Morgunblaðið - 27.08.1992, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1992
Sprengjutilræði í Alsír
Reuter.
Að minnsta kosti tíu manns iétu lífíð og rúmlega
hundrað særðust er öflug sprengja sprakk á flugvell-
inum í Algeirsborg í gærmorgun á mesta annatíma.
Um svipað leyti sprakk sprengja við aðalskrifstofur
franska flugfélagsins Air Franee í borginni. Hún
olli engu manntjóni. Enginn hefur enn lýst yfir
ábyrgð á ódæðinu en talið er líklegt að múslímskir
heittrúarmenn, sem eiga í útistöðum við stjómvöld-
um, hafí verið þarna að verki.
Hægriöfgamenn í Rostock
Oeirðimar geta verið
lýðræðinu hættulegar
- segir Wolfgang Thierse varafor-
maður Jafnaðarmannaflokksins
_ Rostock. Reuter.
ÁTÖK milli lögreglu og ungra hægriöfgamanna blossuðu upp fjórða
sólarhringinn í röð i borginni Rostock aðfaranótt miðvikudagsins.
Gunnar Machler, talsmaður lögreglunnar, sagði að 65 lögreglumenn
hefðu særst í átökunum, sem hófust að loknum knattspyrnuleik á
þriðjudagskvöld, og að 58 menn hefðu verið handteknir. „Borgin er
orðin að samkomustað fyrir hægriöfgamenn hvaðanæva að úr land-
inu,“ sagði Máchler. Bætti hann við að grimmd óeirðarseggjanna hefði
komið jafnvel sjóuðum óeirðarlögreglumönnum frá Hamborg og Slé-
svík-Holtsetalandi, sem hefðu verið kallaðir til aðstoðar, í opna skjöldu.
Þýskir stjómmálamenn eru í öng-
um sínum vegna óeirðanna í Rostock
sem hófust um helgina er hægri-
öfgamennimir réðust til atlögu gegn
byggingu þar sem flóttamenn, aðal-
lega rúmenskir sígaunar, höfðust
við. Hefur Helmut Kohl kanslari lýst
því yfír að refsa verði óeirðarseggj-
unum harðlega en um 250 manns
hafa verið handteknir frá því um
helgina. „Mikilvægast af öllu er að
við, allir lýðræðisflokkarnir, komum
því greinilega til skila að útlendinga-
hatur verður ekki liðið. Það er
skömm fyrir land okkar," sagði
kanslarinn. Hefur hann einnig hvatt
þingmenn til að ná samstöðu um að
herða hin frjálslyndu lög sem í gildi
em um innflytjendur í Þýskalandi.
Wolgang Thierse, varaformaður
þýska Jafnaðarmannaflokksins, sem
kemur frá austurhluta Þýskalands,
sagði það vera sérstaklega alvarlegt
að ijölmargir almennir íbúar Rostock
hefðu hvatt hægriöfgamennina
áfram. „Ofbeldi og útlendingahatur
af þessu tagi gæti breytt landi okk-
ar og stefnt lýðræðinu í hættu þar
sem þetta sýnir að ómennska er
greinilega liðin í auknum mæli,“
sagði Thierse.
Friðarviðræðumar um Mið-Austurlönd
ísraelar leggja fram tillögur
um sjálfsljórn Pa.lestinuma.nna.
Washington, Genf. Reuter.
SAMNINGAMENN ísraela
friðarviðræðunum um Mið-Aust-
urlönd, sem nú fara fram í
Washington, lögðu í gær fram
fyrstu tillögur ísraelsstjóraar
um sjálfsstjórn Palestínumanna
á hernumdu svæðunum. Hanan
Ashrawi, talsmaður sendinefnd-
ar Palestínumanna, sagði ísra-
ela hafa lagt til að kjörið yrði
sérstakt ráð Palestínumanna
sem myndi fara með völd á
fimmtán afmörkuðum svæðum.
Hún sagði Palestínumenn enn
fara fram á að fá löggjafarvald
á hernumdu svæðunum en bætti
við að nú væru í það minnsta
tvær tillögur á samningaborðinu
sem hægt væri að ræða.
Yasser Arafat, leiðtogi Frelsis-
samtaka Palestínu (PLO), gagn-
rýndi Bandaríkjastjóm harðlega í
ræðu sem hann hélt hjá Sameinuðu
þjóðunum í Genf í gær. Hann sagði
Bandaríkjamenn vera að taka af-
stöðu með ísraelum með því að
veita þeim lánaábyrgðir að upphæð
tíu milljarða dollara. Væri þetta
ástæða til að slíta friðarviðræðun-
um um Mið-Austurlönd í Washing-
ton.
Leiðtogi PLO sagði aðgerðir af
þessu tagi ekki samrýmast hlut-
verki Bandaríkjamanna þar sem
þeir hefðu átt frumkvæði að ráð-
stefnunni. Arafat fagnaði nýlegum
úrslitum þingkosninga í ísrael og
sagði að þar hefðu kjósendur greitt
friðnum atkvæði sitt. „Við höfum
hins vegar séð að gjörðir Rabins
[forsætisráðherra ísraels] eru ekki
í samræmi við yfírlýsingar hans.
Hann býður umheiminum upp á
sykurhúðuð orð en framfylgir síðan
stefnu sinni með jámhnefa heima
fyrir," sagði Arafat.
Á blaðamannafundi að lokinni
í ræðu sinni var Arafat ekki eins slíta friðarviðræðunum. Hins vegar harðlínustefnu sinni. Sjálfur teldi
harðorður og sagðist með orðum væru ísraelar að ógna framgangi hann ástæðu til að ætla að viðræð-
sínum ekki hafa verið að hóta að viðræðnanna ef þeir létu ekki af umar gætu skilað árangri.
