Morgunblaðið - 27.08.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.08.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1992 15 Skákþing íslands Helgi o g Margeir berjast um titilinn __________Skák___________________ Bragi Kristjánsson ÁTTUNDA umferð í landsliðs- flokki á Skákþingi íslands var tefld á þriðjudagskvöld. Keppnin um efsta sætið stendur á milli stór- meistaranna, Helga Ólafssonar og Margeirs Péturssonar, en þeir unnu báðir skákir sínar í umferð- inni. Helgi vann öruggan sigur á Árna Ármanni Árnasyni og hélt með því naumri forystu. Margeir fylgir fast á eftir, en sigurinn á Hauki Angantýssyni náðist, eftir að sá síðarnefndi missti af peð- svinningi seint í skákinni. Hannes Hlífar Stefánsson náði þriðja sæt- inu af Hauki með sigri á Þresti Árnasyni. 8. umferð: Jón G. Viðarsson - Þröstur Þórhallsson 0-1 Þröstur Ámason - Hannes H. Stefánsson 0-1 Ámi Á. Árnason — Helgi Ólafsson 0-1 Jón Á. Jónsson - Bjöm Fr. Björnsson 0-1 Haukur Angantýsson - MargeirPéturssonO-1 SævarBjarnason-RóbertHarðarson 0-1 „Er betra að hafa svart?“ gæti ein- hver spurt. Allar skákir áttundu umferðar unnust á svart, en slíkt er mjög fátítt, ef ekki einsdæmi, á sterku skákmóti. Þröstur Þórhallsson er loksins á sigurbraut á mótinu, en hann kom Jóni Garðari í vanda með þekktri mannsfóm í byijuninni, sem sá síðar- nefndi kunni ekki nógu góð skil á. Jón Árni stóð lengi vel gegn Birni Frey, en missti tökin undir lokin, enda var þá öllum öðrum skákum lokið og orðið ljóst, að einhver álög hvíldu á hvítu mönnunum í þessari umferð! Sævar og Róbert tefldu mjög flókna og skemmtilega skák, þar sem tvö samstæð frípeð hvíts virtust mjög ógnandi, þar til afleikurinn kom. Staðan efstu manna eftir 8. um- ferð: 1. Helgi, 7 v. 2. Margeir, 6'/2 v. 3. Hannes Hlífar, 5 ‘/2 v. 4. Haukur, 5 v. 5. Róbert, 4'/2 v. 6. -7. Jón Garðar, 4 v. 6.-7. Sævar, 4 v. Við skulurn að lokum sjá fjöruga skák Þrastar Árnasonar og Hannesar Hlífars. Hvítt: Þröstur Árnason Svart: Hannes Hlífar Stefánsson Kóngsindversk vörn 1. d4 - Rf6, 2. c4 - g6, 3. Rc3 - Bg7, 4 e4 - d6, 5. f3 - 0-0, 6. Be3 - e5, 7. Rge2 - c6, 8. Dd2 - Rbd7, 9. d5 - cxd5,10. cxd5 - a6,11. b4?! Þessi leikur sýnir, að Þröstur er í ævintýraleit. Leikurinn passar þó ekki vel inn í uppbyggingu hvíts, sérstaklega ekki eftir mjög vafasamt peðsrán í 13. leik. Hvítur leikur venju- lega í þessari stöðu annaðhvort 11. Rcl, t.d. 11. - Rh5, 12. Rd3 - f5, 13. 0-0-0 - Rb6, 14. Rb4 - Bd7, 15. Kbl - Hc8, 16. Df2 - Ra4, 17. Rxa4 - Bxa4, 18. b3 - Bd7, 19. Bb6 - De8 eða 11. g4 - h5, 12. h3 - Rh7, 13. 0-0-0 - h4, 14. Kbl - Bf6, 15. Rcl - Bg5, 16. Rd3 - Rb6, 17. b3 - Bd7 og í báðum tilvikum verður staðan flókin og vandtefld. 11. - Rh5, 12. g4?! Betra hefði verið að leika 12. Rcl og koma Bfl út á borðið og hróka stutt. 12. - Rf4!, 13. Rxf4? Eftir þessar fífldjörfu peðaveiðar er hvíta taflið tapað, því nú opnast margar leiðir inn í hvítu stöðuna. Best var að leika 13. Rg3 ásamt h2-h4 o.s.frv. 13. - exf4, 14. Bxf4 - Dh4+!, 15. Kdl Ekki gengur 15. Bf2 - Df6 með hótununum 16. - Dxc3 og 16. - Dxf3. 15. - Df6, 16. Kc2 - Rb6, 17. Be2 - Bd7, 18. Bg5 - De5, 19. Bf4 - De7, 20. Kb3 - a5 Önnur leið, sem kemur til greina, er 20. - Hfc8, 21. Hacl - De8, t.d. 22. Bxd6 - Ba4+, 23. Ka3 - Bb5! o.s.frv. 21. b5 - a4+, 22. Kb4!? Hvíti kóngurinn er kominn í fremstu víglínu. 22. - Hfc8,23. Hacl - Dd8,24. Rbl Eftir 24. Bxd6? - Rxd5+!, 25. exd5 - Bxc3+, 26. Hxc3 - Da5+, 27. Ka3 - Hxc3+ vinnur svartur auðveldlega. 24. - a3, 25. Hxc8 - Dxc8, 26. Hcl Tímahrak var farið að hijá kepp- endur þegar hér var komið, sérstak- lega Þröst. Eftir 26. Bxd6 - Rc4, 27. Df4 - Bxb5 m.a. með hótuninni 28. - Ra5+ mát er hvítur vamarlaus. 26. - Db8, 27. Kb3 - Da7, 28. Db4 - Ra4, 29. b6 Hvítur fórnar peði til að koma í veg fyrir 29. - Df2 ásamt 30. - Rc5+ og ekki gengur 29. - Bxd6 vegna 29. - De3+. 29. - Rxb6, 30. Kc2 - Bb2, 31. Kdl Hvíti kóngurinn hrekst fram og aftur blindgötuna, án þess að finna leiðina út. Eftir 31. Hfl - Hc8+, 32. Kd2 - Rc4+, 33. Bxc4 - Dd4+ get- ur hvítur varla varist lengi. 31. - Ba4+, 32. Kel - Rxd5!, 33. Dd2 Eða 33. exd5 - Dgl+, 34. Bfl - He8+ og svartur vinnur. 33. - Dgl+, 34. Bfl - Rxf4, 35. Dxf4 - Bb5 og Þröstur gafst upp, því mikið liðs- tap er óumflýjanlegt. í kvöld verður 10. umferð tefld í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafn- arfirði og þá tefla: Jón Garðar — Margeir, Sævar - Björn Freyr, Þröst- ur A. - Þröstur Þ., Árni Ármann - Róbert, Helgi - Hannes Hlífar, Hauk- ur - Jón Árni. Teflt er kl. 17-23. Ertu íbílahugleiðingum? 1 SAFIR Ódýr, rúmgóðurfjölskyldubill á góðu verði. Eins og aðrir Lada bílar hefur Lada Safir reynst afbragðsvel hér á landi, enda kraftmikill og sterkur. Veldu þann kost, sem kostar minnal Opið 9-18, laugard. 10-14 Bifreiðar og landbúnaðarvélar hf. Ármúla 13, Suðurlandsbraut 14. Sími681200. MhýðublaðiðM.apnlM» "Mikligarðu' turýslinito °9 V verðbólgu apnlnwnaða' T\m\nn,11apnl199Z AMKUGaRÐUR -fyrir neytendur MIMIIMIIlií

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.