Morgunblaðið - 27.08.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.08.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1992 13 Á samkeppni í heilbrigð- isþjónustu rétt á sér? eftir Önnu Lilju Gunnarsdóttur í flestum löndum hins vestræna heims hefur hin síðari ár verið leitað leiða til að lækka kostnað við heilbrigðisþjónustu án þess að skerða gæði þjónustunnar. Skiptar skoðanir eru um hvaða leiðir eru bestar. Háværar raddir heyrast, sérstaklega í Bretlandi og Banda- ríkjunum, um að frjáls samkeppni sé það afl sem árangursríkast verði í baráttunni við sihækkandi kostnað heilbrigðiskerfisins. Þessi rökfærsla er byggð á reynslu ýmissa neyslutegunda þar sem samkeppnislögmál hafa gefist mjög vel. Sem dæmi um slíkar tegundir má nefna matvörur og ferðaþjónustu. En skapar frjáls samkeppni innan heilbrigðisþjón- ustunnar þann árangur sem von- ast er eftir? Grunnskilyrði fyrir því að frjáls samkeppni leiði til lækkaðs verð- lags er að neytendur geti og hafi áhuga á að bera saman verð og gæði þeirrar vöru eða þjónustu sem boðið er upp á. Einnig verða neytendur að geta metið þær upp- lýsingar sem þeim eru gefnar. Þessum skilyrðum er erfitt að full- nægja þegar um þjónustu innan heilbrigðiskerfísins er að ræða. Þar ráða eftirfarandi ástæður mestu: Lítil eða engin hvatning er fyrir neytendur að gera verðsamanburð á þjónustu sem þeir borga ekki sjálfir. Við kaup á neysluvamingi eins og matvöru eru miklar líkur á að neytendur leiti að hagstæð- asta verðinu og hagi innkaupum sínum eftir því. Þegar neytendur aftur á móti þurfa að fara í blóðprufu eða röntgenmyndatöku þá eru sáralitlar líkur á að þeir hringi á milli heilbrigðisstofnana til að bera saman verð þeirrar þjónustu sem þá vantar. Neytendur hafa ekki þekkingu til að meta mismun á framboði og gæðum milli heilbrigðisstofn- ana. Við kaup á ferðaþjónustu til dæmis, þá eiga neytendur mun auðveldara með að meta mismun- andi ferðatilboð heldur en að bera saman mismun á sérhæfðum rann- sóknum á milli heilbrigðisstofn- ana. Neytendur hafa ekki sérþekk- ingu til að meta þær uppiýsingar sem þeim eru gefnar af sérfræð- ingum heilbrigðisþjónustunnar. Fjöldi eða sérhæfni rannsókna við sjukdómsgreiningu eða mismun- andi meðferðarmöguleikar sjúk- dóma eru ekki á þekkingarsviði hins almenna borgara og verða þeir því yfirleitt að treysta með- ferðaraðila sínum til að ákveða hvaða meðferð þeir þurfi. Neytendur heilbrigðisþjónust- unnar hafa þess vegna takmarkað- an áhuga og þekkingu til að velja eða hafna þeirri þjónustu sem þeir eiga völ á. Eftirspurn eftir heil- brigðisþjónustu er því mjög lítið háð verði þjónustunnar. Hagfræðilögmál um framboð og eftirspurn gerir ráð fýrir að með auknu framboði á ákveðinni vöru eða þjónustu lækki verð hennar. Neysla heilbrigðisþjón- ustu getur aukist nær ótakmarkað þar sem þörf fyrir þjónustu á þessu sviði er mjög afstætt hugtak og auðvelt fyrir almenning að auka eftirspurn eftir þessari þjónustu. Vegna þeirrar ástæðu og erfiðleik- anna við samanb'urð á verði og gæðum þjónustunnar mun aukið framboð að öllum líkindum leiða til aukinnar eftirspurnar án lækk- unar á verði. Heilbrigðisstofnanir í sam- keppni keppast