Morgunblaðið - 27.08.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.08.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1992 Skemmdir á skreiðarhausum í flutningi Eimskip vísar á bug ásökunum um gallaða gáma EIMSKIP vísar á bug ásökunum sem fram hafa komið um að skemmdir á skreiðarsendingum til Nígeríu megi rekja til lélegs ástands gáma í rekstri félagsins. í þeim tjónakröfum sem fram hafa komið hafí ekkert fundist athugavert við gámana, hvorki að þeir væru skemmdir né gallaðir. í greinargerð sem Eimskip hef- ur sent frá sér sökum þessa máls kemur m.a. fram að kaupendur hafa frá 13. febrúar sl. lagt fram tjónakröfur sem allar eru á hendur Baco Line, skipafélaginu sem flyt- ur skreiðina milli Hamborgar og Nígeríu. Baco Line hefur orðið fyrir hótunum um kyrrsetningu skipa vegna skreiðarflutninga og því óskaði það eftir skoðun á inni- haldi 22 gáma 8. júní sl. og aftur skoðun á innihaldi 31 gáms 14. ágúst sl. í fyrra tilvikinu reyndist farmi í 10 gámum vera ábótavant og í síðara tilvikinu reyndist farmi í 23 gámum vera ábótavant. í báðum tilvikum kom hins vegar fram að ekkert var athugavert við gámana sjálfa og þeir hvorki skemmdir né gallaðir. Sökum þessa hafði Eimskip frumkvæði að því að rannsókn yrði gerð á orsök vandans og hef- ur fengið Rannsóknastofnun físk- iðnaðarins til að gera rannsókn á skreiðinni með tilliti til rakainni- halds, hleðslumáta í gáma og áhrif hitasveiflna í flutningi. Jorge Chaminé á tónleikum ásamt Teresu Berganza. Spænsk og suð- ur-amerísk tón- list í Operunni PORTÚGALSKI barítónsöngvarinn Jorge Chaminé heldur tónleika á vegum Styrkt- arfélags íslensku óperunnar í kvöld, fimmtudagskvöldið 27. ágúst, klukkan 20.30. Á efnisskránni verða spænsk, port- úgölsk og suður-amerísk lög, sem sungin eru við píanóundirleik Marie-Francois Bucquet og tangosöngvar, sem sungnir eru við undirleik Oliviers Manoury, sem leikur á bandaneon. í fréttatilkynningu segir að Jorge Chaminé hafí getið sér mjög gott orð og oft fengið frábæra dóma fyrir söng sinn á undanfömum árum. Nú í sumar kom hann fram í óperunni Carmen eftir Bizet, sem sett var upp í Sevilla í tilefni af heimssýningunni þar og stjómað af Placido Domingo. Marie-Francoise Bucquet píanóleikari stundaði nám við tónlistarháskólana í Vínar- borg og í París. Hún hefur komið fram sem einleikari með mörgum sinfóníuhljómsveitum og haldið einleikstónleika víða um lönd. Olivier Manoury er sjálfmenntaður tónlist- armaður. Hann er íslendingum að góðu kunn- ur þar sem hann hefur oft komið fram á tón- leikum hér á landi, ýmist í samvinnu við suð- ur-ameríska hljóðfæraleikara eða við íslenska, svo sem Tómas Einarsson og Bubba Morth- ens. Skóflustunga að Digraneskirkju í dag Deilur enn uppi um fyrirhug- aða kirkjubyggingu á Yíghól Samið hefur verið við verktaka og er áætlaður kostnaður 200 milljónir króna ÁFORMAÐ er að taka fyrstu skóflustunguna að Digraneskirkju við Gagnheiði 3, í dag. Að sögn Jónasar Frimannssonar í framkvæmda- nefnd Digranessóknar, hafa verktakar þegar verið ráðnir að verkinu og er kostnaður áætlaður um 200 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið um áramót 1993 til 1994. Aðalsteinn Pétursson formaður Víghólasamtakanna, segir að allt verði gert til að stöðva framkvæmdir, þar sem aðalsafnaðarfundur hafi ekki fjallað tun né samþykkt tillögu hönnuða að kirkjubyggingunni eða áætlaðan kostnað. Heilsufélagið og Flugleiðir kosta ferðir Þjóðveijanna Vegna fréttar i Morgunblaðinu í gær um komu hóps Þjóðverja hingað til lands og vísindalega könnun í Bláa lóninu, óskar Grímur Sæmundsen fram- kvæmdastjóri Islenska heilsufé- lagsins hf. eftir að eftirfarandi komi fram: „Ferðir