Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 16
I 16 MOTCGTTNBEAUIÐ TÞTlIÐTDIJAGUir TSTTÍGUSn 99?” Öryg-gi á vinnustöð- um og Evrópustaðlar eftir Garðar Halldórsson Á yfirstandandi vinnuverndar- ári eru sett fram ákveðin mark- mið. Áhersla verður m.a. lögð á almennt öryggi starfsmanna á vinnustöðum. Hugtakið öryggi á vinnustöðum felur í sér all víðtæka merkingu, en hér verður það aðal- lega tengt þeim helstu ákvæðum sem sett hafa verið í lögum og limband sem aldrei bregst J.S.Helgason Draghálsi 4 S: 68 51 52 Ný gerð bamabílstóla * Fyrir böm frá fæðingu til 5 ára aldurs. * Þægilegar 5 punkta fest- ingar með axlapúðum. * Stillanlegur. * Stólnum má snúa með bakið fram (->9kg.) eða adtur (9-18kg.). * Má hafa frístandandi. * Vasi á hlið, fyrir leikföng eða annað. * Auðvclt að taka áklæðið af og þvo það. * Viðurkenndur. * Verð kr. 10.998,- Borgartúni 26 Sími: (91) 62 22 62 Mynds.:(91) 62 22 03 0? Vinnuvernd í verki reglugerðum til að koma í veg fyrir vinnuslys og auka almennt öryggi starfsmanna á vinnustöð- um. Löggjöfin Núgildandi íslensk lög um vinnuvernd hafa verið í gildi frá 1. janúar 1981. Þetta. eru lögin nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustu- hætti og öryggi á vinnustöðum. Áður höfðu verið í gildi lög allt frá árinu 1928, þ.e. lög um eftir- lit með verksmiðjum og vélum og frá 1952 lög um öryggisráðstafan- ir á vinnustöðum. Á öllu þessu tímabili, þ.e. frá 1928 og fram til þessa dags, hafa auk þess verið settar reglur og reglugerðir um hin margvíslegu málefni á sviði vinnuverndar. Fjöldi núgildandi reglna og reglugerða sem hafa bæði verið settar samkvæmt eldri og núgildandi lögum, eru rúmlega 40 talsins. Rúmlega helmingur þessara reglna og reglugerða fjalla um öryggisbúnað véla og tækja og tæplega helmingur þeirra um aðbúnað og hollustuhætti. Þrátt fyrir allar þessar reglur og reglu- gerðir og umfangsmikið eftirlit með aðbúnaði og öryggi á vinnu- stöðum þá verða vinnuslys og upp koma atvinnusjúkdómar. Vinnuslysin Mikið hefur verið gert til að brýna fyrir atvinnurekendum að tilkynna vinnuslys til Vinnueftir- litsins ríkisins. Árið 1990 bárust um 760 tilkynningar um vinnuslys til Vinnueftirlitsins. Athuganir sem gerðar hafa verið á slysadeild Borgarspítalans og víðar sýna þó að slysin eru margfalt fleiri þegar tekin eru með öil slys með einum ijarverudag eða fleirum. Ætla má að um 12.000 vinnuslys verði á ári hveiju á öllu landinu. Þetta er kostnaðarsamt fyrir einstakling- ana og þjóðfélagið í heild. Mark- ALMENN YERKFÆRI G/obus/ -heimur gæöa! LÁGMÚLA 5 - REYKJAVÍK - SÍMI 91 - 681555 miðið með skráningu slysanna er að sjálfsögðu að átta sig á við hvaða aðstæður slys verða og koma í veg fyrir þau í framtíð- inni. Stefnt er að því að gera skráningu Vinnueftirlitsins mark- vissari í framtíðinni svo ljósara megi vera hvar við stöndum í öllum samanburði. Ef niðurstöður rann- sóknar slysadeildar Borgarspítal- ans eru bomar saman við niður- stöður rannsókna, sem gerðar voru með hliðstæðum aðferðum í Danmörku, kemur í Ijós að vinnu- slys eru tíðari hér á landi. í starfsemi Vinnueftirlitsins hefur ávallt verið lögð mikil áhersla á