Morgunblaðið - 27.08.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.08.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1992 „ég vildi. óshx áð þu htfðir ekki sagb þjo'rimum, cdt hann úti ddci úteins og alotur kar& segéc ■6iL." * Ast er... 6-27 .. .að koma til hennar skilaboðum. TM Reg. U.S Pat Otl.—all rlghts reserved © 1992 Los Angeles Times Syndicate Og hér er indælisfrakki sem hann vex sennilega upp úr á hálfu ári. HÖGNI HREKKVÍSI „ HAKJM EIZ í SIÝ3U SKÓNUAt SÍNUM .. BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reylqavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Flugleiðir verða að svara fyrir dómstólum Frá Guðna Þórðarsyniy PÉTUR J. Eiríkssorf; framkvæmda- stjóri markaðssviðs Flugleiða hf., reynir í grein í Morgunblaðinu 19. ágúst með útúrsnúningum og fúk- yrðum að afsanna samningssvik Flugleiða um 11.000 króna fargjald farþega Flugferða/Sólarflugs, sem Flugleiðir höfðu skuldbundið sig til að flytja til London og Kaupmanna- hafnar, samkvæmt nafnalista sem þeir gerðu að skilyrði, sem hluta samnings. Það er ansi ódýr afsökun hjá Pétri nú að halda því fram að Flugleiðir hafi aldrei fengið umræddan nafna- lista. Að minnsta kosti hafa Flugleið- ir svarað skriflega bréfi sem sent var þeim í sama umslagi og nafna- listinn. Krafa Flugleiða um að 11.000 króna fargjaldið yrði einung- is bundið við nöfn ákveðinna bók- aðra farþega var til þess gerð að þessir nafngreindu farþegar fengju einir að Ijúka fargjaldi sínu með þessari greiðsluupphæð — og tryggðu þá um leið að endalok yrðu bundin á samkeppni Flugferða/Sól- arflugs við Flugleiðir. Ég hvet því alla þá farþega sem áttu bókaða flugfarseðla hjá Flug- leiðum á þessu gjaldi en fá ekki, að senda skriflega synjun Flugleiða til Jóns Oddssonar hæstaréttarlög- manns, pósthólf 561-121 Reykjavík, en hann hefur tekið að sér fyrir hönd farþeganna að reka dómsmál gegn Flugleiðum hf. Hæstaréttar- lögmaðurinn hefði ekki tekið þetta mál að sér teldi hann að með synjun Flugleiða til farþega um umsamið verð hafi þeir ekki staðið við samn- ing sinn í þeirri von að geta hirt a.m.k. 15-16.000 krónur aukalega af hveijum farþega og þeir munu í flestum tilfellum hafa gert. Það er rétt hjá markaðsstjóra Flugleiða að Flugleiðir/Sólarflug varð að hætta starfsemi eftir að hafa orðið undir í samkeppni við Flugleiðir, sem tímabundið stór- lækkuðu flugfargjöld sín, sérstak- lega á þeim leiðum sem Flugferð- ir/Sólarflug buðu. Flugleiðir munu hafa varið hundruðum milljóna króna af væntanlegum tekjum sínum í þessi sérstöku undirboð. Það bæt- ist við langvarandi tap þeirra á eigin ferðaskrifstofurekstri þar sem þeir, að eigin sögn, hafa varið 355 milljón- um króna á stuttum tíma í hinn sér- kennilega stríðsrekstur sinn við aðr- ar ferðaskrifstofur í landinu með þeim árangri að Flugleiðir eru nú langt komnir með að koma fyrir kattarnef nær öllum öðrum ferða- skrifstofum. Þannig varð rauntap tveggja stærstu ferðaskrifstofanna hátt í 100 milljónir á síðasta ári, sem þeir annars töldu hagstætt. Varla þola þær svipað annað árið í röð, nema Flugleiðir hafi þá burði til að gleypa töpin þeirra. Hefur þetta „ferðaskrifstofustríð“ Flugleiða kostað þá álíka miklar ijárhæðir og allur hinn frægi fjárhagsvandi heil- brigðisþjónustunnar í landinu. Pétur J. Eiríksson ætti annars að geta talað af kunnugleika um rekstr- arvandræði fyrirtækja. Forveri Flug- leiða, Flugfélag íslands hf., hafði tvisvar farið á hausinn og var komið að fótum fram í þriðja sinn er stjórn- völd neyddu brautryðjendur Loft- leiða til að afhenda eignir og mark- aðsaðstöðu í björgunarstarfsemina. Þannig urðu Flugleiðir hf. til. Þetta dugði þó skamma hríð því fáum árum síðar var komið að rekst- arstöðvun hjá Flugleiðum. Þúsundir farþega hefðu strandað út um víða veröld (því að Flugleiðir hafa enga tryggingu fyrir heimflutningi far- þega sinna ef illa fer með rekstur- inn) hefði íslenska ríkið þá ekki kom- ið í veg fyrir slíkt með því að veita Flugleiðum stórfellda, og að vísu umdeilda, fyrirgreiðslu og sett Flug- leiðum hf. þá fjárhagseftirlitsmenn í gjörgæslunni. Vonandi lendir Pétur markaðsstjóri ekki í svipaðri aðstöðu hjá Flugleiðum, sem að vísu er orðið skuldugasta fyrirtæki landsins með stóran hluta af öllum erlendum skulduin íslands á bakinu. Verst er þó að hinar nýkeyptu flugvélar í skuldum hafa þegar fallið gífurlega í markaðsverði og hluta- bréf Flugleiða að sama skapi. Þetta hefur orðið til þess að lífeyrissjóðir láglaunafólksins í landinu, sem hafa keypt Flugleiðahlutabréf fyrir háar upphæðir, hafa þegar orðið fyrir tugmilljóna tapi vegna Flugleiða og ekki myndi hagurinn vænkast ef stjórnvöld myndu Iáta af þeim ósið að sleppa Flugleiðum, einum ís- lenska flugrekstraraðila, við að greiða skatta og landsútsvar af flug- vélaeldsneyti. 