Morgunblaðið - 27.08.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.08.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1992 31 Minning Jóna A. Illugadóttir Fædd 7. júlí 1918 Dáin 22. ágúst 1992 í dag verður til moldar borin frú Jóna Alda Ulugadóttir, Ásgarði 8 hér í borg, en hún lést í Landspítal- anum 22. ágúst síðastliðinn eftir skamma sjúkdómslegu. Að Jónu Öldu stóðu sterkir stofnar. Foreldr- ar hennar voru Illugi Hjörtþórsson, skipstjóri í Landlyst Vestmannaeyj- um og Guðný Eyjólfsdóttir ættuð frá Miðskála undir Eyjafjöllum. Illugi faðir hennar var fæddur á Skúmsstöðum á Eyrarbakka þar sem Hjörtþór faðir hans var versl- unarmaður. Foreldrar Hjörtþórs voru Illugi Ketilsson, hreppstjóri í Síðumúla í Borgarfirði, og kona hans, Vigdís Þórðardóttir prests í Lundi, Lundarreykjadal Jónssonar. Guðný móðir hennar var dóttir Eyjólfs Ketilssonar bónda að Mið- skála, síðar Rafnseyri, Vestmanna- eyjum, og konu hans, Guðrúnar Guðmundsdóttur, en þau voru bæði komin af hinni miklu ætt Valda Ketilssonar á Sauðhúsvelli, sem var afkomandi Halldórs Skúlasonar, sýslumanns í Þykkvabæjarklaustri. Guðný Eyjólfsdóttir ólst upp hjá föðursystur sinni, Þuríði Eyjólfs- dóttur, og manni hennar, Jóni Stef- ánssyni í Úthlíð, Vestmannaeyjum. Jón Stefánsson drukknaði á mótor- bátnum Haffara 1916. Guðný var trúlofuð Ágústi Sigurhanssyni frá Brimnesi og átti með honum tvær dætur, Guðrúnu, f. 6. september 1910, og Sigríði, f. 5. júní 1912. Guðrún ólst upp hjá móður sinni í Úthlíð en Sigríður í Brimnesi hjá föðurfólki sínu. Unnusta sinn miss- ir Guðný ásamt tvíburabróður sín- um þegar vélbáturinn Fram fórst við Vestmannaeyjar 15. janúar 1914. Hún eignast síðan Jónu Öldu 17. júlí 1918. Jóna Alda ólst upp í Úthlíð með móður sinni og systur ásamt Þuríði afasystur sinni og liennar börnum. Þá átti hún sitt annað heimili í Langholti hjá Ólafíu Jónsdóttur frænku sinni og hennar manni, Guðjóni Scheving, og þeirra böm- um. Jóna bjó við gott atlæti í æsku og var umvafin miklum frændgarði en fór á mis við uppeldi og sam- gang við föður sinn. Hinn 6. október 1944 gekk hún að eiga Pál Guðmundsson, f. 5. september 1914, frá Stokkseyri. Poreldrar Páls voru Guðmundur Pálsson ættaður frá Galtarholti á Rangárvöllum og kona hans, Magnea Halldórsdóttir, sem komin var af Helluvaðsætt í Holtum. Jóna og Páll byijuðu sinn búskap í Lundi og fluttist Guðný móðir Jónu þá til þeirra og einnig afi hennar, Eyjólf- ur Ketilsson, þá kominn á tíræðis- aldur og var hann hjá þeim til dauðadags. Mikið jafnræði var með þeim hjónum Jónu og Páli og vom þau samhent í þvi að hlúa að skyldum og vandalausum allan sinn búskap. Þeim varð ekki barna auðið en árið 1954 tóku þau í fóstur Sigríði Vig- dísi Gunnlaugsdóttur, þá 4 ára. Móðir Sigríðar Jóhanna Margrét Jónsdóttir, ættuð frá Mið-Grund undir Eyjafjöllum, hafði dáið frá finim ungum börnum sínum og varð eiginmaður hennar, Gunnlaug- ur Sigurðsson frá Hruna, að leysa upp heimilið og koma bömunum í fóstur. Jóna og Páll ólu Sigríði upp sem sína eigin dóttur og naut hún alls þess besta sem barn getur óskað sér; ást og umhyggju góðra for- eldra. Þau veittu af kærleika og örlæti hinu móðurlausa barni gott uppeldi. Hún hefur líka reynst