slysavarnir. T.d. settu eftirlitsmenn stofnunarinnar á sl. ári fram um 15.000 fyrirmæli og ábendingar varðandi slysavarnir. Væntingar Gildandi vinnuverndarlöggjöf nálgast núna að vera orðin 12 ára gömul og við gerð hennar voru gerðar ýmsar væntingar. Sérstak- lega voru gerðar vonir um að ákvæði í II. og III. kafla laganna mundu skila árangri í bættu ör- yggi á vinnustöðunum. Þessir kafl- ar fjalla um öryggis- og heilbrigð- isráðstafanir innan fyrirtækjanna og um svokallaðar öryggisnefndir sérgreina. Ákveðið hefur verið að á yfir- standandi vinnuverndarári verði sérstök áhersla lögð á að efla hið innra starf í fyrirtækjunum í sam- ræmi við lögin. Áhersla verði lögð á að undantekningarláust verði skipaðir öryggisverðir og öryggis- trúnaðarmenn f fyrirtækjum þar sem eru 10 starfsmenn eða fleiri. Ennfremur verði hvatt til að koma á fót fleiri öryggisnefndum í sér- greinum, en í reynd hafa þær að- eins verið virkar í tveimur atvinnu- greinum, þ.e. prentiðnaði og land- búnaði. Landbúnaðurinn hefur þá sérstöðu að hafa sérstaka stjórn Vinnueftirlitsins í landbúnaði. Vinnueftirlitið getur átt frum- kvæði að stofnun öryggisnefnda Garðar Halldórsson „En ljóst er nú þegar, að Evrópustaðlarnir koma til með að hafa veruleg áhrif á allar reglur og kröfur sem gerðar verða í framtíð- inni um öryggi á vinnu- stöðum.“ sérgreina ef stjórn stofnunarinnar þykir ástæða til. Nefndirnar hafa síðan m.a. það verkefni að gefa atvinnurekendum og starfsmönn- um upplýsingar um þær reglur og ákvæði sem gilda fyrir viðkomandi sérgrein. Stjórn Vinnueftirlitsins setur að öðru leyti reglur um skipulag, verkefni, starfsemi og fjármögnun öryggisnefnda sér- greina. Evrópustaðlar Island er nú þegar orðið aðili að evrópsku staðlasamtökunum CEN (Comité Européen de Nor- malisation) og CENELEC (Comité Européen de Normalisation Élect- rotechnique) og hinir svokölluðu Evrópustaðlar verða undantekn- ingarlítið gerðir að íslenskum stöðlum. Sagt hefur verið að stað- all sé sérstök gerð af opinberu skjali sem byggt er á samkomu- lagi hagsmunaaðila og staðfest af viðurkenndum aðila, hér á landi, Staðlaráði íslands. I skjalinu eru gefnar reglur, leiðbeiningar eða eiginleikar vöru eða verks, ætlað fyrir endurtekna notkun. Staðlar eru víða notaðir, en þeir hafa þó mest verið notaðir af sérfræðing- um á hinum ýmsu sviðum tækni og iðnaðar. Þeir eru mikið notaðii í sambandi við vélar, tæki, bygg- ingar, verkpalla o.fl. sem varðai vinnuvernd. Eitt af markmiðum Evrópu- bandalagsins er að ryðja úr vegi tæknilegum viðskiptahindrunum milli aðildarríkjanna og skapa sameiginlegan innri markað. Þetta mun líka eiga við um EFTA-ríkin ef samningurinn um EES tekur gildi. Eitt helsta tækið til að koma þessu í framkvæmd eru Evrópu- staðlarnir. Mjög margir Evrópu- staðlar sem snerta vinnuvernd verða gerðir. Má hér t.d. nefna að áætlað er að eftir u.