Morgunblaðið - 16.08.1992, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 16.08.1992, Qupperneq 23
til starfa á ný og hin létta lund hennar brást henni ekki. Hún barð- ist hetjulegri. baráttu, hvað eftir annað reif hún sig upp úr lífshættu- legum veikindum. Við samstarfs- fólk hennar voru bæði undrandi og ánægð og héldum að hún væri ósigrandi. En höggin komu bæði mörg og stór og höfðu undir lokin svipt hana allri heilsu og orku, ekki þó svo, að hún gripi ekki í spil ef tækifæri gafst og alltaf var hún vel klædd og snyrt. Ég held reyndar, að vegna þess hvað hún bar veik- indi sín ávallt vel og kvartaði lítið, þá hafi fáir gert sér grein fyrir því, hvað hún hafði þjáðst mikið í þessu langa veikindastríði. Þegar ég kom til hennar síðast tók ég eftir því, að hún brosti aldrei en viðmótið var hið sama, hlýlegt og elskulegt. Ekki má gleyma því að börnin hennar tvö, Anna og Kristján, gerðu allt sem þau gátu til að létta henni lífið. Einnig veit ég að systkini hennar létu sér mjög annt um hana. Rósa keppti á mörgum bridsmót- um við góðan orðstír. Mér finnst hún hafa haldið vel á spilum lífs síns og hafi þar unnið stærstu rú- bertuna. Ég votta ijölskyldu Rósu og ást- vinum samúð mína. Sigríður Jónsdóttir. Kær frænka mín og vinkona er látin. Já, að lokum hafði maðurinn með ljáinn betur, en oft, ótrúlega oft, bar Rósa frænka mín sigur úr být- um í viðureign við hann, því marga hildi háðu þau. Ef til vill kom það henni að gagni að kunna þau kænskubrögð og fimi sem hún bjó yfir við spilaborðið, en þar var henni oft sigurinn vís, þótt við harðvítuga og kæna andstæðinga væri að etja. Með virðingu og þökk rita ég þessi orð til að minnast Rósu. Heim- ili hennar og Kristjáns og barna þeirra, Kristjáns og Önnu, minna góðu vina, stóð mér alltaf opið frá því að ég var smápolli og fram að þeirri stundu að hún lést. Kristján Kristjánsson, eiginmaður Rósu, lést árið 1977. Það var oft glatt á hjalla á þeim bæ og þar lærði ég sitt af hveiju, til dæmis að bera virðingu fyrir ís- lensku máli, að meta rauðvín og spagetti og spila brids. Við Kolfinna minnumst þess þeg- ar við fluttum til Reykjavíkur eftir ellefu ára dvöl úti á landi, hve gott var að eiga þá vísan vin að leita til, hjá Rósu á Hrísateigi 8, en hjá henni bjuggum við í nokkra mán- uði, meðan við biðum okkar eigin húsnæðis. Það bar hvergi skugga á vináttu okkar, frekar efldist hún og dafnaði. Ég veit að síðustu máriuðirnir sem Rósa lifði, voru henni erfiðir, maðurinn með ljáinn fann loks vinn- ingsleið í erfiðu spili. Við Kolfinna vottum Kristjáni og Önnu og íjölskyldum þeirra samúð okkar. Blessuð sé minning fræku minnar. Þorsteinn Olafsson. eer tbOöA j»i nuoAUUKViufc áM4KJ>Vltii/itfkilivi uiuah«muuhom_ MORGUNBLAÐIÐ MIIMNIIMGAR SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1992 23 Foreldraminnmg í þessum línum minnist ég stutt- lega foreldra minna, en um þessar mundir eru liðin 100 ár frá fæðingu föður míns, Ágústar Þorgríms Guð- mundssonar. Hann fæddist 16. ág- úst 1892 í Háamúla í Fljótshlíð. Móðir mín, Guðný Pálína Pálsdótt- ir, fæddist á Hlíðarenda í Fljótshlíð 2. nóvember 1891. Þau hófu sinn búskap á Ormsvelli í Hvolhreppi árið 1922. Eftir að hafa búið þar í 5 ár brugðu þau búi og fluttu til Vestmannaeyja og bjuggu þar til dauðadags. Lést móðir mín árið 1959 en faðir minn í byrjun árs 1966. Hann var lengst af sinni starfsævi sjómaður. Foreldrum mínum varð 14 barna auðið. Erum við nú 5 eftir úr þeim stóra systk- inahópi. Bamabörn Ágústar og Guðnýjar, foreldra okkar, eru 26 talsins og barnabarnabörnin 54. Þuríður Agústsdóttir. t Eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir og amma, AUÐUR AGNES SIGURÐARDÓTTIR, Yrsufelli 15, lést á heimili sínu 14 ágúst. Sigurður Johnie Þórðarson, Sigurður Auðunsson, Sigurður Vilberg Dagbjartsson, Guðrún Sigrfður Þorgeirsdóttir, Stígur Lúðvik Dagbjarsson, Lianne Reynolds, Sigrún Birna Dagbjartsdóttir, Kristján Þór Guðmundsson, Garðar Bragason, Baldur Bragason, Jónheiður B. Kristjánsdóttir og barnabörn. Birting a fmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til- vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gijdir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning- argreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Ástkær konan mín og móðir, HELGA ALICE JÓHANNSDÓTTIR, sem lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 12. ágúst sl., verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 18. ágúst kl. 13.30. Haraldur Pálsson, Katrín Mist Haraldsdóttir. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR SAMÚELSSON loftskeytama&ur, Mávahlíð 35, Reykjavík, lést 4. ágúst. Útför hans hefur farið fram. Þökkum innilega samúð og vináttu. Helgi Haraldsson, Rósa Haraldsdóttir, Björn Þorláksson, Guðrún Haraldsdóttir, Vilhjálmur Baldursson, afa- og langafabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er auðsýndu okkur sam- úð og hlýhug við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu og langommu, S|GR[ðAR ÖNNU ÞÓRÐARDÓTTUR frá Siglufirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Siglufjarðar fyrir góða ummönun. Þórður Sigurðsson, Hafsteinn I. Sigurðsson, Jónas Þ. Sigurðsson, Valgeir T. Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Sonja Guðlaugsdóttir, Sólveig Hinriksdóttir, Þuriður Jónsdóttir, t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ELÍNAR HALLDÓRSDÓTTUR, Bárugötu 21. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 14-G Landspítalanum. Lfney Pálsdóttir, Kristjana Pálsdóttir, Hannes Flosason. Páll Hannesson, Haukur F. Hannesson, Elín Hannesdóttir, Halldór Bjarnason, Ingibjörg Hannesdóttir, Reynir Arngrímsson, Sóiveig Benediktsdóttir og barnabarnabörn. TELEFAXTÆKI OG SÍMI VERÐ: 49.950.- m/vsk. SHARP FO-120 - Sjálfvirkur faxdeilir - Sjálfvirkur arkamatari - Sendingarhraði 15 sek. - Sérstök ljósmyndastilling - Skilar staðfestingarkvittun - Tengjanlegt við símsvara - 20 númera minni SKRIFBÆR"/ Hverfisgötu 103 sími 627250 fax 627252 F

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.