Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1992 2 i Flokksþing bandarískra repúblikana í Houston: George Bush heldur til Texas í baráttuhug Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. Richard Bond, formaður þjóðarnefndar flokks repúblikana, setur flokksþingið í Houston í gær. FLOKKSÞING Repúblikana- flokksins hófst í Houston í Texas í gær. George Bush forseti verð- ur formlega tilnefndur forseta- frambjóðandi flokksins á þing- inu, sem stendur í fjóra daga, og vonast repúblikanar til þess að þeir geti hleypt krafti í frem- ur líflausa kosningabaráttu for- setans. Bush, sem hefur haldið því fram að kosningabarátta sín hefjist í raun ekki fyrr en að þinginu loknu, kvaðst í gær „full- ur eftirvæntingar og reiðubú- inn“ til að takast á við Bill Clint- on, forsetaframbjóðanda demó- krata. Richard Bond, formaður Repú- blikanaflokksins, setti flokksþingið og síðar í gær tóku Ronald Reag- an, forveri Bush í forsetastóli, og Pat Buchanan, hans helsti keppi- nautur í forkosningunum, til máls. Þegar Bush lagði af stað frá Washington til Houston stóðu stuðningsmenn hans á blettinum fyrir aftan Hvíta húsið með spjöld, sem á stóð: „Bnga miskunn!" Á sunnudag ávarpaði Bush starfs- menn Repúblikanaflokksins í Ho- uston: „Á morgun tek ég mér kynd- ilinn í hönd; og saman munum við sýna bandarísku þjóðinni hvernig forystu hún getur treyst." Repúblikanar leggja nú mikla áherslu á traust. Skoðanakannanir hafa sýnt að kjósendur treysta Clinton betur til að knýja fram breytingar, en bera meira traust til Bush þegar mikið liggur við. Aðstoðarmenn forsetans telja að þar hafi þeir fundið veikan blett á Clinton, sem hægt sé að nota Bush til framdráttar. Repúblikanar hafa lagt mikla vinnu í flokksþingið og vonast til þess að gera betur en demókratar, sem í New York í síðasta mánuði settu á svið mikla sýningu einingar og stefnufestu. Eftir flokksþing demókrata stóð Clinton uppi með 24 prósenta for- skot á Bush í skoðanakönnunum. Nú hyggjast repúblikanar leika sama leik og snúa almenningsálit- inu sér í hag. Það verður ekki auð- velt. Undanfarna tíu daga hafa birst sex skoðanakannanir, sem hinir ýmsu fjölmiðlar hafa látið gera. Þar hefur Clinton notið allt frá 17 til 26 prósenta forystu. Flestar benda skoðanakannanirnar þó til þess að aðeins sé að draga saman með Bush og Clinton. Demókratar virtust sameinaðir í New York, en repúblikönum hefur ekki tekist að snúa bökum saman. Athygli hefur vakið að um þriðj- ungur þingmanna og margir ríkis- stjórar úr röðum repúblikana sækja ekki flokksþingið. Margir þeirra segja tíma sínum betur varið en í kosningabaráttu, en aðrir eiga greinilega erfitt með að sætta sig við að hægri armur flokksins virð- ist hafa tögl og hagldir. Margir fijálslyndir repúblikanar hafa verið settir út í kuldann. Reikul afstaða Bush Drög að stefnuskrá flokksins þykja bera því vitni. Þar er kveðið á um að fóstureyðingar skuli ekki leyfðar undir nokkrum kring- umstæðum. Afstaða Bush til fóst- ureyðinga hefur verið á reiki, en hann virðist nú vera andvígur fóst- ureyðingum nema að um nauðgun hafi verið að ræða eða fæðing gæti stofnað lífi móður í hættu. Bush sagði hins vegar í viðtali í síðustu viku að hann myndi styðja barnabarn sitt ef það ákvæði að fara í fóstureyðingu. Þeir, sem vilja leyfa fóstureyðingar, segja að þessi orð forsetans beri því vitni að hann styðji í raun rétt konunnar til að ráða yfir líkama sínum. Fóstureyð- ingar séu ekki æskilegar, en ákvörðunin sé konunnar. En Bush óttast að glata stuðningi hægri vængs flokksins og hefur því ekk- ert sagt við þessu ákvæði stefnu- skrárinnar. Meirihluti Bandaríkjamanna er hins vegar hlynntur fóstureyðing- um og margir repúblikanar óttast að flokkurinn eyðileggi fyrir sjálf- um sér með því að leggja áherslu á svo einstrengingslega afstöðu í þessu hitamáli. Margir líta svo á sem flokkurinn standi nú á tímamótum. Frá hra- pallegri útreið Barrys Goldwaters árið 1964 hafa repúblikanar haft betur í fimm forsetakosningum af sex. Þeir hafa verið linnulítið við stjórnvölinn í tæpan aldarfjórðung. Á meðan lauk kalda stríðinu en Bandaríkjamenn komu sér upp mesta íjárlagahalla sögunnar. Repúblikanar hreykja sér af því að hafa unnið kalda stríðið og kvarta undan því að fá ekki næga viður- kenningu fyrir. Repúblikanar kenna meirihluta demókrata á þingi um það hvernig komið er fyrir efnahag þjóðarinnar og skilja ekki að kjósendur skuli skella skuldinni á Bush. Næstu þrjá daga munu repúblikanar reyna að telja kjósendur á að líta málin sínum augum. Honecker með krabbamein Berlín. Reuter. ÞÝSKUR læknir, Volkmar Schneider, sagði í gær að Erich Honecker, fyrrverandi leiðtogi Austur-Þýskalands, kynni að deyja bráðlega af völdum lifrar- krabbameins. Lækninum hefur verið falið að meta hvort Honecker sé nógu heil- brigður til að hægt verði að halda honum í fangelsi og sækja hann til saka fyrir að fyrirskipa dráp á fólki sem reyndi að flýja yfir Ber- línarmúrinn til Vestur-Þýskalands fyrir sameiningu þýsku ríkjanna. Hann sagði að samkvæmt lækna- skýrslu frá síðustu viku væri Honecker haldinn ólæknandi sjúk- dómi. Lögfræðingar Honeckers, sem er 79 ára, hafa sagt að hann geti ekki mætt fyrir rétt og beðið um að hætt verði við málaferlin gegn honum, sem gætu tekið tvö ár. Hann hafi aðeins örfáa mánuði ólifaða. -til btettahreinsunar- í F/ESTÍ MATVÖRUVERSLUNUM Dreifingaraaili Þýzk- Islenzka h(. ff 675600 Ferðamálaskóli íslands Höföabakka 9, Reykjavík. Sími 671466. Starfsnám fyrir þá, sem starfa vilja við ferðaþjónustu. Nám, sem er viðurkennt af Félagi ísl. ferðaskrifstofa. Alþjóðleg próf og réttindi (IATA). Innritun stendur yfir. Ath.: Fjöldi nemenda við skólann takmarkaður. 5 c/> í a. Hlífar fyrir aðalljósker Vörn gegn skemmdum af grjótkasti - Til prýði og nytja. Fyrirliggjandi á flestar gerðir MITSUBISHI og VW bifreiða. Flugna- og grjóthlífar Fremst á vélarhlífina. Vörn gegn grjótkasti og flugum. Fyrirliggjandi í ýmsar gerðir. Ásetning á staðnum. Sendum um aílt land. TRAUST LAUGAVEGI 174 FYRIRTÆKI StMAR 695500 695670 m HEKLA SMURSTÖÐ HEKLU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.