Morgunblaðið - 27.08.1992, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1992
|
I
I
I
I
I
I
I
39
ÞRIR DAGAR EFTIR
20-70% afsláttur
Opid laugardagu
frá kl. 10-14
Dæmi um veró:
íþróttagallar 2.490,-
Skór 990,-
Lækkum ýmsar
vörur meira
»hummelA
SPORTBÚÐIN
Ármúla 40, sími 813555
HAUSTIÐ '92
Endemis vitleysa
Frá Einari Ingva Magnússyni:
FRÉTTIR berast til íslands af
mikilli hungursneyð í Sómalíuríki
Afríku. Þar er tala látinna vegna
matarskorts orðin hærri en sem
nemur íbúafjölda alls íslands.
Hvers vegna tökum við ekki
Pennavinir
Spænskur karlmaður óskar eftir
að eignast íslenskar pennavinkonur:
Germán Franeo Díaz,
Calvo Sotelo, 52-3-1,
27600 Sarria (Lugo),
Spain
Frá Ghana skrifar 18 ára strákur
og óskar eftir pennavinum á íslandi:
Amanor Seth
Revival Outreach
P.O. Box 29
Asokore - Koforidua
Ghana
Frá Nígeríu skrifar 22 ára há-
skólastúdent við háskóla í Lagos.
Hann hefur áhuga á skriftum, tón-
list, tískuhönnun og óskar eftir
pennavinum á aldrinum sextán til
þrjátíu ára:
Henry Emaka Ottorh,
383B Borro way,
P.O.Box 3374,
Sabo-Yaba,
Lagos,
Nigeria
LEIÐRÉTTING
Menntamálaráð-
herra Dana
Morgublaðinu urðu á þau mistök
í forystugrein þess í gær (miðviku-
dag) að kvenkenna menntamála:
ráðherra, Dana, Bertel Haarder. Í
greininni segir: „Hún boðar endur-
skoðun danska grunnskólakerfis-
ins...“ en átti að sjálfsögðu að
standa „Hann boðar endurskoð-
un...“. Velvirðingar er beðist á þess-
um mistökum.
»indala VenbAxiai
LOFTRÆSIVIFTUR
höndum saman og komum þessu
fólki til hjálpar? Þarna er fólk að
deyja úr sárri fátækt og hungri;
jafnt böm sem fullorðnir.
Á sama tíma kvarta íslendingar
yfir offitu. Þeir þurfa orðið að éta
fitusnauðan ís og kartöfluflögur,
til þess að passa í XL tískufötin
frá París og London. Þeir sækja
heilsuræktarstöðvarnar til þess að
losa sig við aukakílóin og sólstof-
urnar til að fá á sig brúnkuna, sem
suðrænar þjóðir eiga nóg af, og
auglýsingaiðnaðurinn syngur lof
um á norðlægum slóðum. Svo fara
þeir erlendis um það bil tvisvar á
ári, keyra grænmeti á öskuhauga
og urða lambaskrokka í íslenskri
mold. Svo er eggjum kastað í þing-
menn og heyrst hefur af bónda
nokkrum, sem borið hefur mjólk-
ina á túnin.
Mikið gætu íslendingar gert
marga, stóra og merka hluti í einu
átaki ef þeir hefðu svolítið heil-
brigðari hugsunarhátt. Við gætum
miðlað umfarm matarbirgðum
vorum til þeirra sem nauðsynlega
þurfa á þeim að halda. Við gætum
flutt þær til Sómalíu þar sem
þeirra er þörf. Á þann hátt gætu
þeir sem við offitu stríða losað sig
við eitthvað af fóðurbætinum sem
CLUCGAVIFTUR - VECCVIFTUR
BORÐVIFTUR - LOFTVIFTUR
Ensk og hollensk gæðavara.
Veitum tæknilega ráðgjöf við
val á loftræsiviftum.
Það borgar sig að
nota það besta.
Þekking Reynsla Þjónusta
(FALKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 814670
SKÓÚTSALA
(0QC0 Skóverslun Þórðar
Laugavegi 41, Borgarnesi, Kirkjustræti 8,
sími 13570 Brákarbraut 3, sími 93-71904 sími 14181
hrjáir þá. Þannig mundum við líka
fá hreyfinguna, í stað þess að
púla pungsveitt í þrektækjum á
þess að gera nokkuð gagn. Þeir
sem una sér best á ferðalögum
fengju ferð til Afríku, þar sem
sólin skín og brúnkan kostar ekki
eyri. Hugsa sér hvað hægt væri
að gera mikið gagn. Hvers vegna
gerum við ekki eitthvað slíkt í
staðinn fyrir að kvarta og kveina
yfir allri þessari endemis velferð
sem ríkir hér á landi?
EINAR INGVI MAGNÚSSON,
Heiðargerði 35, Reykjavík
íSH
LAUGAVEGI 97, SÍMI 17015
VELVAKANDI
SEÐLAVESKI
GARÐBÆINGURINN sem fann
brúna seðlaveskið mitt fyrir utan
BYKO í byijun júlí og reyndi að
hafa upp á mér er beðinn um að
reyna aftur í síma 54706 eða
650322 (Helga).
VEIÐITASKA
VEIÐITASKA tapaðist við Vatns-
dalsá dagana 3 til 10 þ.m. með
fluguboxum og stóru fíuguhjóli.
Finnandi vinsamlegast hringi í
síma 650441 eða 657507(fax).
Fundarlaunum er heitið.
TYNDUR
KÖTTUR
FIMM mánaða gamalt fress hvarf
frá heimili sínu á Mánagötu í
Reykjavík um miðjan ágúst. Kött-
urinn er sandbröndóttur á baki
en gulbröndóttur á bringu. Hann
bar græna hálsól þegar hann
hvarf. Ef einhver hefur séð til
ferða kattarins er hann beðinn
um að hringja í síma 11909.
SILFURKROSS
STÓR silfurlitur kross í slitinni
keðju fannst á horni Hagamels
og Kaplaskjólsvegar. Helsta ein-
kenni krossins er engill sem prýð-
ir hann. Eigandi er vinsamlegast
beðinn um að hringja í síma
22738.
KETTLINGUR A
ÞVÆLINGI
GRÁ- og svartbröndóttur kettl-
ingur hefur verið að þvælast um
Lógaland undanfarið. Um er að
ræða ólarlausa læðu sem virðist
hafa villst. Nánari upplýsingar
fást í síma 814106 eftir kl. 16.