fóst- urforeldrum sínum góð dóttir. Eins og áður sagði byijuðu Jóna og Páll búskap í Lundi en fluttu árið 1956 í nýbyggt hús sitt á Hóla- götu 22 og búa þar til ársins 1964 er þau flytja til Reykjavíkur. Þar festu þau kaup á raðhúsi við Ás- garð og Páli varð verslunarstjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands. Starfs- vettvangur Jónu var fyrst og fremst heimilið því Guðný móðir hennar flutti með þeim frá Eyjum og Guð- mundur faðir Páls flutti einnig til þeirra og var hjá þeim síðustu æfi- árin, en hann lést árið 1968. Jóna hlúði að hinum öldruðu foreldrum þeirra og tók miklu ástfóstri við Guðnýju Öldu, dóttur Sigríðar, sem fæddist 8. júní 1970. Hún saknaði Vestmannaeyja í fýrstu en var fljót að aðlagast í Reykjavík og vildi hvergi annars staðar vera. Ég kynntist þessum elskulegu hjónum vegna vinskapar okkar Siggu fósturdóttur þeirra og fann strax fyrir þeirri miklu góðvild sem frá þeim stafaði og birtist í allri þeirra framkomu við menn og mál- leysingja. Ávallt hef ég notið mikill- ar gestrisni og velvildar á heimili þeirra og er þakklát fyrir að hafa kynnst þessu góða fólki. Það urðu mikil umskipti í lífí Jónu þegar Sigga gifti sig og flutti með Guðnýju Oldu dóttur sína til Bandaríkjanna í janúar 1979. Sama ár lést Guðný Eyjólfsdóttir móðir Jónu 89 ára. Eiginmaður Sigríðar er Ralph Dean Clark, kennslustjóri við O.T.I. Technology Institute í Waycross í Georgíufylki. Þeirra böm eru Vict- oria Magdalena, f. 19. nóvember 1979, og Páll Dean, f. 22. júní 1982. Guðný Alda flutti til íslands fyrir þremur árum og var það Jónu og Páli mikilsvirði. Unnusti Guðnýjar Öldu er Engilbert Adolfsson. Þó að höf og lönd skildu fjölskyld- urnar að var alltaf mikið og gott samband þeirra í milli. Sigga kom eins oft og hún gat með sína fjöl- skyldu og hringdi alltaf annan hvem sunnudag. Hún var komin hingað sólarhring eftir að móðir hennar veiktist til að standa við hlið föður síns þessa erfíðu daga. Nú er skarð fyrir skildi á heimil- inu í Ásgarðinum, Páll hefur misst sinn kæra lífsförunaut eftir nær fimmtíu ára samfylgd. Elskandi dóttir sér á bak þeirri konu er gekk henni í móðurstað fjögurra ára og barnabörnin trega ástríka ömmu. Við fjölskyldan í Öldutúninu send- um þeim öllum innilegar samúðar- kveðjur. Hvað er það ljós, sem lýsir fyrir mér þá leið, hvar sjón mín enga birtu sér? Hvað er það ljós, sem ljósið gjörir bjart og lífgar þessu tákni rúmið svart? Hvað málar ást á æskubrosin smá og eilíft líf í feiga skörungs brá? Hvað er þitt ljós, þú varma hjartans von sem vefur faðmi sérhvem tímans son? Guð er það Ijós. (Matth. Jochumsson.) - Guð blessi minningu Jónu Öldu Illugadóttur. Guðlaug Konráðsdóttir. í dag fer fram í Bústaðakirkju útför frænku minnar, Jónu Öldu Illugadóttur. Hún var fædd og upp- alin í Úthlíð í Vestmannaeyjum. Móðir hennar var Guðný Eyjólfs- dóttir, sem fædd var 7. júní 1890, d. 10. febrúar 1979. Guðný hafði fylgt föðursystur sinni, Þuríði Ket- ilsdóttur, úr föðurhúsum hennar frá 7 ára aldri. Amma mín, Þuríður, sagði mér að Guðný hefði komið til hennar strax eftir brúðkaup hennar, en hún giftist Jóni Stefáns- syni frá Miðskála undir Eyjafjöllum, f. 21. júlí 1898. Guðný, móðir Jónu, var síðan með Þuríði