Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 38
38 > ,MOHfíimBIApifi ÞB-IDffiUAG.yR, 13,yÁGft5T,/1992 Helga Alice Jó- hanns — Muuiiiig Fædd 26. september 1955 Dáin 12. ágTÍst 1992 Enn og aftur á skötnmum tíma erum við kennarar við Glerárskóla kallaðir saman til að kveðja í hinsta sinn samkennara okkar í gegnum átta ár, Helgu Alice Jóhanns. Helga Alice, eða Alice, eins og hún var kölluð daglega, var fædd 26. september 1955. Hún ólst upp hér á Akureyri hjá afa sínum og ömmu, Jóhanni Angantýssyni og Hildi Páls- dóttur, og hér var starfsvettvangur hennar. Hún tók stúdentspróf frá Kenn- araháskóla íslands vorið 1976 og árið eftir hóf hún störf við Glerár- skóla þar sem hún sjálf hafði áður verið nemandi. Við skólann starfaði hún í átta ár. Samhliða kennslunni stofnaði hún Dansstúdíó Alicar og hóf þar brautryðjendastarf í kennslu í eróbikk hér í bæ. í Glerárskóla starfaði hún til vorsins 1985. Alice var mjög umhugað um alla heilsurækt og hvatti hún alla til dáða á sinn ljúfa en viljasterka hátt til að hugsa um heilsu sína, hreyfa sig og borða hollan mat. Henni var einstak- lega lagið að laða fram í hveijum og einum jákvætt hugarfar og styrlqa persónuleika meðbræðra og systra sinna. Áhugamál Alicar var hreyfiþroski yngri bama og eftir að hún hóf nám í Kennaraháskóla íslands að nýju árið 1988 til að ná sér í tilskilin rétt- indi sem kennari, kom fram í verk- efnum hennar staðgóð þekking og reynsla á því sviði. Öll verkefni henn- ar voru mjög góð og kom vel fram í þeim hversu mikil nákvæmnismann- eskja Alice var. Álice var mikill leiðtogi og kom það glöggt fram í því hversu vel henni fórst úr hendi stjómun bekkja og stórra hópa. Hún gerði kröfur til nemenda sinna en var ekki ósann- gjöm. Til sjálfrar sín gerði hún mikl- ar kröfur því hún taldi að sá sem leiðbeindi bömum þyrfti að sýna góða fýrirmynd. Fyrir 9 ámm kynntist Alice lífs- fömnaut sínum, Haraldi Pálssyni, og árið 1989 eignuðust þau svo dóttur- ina Katrínu Mist. Haraldur hefur staðið eins og klettur við hlið hennar í strangri og erfíðri baráttu við hinn illkynja sjúkdóm sem sigraði að lok- um. í þessari baráttu kom viljastyrk- ur Alicar best í ljós því hún gafst aldrei upp og hélt reisn sinni fram á síðasta dag. Nú þegar við kveðjum Alice biðjum við Guð að styrkja Hadda og Katrínu í þeirra miklu sorg. Fyrrum samstarfsfólk og félagar í Glerárskóla. Það sannast núna, einu sinni enn að Guð kallar til sín þá sem búa yfir mætti honum til dýrðar. Hann vitjar með kalli sínu, ekki bara þeirra sem markvisst, meðvitað eða ei „mis- bjóða“ heilsu sinni heldur og líka þeim sem markvisst vilja bæta og viðhalda henni, dag eftir dag og ár eftir ár. Alice var eftir því sem ég best fékk séð, brautryðjandi til eflingar heilbrigðum lifnaðarháttum á Akur- eyri. Hún þorði að koma með nýjung- ar í leikfimi og dansi og mátti oft glíma við keppinauta, sem viðhalda fornum hugsunarhætti og íhalds- semi, en hún lét aldrei bugast. Hún var í einu orði sagt góð manneskja. Alltaf gaf hún öðrum tíma og til þess að lýsa henni best lagði hún á sig ferð til mín í Svíþjóð til þess að kynna sér það nýjasta á sviði líkams- ræktar. Hún var fastur gestúr á öll- um leiðbeinendanámskeiðunum sem haldin voru í Reykjavík. Við hittumst fýrst á einu slíku í Kennaraháskólanum. Við dönsuðum saman og hlógum, og með okkur tókst sterk vinátta þó samverustund- irnar væru ekki margar. Það var/er svo auðvelt að elska Alice, svo auð- velt að umgangast hana. Við töluðum um bömin okkar, líkamsrækt og megmn, um samkeppni drengilega og ódrengilega, um nýjungar í eró- bikk og alltaf var