'GUÐNI ÞÓRÐARSON Góðar myndir Frá húsmóður í Austurbænum: ÉG VARÐ fyrir miklum vonbrigðum þegar ég leit í menningar- og lista- blað Morgunblaðsins síðastliðinn laugardag og fann ekki myndina sem ég var að leita að. Ég hef ákaf- lega gaman af því að skoða ljós- myndir og síðastliðnar víkur hafa verið stórar og listrænar myndir sem eru unnar með nýrri tækni og gerir hún þær mjög áhugaverðar. Verður haldið áfram að birta þessar myndir? Svar: Hjá Hávari Siguijónssyni, umsjónarmanni Menningarblaðsins, fengust þær upplýsingar að mynd- irnar verða áfram vikulega fram í október en ekki hefur verið tekin ákvörðun um framhaldið. Ástæðu þess að síðasti laugardagur féll úr sagði Hávar vera þá að ljósmyndar- inn sem sæi um myndirnar hefði tekið sér frí í vikunni. Víkverji skrifar að er ýmislegt sem kemur Vík- verja spánskt fyrir sjónir, þeg- ar fréttamat Stöðvar 2 er annars vegar. Síðastliðinn laugardag var ýtarleg umfjöllun í 19:19 um loka- undirbúning KA og Vals í meistara- flokki karla, vegna komandi úrslita- leiks í Mjólkurbikarnum, sem fram fór sl. sunnudag. Þessi umfjöllun var í sjálfu sér ágætis efni, líflegt og mannlegt. En það sem fór fyrir bijóstið á Víkverja þetta kvöld var að fréttaþulurinn sagði, þegar um- fjölluninni var lokið, að því væri við þetta að bæta, að meistaraflokkur kvenna ÍA hefði fyrr um daginn unnið Breiðablik í úrslitaleik kvenna í sama móti, og ekki orð meir um það. XXX Stöð 2 taldi það sem sagt ekki slíkan fréttaviðburð að meist- araflokkar kvenna þessara félaga léku til úrslita um Mjólkurbikarinn, að það tæki því að senda tökulið á staðinn. Það var meiri fréttaviðburð- ur að karlarnir undirbjuggu sig fyr- ir úrslitaleik, en að konur léku til úrslita. Þetta er síður en svo eins- dæmi og Víkveiji dagsins telur að fréttamat sem þetta sé afar brengl- að og einkennist ekki af neinu öðru en karlrembuhætti. Til samánburðar má geta þess að Ríkissjónvarpið var með myndarlega frétt og myndsýn- ingu frá úrslitaleik kvennanna, og var úrslitanna raunar getið í upp- hafi fréttatíma, eins og um „raun- verulega frétt“ væri að ræða. Ekki voru karlamir og undirbúningurinn fyrir úrslitaleikinn næsta dag, úti í kuldanum hjá Ríkissjónvarpinu af þessum sökum, heldur var sérstakur skemmtiþáttur undir stjóm Þorgeirs Ástvaldssonar helgaður úrslitaleikn- um næsta dag. Það eina sem Vík- veija fannst einkennilegt við þann þátt, var að það var eins og orðið áhangendur væri ekki til í orðaforða stjórnandans. Hann sagði hvað eftir annað: „áangendur“, hvað svo sem það nú er. XXX Annars er Víkveiji nýkominn frá skammri dvöl í Danmörku og þar átti hann þess kost að bera saman fréttaflutning sjónvarps- stöðva Dana og Svía af gangi mála á Ólympíuleikunum í Barselóna. Skemmst er frá því að segja að Víkveiji telur að Danir hafi staðið sig mun betur en Svíar í fréttaflutn- ingnum, því þeir féllu ekki í það far að einblína um of á „sína menn“ heldur fluttu þeir miklar fregnir af gangi flestra keppnisgreina, allt eft- ir því hvað var mest spennandi eða mest í sviðsljósinu hveiju sinni. Sjónvarpsumfjöllun Dana hafði að mati Víkveija á sér alþjóðlegt yfir- bragð, þar sem fagmennsku var gætt í hvívetna. Svíar á hinn bóginn vom svo uppteknir af „sínum mönn- um“ að það var nánast eins og aðr- ir væm ekki að keppa. Þegar fylgst var með beinni útsendingu sænska sjónvarpsins frá Barselóna varð hún á stundum hálfhlægileg, því ef Svíar voru ekki í sviðsljósinu, þá var mis- kunnarlaust skipt yfir í „stúdíó" í Stokkhólmi, þar sem stjómandinn hafði kvatt til liðs við sig einhveija sænska spekinga, sem vom með vangaveltur, heimspekilegar, fræði- legar, tæknilegar, um möguleika Svía á þessu sviðinu eða hinu. xxx Til dæmis vora slíkir spekingar þegar farnir að ræða um ólympíumeistara Svía í handknatt- leik, þrátt fyrir að úrslitaleikurinn við Samveldisliðið væri framundan. Víkveiji verður að viðurkenna það hér og nú, að þessi sjálfumgleði Svíanna fór svo í taugamar á hon- um, að hann gat ekki annað en samglaðst Samveldislöndunum inni- lega, þegar þau lögðu Svía að velli í úrslitaleiknum. I í y 4 I I 4 4 4 4 4 i Í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.