Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1992 íslandsmótið í hestaíþróttum: Sigffa Ben. sló "I- oo strákunumvið * /»• / • ir jnrawim 1 ijorgangi Sigurbjörn atkvæðamestur að venju ■ - - Sigríður Benediktsdóttir lét enga bilbug á sér fínna og bakaði atvinnustrákana á Árvakri frá Enni. j ___________Hestar_______________ Valdimar Kristinsson „HÚN hreinlega rúllaði þeim upp, atvinnumönnunum" sagði Sigurður Sæmundsson þulur á íslandsmótinu eftir að Ijóst var að Sigríður Benediktsdóttir 55 ára húsmóðir hafði borið sigur- orð af fjórum margreyndum at- vinnumönnum, í fjórgngi og hlut þar með íslandsmeistaratitilinn í þeirri grein. Þessi óvænti sigur Sigriður verður án efa eitt það eftirminnilegasta frá þessu nýaf- staðna íslandsmóti. Sigríður sem keppti á hesti sínum Arvakri frá Enni, var í öðru sæti eftir forkeppnina en hafði betur í úrslitunum eftir æsispennandi keppni við Sigurbjöm Bárðarson sem að venju var sá keppandi sem flestum gullverðlaunum hampaði í mótslok. Hæst ber að sjálfsögðu sigur hans í tölti sem er án efa eftirsóttasti titillinn á íslandsmót- unum. Með sigri sínum nú, er Sigur- björn fyrstur til að vinna töltbikar- inn í þriðja skipi. Alls hlaut Sigur- bjöm 9 gullverðlaun og þrenn silfur- verðlaun ef með eru talin verðlaun í 150 og 250 metra skeiði sem em aukagreinar. Sérstaklega er árang- ur Sigurbjöms á fímmgangshestin- um Höfða frá Húsavík góður en þeir sigmðu í gæðingskeiði, skeiðt- víkeppni og fímmgangi en það er þriðja árið í röð sem þeir sigra í þeirri grein og níunda skiptið sem Sigurbjöm vinnur titil í fímmgangi. Einnig mætti geta árangurs Sveins Jónssonar en hann var í úrslitum í tölti, fjórgangi og fímmgangi auk þess að sigra í hlýðnikeppninni öll- um á óvart og það með nokkram yfírburðum. í yngri flokkunum var keppnin ekki síður hörð og mikil breidd orð- in í öllum flokkum. í bamaflokki varð stigahæstur Guðmar Þór Pét- ursson en hann sigraði í flórgangi og hlýðnikeppni og var stigahæstur í tölti eftir forkeppnina á Limbó en varð að láta í minni pokann fyrir Sigríði Pétursdóttur á Skagijörð. Úrslitin í tölti bama vom mjög spennandi og vekur athygli sú mikla tækni sem bömin búa orðið yfir. í unglingaflokki skiptust verðlaun nokkuð bróðurlega milli keppenda, ísólfur L. ÞÓrisson á Móra með sig- ur í fjórgangi 0g jsienskri tví- keppni, Daníel Jónsson á Glanna sigraði fímmganginn og í töltinu hafði sigur Erlendur Ari Óskarsson á Stubbi frá Glæsibæ. í ungmenna- flokki var Gísli Geir Gylfason at- kvæðamikill sigraði í fímmgangi, hlýðnikeppni og úrslitum í öðmm greinum. Maríanna Gunnarsdóttir sigraði í fjórgangi og varð stiga- hæst ungmenna. í kappreiðaskeið- inu var hart barist og mikil þátt- taka í 150 metranum. í báðum greinum náðust bestu tímar sum- arsins, Sóti frá Vatnsskarði skeið- aði 150 metrana á 14,09 sek. og Eitill frá Akureyri skeiðaði 250 Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson Daníel Jónsson sigraði í fímmgangi ungiinga á Glanna frá Hvoli. Maríanna Gunnarsdóttir, Fáki, varð stigahæst ungmenna á Kol- skeggi frá Ásmundarstöðum. Ófeigi, íris Björk þriðja á Gleði, Maríanna önnur á Kolskeggi og Halldór með sigurlaunin á Herði. metrana á 22,02 sek. Margir góðir sprettir sáust á kaþpreiðunum og sérlega gaman var að sjá fímm hesta saman í riðli