og börnum hennar í Úthlíð og þar ólst Jóna upp við gott atlæti og þar var hún þar til hún giftist eftirlifandi manni sínum, Páli Guðmundssyni, verslun- arstjóra, fæddum á Stokkseyri 5. september 1914. Þau giftu sig í Vestmannaeyjum 6. októver 1944 og átti móðir henn- ar síðan heimili hjá þeim. Þau flutt- ust til Reykjavíkur 1964 og bjuggu þar síðan. Þau eignuðust ekki böm en ólu upp Sigríði Gunnlaugsdóttur frá 4 ára aldri, hún var þeirra augasteinn. Mikill samgangur var alla tíð milli móður minnar og Jónu og öll systkinin í Úthlíð báru hana á hönd- um sér, enda var þetta allt mikið öðlingsfólk, það fengum við systkin- in í Langholti fljótt að kynnast. Alla mína æsku og fullorðinsár vorum við Jóna miklar vinkonur, hún var níu árum eldri en ég og var mér sem systir. Þegar ég fór að heiman hafði ég alltaf mikið samband við Jónu og hún reyndist mér og minni fjölskyldu vel. Þegar börnin voru lítil var mikill samgang- ur á milli heimila okkar í Vest- mannaeyjum en Jóna var einstak- lega barngóð. Árin liðu og fiarlægð- in óx eins og gerist í þessu nútíma- þjóðfélagi en alltaf vissum við hvor af annarri, ég tók upp símann og hringdi í Jónu frænku ef mig vant- aði að vita eitthvað um köku- og mataruppskriftimar frá gömlu dög- unum. Jóna var frekar heilsuhraust alla ævi þar til hún veiktist skyndi- lega þann 2. ágúst sl. og lést hún í Landspítalanum aðfaranótt 22. ágúst 1992. Mikill harmur er kveðinn að Páli eiginmanni hennar, en þau vom mjög samrýnd og hafa aldrei verið langt frá hvoru öðru öll þessi ár. Sólarhring eftir að Jóna veiktist kom Sigríður, fósturdóttir þeirra, strax heim frá Ameríku en þar er hún búsett og sýnir það meira en orð fá lýst sambandi hennar við fósturforeldra sína og var hún Páli mikil stoð þessa erfiðu daga. Ég og fjölskylda mín sendum þeim Páli innilegar samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa þau í sorg- inni og veita þeim styrk til að tak- ast á við ókomna tíð. Blessuð sé minning frænku minnar, Jónu Öldu. Steina Scheving. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ADOLF HALLGRÍMSSON, fyrrverandi loftskeytamaður frá Patreksfirði, til heimiiis f Stóragerði 14, Reykjavík, lést í Landspítalanum föstudaginn 21. ógúst. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 28. ágúst kl. 15.00. Helga Guðmundsdóttir, Hilmar Adolfsson, Svava Hauksdóttir, Gylfi Adolfsson, Vilborg Geirsdóttir, Hildigunnur A. Dixon, Louis T. Dixon, Adolf Þráinsson, Aðalheiður Pálmadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Haustmisseri Fræðslumiðstöðvar RKÍ Málþing verður hald- ið um þróunaraðstoð FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ Rauða kross íslands hefur gefið út rit sem hefur að geyma upplýsingar um námskeið og námstefnur á vegum RKÍ, Rauða kross deilda og Ungmennahreyfingar RKÍ á haustönn. Mest ber á hefðbundnum námskeiðum sem tengjast skyndihjálp, forvörnum og almennri Rauða kross fræðslu, en einnig er bryddað upp á nýjungum. I október mun RKI ásamt alþjóða- stofnun Háskóla íslands gangast fyrir málþingi um þróunaraðstoð, sem haldið verður í Odda. Einnig verður námskeið fyrir sendifulltrúa Rauða krossins haldið í Munaðamesi í Borgarfírði í október. Námskeiðið fer fram á