðing þess að vernd- unarsinnar hafa um langt skeið talað fyrir daufum eyrum. Það verð- ur því að teljast tímaskekkja að tala gegn friðun á laxi í sjó. Og það er illt til að vita ef menn meta svo mikils það að geta seilst í lax á göngu með ströndum landsins að það kallar fram háð í penna þeirra er þeir snúast gegn vemdunarsinn- um. Slík skrif eru ekki framlag til bættra kjara í landinu, ala á virðing- arleysi fyrir lögum og dæma sig sjálf. í þessu sambandi er einnig rétt að greina frá því að vísindamenn laxanefndar Alþjóða hafrannsókn- arráðsins, sömu stofnunar og ný- lega hefur gert úttekt á ástandi íslenska þorskstofnsins, birti fyrr í sumar ógnvænlegar tölur um ástand þeirra laxastofna sem Græn- lendingar veiða úr á ætisslóð í haf- inu vestan við Grænland, en þeir hafa nú selt sér sjálfdæmi um ár- legt aflamagn þar eftir að sam- komulag tókst ekki innan alþjóð- legu samtakanna NASCO, sem út- hluta kvótanum. Er þessi staða mikið alvörumál og áhyggjuefni víða um lönd. í Kanada og Skotlandi hafa verið gerðar á því kannanir hve mikils virði stangarveiddur lax sé þjóðar- búinu. Þar hefur komið fram að hann er nokkrum tugum sinnum meira virði veiddur á stöng en í net í ánum. Stangarveiddur lax er þjóð- arbúinu um 60.000 króna virði í Skotlandi en netaveiddi laxinn um 2.000 króna virði. Hlutfallið er svip- að í Kanada og reyndar hvar sem er. Og skilji einhver ekki í hveiju þessi munur er fólginn má skýra hann með því að segja að stanga- veiðimaðurinn ver miklu fé til að komast að laxveiðiá og vera við hana. Hann ferðast, kaupir stangir, tæki og fatnað, gistir og greiðir jafnvel leiðsögumönnum fýrir að- stoð. Af allri þeirri framleiðslu og þjónustu sem hér er nefnd hefur fólk viðurværi. Á tímum vaxandi erfíðleika i sveitum landsins er ljóst að stanga- veiðin er það sem margir bændur binda vonir sínar við, og það rétti- lega. Það ber því líka, af þeim sök- um, að tryggja að í árnar gangi sá lax sem er á leið í þær. Þá ber að nefna að stangaveiði er hluti af ferðamannaþjónustu landsmanna. Með harðnandi sam- keppni erlendis um stangaveiði- menn skiptir miklu að geta boðið betri veiði og þjónustu og það er meðal annars hægt með því að virða þau lög sem sett voru fyrir sextíu árum og friðuðu villta laxinn fýrir veiði í sjó. Þau segja mörgum er- lendum stangaveiðimanninum meira um laxveiðina hér á landi en stórar auglýsingar. Loks er rétt að minna á hve alvar- legt mál það er að vega að hags- munum eigenda hafbeitarstöðva með því að leggja net í veg þess lax sem er á leið í stöðvarnar eftir dvöl í sjó. Það sannar kannski mál mitt vel, Jens í Kaldalóni, að í þau fáu skipti sem farið hefur verið í neta- leit, hafa „alltaf" fundist fleiri en eitt net, en oftast þijú, fjögur. Hugleiddu þetta. GUNNAR BENDER, DV/Sportveiðiblaðið. Pennavinir Nítján ára frönsk stúlka vill eign- ast íslenska pennavini, skrifar á ensku og frönsku: Agnes Bouloumie, Passacaille, Chemin de chave, 13540 Puyricard, France. Sextán ára japönsk stúlka með mikinn áhuga á íslandi: Yayoi Ito, 2-30-103 Karayama-cho, Chikusa-ku Nagoya-shi, Aichi-ken, 464 Japan. Átján ára piltur í Perú með marg- vísleg áhugamál vill eignast ís- lenska pennavini: Gonzale Portilla, Castilla 1480, Lima 21, Peru.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.