Morgunblaðið - 27.08.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.08.1992, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1992 Stjórnarandstaðan á Alþingi Stj ómarskrárbreyting- og kosningar nauðsynlegar STJÓRNARSKRÁIN og Evrópskt efnahagssvæði, EES, voru rædd í gær á AJþingi við fyrstu umræðu um frumvarp til laga um breytingu á 21. grein stjórnarskrárinnar. Þingmenn vitnuðu mjög til álita og skrifa annarra um þessi atriði málstað sínum til stuðnings. Bæði til lögspekinga og einnig til pólitískra andstæðinga. Forystumenn stjórnarandstöðunn- ástæða til að kanna þörf á nýju ar standa sameiginlega að tveimur ákvæði í stjórnarskrána sem kvæði frumvörpum um breytingar á stjórn- skýrt á um heimildir til þátttöku í arskrá lýðveldisins Islands og einni þingsályktunartillögu um þjóðarat- kvæðagreiðslu vegna EES. Stein- grímur Hermannsson (F-Rn) hafði framsögu fyrir frumvarpi sem varðar breytingu á 21. grein stjórnarskrár- innar. Framsögumaður vísaði m.a. í sinni ræðu til þess að mikil umræða um fullveldisafsal hefði spunnist í tengslum við umræðuna um EES og mismunandi álitsgerðir lögvísra manna hefðu verið lagðar fram. Nú væri það svo að í 21. grein stjómar- skrárinnar væri ekki minnst á fram- sal á ríkisvaldi, en hún hljóðaði nú svo: „Forseti lýðveldisins gerir samn- inga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjómarhögum ríkis- ins, nema samþykki Alþingis komi til.“ Stjómarandstæðingar gerðu til- lögu um viðbætur í 21. grein: „For- seti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða á hvers konar fullveldisrétti í íslenskri lögsögu, framsal einhvers hluta ríkis- valds til fjölþjóðlegrar stofnunar eða samtaka eða ef þeir horfa að öðru leyti til breytinga á stjórnhögum rík- isins nema samþykki Alþingis komi til. Slíkt þingmál telst því aðeins samþykkt að þrír fjórðu alþingis- manna greiði því atkvæði." Framsögumaður rakti nokkuð mismunandi álit lögfræðinga á stöðu EES-samningsins gagnvart stjórnar- skránni. Steingrímur vitnaði til orða Guðmundar Alfreðssonar um að í stjómarskrám margra nágrannaríkja væru ákvæði sem heimiluðu aðild að yfirþjóðlegum stofnunum en ekkert slíkt ákvæði væri í íslensku stjómar- skránni. Guðmundur Alfreðsson segði ennfremur í lokaorðum sinnar álitsgerðar að breyta þyrfti stjórnar- skránni og beita til þess 79. grein hennar þegar frumvarp til laga um EES kæmi til afgreiðslu Alþingis og forseta. Steingrímur Hermannson upplýsti að 79. greinin kvæði á um að stjóm- arskrárskrárbreytingar þyrfti að samþykkja á tveimur þingum og yrðu almennar kosningar að fara fram á milli. Löngu tímabært En Steingrímur vildi kalla fleiri til vitnis heldur en löglærða menn. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra hefði lagt fram skýrslu sem Jögð hefði verið fram vorið 1991 og verið rædd nokkuð í ríkisstjórn í marsmánuði. Utanríkisráðherra hefði sagt: „Ef litið er til þróunar alþjóðamála almennt má vænta auk- innar þátttöku íslands í samvinnu þjóða á fjölmörgum sviðum efna- hagsmála, menningarmála, mann- réttindamála og ekki síst umhverfis- mála. í ljósi þessarar þróunar er full alþjóðasamstarfí." Steingrímur tók mjög undir þessi orð og var eindreg- ið þeirrar skoðunar að breytingar á stjómarskránni væru fyrir löngu orðnar tímabærar. Steingrímur vildi þó ekki útloka þann möguleika að áhyggjum stjómarandstöðu vegna hugsanlegra stjómarskrárbrota yrði létt með þeim hætti að EES-samn- ingurinn yrði afgreiddur sem ein- stakt tilfelli. Með samþykkt á svo- kölluðu „þrátt fyrir-ákvæði" í stjóm- arskrá til heimildar á samþykkt EES. Vitanlega yrði þessi málsmeð- ferð að fara eftir 79. grein