Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 46
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ 16 500 MIÐAVERÐ KR. 350 A ALLAR NEMA BÖRN NÁTTÚRUNNAR OGINGALÓ * ¥ ¥ ¥ ¥ * * * * * * * * * ¥ ¥ ¥ ¥ STEPHEN KING STEPHEN KING STEPHEN KING NATTFARAR SANNKALLAÐUR SUMARHROLLUR! Sýnd kl. 5, 9 og 11. Bönnuð innan 16 z NYJASTA HROLLvEKJA STEPHENS KING. - SKUGGALEG! ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ 4« OÐURTIL HAFSINS |BSP Sýnd kl. 9. Bönnuð i. 14ára. BÖRN NÁTTÚRUNNAR Sýnd kl. 7 í A-sal, sýnd kl. 5 í B-sal. ENGLISH SUBTITLE KL. 5. Miðaverð kr. 500. HNEFALEIKAKAPPINN m Sýndkl. 11.15. b.í. 16. ¥ -¥ ¥ ¥ ¥ INGALÓ Sýnd kl. 7.05. ENGLISH SUBTITLE ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ MIÐAVERÐ KR. 300 Á ALLAR MYNDIR NEMA ÁSTRÍÐUGLÆPI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1992 STÆRSTA BIOIÐ ÞAR SEM IALLIR SALIR ERU ....1 FYRSTA FLOKKS HÁSKOLABÍÓ SÍMI22140 Andrrw Krlly IM.11 MrCatihy Fr««f«n Hunt + * * * GAMANMYND SUMARSINS F.I.BÍÓLlNAN. Sýndkl.5,7,9 oa 11. Sýndkl. 5, 7, 9 og 11. GRIN, SPENNA, SVIK OG PRETTIR Sýnd kl. 5,7,9og 11. ★ ★ ★ Al. Mbl. ★ ★ ★ ★ Bíólínan Sýnd kl. 5, 7.30 og 10 Garðyrkja: LOVE CRIMES Sýnd kl. 5.05, 7.05, 9.05 og 11.05. Bönnuð innan 16 ára. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson. Þórir Schiöth velti harkalega og hlutar brotnuðu af jeppa hans, en hann hélt ótrauð- ur áfram eftir viðgerðir. Torfæra á Egilsstöðum: Heimasigur Uppskera gæti náð meðallagi - segja þeir Helgi Jóhannesson og Reynir Jóns- son garðyrkjubændur PATRICK BERGIN HANN ER MARTROÐ HVERR- ARKONU. Egilsstaðabúinn Stefán Sigurðsson hélt uppi heiðri heimamanna, þegar íslánds- mótið í torfæru fór fram á laugardaginn, í malargryfjum skammt frá Egilsstöðum. Á tímabili leit út fyrir að heima- menn næðu í tvö efstu sætin í flokki sérútbúinna jeppa, en sunnanmennimir Gísli G. Jónsson og Reynir Sigurðsson nældu í verðlaunasætin áður en yfir lauk. í flokki götujeppa var mikil keppni og deildu Ragnar Skúlason og Guð- mundur Sigvaldason með sér sigrinum, en Islandsmeistar- inn Steingrímur Bjamason varð þriðji. Keppnin á Egilsstöðum var sú besta á árinu, mikil keppni var í báðum flokkum og þrautimar buðu upp á lífleg tilþrif, án þess að þýða að keppendur veltu við það eitt * að reyna við þær. En menn sluppu samt ekki allir við óhöpp, bæði Þórir Schiöth og Ámi Kópsson veltu keppnis- tækjum sínum harkalega og Ámi tapaði um leið forystu sem hann hafði náð í keppn- inni, en öxulbilun varð til þess að hann missti stjóm við stýr- ið og valt út úr hliðarhalla. Forystumaðurinn í íslands- mótinu í flokki sérútbúinna jeppa, Magnús Bergsson átti ekki góðan dag og varð í fimmta sæti, en heldur þó enn forystu í stigum, þegar þijú mót eru eftir. „Mér fannst þetta þrælgóð keppni og mér gekk vel í öllum þrautum nema þeirri fyrstu og átti á brattann að sækja það sem eftir lifði keppni, en tókst að hala sigur inn,“ sagði Stefán Sigurðsson sem vinnur 'hjá malarvinnslunni á Egils- stöðum og hefur keppt til ís- landsmeistara síðustu ár. „Það er mikil barátta í hverri keppni, 5-6 keppendur geta hæglega unnið og þetta er orðin spuming um að ekkert bili, við megum varla gera mistök í akstri til að missa ekki af lestinni. Það em enn nokkur mót eftir og þó mér hafi ekki gengið sem skyldi á árinu, þá stefni ég hiklaust á titilinn. Ég var óheppinn með nýtt kveikjukerfí í bytjun árs og fór aftur að nota það gamla, sem virkar mun betur. I keppn- inni á Egilsstöðum var ég að vona að félagi minn héma í plássinu, Sigþór Halldórsson næði öðru sæti, en það munaði aðeins 5 stig- um á okkur fyrir tíma- brautina, sem var síð- asta þrautin. En lið- hús brotnaði hjá hon- um og hann féll í sjötta sæti, á meðan mér tókst að hanga á fysta sætinu. Það er mikill áhugi á torfæru og jeppa- mennsku hér á Egils- stöðum og ég fæ mikla hvatningu frá nágrönnunum og það var mjög gaman að vinna á heimaslóðum. Nú er bara að standa sig vel í mótunum sem eftir em,“ sagði Stef- án. í flokki götujeppa var síst minni