Morgunblaðið - 16.08.1992, Side 21

Morgunblaðið - 16.08.1992, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1992 21 Göngugarpur á sextugsaldri geng- ur frá Reykjanesi á Langanes: Anægður með ferðina þrátt fyrir harðræði „ÉG er ánægður með ferðina, en hún var mikið harðræði og ef ég hefði gert mér grein fyrir því hversu erfið ferðin yrði þá hefði ég kannski ekki farið í hana,“ sagði Sigurgeir Jónasar, 56 ára gamall, Is- lendingur, sem búsettur hefur verið í Englandi síðustu 15 ár og gekk nýlega einn frá Reykjanesvita þvert yfir land- ið að Langanesvita. Sigurgeir sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði lagt af stað frá Reykjanesvita 10. júlí sl. og lokið göngunni í Þórs- höfn 2. ágúst eftir að hann hefði farið fyrst að Langanesvita. Sig- urgeir hefur ekki mælt nákvæm- lega þá vegalengd sem hann gekk en telst til að með öllum krókum sé hún í kringum 800-900 km. Aðspurður um aðdragandann að þessari ferð sagði Sigurgeir að upphaflega áætluniri hefði verið að fara til Þórshafnar og ganga þar í næsta nágrenni ásamt fleira fólki. En enginn nema hann hefði getað fengið nógu langt frí fyrir ferðina. „Þar sem ég fór einn hef ég hugsað mér að skrifa bók á ensku um þessa ferð,“ sagði Sigurgeir. „Þegar maður er einn í göngu- ferð er ekkert annað að gera en ganga og maður verður að gönguvél," sagði Sigurgeir. Hann gekk allt upp í sextán klukkutíma á dag en að meðal- tali gekk hann 12-13 tíma á dag, án þess að stoppa að ráði. Sigurgeir sagði að hann hefði gengið mest 50-60 km á einum degi. Hann sagði að hann hefði mest orðið að bera 35 kíló en hann hefði gert ráðstafanir með að skilja matarpakka eftir við Tungufell við Gullfoss og á Morgunblaðið/Kristinn Göngugarpurinn Sigurgeir Jónasar. Grímsstöðum áður en hann lagði af stað. Hann sagði að það hefði alltaf verið eitthvað að gerast í ferðinni. Veðrið hefði verið upp og ofan, frost norðan við Vatna- jökul og snjókoma við Oskju. Sigurgeir hefur verið búsettur í Aylesbury á Bretlandi síðastlið- in fimmtán ár og er þetta fyrsta heimsókn hans til íslands síðan hann flutti þangað. Sigurgeir, sem á 56 ára afmæli nú í ágúst, vinnur við heilsurækt í Bret- landi. Hann sagði að hann hefði farið í gönguferðir á Englandi, en enga svona langa. I þeim ferð- um hefði vegalengdin verið í kringum 160 km og hann hefði gengið ásamt fleira fólki. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSNÆÐISBRÉF 1. FLOKKUR 1992 3. Uppboð -18. ágúst 1992 Þriðja uppboðhúsnæðisbréfaferfram þriðjudaginn 18. ágúst n.k. Frestur til þátttóku rennur út kl. 14:00 þann dag og þá þurfa bindandi tilboö í bréfin að hafa borist VÍ B. Húsnæðisbréf eru gefin út í tveimur einingum, 1 m.kr. og 10 m.kr. að nafnverði. Húsnæðisbréferuverðtryggðmeðlánskjaravísitölu til 20 ára með 39 jöfnum greiðslum vaxta og afborgana. Upplýsingarit ásamt tilboðsblöðum liggja frammi hjá VÍB og nánari upplýsingar um uppboðið veita ráðgjafar VÍB. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. Frábært námskeið fyrir leiðbeinendur i líkamsþjálfun í Stúdíói Jónínu og Ágústu dagana 22. og 23. ágúst nk. Allt það nýjasta beint frá U.S.A. Eins og alltaf bjóðum við upp á vandaða kúrsa sem pakkaðir eru af nýjum æfingum, sporum, rútínum og nýjum og ferskum hugmyndum. 1. Mjúfct eróblkk - Einfalt og kraftmikið. Engin dansspor. Lærið að byggja upp skemmtilegar og kraftmiklar rútínur sem allir geta fylgt eftir. 2. Mjúkt eróbikk - Nýjar rútínur fyrir þá, sem vilja meira af skemmtilegum sporum. Rútínur með léttú dansívafi sem flestir eiga auðvelt með að fylgja. 3. Mjúkt og kart eróbíkk - Stuttar, auðveldar og skemmtilegar rútínur, þar sem þeir er vilja hoppa dálítið, fá að njóta sín. 4. Æfingar með teygjurenningum - Teygjurenningar eru nú orðnir geysivinsælir í U.S.A. Frábærlega sniðugar æfingar sem taka hressilega á. Hægt að panta teygjurenningana hjá okkur. | 5. Tröppuþrek - Allt það nýjasta á tröppunum. Nýjar rútínur og sýndar æfingar með teygjurenningum á tröppunni. 6. Nýjasta nýttl Göngupúl - Þú verður að kynnast þessari frábæru nýjung í þjálfun. Beint frá alþjóðlegu IDEA ráðstefnunni 1992. 7. Barnaeróbikk - Glænýtt æfingakerfi fyrir börn - fullt af nýjum hugmyndum. Skemmtilegir leikir, þjálfun - engin samkeppni - sjálfsímynd barnanna byggð upp. Við vitum að þú vilt bjóða þínum viðskiptavinum upp á það besta í þjálfun. Nýjar hugmyndiróg nýjar æfingar virka eins og vítamínsprauta sem nauðsynlegt er að fá reglulega til að viðhalda friskleika í kennslu. Láttu skrá þig strax ísíma 689868. P.s. Ný tónlist á fiassettum til sölu - miftið úrval. mtfijfti Metsölubla d á hverjum degi! Ú 1 f\ A f AA/ _j TS AL A »hummel ^ , 20*50% a Sáttur SPORTBUÐIN “ w Ármúla 40, sími 813555 SL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.