þ.b. ái verði búið að ljúka gerð um 1.000 staðla sem varða öryggi véla, tækja og annan búnað, eins og t.d. persónuhlífar. Um 500 staðla er áætlað að gera varðandi bygg- ingavörur og hafa þeir ennfremui margir þýðingu fyrir vinnuvernd. Staðlar um gæðastjórnun og gæðatryggingu hafa verið gerðir og koma þeir til með að hafa mikla þýðingu fyrir vinnuvemd. Þessir staðlar hafa hlotið auðkenningar- númerin EN 29 XXX. Síðast en ekki síst má nefna staðla um viður- kenningar-, vottunar- og próf- unarkerfi. Staðlar þessir hafa auð- kenningarnúmerin EN 45 XXX og hafa þeir verið staðfestir sem þjóðarstaðlar í aðildarríkjum EB og EFTA. Þó Evrópustaðlarnir séu ekki reglugerðir þá er ljóst að vísað verður til þeirra í auknum mæli í reglugerðum. íslensk stjórnvöld hafa þegar sett sér það stefnumið að notaðir verði alþjóðlegir staðl- ar, í stað þess að útbúnar verði séríslenskar reglur um öll þau tæknilegu atriði sem fjalla þarf um. Hér verður ekki gerð nánari grein fyrir allri þessari staðlastarf- semi, en ljóst er nú þegar, að Evrópustaðlarnir koma til með að hafa veruleg áhrif á allar reglur og kröfur sem gerðar verða í fram- tíðinni um öryggi á vinnustöðum. Höfundur er deildnrstjóri tæknideildar Vinnueftirlits ríkisins. Lauk doktorsprófi í líffræði í FEBRÚAR síðastliðnum lauk Eiríkur Steingrímsson doktors- prófi í líffræði frá University of California i Los Angeles (UCLA). Lokaritgerð hans fjall- ar um byggingu og hlutverk gensins „tailless" og heitir á ensku: „Structure and Function of the Zygotic Terminal Gene tailless". Rannsóknir að baki ritgerðinni beinast að því að kanna hvernig þroskun lífvera er stjórnað. Þær eru gerðar í framhaldi af rann- sóknum Dr. Christiane Nusslein- Volhard í Þýskalandi sem fann um GOLFDUKARGOLFDUKARGOLFDUKARGOLFDÚKARGÓLFOÚKAR 2 fóan ■=> o “sí •o o KJARAN I hBo c 5 PtSI Gólf búnaður SÍÐUMÚIA 14 • SÍMI (91) 813022 GOLFDUKARGOLFDUKARGOLFDUKARGÓLFDÚKARGÓLFDÚKAR 50 gen sem stjórna þroskun ávax- taflugunnar Drosophilia Melanog- aster. Eitt þessara gena er genið „tailless“ sem ræður myndun fram- og afturenda fósturs ávax- taflugunnar. Rannsóknir Eiríks hafa leitt í ljós að afurð gensins er stjórnprótein sem stýrir tján- ingu annarra gena sem mikilvæg eru fyrir þroskun flugunnar. Hlut- verk gensins er að greina fram- og afturenda fóstursins frá mið- hluta þess. Rannsóknir þessar hafa m.a. þýðingu fyrir þá sem stunda krabbameinsrannsóknir þar sem „tailless" genið er skylt krabbameinsgenum svo sem v-erbA. Eiríkur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1980 og BS-prófi frá líffræðiskor Háskóla íslands árið 1985. Ári síðar lauk hann framhaldsverkefni þaðan. Hanri hefur stundað rannsóknir við UCLA undafarin fimm og hálft ár og hefur nú verið ráðinn til rannsóknarstarfa við National Cancer Institute í Maryland. Til rannókna sinna hefur Eiríkur not- ið styrkja úr minningarsjóði Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjáns- sonar, úr styrfttarsjóði Dr. Ursulu Mandel, frá Fulbright og frá Am- erican-Scandinavian Foundation. Hann hlaut verðlaun frá UCLA Dr. Eiríkur Steingrímsson fyrir lokaritgerð sína. Greinar byggðar á rannsóknum hans hafa birst í vísindatímaritum svo sem Cell, Science og Development. Foreldrar Eiríks eru Halla Ei- ríksdóttir og Steingrímur Þórðar- son. Eiginkona hans er Sigríður Siguijónsdóttir, cand. mag., sem mun ljúka doktorsprófi í málfræði frá UCLA í haust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.