spenna, en Guðmundur Sig- valdason og Ragnar Skúlason urðu jafnir að stigum og fengu sömu stigagjöf út úr tímabrautinni, sem hefði get- að ráðið úrslitum á annan Egilsstaðabúinn Stefán Sigurðsson vann sérút- búna flokkinn og stefnir hikstalaust á titilinn í ár. veginn. Næsta keppni er á Akureyri um næstu helgi og mæta allir helstu keppendurn- ir þangað. G.R. Sigurvegarinn á Skutlu, keppnis- tæki sínu, eins og Stefán Sigurðsson nefnir tæki sitt. Hann virðist hér líka vera í flugtaki eins og geim- skutla í einu barðinu, sem hann komst upp. Syðra-Langholti. FLESTAR tegundir af ís- lensku grænmeti eru nú komnar á markaðinn og sumar þeirra fyrir all- nokkru. Fréttaritari hitti fyrir nokkrum dögum tvo garðyrbjubændur í Hruna- mannahreppnum og spurði um uppskeru og markaðs- horfur. Helgi Jóhannesson í Garði sagðist vera með nokkuð fjöl- breytta framleiðslu en aðalá- herlan væri þó lögð á ræktun tómata en hann ræktar þá nú í fyrsta sinn í vikri. Sú aðferð sé nokkuð ný, ekki séu nema fáein ár síðan menn fóru að reyna þetta hér á landi. Helgi sagði þessa aðferð gefa að minnsta kosti jafngóða upp- skeru og að rækta í moldinni. Vandamálin væru þau að meiri nákvæmni þyrfti við vökvun og áburðargjöf, en eigi að síður sagðist hann búast við að tómataframleið- endur myndu taka upp þessa aðferð almennt. Bragðgæði og hollusta tómatanna væri ekki lakari en við eldri aðferð- ina. Helgi ræktar einnig blað- lauk, kínakál, blómkál, gulr- ætur og salöt. Helgi sagði að spretta í útiræktuðu græn- meti væri seinni en oft áður, mun seinni en í fyrra en þá var óvenjulega hagstætt veð- urfar fyrir alla útiræktun. Hægvaxnari tegundir svo sem blómkál, hvítkál og gulrætur væru mun seinna á ferðinni en kínakálið hefur vaxið allvel og kom snemma á markað. Ef sæmilega hlýtt yrði það sem eftir væri af sumrinu gæti uppskera hjá garðyrkju- bændum orðið í meðallagi. Þá sagði Helgi að svo væri að sjá að neysla á grænmeti væri alltaf heldur að aukast og áróður, m.a. hjá læknum, um að fólk borðaði meira Morgunblaðið/Sigurður Sigmyndsson Þau voru að taka upp gulrófur. F.v. eru Sigfús Arelíus- son, Reynir Jónsson, Harpa Reynisdóttir, Rannveig Reynisdóttir og Sólveig Sigfúsdóttir. Helgi Jóhannesson á blað- lauksakri sínum. grænmeti hefði aukið neysl- una síðustu ár. Þetta væri holl og góð vara og sú um- ræða sem verið hefði í gangi um mengun í útlöndum hefði komið garðyrkjubændum til góða. Offramleiðslan væri töluverð en í svona köldum árum þegar sprettan er lakari yrði eðlilega betra að afsetja vöruna, verðstríðið yrði ekki eins hart. Lítil eiturefnanotkun Þá lá leiðin til Reynis Jóns- sonar á Reykjabakka en hann var að taka upp gulrófur ásamt konu sinni og tveimur dætrum og tengdafaðir sem var gestkomandi var einnig að hjálpa til. Reynir sagði uppskeruna vera góða miðað við árferðið, vöxturinn væri lítið seinni en í fyrra. Nú væri allt grænmeti komið á markaðinn en þau Reynir og Sólveig rækta margar teg- undir grænmetis. Ef hlýindi héldust út ágúst og fram í september gæti orðið meðal- uppskera. Reynir sagðist hafa fengið bærilegt verð fyrir sitt grænmeti, mikið atriði væri [ að fá góða uppskeru snemma, þá væri verðið best. Það væri reyndar dálítið sérstakt núna að sum heildsölufyrirtækin væru að pressa á með inn- flutning á hvítkáli en samt sem áður væri nægt íslenskt hvítkál á markaðinum. „Þessi sömu fyrirtæki hafa verið að neita sínum viðskiptamönnum um að senda hvítkál á mark- aðinn til þess að fá innflutning á menguðu káli. Ég held að neytendur mættu gjarnan hugsa meira um þá hluti. Ég hef t.d heyrt að Hollendingar noti 18,5 kíló af eiturefni á hektara að meðaltali í sínum landbúnaði en íslendingar aðeins 0,3 kíló. Eitthvað af þessum eiturefnum hlýtur að fara út í líkamann," sagði Reynir að lokum. - Sig. Sigm. FRUMSYNIR TRYLLINN ÁSTRÍÐUGLÆPIR SEAN YOUNG OG PATRICK BERGIN í EINUM MEST EGGJ- ANDI TRYLLI ÁRSINS. HANN NÆR ALGJÖRU VALDI Á FÓRNARLÖMBUM SÍNUM. HANN ER DRAUMSÝN ALLRA KVENNA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.