Þjóðveijanna hingað til lands eru kostaðar af íslenska heilsufélaginu í samvinnu við Flug- leiðir. Þjóðveijamir eru valdir til þátttöku í verkefninu af samstarfs- aðila íslenska heilsufélagsins í Þýskalandi, en sá aðili hefur í mörg ár átt samstarf við þýska sjúkra- sjóði um lækningaferðir þýskra Psoriasis-sjúklinga til Dauðahafsins í ísrael. Eins og fram hefur komið í fréttum stofnaði íslenska heilsufé- lagið í samvinnu við Grindavíkurbæ, hlutafélag síðastliðið vor, sem nefn- ist Heilsufélagið við Bláa lónið, sem hefur að markmiði uppbyggingu heilsuferðaþjónustu við lónið og þróun heilsuvöru úr hráefnum tengdum Bláa lóninu." í gær þegar komið var að, höfðu fjórir aðilar að Víghólasamtökunum rifíð upp hæla sem starfsmenn Kópa- vögsbæjar höfðu sett út til að marka fyrir byggingunni á lóðinni. Að sögn Magnúsar Bjarnasonar verkefnis- stjóra, var fólkinu bent á að menn væru einungis að vinna sitt verk á lóð sem bærinn hafi úthlutað undir kirkjubyggingu og þau beðin um að láta hælana framvegis afskiptalausa. Allt gert til að stöðva framkvæmdir „Við munum gera allt sem við getum til að stöðva framkvæmdimar við kirkjuna, þar sem söfnuðurinn hefur ekki fjallað um það hvort það eigi að byggja þessa kirkju," sagði Aðalsteinn Pétursson formaður Víg- hólasamtakanna. Samtökin fengu nýlega staðfestingu fyrir því að 27. ágúst ætti að taka fyrstu skóflu- stunguna. Dagsetningin misritaðist á boðskortunum en þar segir að at- höfnin eigi að fara fram fimmtudag- inn 27. september. „Það eina sem fjallað hefur verið um í söfnuðinum eftir því sem við best vitum, er að meirihluti hefur verið fyrir því að sækja um lóð á þessum ákveðna stað en teikningam- ar og kostnaður við bygginguna hef- ur aldrei verið Iagður fyrir aðalsafn- aðarfund. Við höfum mætt á tvo síð- ustu fundi og þar fékkst þetta ekki rætt en á fundinum árið 1989 skilst okkur að samþykkt hafí verið að halda því til streitu að sækja um þessa einu lóð.“ Sagði hann, að lögfræðingur sam- takanna væri að kanna til hvaða ráða yrði gripið en frestur til að halda aðalsafnaðarfund rennur út í byijun september eins og fram komi í bréfí prófasts til stjómar. „Það er ljóst að á þeim fundi verður tekist á um þetta mál og við teljum okkur alveg örugg með meirihluta þar,“ sagði Aðalsteinn. „Framkvæmdir hljóta þá að verða stöðvaðar hafí þær verið hafnar." Höfum fullt umboð Jónas Frímannsson, sagði það ekki nýtt að deilt væri um kirkjubyggingu á þessum stað. Andstaða hafi verið við bygginguna frá næstu nágrönn- um um langt árabil. „Á aðalsafnaðar- fundi fyrir rúmu ári fylltu andstæð- ingar kirkjubyggingarinnar liði og gerðu tilraun til að steypa stjóminni og rifta fyrirætlunum um bygging- una,“ sagði Jónas. „Það mun vafa- Iaust endurtaka sig í ár og næstu ár en við höfum fullt umboð frá okk- ar söfnuði til að taka þær ákvarðan- ir sem teknar hafa verið þar á með- al að ráðast í kirkjubyggingu. Það er engin spuming um það. Annað er útúrsnúningur að umboð okkar sé takmarkað við vissa þætti. Ég kannast ekki við það.“ Jónas sagði, að mistök hafi orðið við prentun boðskorta og var haft persónulegt samband við vel flesta og þau leið- rétt en flestir höfðu skilið að átt var við fimmtudaginn 27. ágúst. Samið við hönnuði og verktaka Samið hefur verið við hönnuði og verktaka um framkvæmdir og er Benjamín Magnússon arkitekt, hönnuður kirkjunnar, Verkfræði- stofa Guðmundar Magnússonar sér um burðarþol, Lagnatækni um pípu- lagnir og loftræsi, Rafteikning hf. um raflagnir, Stefán Einarsson verkfræðingur um hljómburð, og Hjördís Stefánsdóttir arkitekt hefur gert líkan að kirkjunni. Áætlaður kostnaður er um 200 milljónir króna og var jarðvinna boðin