og allir lágu á góðum tímum. Fyrirhuguð skeið- rpeistarakeppni féll niður sam- kvæmt ósk þeirra er höfðu unnið sér rétt til þátttöku. Væri vel til fundið að ljúka henni eitthvert kvöldið í vikunni ef möguleiki væri á því. Ekki er neinum blöðum um það að flétta að 15. íslandsmótið var það sterkasta sem haldið he'fur ver- ið til þessa. Keppendafjöldi var meiri en nokkm sinni fyrr og þar haldast í hendur magn og gæði. Ef ekki hefði verið keppt á tveimur völlum samtímis hefði þetta mót staðið yfír í eina fjóra daga. Mótið átti að hefjast á föstudags en vegna háværra frammíkalla veðurguð- anna var dagskrá frestað þann dag- inn og við það riðlaðist hún það sem eftir lifði móts. Var byijað klukkan sjö báða dagana og gekk mönnum misjafnlega að vakna og gilti það bæði um keppendur sem starfs- menn mótsins. Þrátt fyrir tíma- þröngina var dagskráin ekki keyrð áfram af nógu mikilli ákveðni og vel hefði verið hægt að byija mótið á föstudagskvöldið um sjöleytið og hefði það létt mjög á dagskránni. Mikil vinna var lögð í undirbúning fyrir þetta mót, svæðið fegrað og er nú svo komið að Fákssvæðið fer nú að verða fallegt ásýndar. Þrátt fyrir að vel hafí verið að mótinu staðið aðlestua leyti setti áðumefnd röskun mark sitt á það. Keppnin geysi skemmtileg, mikið af góðum vel þjálfuðum hestum og snjöllum knöpum. Ýmsar raddir vom upp um að breytinga væri þörf á íslandsmótum á þannig veg að fara að skipta þeim þannig að sér mót yrði haldið fyrir fullorðna en annað mót fyrir ungdóminn. Inn í þessa umræðu þarf að taka fyrirkomulag hesta- íþróttamóta almennt og endurskoða það í heild sinni. Úrslit urðu sem hér segir: FULLORÐNIR: Tölt 1. Sigurbjöm Bárðarson, Fáki á Oddi frá Blönduósi, 100,27. 2. Sigríður Benediktsdóttir, Fáki á Árvakri frá Enni, 93,87. 3. Einar Öder Magnússon, Sleipni á Funa frá Skálá, 93,33. 4. Þorvaldur Sveinsson, Sleipni á Huginn frá Kjartansst., 96,00. 5. Sveinn Jónsson, Sörla á Hljómi frá Torfunesi, 90,67. Fjórgangur 1. Sigríður Benediktsdóttir, Fáki á Árvakri frá Enni, 56,27. 2. Sigurbjöm Bárðarson, Fáki á Oddi frá Blönduósi, 57,46. 3. Egill Þórarinsson, HíDS á Penna frá Syðstu-Grund, 55,93. 4. Sveinn Jónsson, Sörla á Hljómi frá Torfunesi, 55,08. 5. Eyjólfur ísólfsson, HíDS á Skrúði frá Lækjarmóti, 54,40. Fimmgangur: 1. Sigurbjöm Bárðarson, Fáki á Höfða frá Húsavík, 66,80. 2. Atli Guðmundsson, Sörla á Reyni frá Hólum, 59,60. 3. Baldvin A. Guðlaugss., Létti á Hrafntinnu 7600, Dalvík, 65,80. 4. Sveinn Jónsson, Sörla á Andra frá Steðja, 57,20. 5. Guðni Jónsson, Fáki á Skolla frá Búðarhóli, 60,40. Hlýðni: 1. Sveinn Jónsson, Sörla á Skugga frá Ártúni, 47.00. 2. Sigurbjöm Bárðarson, Fáki á Hæringi frá Ármóti, 40,25. 3. Magnús Lárusson, HfDS á Brönu frá Stekkjardal, 37.25. Hindrunarstökk: 1. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki á Hæringi frá Ármóti, 37,5. 2. Barbara Meyer, Fáki á Sólon frá Oddhóli, 35.0. 3. Magnús Lárasson, HíDS á Brönu frá Stekkjardal, 32,0. Gæðingaskeið: 1. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki á Höfða frá Húsavík, 106.0. 2. Elvar Einarsson, HíDS á Fiðlu frá Syðra-Skörðugili, 97,5. 3. -4. Trausti Þ. Guðmundss., Herði á Gými frá Vindheimum, 97,0. 3.-4. Hinrik Bragason, Fáki á Eitli frá Akureyri 97.0.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.