Alice jákvæð, svo jákvæð, þroskuð og heiðarleg að mér fannst stundum að hún yrði að bíta meira frá sér. En auðvitað vitum við hvemig fólk sparkar í hundana sína. Dansstúdíó Alice hefur ávallt verið feti framar á Akureyri og þó á móti hafi blásið þá var það ekki vegna skorts á dugnaði eða þekkingu, held- ur frekar röð óhappa. Akureyringar mega vera stoltir af þeim hjónum og hve dugleg þau voru og trú sann- færingu sinni að jafnvel á Akureyri geti þrifist einkarekstur þar sem áræðni eigendanna er metin meira en ættir séra Jóns. Við kveðjum ekki Alice, aldrei, hún mun lifa og vera áfram hjá okkur, en mest mun hún fýlgja óskasteinin- um sínum elsku litlu dóttur sinni og svo stoðinni sem eins og klettur á villtum sjó stóð við hlið hennar. Haddi minn, Guð blessi þig elsku vinur minn. Vonandi höfum við sem við hlið þér göngum og eftir lifum styrk til þess að „líta inn“, kyssa tárin, halda í þreyttar hendur og biðja með þér, að stjama Alicar þinnar haldi áfram að skína skært. Þegar við svo að á ný njótum nærgætni hennar, getum við öll dansað saman, hlegið og trúað áfram á jákvæðnina. Jónína Benediktsdóttir. „Hún Alice okkar er dáin.“ Þessi tilkynning skólasystur okkar og vinkonu nísti mig í hjartastað og við grétum báðar. Það er erfitt að sætta sig við að ung kona í blóma lífsins skuli vera hrifin burt frá ungu bami sínu og eiginmanni. Hún hafði svo mikið að lifa fyrir og hlutverki hennar því ekki lokið hér á jörð. Við skiljum ekki tilganginn en drúpum höfði í sorg. Kynni okkar Alice hófust í Kenn- araháskóla íslands árið 1988. Þar var saman kominn hópur leiðbein- enda, er átti það sameiginlegt að hafa kennt 6 ár eða lengur og vera nú sestur á skólabekk í KHÍ í rétt- indanám grunnskólakennara. Við vorum víðs vegar að af landinu, öll fullorðið fólk af ýmsum stærðum og gerðum. Við erum misjafnlega af guði gerð. Alice fékk í vöggugjöf gott útlit og gáfur góðar. Hún var einstaklega - glæsileg kona með óvenju falleg augu og litaraft. Hún hafði fallegan líkama, sem hún hugs- aði vel um. Hún stundaði íþróttir og líkamsrækt og kenndi m.a. dans. En hún miklaðist ekki af útliti sínu, eins og ein skólasystir okkar úr Kennó sagði: „Það var svo gott að sitja við hliðina á henni, þótt maður væri nú ekki með súper útlit.“ Alice var gáfuð og skynsöm kona og bera verkefnin hennar úr Kennó þess glögg merki. Hún var afar list- hneigð og hafði alveg einstaklega fallega rithönd. Margs er að minnast á kveðju- stund. Við minnumst þess,' þegar Alice, þessi hljóðláta og gefandi kona fékk „strákana“ til að dansa can can á fyrsta skemmtikvöldinu, sem þessi misliti hópur hélt í KHÍ til að kynn- ast og blanda geði saman. Búninga galdraði Alice frá Akureyri og „strákamir" klæddust þeim að sjálf- sögðu. Einn af prestunum okkar sagði að þeir væru nú „vanir að ganga í kjól“. Alice hafði ekki hátt um hlutina en framkvæmdi þá. Hún var góður leiðbeinandi. Eftir þetta var Alice sjálfkjörin þegar eitthvað var um að vera í félagslífinu. Hún var hugmyndarík, hafði kjark til að framkvæma og hreif aðra með sér. Hún var fordómalaus. Hún reykti ekki sjálf en sat oft í reykstofu KHÍ tl að njóta samvista og taka þátt í umæðum er þar fóru fram. Við vor- um ekki aðeins skólasystur og vinir. Hún var Ííka nemandi minn á nám- skeiðum í leikrænni tjáningu, bæði í KHI og Kramhúsinu. Hún kenndi sjálf bömum leikræna tjáningu á Ákureyri, heimabæ sínum. Grann- holda og veikburða kom hún á kenn- aranámskeið í Kramhúsinu í fyrra- vor. Líkamlegir kraftar voru ekki miklir en baráttuviljinn, þrautseigjan og bjartsýnin voru til staðar í ríkum mæli. Ég