stjórnar- skrárinnar sem kvæði á um kosning- ar milli samþykkta alþingis. Að lokum lagði framsögumaður til að þessu máli yrði vísað til annarr- ar umræðu og sérstakrar stjómlaga- nefndar sem yrði kosin. Björn Bjarnason (S-Rv) veitti fyrra ræðumanni andsvar. Bjöm benti á að utanríkisráðherrann hefði lýst því yfír í sinni skýrslu að EES- samninginn biyti ekki í bága við stjómarskrá. En þar stendur: „Telja verður að þær hugmyndir sem varða valdsvið sameiginlegra stofnana á Evrópska efnahagssvæðinu falli inn- an ramma stjómarskrárinnar eins og hún hefur verið túlkuð fram að þessu. í þessu sambandi má hins vegar benda á að ef litið er til þróun- ar ...“ o.s.frv. Bjöm Bjarnason og Steingrímur Hermannson skiptust á andsvörum og deildu um hve margt hefði breyst í EES-samningum síðan í mars í fyrra. ^ Merkileg tilviyun Davíð Oddssyni forsætisráðherra þótti þetta frumvarp til breytinga á stjómarskránni bera að með nokkuð sérstökum og sérkennilegum hætti. Stjómarandstaðan hefði óskað eftir því að þetta frumvarp yrði rætt sam- hliða umræðunni um EES-samning- inn. En erfítt væri að fóta sig á því hver væru raunveruleg tengsl þessa fmmvarps við EES-málið. Það mætti skilja fyrri ræður Steingríms Her- mannssonar um EES á þann veg að Framsóknarflokkurinn gæti stutt EES að nokkrum „auðuppfylltum skilyrðum" svo fremi sem stjórnar- skráin heimilaði. Það vekti furðu að Samtök um kvennalista og Alþýðu- bandalagið stæðu með Framsóknar- mönnum í því að flytja þetta fmm- varp til þess að fjarlægja þessa hindr- un fyrir stuðningi framsóknarmanna við EES. Forsætisráðherra sagði að það hefði löngum verið svo að það hefðu verið mismunandi skoðanir og túlk- anir á stjómarskrárkvæðum. For- sætisráðherra vænti þess að lög- fræðileg umræða færi eftir vísinda- legum sjónarmiðum. Nú virtist stjórnarandstaðan hafa eina lög- fræðilega skoðun og stjórnarliðið aðra. Hann kvaðst fastlega gera ráð fyrir að þetta væri tilviljun. En for- sætisráðherra þótti hún merkileg. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði tvær meginstefnur ríkja í stjórnaskrárumræðum. Hvort túlka ætti stjómarskrá bókstaflega eða hvort túlkun gæti breyst án atbeina löggjafans. Davíð Oddsson taldi þrengstu bókstafstúlkun ekki eiga við. Forsætisráðherra vitnaði til orða dr. Bjama Benediktssonar þar sem fram kom að framkvæmd og túlkun samhljóða texta í stjórnarskrám hefðu verið með mismunandi hætti, háð stað og tíma. Atvik og aðstæður væru með ólíkum hætti. Ótímabært Jón Sigurðsson iðnaðar- og við- skiptaráðherra var eindregið þeirrar skoðunar að stjómarskrárbreyting væri alls ekki nauðsynleg vegna samningsins um EES. Ifyrir því lægju afdráttarlausar niðurstöður færustu lögfræðinga. Og stjómarskrám ætti ekki að breyta í hita hins pólitíska leiks. Einnig mætti spyija hvort Al- þingi ætti að ijúka til og breyta stjómarskránni og stofna til þing- kosninga með þeim óróa og þeirri óvissu sem því fylgdi í efnahags- og fjármálum. Miklu réttara væri að ná samkomulagi eftir yfírvegun á breið- um grundvelli milli allra stjómmála- flokka ens'og venja hefði verið ef mönnum væri alvara. Iðnaðarráðherra sýndist helst til- gangur flutningsmanna frumvarps- ins vera sá að koma í veg fyrir stað- festingu EES-samningsins, valda þingrofí og nýjum kosningum. Iðnaðarráðherra sagði enga ástæðu vera til þess að tefja eða flækja EES-málið með þessum fmm- varpsflutningi. Væra flutningsmenn andvígir EES ættu þeir að fara beint að því máli en ekki leggjast í stjóm- lagakróka. Iðnaðarráðherra var spum hvort þessi stjórnarskrártillaga væri til þessað„þyrla upp pólitísku moldviðri og breiða yfír óeiningu í röðum