út og samið við Suðurverk hf., Hvolsvelli. Þá hefur verið samið við Hallvarð Sig- urð Guðlaugsson húsasmíðameist- ara og Bjöm A. Kristjánsson múrarameistara, sem meistara á hefðbundinn hátt samkvæmt reikn- ingi. „Flestir frágangsþættir verða boðnir út síðar,“ sagði Jónas. „Við höfum ekki legið á upplýsingum, öðru nær. Það var meðal annars gengið í hús í næsta nágrenni og kirkjubyggingin kynnt. Komu fram skiptar skoðanir meðal íbúanna. Sumir vom hlynntir byggingunni og ber kannski minna á fréttum af þeim en sumir andvígir og því er ekki að leyna að þeir sem búa næst kirkjunni vom flestir andvígir. Við fengum upplýsingar um hvað það væri sem þeir óttuðust og síðan var leitast við að taka tillit til þess við hönnun kirkjunnar,“ sagði Jónas. Indónesar réðu ekki við úrspil íslendinga Brids Guðm. Sv. Hermannsson ÍSLENDINGAR halda sér enn í hópi efstu liða í sínum riðli á Ólympíumótinu í Salsomaggi- ore, þrátt fyrir töp gegn Hol- landi og Tævan í 10. og 11. umferð, þar sem hin liðin á toppnum átti einnig í erfiðleik- um. Liðið var í 2.-3. sæti ásamt Svíum eftir 11. umferðir en margar þjóðir voru þá farnar að nálgast mikilvægu sætin fjög- Töpin tvö komu í kjölfar stórsig- urs á Indónesum, 25-2, en Indónes- ía hefur lengi verið í hópi sterkustu bridsþjóða í heimi og oft verið framarlega á heimsmeistara- og ólympíumótum. Sigurður Sverris- son og Jón Baldursson voru í miklu stuði gegn Indónesum, sérstaklega Sigurður sem var sagnhafi í hverju spilinu af öðru og vann þau öll. Þar á meðal þetta: Vestur spilaði út tígulQarka sem Sigurður fékk á níuna heima. Hann Norður ♦ D973 y 109832 ♦ Á102 ♦ K Vestur Austur ♦ G ♦ Á1042 ♦ KG5 *Á74 ♦ D8764 ♦ 3 ♦ G763 ♦ 109542 Suður ♦ K865 VD6 ♦ KG95 ♦ ÁD8 Vestur Norður Austur Suður Tuerah JB George SSv pass pass pass 1 grand pass 2 lauf pass 2 spaðar pass 4 spaðar/ +620 spilaði spaða á drottningu og aust- ur drap með ás og skipti í laufa- tvist, sem átti eftir að hafa slæmar afleiðingar. Sigurður tók slaginn með kóng í borði og spilaði spaða- níunni og hleypti henni hringinn. Hann spilaði næst spaða á áttuna og tók spaðakóng en vestur henti einum tígli og tveimur laufum. Þá kom tígull á tíuna og tígulásinn var tekinn. Nú biðu þrír slagir heima á hend- inni en þangað var engin örugg innkoma. Sigurður fór bestu leiðina þegar hann spilaði hjartatvistinum á drottninguna; þá vinnst spilið alltaf ef hjartagosinn er annar því vömin verður annaðhvort að gefa sagnhafa innkomu eða eyðileggja fyrir sér hjartaslag. Þessi lega var ekki fyrir hendi en vestur las ekki spilið rétt, heldur hélt að austur ætti háspil í laufi fyrst hann hafði spilað lægsta laufinu sínu. Vestur spilaði því laufi og þá gat Sigurður gætt sér á fríslögunum. Við hitt borðið gerðu Guðmundur Páll Am- arson og Þorlákur Jónsson engin mistök í vöminni og hnekktu 4 spöðum svo ísland græddi 12 impa. Þetta var svo síðasta spil leiks- ins: Hafi Indónesíumennimir gert sér vonir um að Jón yrði eitthvað auð- veldari viðfangs en Sigurður urðu þeir brátt fyrir vonbrigðum. Vestur spilaði út hjartasjöu og Jón treysti honum fyrir að eiga öll útistand- Norður ♦ ÁD2 ♦ D102 ♦ Á983 ♦ D106 Vestur Austur ♦ 109853 ♦ 64 ♦ ÁK87 ♦ G3 ♦ K75 ♦ G1062 ♦ K ♦ 98732 Suður ♦ KG7 ♦ 9654 ♦ D4 ♦ ÁG54 Vestur Norður Austur Suður George SSv Tuerah JB pass 1 spaði dobl pass 2 grönd pass 3 grönd/ +600 andi háspilin fyrir opnuninni. Jón stakk því upp hjartadrottingu í borði og spilaði laufí á ás! Þegar kóngurinn kom siglandi voru 9 slagir mættir. Við hitt borðið var spilaður sami samningur en Guð- mundi og Þorláki tókst að hnekkja honum og aftur græddi ísland 12 stig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.