lærði mikið af henni sem skólasystur en enn þá meira sem nemanda. Eftir 6 ára sambúð fæddist Alice og Haraldi Pálssyni hinn 5. mars 1989 dóttir er hlaut nafnið Katrín Mist. Hún var óskabarn og auga- steinn þeirra. Alice hélt ótrauð áfram kennaranáminu og hafði oft Katrínu litlu Mist með sér í tímum. Við kölluð- um hana „barnið okkar“. Þegar Sig- urður Konráðsson var að fræða okk- ur um máltöku barna hjalaði Katrín Mist hástöfum. Hennar innlegg átti vel við og gæddi kennsluna meira lífi. í bréfi með verkefni hinn 12. nóvember 1990 segir Alice orðrétt: „Litli gimsteinninn minn stækkar og dafnar vel. Hún er alltaf að danda (dansa) og gera ævi (æfingar).“ Þetta segir okkur hvað Alice hefur haft litlu stúlkuna sína mikið með sér, 20 mánaða gömul er hún farin að dansa og æfa eins og mamma en Alice rak dansstúdíó á Akureyri. Alice gat ekki lokið kennaranám- inu vegna veikindanna, er nú hafa lagt hana að velli. Lokaritgerðin var ofarlega í huga hennar og löngunin til að ljúka henni var sterk. Bækur og aðrar heimildir lét hún fylgja sér á þrautagöngu krabbameinsins af þeirri bjartsýni sem henni var svo eiginleg og í þeirri von að hún fyndi stund milli stríða — til að loka loka- ritgerðinni og ná markinu, námslok og grunnskólakennari. En baráttan fyrir lífinu leyfði ekki slíkt. Alice var góður kennari og næm fyrir mikil- vægi mannlegra samskipta. Við skólafélagamir í KHI kveðjum hana með virðingu og þökkum henni góða samfylgd. Við minnumst konu er var góðum kostum gædd og vildi öllum gott gera. Okkur leið vel í návist hennar og lærðum margt af henni. Haraldi Pálssyni, manni henn- ar, og litlu dótturinni, Katrínu Mist, sendum við okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Sigríður Eyþórsdóttir. Kveðjuorð: Sigurgrímur Vemharðsson Fæddur 7. janúar 1958 Dáinn 9. ágúst 1992 Sá sem skrifaði „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur" visi hvað hann sagði. Því í gær var sími 67 48 44 Siggi bróðir borinn til grafar. Er ég var lítil dýrkaði ég „Sigga bróð- ir“. Hann átti flottar græjur, flotta bíla og var alltaf svo góður við mig. Ég man þann dag er Anna frænka fékk gefins hest. Þann dag grét ég sárt. Er Siggi frétti þetta sagði hann „Ekkert mál; þú mátt bara eiga hana Jörpu“. Á tánings- aldri fékk ég að fara margt því Siggi bróðir tók mig alltaf með og sagði við mömmu „Ég passa hana litlu systur.“ Er árin liðu fórum við sitt í hvora áttina en alltaf fann ég þörf fyrir að hitta hann, því alltaf var létt yfír honum. Bjarsýnin skein út frá honum. Er eitthvað bjátaði á hjá Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjóm blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Iteykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. mér leitaði ég ávallt svara hjá Sigga. Samneyti okkar var alltaf spaug, grín og glens. / Á sunnudaginn, rétt áður en ég frétti andlát hans, hugsaði ég: „Er ég kem til Reykjavíkur verður það mitt fyrsta verk að fara til Sigga og spjalla við hann um lífið og til- veruna.“ En svo varð nú ekki. Ég mun ætíð elska Sigga og þakka stundimar sem við áttum saman. Katrín systir. Sigurgrímur var fæddur og upp- alinn í Holti, Stokkseyrarhreppi. Foreldrar Vemharður Sigurgríms- son og Gyða Guðmundsdóttir, bændur í Holti. Hann gekk í barna- skóla á Stokkseyri. Gagnfræða- skóla lauk hann á Selfossi. Síðan lá leið hans í Bændaskólann á Hvanneyri. Eftir það starfaði hann bæði til sjós og lands, mest við vélar og viðgerðir, enda mjög laginn við hvom tveggja. Sigurgrímur gekk að eiga Herborgu Pálsdóttur 1980 og eignuðust þau tvær dætur, Herdísi 12 ára og Hildi 6 ára. Um