stjórnarandstæðinga". Tilvitnanir Ólafur Ragnar Grímsson (Ab- Rn) harmaði að utanríkisráðherra væri ekki á landinu til að tjá sig um ýmis atriði varðandi þá skýrslu sem hann hefði lagt fram á Alþingi í mars og um umræður í síðustu ríkis- stjóm. í umræðum deginum fyrr hefði Davíð Oddsson forsætisráð- herra vísað til fundargerða fyrri rík- isstjórnar. Ólafur Ragnar sagði end- ursögn forsætisráðherrans hafa verið falska. Forsætisráðherra hefði sagt að skýrsla þessi hefði verið rædd sem handrit og að bókað væri að málið hefði verið ítarlega rætt rétt mánuði áður en málið hefði verið lagt fyrir Alþingi. Ólafur Ragnar sagði að þetta mál hefði verið lagt fyrir Al- þingi 11. mars. Sá fundur sem Dav- íð Oddsson hefði vitnað til hefði ver- ið 5. mars. Sú fullyrðing að ráðherr- ar fyrri ríkisstjómar hefðu rædd skýrsluna mánuði fyrr væri fölsk. Þar að auki hefði forsætisráðherra sleppt lykilorðum í fundargerðinni. „Utanríkisráðherra dreifði til upplýs- ingar handriti af skýrslu utanríkis- ráðherra.“ Ólafur Ragnar sagði grandvallarmun vera á því að dreifa til upplýsingar og því að leggja fram skjal í ríkisstjórn til að taka afstöðu til. Ólafur Ragnar taldi brýna nauð- syn til þess að allar fundargerðir, bæði fyrri og núverandi ríkisstjóm- ar, um ákvarðanir varðandi EES yrðu birtar. Ólafur Ragnar Grímsson taldi að skilningur Bjöms Bjamasonar á skýrslu utanríkisráðherra núna væri í algjörri mótsögn við það sem hann hefði fyrr sagt og skrifað um þessa skýrslu. Hann vitnaði til ýmissa greina eftir Bjöm Bjamason í Morg- unblaðinu í mars og apríl 1991 um þessa skýrslu og einnig EES, t.d. 16. apríl: „Þeir sem hafa kynnt sér umræðurnar um EES og þær vonir sem bundnar eru við samningavið- ræður EFTA og EB í ríkisstjómum EFTA-landanna vita, að þar líta menn á EES sem fyrsta og annað skrefíð inn í Evrópubandalagið." (Orðrétt era ummæli Björns Bjama- sonar eins og þau birtust í Morgun- blaðinu svohljóðandi: „Þeir sem hafa kynnt sér umræðumar um EES og þær vonir sem bundnar era við samn- ingaviðræður EFTA og EB í ríkis- stjómum EFTA-landanna vita (utan íslands?), að þar líta menn á EES sem fyrsta og annað skrefið inn í Evrópubandalagið.“) Ólafur Ragnar vitnaði einnig til sömu blaðagreinar: „EES-samninga- gerðin er skipulegasta átak sem gert hefur verið til að opna íslandi og öðram EFTA-ríkjum leið inn í Evr- ópubandalagið." Ólafur Ragnar vitn- aði einnig til Morgunblaðsgreinar eftir Bjöm, 26. mars, en þar sagði Björn um hugleiðingar utanríkisráð- herrans um hugsanlegar stjórnar- skrárbreytingar: „Þessi hugleiðing um nauðsyn þess að breyta stjórnar- skránni er nýmæli í umræðum um þátttökuna í EES. Er hún sett fram af utanríkisráðherra einum eða byggist hún á umræðum á bakvið tjöldin í ríkisstjórninni eða meðal forystumanna stjómarflokkanna, sem hafa gumað af nánu samstarfí sínu um öll meginmál?" Ólafur Ragn- ar vildi benda á að þarna kæmi fram að Birni væri ljóst að þessi skýrsla væri skýrsla utanríkisráðherra. Þótt hann kysi nú að tala um þessa skýrslu sem skýrslu utanríkisráð- herra. Vegna þingflokksfunda varð Ólaf- ur Ragnar Grímsson að gera hlé á sinni ræðu en framhald þessarar fyrstu umræðu er á dagskrá Alþing- is í dag. Alþýðubandalagið Ragnar Arnalds nýr þingflokksformaður Formaður flokksins stakk upp á Ragnari en varaformaðurinn bar fram tillögn um Svavar RAGNAR Arnalds var kosinn formaður þingflokks Alþýðubandalagsins á fundi þingflokksins í gær. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður flokks- ins, bar fram tillögu um Ragnar sem formann en Steingrímur Sigfús- son, varaformaður flokksins, bar fram tillögu um Svavar Gestsson. Kosið var á milli þeirra tveggja og fékk Ragnar 5 atkvæði en Svavar 4. Jóhann Arsælsson var kjörinn varaformaður og Kristinn H. Gunnars- son ritari. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Frá þingflokksfundi Alþýðubandalagsins í gær þar sem Ragnar Arn- alds var kosinn formaður þingflokksins. Talsverð átök hafa verið undanfar- ið um formennskuna í þingflokknum en Margrét Frímannsdóttir gaf ekki kost á sér til endurkjörs. „Það gerist í öllum flokkum að átök verði þegar á að kjósa og það þarf enginn að vera hissa á því þótt slíkt gerist í Alþýðubandalaginu. Eg held þó að aðalatriðið sé að niðurstaðan er feng- MTC peningaskápar 1* * ; 1 i 1 E I (unocXMo 1 Y"~Ú Úaá<ut*&Ó. :0.: júé&%l.:lsí M með kortalásum, tölvulásum og talnalásum. Kynningarverð frá kr. 22.440,-. LVUTÆKI Furuvöllum 5, Akureyri. Sími 96-26100. in og ég held einnig að allir þing- menn uni við niðurstöðuna. Við höf- um verið að bæta mjög samheldni og einingu innan flokksins; það var ekki gott ástand hjá okkur fyrir nokkrum áram. Og ég er sannfærður um að samheldnin á enn eftir að aukast," sagði Ragnar Arnalds við Morgunblaðið. Þegar Ragnar var spurður hvers vegna hann hefði ekki getað sætt sig við Svavar Gestsson sem þing- flokksformann sagði hann að margir innan þingflokksins hefðu talið of þröngt að sömu menn færu ávallt fyrir flokknum. „Ég barðist fyrir því að Margrét yrði áfram formaður en þegar hún gaf ekki kost á sér varð það niðurstaðan að setja mig þarna, sem hef verið heldur til hlés undan- farin ár.“ Ragnar var fyrst kosinn formaður þingflokksins 1971 og hefur gegnt því starfí oft síðan, síðast árið 1987. „Ég hef alltaf sagt að menn ættu ekki að vera allt of lengi í sama starf- inu í pólitík, og hef hvatt mjög til endurnýjunar innan flokksins. En það era liðin fímm ár síðan ég var síðast þingflokksformaður og því er í sjálfu sé ekkert við það að athuga að ég taki núna nýtt skeið,“ sagði Ragnar. I kosningunni í þingflokknum í gær fékk Ragnar atkvæði Ólafs Ragnars Grímssonar, Margrétar Frí- mannsdóttur, Guðrúnar Helgadóttur og Jóhanns Ársælssonar en Svavar studdu Steingrímur Sigfússon, Hjör- leifur Guttormsson og Kristinn H. Gunnarsson. „Ég hafði ástæðu til að ætla að ég hefði verulegan stuðning innan þingflokksins, sex til sjö þingmenn bak við mig. Það var svo jafnljóst að veigamiklir aðilar töldu að skipa yrði málum með öðram hætti og ég er auðvitað fjarska sáttur við að Ragnar Arnalds gangi fram í fremstu víglínu hreyfingarinnar aftur,“ sagði Svavar Gestsson. Hann sagði að þessi kosning myndi ekki hafa eftir- mála hvað sig varðaði. „Það var mitt mat að þetta væri skynsamiegasta niðurstaðan. Ég gerði því tillögu um Ragnar og hann var kosinn og ég var mjög ánægður með að hann var reiðubúin að taka þetta að sér,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson. Hann sagðist aðspurður ekki eiga von á að þessi kosning hefði eftirmála innan þingflokksins. Þessi kosning þingflokksformanns ber keim af þeim átökum sem verið hafa innan Alþýðubandalagsins milli fylkinga sem Ólafur Ragnar og Svav- ar hafa farið fyrir. Þegar Ragnar var spurður hvort túlka mætti þessa kosningu þannig að hann væri búinn að skipa sér í fylkingu með Ólafi Ragnari sagðist hann hafa forðast eins og heitan eldinn að láta merkja sig einhverri fylkingu innan flokks- ins. „Ég hef mjög hvatt til þess að allar slíkar fylkingar yrðu leystar upp enda mjög varhugavert þegar þannig gerist í flokkum. Ef mitt kjör nú getur orðið til að stuðla að því að slíkar fylkingar gleymist og hverfí þá er það til góðs,“ sagði Ragnar Arnalds.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.