Morgunblaðið - 27.08.1992, Blaðsíða 44
MORGUNBLADW, AÐALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVÍK
SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1585 / AKUREYRL HAFNARSTRÆH 85
FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1992
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
Tap ISAL
í ár nálægt
milljarði
DR. Christian Roth, forstjóri
ÍS AL, gerir ráð fyrir að tap fyrir-
tækisins á þessu ári verði nálægt
einum milljarði króna. Heild-
artap fyrirtækisins í fyrra nam
um 1,4 milljörðum.
Áleftirspum hefur verið lítil und-
anfarið sökum sumarleyfíslokana
hjá verksmiðjum sem nota ál í fram-
leiðslu sinni. Roth segir erfítt að
spá um þróun álmarkaðarins á
næstunni en batamerki séu hvorki
sjáanleg í Bandaríkjunum né Evr-
ópu.
Sjá frétt á síðu 2B í Viðskipta-
blaði.
Falsaðir
doliararí
Leifsstöð
NOKKUÐ hefur borið á föls-
uðum dollaraseðlum hjá ís-
lenskum markaði í flugstöð
Leifs Eiríkssonar. Að undan-
förnu hafa 2-3 slíkir seðlar
uppgvötast í hverri viku,
aðallega 20 dollara seðlar.
Emma Einarsdóttir, verslun-
arstjóri hjá íslenskum mark-
aði, segir að seðlar þessir séu
mjög vel gerðir og erfitt að
átta sig strax á því að um
falsaða seðla sé að ræða.
„Það hefur ekki komið í ljós
að um falsaða seðla var að
ræða fyrr en þeir voru settir í
gegnumlýsingartæki hjá
Landsbankanum," segir
Emma. „Við vitum ekki hvort
erlendir eða innlendir ferða-
menn hafí notað seðlana og við
höfum ekkert gert frekar í
málinu þar sem þetta eru fáir
seðlar enn sem komið er og
tjón okkar sökum þeirra óveru-
legt.“
Morgunblaðið RAX
Góð uppskera
í skólagörðunum eru ungir garðyrkjumenn farnir að kíkja undir kartöflugrösin og það er ekki að sjá annað
en uppskeran úr görðunum á Seltjarnamesi sé góð.
ísfélagið selur Tungu
frystitogara og togskip
I GÆR var undirrítaður samningur milli ísfélags Vestmannaeyja hf.
og Tungu hf., í Vestmannaeyjum, um kaup Tungu á frystitogaranum
Vestmannaey VE og togskipinu Smáey VE, auk tveggja fasteigna og
nokkurra smærri eigna. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hefur
mál þetta átt sér nokkurn aðdraganda og mun ástæða þessa samnings
sú að þeir Sigurður Einarsson, forsljóri ísfélagsins, áður forstjóri
Hraðfrystistöðvar Vestmannaeyja, og Magnús Kristinsson, aðstoðarfor-
stjóri Isfélagsins, áður forstjóri ísfélags Vestmannaeyja, hafa ekki
getað starfað saman sem skyldi.
Eins og kunnugt er náðu Sigurður
og Magnús samkomulagi í desember
í fyrra um sameiningu þeirra fyrir-
tækja sem þeir þá stýrðu, þ.e. Isfé-
lags Vestmannaeyja og Hraðfiysti-
stöðvar Vestmannaeyja. Þann fýrsta
janúar sl. hófst svo sameinaður
rekstur fyrirtækjanna, þar sem Sig-
urður Einarsson var forstjóri og
Magnús Kristinsson aðstoðarfor-
stjóri. Það mun nú komið á daginn
að hvorugur getur unað samstarfínu,
og því varð niðurstaðan sú að Magn-
ús keypti áðumefnd skip og seldi
ísfélaginu hlutabréf Tungu í Isfélag-
inu.
„Sem gagngjald fyrir hinar keyptu
eignir kemur eignarhlutur Tungu hf.