ensku og á því er fólk búið undir hjálparstörf vegna nátt- úruhamfara eða stríðs. Til þess að gerast sendifulltrúi er skilyrði að hafa setið slíkt námskeið. Ungu fólki í Rauða krossinum býðst að sækja námskeið til undir- búnings sjálfboðastarfi erlendis, en nú er til dæmis í gangi sjálfboðaverk- efni í Gambíu. Til þess að komast á slíkt námskeið þarf að sækja grunnn- ámskeið um Rauða kross hreyfmg- una en það verður haldið í september. Námskeið fyrir nýbúa, sem sér- staklega eru sniðin fyrir fólk frá fjar- lægum menningarsvæðum sem sest hefur að á íslandi, verða tvö í haust. Annað fer fram á tælensku en hitt á kínversku. Fólk búsett hér á landi sem á þessi tvö tungumál að móður- máli er vel á þriðja hundrað. Námstefna um alnæmi sem RKÍ, Landsnefnd um alnæmisvarnir og Samtök áhugfólks um alnæmisvand- ann standa sameiginlega að, verður haldin í október. Aðalfyrirlesarar eru tvær sænskar konur, sem hafa getið sér orð fyrir störf sín að alnæmismál- um í Svíþjóð. Starfslokanámskeið verða haldin á nokkrum stöðum á landinu á haustmisseri. Eins og nafn- ið bendir til er fræðslan sniðin að þörfum þeirra sem eru að ljúka eða hafa þegar lokið starfsævinni. Á vegum Ungmennahreyfingar RKÍ verða haldin námskeið fyrir sjálfboðaliða Vinalínunnar og fyrir þá sem vilja leggja Rauða kross hús- inu lið. Þátttakendur beggja nám- skeiða þurfa að þekkja til grundvall- arreglna og skipulags Rauða kross- ins. (Fréttatilkynning) + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LIUA ÁGÚSTARDÓTTIR fró Lýsuhóli, til heimilis f Asparfelli 6, Reykjavfk, lést á Borgarspítalanum 18. ágúst. Útför hennar hefur farið fram. Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð. Aðalheiður Edilonsdóttir, Sveínn Kristjónsson, Magnea Edilonsdóttir, Kristófer Edilonsson, Ásthildur Geirmundsdóttir, Gústaf Edilonsson Bergljót Óladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, INGIMUNDUR S. MAGNÚSSON fró Bæ, Króksfirði, Hofgörðum 2, Seltjarnarnesi, sem andaðist f Landspítalanum 21. ágúst síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 28. ágúst nk. kl. 10.30. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Sjöfn K. Smith, Magnús Ingimundarson, Brynja Haraldsdóttir, Sverrir Ingimundarson, Steinþóra Ágústsdóttir, Laufey Anna Ingimundardóttir, Hjördís Ingimundardóttir, og barnabörn. Útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, HULDU SVEINSDÓTTUR, Kambahrauni 30, Hveragerði, verður gerð frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 29. ágúst kl. 14.00. Erlendur Hilmisson, Hólmfríður Hilmisdóttir, Björg Hilmisdóttir, Brynjólfur Hilmisson, Júlfana Hilmisdóttir, Harpa Hilmisdóttir, ■ ■■■iiiii iiiiii uvoauii, og barnabörn. Guðlaug Bjarnþórsdóttir, Hilmar Magnússon, Úlfar Andrésson, Anna Högnadóttir, Viktor Sigurbjörnsson, Óskar Sigurþórsson + Einlægar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför SIGURGRÍMS GRÍMSSONAR verkstjóra. Sérstakar þakkir sendum við til starfsfólks og lækna deildar 13D Landspítalanum. Valgerður Bjarnadóttir, Erna Ragnheiður Sigurgrfmsdóttir, Árni Ólafsson, Bjarni Sigurgrfmsson, Hjördís Óskarsdóttir, Ingibjörg Sigurgrfmsdóttir, örn Leósson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.