tíma stunduðu þau hjónin búskap bæði á Skálmholti og Heið- arbæ og Villingaholtshreppi. Síðan rak Sigurgrímur eigið verktakafyr- irtæki ásamt bróður sínum Eiríki. Sigurgrímur átti fjögur systkini. Þau heita Guðbjörg, Guðmundur, Katrín og Eiríkur. Sigurgrímur var mikið náttúru- bam og hefði helst alltaf viljað búa í sveit, sótti mjög mikið til fjalla. Hann var mikill vinnuþjarkur, já- kvæður og bjartsýnn með sterka réttlætiskennd. Glettinn var hann, hafði góða kímnigáfu og traustur vinur vina sinna. Við þökkum elsku bróður okkar fyrir samfylgdina og Guð veri með honum fyrir handan. Systkinin. Minning: * Oskar Karlsson Fæddur 9. febrúar 1943 Dáinn 7. ágúst 1992 Það er með söknuði og döprum huga, sem ég sest niður til að skrifa nokkrar línur um góðan dreng, sem um aldur fram er horfinn á braut frá okkur sem störfuðum með honum og áttum hann að vini. I hálft annað ár átti Óskar í bar- áttu við ólæknandi sjúkdóm sem magnaðist stig af stigi þar til hann lést á heimili sínu 7. ágúst síðastlið- inn. Ármann Óskar Karlsson, eins og hann hét fullu nafni, fæddist í Reykjavík 9. febrúar 1943. Hann var sonur Ólafar Markúsdóttur og Karls Þorsteinssonar bakara. Fimm ára fluttist hann með foreldrum sínum að Hellu á Rangárvöllum og ólst þar upp. Óskar var kvæntur Guðbjörgu Evu Kristjánsdóttur og áttu þau saman tvo syni, Kristján Hans, fæddan 1980 og Markús Má, fæddan 1985. Áður hafði Óskar eignast fjögur böm. Snemma fór Óskar til starfa við sjávarútveginn. Hann fluttist vestur á Suðureyri við Súgandafjörð og hóf þar farsælan verkstjórnarferil sinn liðlega tvítugur. Var hann því einn af yngstu verkstjórunum sem starf- andi voru í frystihúsum hér á landi. Þá hafði hann öðlast alhliða mats- réttindi til framleiðslu sjávarafurða. Persónulega á ég Óskari margt að þakka. Það eru mikil forréttindi að hitta og eiga samstarf við mann sem hann. Ég og Óskar áttum náið samstarf frá árinu 1978, þegar hann kom til starfa hjá Sjólastöðinni hf. í Hafnarfirði. Hann hafði reyndar starfað nokkrum árum áður hjá fyrir- tækinu,_ en byrjaði nú sem yfirverk- stjóri. Ég hóf störf við fyrirtækið að námi loknu nokkrum vikum á undan Óskari og reyndist hann mér ætíð hinn besti samstarfsmaður. Hann hafði mikla reynslu varðandi rekstur slíkra fyrirtækja og sat í stjórn Sjóla- stöðvarinnar hf. um fjögurra ára skeið. Fyrirtækið var í mikilli upp- byggingu og örum vexti og því var oft mikið álag og annasamt hjá Ósk- ari. Þá kom fram hversu frábær starfsmaður Óskar var og hvern mann hann hafði að geyma. Fram- koma hans og skapgerð var mjög traustvekjandi. Það var sama hvaða verkefni var tekist á við. Þá átti Óskar afar auðvelt með að hafa heildaryfirsýn yfir fyrirliggjandi verkefni, gera greinarmun á aðalat- riðum og aukaatriðum, forgangsað- gerðum og síðari aðgerðum. Oskar var sannur leiðtogi, og hafði góða stjóm á starfsfólki sínu og ávann sér virðingu og vináttu þess sem einn af þeim. Hann var glaðvær, hlýr í viðmóti, greiðvikinn og drengur góð- ur. Hógværð hans, vinnugleði og samviskusemi vakti virðingu þeirra sem ti! hans þekktu. Það eru margir sem hafa hafið starfsævi sína undir verkstjórn Óskars og sjá nú á eftir frábærum stjórnanda sem lagt hefur hornstein að síðari störfum þeirra. Ég vil þakka Óskari allar þær samverustundir sem við höfum átt saman og síðast en ekki síst dreng- lyndi hans og vináttu. Að lokum sendi ég eiginkonu hans, börnum og tengdabörnum, bama- bömum, aldraðri móður og öðrum ættingjum og vinum mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Haraldur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.