í ísfélaginu, en Tunga hf. var eig-
andi rúmlega fjórðungs hlutafjár í
ísfélaginu. Mismunurinn verður
gerður upp með yfírtöku skulda,"
segir'í sameiginlegri fréttatilkynn-
ingu sem ísfélagið og Tunga sendu
frá sér í gær.
Magnús, sem á Tungu hf. ásamt
fjölskyldu sinni, lætur nú af störfum
hjá Isfélaginu og hyggur á sjálfstæða
útgerð þessara fískiskipa. Þeir Sig-
urður og Magnús vildu ekki tjá sig
um þá niðurstöðu sem fékkst með
samningnum í gær.
Sjá ennfremur Af innlendum
vettvangi: Sægreifar sundrast,
á miðopnu.
Skjálftar í
alltsumar
við Kötlu
SKJÁLFTAVIRKNI hefur verið á
svæðinu undir Mýrdalsjökli i
grennd við Kötlu frá því snemma
í vor. I gærmorgun mældist nokk-
uð snarpur jarðskjálfti á þessu
svæði, eða 2,8 á Richter. Forráða-
menn Almannavarna eru nú að
yfirfara búnað sinn og Guðjón
Petersen, framkvæmdastjóri Al-
mannavarna ríkisins, segir að end-
urskoðuð neyðaráætlun vegna
Kötlugoss verði send austur í dag.
Guðjón Petersen segir að undir
eðlilegum kringumstæðum hefjist
skjálftavirknin við Kötlu ekki fyrr
en síðla sumars og standi fram und-
ir áramót. Tengja menn það því að
þá minnki jökullinn og létti þannig
fargi sínu af svæðinu. í ár hófst
skjálftvirknin hins vegar í apríl/maí
og hefur heldur færst í aukana. Fyr-
ir utan skjálftann í gærmorgun hefur
annar sem var tæplega 3 stig á Ric-
hter mælst nýlega.
„Sökum þessa erum við að yfír-
fara búnað okkar til að vera við öllu
búnir,“ segir Guðjón.
-----♦ ♦ ♦---
Eimskip
Starfsfólki
fækkað um
allt að 40
GERT er ráð fyrir að starfsfólki
Eimskips verði á þessu ári fækkað
um 5%, eða 35-40 manns, til að
bregðast við samdrætti í flutning-
um félagsins.
Hagnaður Eimskips var 18 millj-
ónir fyrri hluta þessa árs en var 265
milljónir á sama tíma á síðasta ári.
Hörður Sigurgestsson forstjóri Eim-
skips segir að búist sé við enn þyngri
rekstri á næsta ári en á þessu og
flutningar muni að einhveiju leyti
halda áfram að minnka.
Sjá nánar á miðopnu.
Blíkk og stál krefst gjaldþrotaskipta hjá verktakafyrírtækinu Hagvirki
Fimm ára krafa að upphæð 40
skSeUii milljónir kr. fæst ekki greidd
Landbúnaðarráðuneytinu hef-
ur undanfarið borist nokkuð af
kvörtunum vegna þess að verð-
lækkun á heildsöluverði kinda-
kjöts sem ákveðin var fyrr í þess-
um mánuði hafí ekki skilað sér
til neytenda.
Verð á öllu kindakjöti var lækkað
um 40 kr. kílóið 10. ágúst síðastlið-
inn, og gildir það verð til mánaða-
mótanna. Er hér um síðustu niður-
greiðslu ríkisins á kindakjöti að
ræða, þar sem kjötsalan verður
framvegis á ábyrgð bænda og af-
urðastöðva samkvæmt nýja búvöru-
samningnum sem gildi tekur um
mánaðamótin. Samkvæmt upplýs-
ingum landbúnaðarráðuneytisins
hafa kvartanir um að þessi lækkun
hafí ekki skilað sér í smásöluverðinu
aðallega borist af landsbyggðinni.