um að bjóða sömu eða betri tækni heldur en sam- keppnisaðilinn sem leiðir oft til tvöföldunar á þessum kostnaði fyrir þjóðfélagið. Aukin samkeppni í heilbrigðisþjónustu leiðir þess vegna til margföldunar á hátækni- þjónustu sem skilar sér í auknum heildarkostnaði til heilbrigðismála. Sem dæmi um þetta má nefna stóru sjúkrahúsin í Reykjavík, Landspítalann og Borgarspítal- ann. Samvinna og sérhæfing milli þessara stofnana hefur verið fyrir hendi en með aukinni samkeppni milli þeirra má búast við tvöföldun á hátækniþjónustu sem ekki er þörf á fyrir jafn fámenna þjóð og hér er. Afleiðingin verður aukinn heildarkostnaður til heilbrigðis- mála fyrir íslenskt þjóðarbú. Hætta er á að aukin samkeppni milli heilbrigðisstofnana leiði til minnkaðs aðgengis áð nauðsyn- Anna Lilja Gunnarsdóttir „Niðurstaðan af þess- um vangaveltum sýnir að aukin samkeppni í heilbrigðiskerfinu leið- ir til aukins kostnaðar til heilbrigðismála. Aukið framboð heil- brigðisþjónustunnar mun auka eftirspurnina án þess að verð fyrir þjónustuna lækki og líkurnar á tvöf öldun á hátækniþjónustu eykst við aukna samkeppni.“ legri heilbrigðisþjónustu fyrir þá sem minna mega sín í þjóðfélag- inu. Þetta atriði á þó frekar við í löndum eins og Bandaríkjunum þar sem þessar stofnanir eru oft í einkaeign og eiga tilvist sína undir því að fá greitt fyrir veitta þjónustu. Ekki er líklegt að þessar stofnanir haldi dyrum sínum opn- um þeim sem ekki geta greitt fyr- ir þá þjónustu sem þeir fá. Þjóðfé- lagslegt mikilvægi verður þá ekki sá þáttur sem ræður hvaða þjón- usta er veitt, heldur hversu arðbær hún er. Lokaorð Niðurstaðan af þessum vanga- veltum sýnir að aukin samkeppni í heilbrigðiskerfinu leiðir til aukins kostnaðar til heilbrigðismála. Auk- ið framboð heilbrigðisþjónustunn- ar mun auka eftirspurnina án þess að verð fyrir þjónustuna lækki og líkumar á tvöföldun á hátækni- þjónustu aukast við aukna sam- keppni. Afleiðingin verður aukinn heildarkostnaður við heilbrigðis- kerfið. Sú stefna stjórnvalda að hafa tvö stór hátæknisjúkrahús í Reykjavík, þjónandi ekki stærri markaði en hér er, mun að öllum líkindum leiða til aukinnar sam- keppni á milli þeirra og er ekki vænleg til kostnaðarlækkunar fyr- ir þjóðarbúið. Eitt fullkomið sjúkrahús sem sinnir hátæknimeð- ferð ásamt því að stunda rann- sóknir og kennslu heilbrigðisstétta er sú lausn sem líklegust er tii að lækka heildarkostnað til heilbrigð- ismála án þess að gæði þjón- ustunnar minnki. Samvinna í stað samkeppni er því vænlegri kostur fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu. Höfundur er bjúkrunarfræðingur frá Háskóla íslands, 1985. Hún lauk masters-prófi í viðskipta- fræði frá University of San Diego, Bandaríkjunum, 1990. Erí doktorsnámi í stjómun á heilbrigðissviði og fjármála- stjómun við University of Southem California, Los Angeles. áttapl&atoai akanévs ooltapl»nWr > Sí® § ií - gler Vasv o.m.fl. cFHD'Jt'AHV£ Jukkur ca. 35 sm. Jukkur ca. 45 sm. Jukkur ca. 60 sm. Gúmmítré Fikus Benjamini ca. 60 sm. Burknar I Burknar II Begóníur Schefflera Asparagus Alpafjóla (stór) Opið alla daga til kl. 22. Sími 689070

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.