Clinton aft-
ur í sókn
New York. Reuter.
Vinsældaaukning George Bush
Bandaríkjaforseta, eins og hún
mældist í skoðanakönnunum eftir
flokksþing Repúblikanaflokksins,
hefur gufað upp og hefur Bill
Clinton forsetaefni Demókrata-
flokksins aukið forskot sitt á Bush
á ný.
Samkvæmt skoðanakönnun sem
gerð var sameiginlega fyrir blaðið
New York Times og sjónvarpsstöð-
ina CBS sl. sunnudag og mánudag,
nýtur Clinton nú fylgis 51% kjós-
enda en Bush aðeins 36%. Er for-
skot Clintons á forsetann svo til það
sama og fyrir flokksþing repúblik-
ana.
NiðurstÖður könnunarinnar
þykja sýna að bandarískur almenn-
ingur hefur meiri áhuga á efna-
hags- og heilbrigðismálum - mál-
um sem Clinton tekur á í hverri
einustu ræðu í kosningabarátt-
unni - en fjölskyldumálum og kyn-
villu, þeim málum sem repúblikanar
eyddu mestu púðri í á flokksþingi
sínu.
Meintur elskhugi Díönu
dreginn fram í dagsljósið
Sjötugur bankamaður á eftirlaunum hleraði ástarsamtalið
London. Daily Telegraph. Reuter.
GULA pressan í Bretlandi hélt því fram í gær að meintur elsk-
hugi Díönu prinsessu væri fyrrum fylgismaður hennar, 35 ára
piparsveinn að nafni James Gilbey. Hann fer nú huldu höfði eft-
ir að fréttir birtust um að meint ástarsamtal þeirra hefði verið
hlerað.
Sömuleiðis sameinaðist gula
pressan um að halda því fram að
upptaka af símtali sem sagt er
hafa átt sér stað milli Díönu og
Gilbeys, sé ósvikin. Samtalið átti
sér stað á gamlárskvöld 1989 og
eru þau sögð hafa ræðst við í bíla-
síma.
Cyril Reenan, sjötugur banka-
maður á eftirlaunum, sem er for-
fallinn radíóamatör, er sagður
hafa tekið samtalið upp. Hann
hefur neitað að koma til dyra á
heimili sínu sem er í bænum Ab-
ingdon, 100 km vestur af London.
Talið var að blaðið The Sun hefði
keypt hann til að ræða ekki við
aðra fjölmcHa. Blaðamenn sem
fóru að heimili Reenans komust
ekki hjá því að verða þess varir
að þar bjó áhugamaður um fjar-
skiptahlustun því tvö sex metra
há loftnetsmöstur voru í bakgarði
Díana
hússins.
Efasemdir
sérfræðinga
Sérfræðing-
ar í fjarskipta-
tækni sögðu í
gær að nær úti-
lokað væri að
hægt hefði ver-
ið að taka upp
samtal af þessu tagi þar sem
senditíðni símanna tveggja væri
ekki sú sama. Því væri einungis
mögulegt að hlera annan aðilann.
Eina leiðin til þess að heyra í
báðum væri að vera með tvö hler-
unartæki og stilla hlerunarbylgj-
una inn á tíðni símtækjanna
tveggja fyrirfram. Til þess þyrfti
dýran og flókinn búnað sem væri
ekkj á allra færi. Ennfremur hefði
viðkomandi þurft að vita sendit-
íðni símanna til þess að geta læst
hlustunartækin inn á þá en upp-
lýsingar af því tagi lægju ekki á
lausu. Þá væru farsímar venjulega
einungis virkir í næsta nágrenni
miðstöðvar og yrðu sá er hleraði
samtal úr síma af því tagi að vera
innan sviðs viðkomandi stöðvar.
Margt af því sem kemur fram
í samtalinu þykir eiga við Díönu
og annað kemur heim og saman
við Gilbey. Hann er sagður hafa
verið aðal heimild höfundar nýút-
kominnar og umdeildar bókar um
lífshlaup Díönu.
í gær sögðust fulltrúar hirðar-
innar hafa hlustað á segulbands-
upptökuna og sögðust þeir ekki
treysta sér til að skera úr um
hvort þar væri um rödd prinses-
sunnar að ræða eða ekki. Sjálf
hefur hún ekkert látið frá sér fara
um þetta mál.
Díana í náðinni
Gula pressan hefur jafnan tekið
afstöðu með Díönu ólíkt því sem
þau gerðu í kjölfar myndbirtinga
af Söru Ferguson og bandarískum
„fjármálaráðgjafa" hennar í sum-
arleyfi á suðurströnd Frakklands.
Voru blöðin þá sammála að Fergie
hefði með háttemi sínu farið langt
út fyrir öll velsæmismörk og verð-
skuldaði þunga ofanígjöf. í gær
spurði Daily Mirror lesendur sína
hvort þeir vildu enn að Díana yrði
drottning þeirra. Spumingunni
svaraði blaðið í ritstjórnargrein
þar sem það fullyrti að hún verð-
skuldaði þá tign.
Lundúnablaðið Evening Stand-
ard sagði í gær að Elísabet Breta-
drottning hefði í aðalatriðum fall-
ist á þá skoðun að henni bæri að
borga tekjuskatt og er það tekið
til marks um að hún hyggist láta
undan kröfum almennings um
breytingar á konungdæminu. Tal-
ið er að eigur drottningarinnar
og tekjur af þeim nemi fímm millj-
örðum punda, jafnvirði 500 millj-
arða ÍSK. Talsmenn hirðarinnar
neituðu að Ijalla um frétt blaðsins.