BLIKK og stál hf. hefur lagt fram kröfu í héraðsdómi Reykjaness um
að verktakafyrirtækið Hagvirki í Hafnarfirði verði tekið til gjaldþrota-
skipta. Ástæða þessa er að Blikk og stál hefur ekki enn fengið greidda
fimm ára gamla kröfu sem er nú að upphæð um 40 milþ'ónir króna.
Upphaflega, eða árið 1987, var krafan 18 milljónir króna vegna vinnu
Blikks og stáls sem undirverktaka við byggingu Flugstöðvar Leifs
Eiríkssonar. Upphæðin hefur svo hækkað í 40 milljónir vegna dráttar-
vaxta og málskostnaðar. Eftir að Hagvirki neitaði að greiða kröfuna
á sínum tíma fór málið fyrir héraðsdóm í Hafnarfirði og var þar dæmt
í málinu fyrir tveimur árum Blikk og stál í vil. Þeim dómi áfrýjaði
síðan Hagvirki til Hæstaréttar.
Andn Amason, lögrnaður Blikks-
og stáls, segir að á sínum tíma hafí
Blikk og stál verið stærsti undirverk-
taki Hagvirkis við byggingu flug-
stöðvarinnar og sá m.a. um uppsetn-
ingu loftræstikerfísins. Á árinu 1987
náði Hagvirki samkomulagi við ríkið
um lokagreiðslu fyrir vinnu sína við
stöðina upp á um 132 milljónir króna.
Þar á meðal áttu að vera greiðslur
til allra undirverktaka eins og Blikks
og stáls sem Hagvirki skuldaði 18
milljónir króna. „Krafa Blikks og
stáls upp á 18 milljónir króna var
samþykkt á sínum tíma en þegar til
kom neitaði Hagvirki að greiða hana
og því fór málið fyrir dóm í Hafnar-
firði,“ segir Andri. „Dómur gekk svo
1990 þar sem allar kröfur Blikks og
stáls voru teknar til greina. Hagvirki
áfrýjaði þeim dómi til Hæstaréttar
en ég tel það hafa verið fyrirslátt
af þeirra hálfu.“
Jóhann Bergþórsson, stjómarfor-
maður Hagvirkis, segir að dómnum
hafí verið áfrýjað til Hæstaréttar
vegna þess annars vegar að þeir telji
að ríkisvaldið hafí enn ekki gert upp
við þá að fullu vinnuna við flugstöð-
ina, þar á meðal vinnuna sem Blikk
og stál innti af hendi, og hins vegar
vegna þess að þeir telja sig eiga
gagnkröfur á hendur Blikki og stáli.
„Við höfum átt von á þessari beiðni
um gjaldþrot lengi en hefðum samt
viljað sjá menn sýna meiri þolin-
mæði,“ segir Jóhann. „Þetta gjald-
þrot hefur í för með sér að menn fá
ekki neitt út úr dæminu."
Með lagabreytingunni 1. júli kom
sá möguleiki til sögunnar að hægt
var að krefjast svokallaðrar lög-
geymslu til að tryggja skuld sem
dæmt hefur verið um þar til Hæsti-
réttur hefur fjallað um málið. Andri
Ámason segir að Blikk og stál hafi
reynt þetta í gærdag en þá hafi
Hagvirki ekki getað sett fram neinar
tryggingar fyrir skuldinni. „Við þess-
ar aðstæður var ekki hægt annað
en að fara fram á gjaldþrotaskipti
og beiðni um þau var send héraðs-
dómstólnum," segir Andri.
Jóhann Bergþórsson segir að í dag
hafí Hagvirki engan rekstur en öll
tæki félagins voru seld Hagvirki-
Kletti fyrir áramótin og allur mann-
skapurinn fluttist með. Jóhann segir
að gjaldþrotið hafí engin áhrif á
rekstur Hagvirkis-Kletts og raunar
var gengið frá sölu á nafninu Hag-
virki til Hagvirkis-Kletts í gærdag.
Um leið var nafni félagsins breytt
og heitir það nú Fórnarlambið hf.
en hefur sömu kennitölu og Hagvirki
hafði.