Morgunblaðið - 29.08.1992, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 29.08.1992, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1992 3 Laxveiðar við Grænland Flestir sáttir við að selja kvótann - segir Orri Vigfússon formaður al- þjóðlegu kvótakaupanefndarinnar „ÉG FINN það á mér að þetta er að ganga upp. Andrúmsloft- ið er þannig. Stjórnmálamennirnir og helstu forkólfar fiski- mannanna eru orðnir að mestu sáttir um að selja laxakvóta sína, en framundan eru fleiri fundir og þreifingar þeirra í þá átt að afla hugmyndinni fylgis meðal fiskimanna í þorpun- um. Það er viðkvæm og vandasöm vinna, en ég hef á tilfinning- unni að þetta gangi og hef trú á því að við förum langt með þetta mál nú í haust,“ sagði Orri Vigfússon, formaður alþjóð- legu kvótakaupanefndarinnar, í samtali við Morgunblaðið í vikulokin, en hann hefur setið fundi með ieiðtogum fiski- manna og stjórnvöldum á Grænlandi síðustu daga og rætt um sölu Grænlendinga á úthafslaxakvótum þeirra til hagsmunaað- ila beggja vegna Atlantsála. Grunnskólar Reykjavíkur taka til starfa 1. september Vandi að velja skólavör- urnar Það er stórt skref í lífinu að hefja skóla- göngu og því þarf að vanda valið á skóla- vörunum. Það veit Guðrún Steinþórsdótt- ir og hún skoð- aði skóla- töskurnar vel áður en hún valdi sér þá bláu. Morgunblaðið/Kristinn Rúmlega 13 þúsund nemendur Orri sagði ennfremur að fleiri fundir yrðu í haust, sá næsti væri á dagskrá 23. september næst- komandi. Grænlendingarnir hafa að sögn Orra sjálfviljugir dregið verulega úr laxveiðum sínum rétt eins og Færeyingar gerðu er skrið- ur var kominn á samningamálin við þá. Fyrir um tíu dögum höfðu þeir veitt 121 tonn af laxi og útlit var fyrir að heildarveiðin á vertíð- inni yrði um það bil 250 tonn. Alþjóðlega kvótakaupanefndin hafði lagt að Grænlendingum að veiða ekki meira en 336 tonn á tímabilinu og er því sýnt að aflinn verði langt frá þeirri tölu. Nasco- kvóti Grænlendinga hefur til þessa verið hámark 840 tonn, en sá kvóti var ekki samþykktur á þessu veiði- t.ímabili. Bandaríska stórblaðið „Wall Street Journal“ greindi í vikunni frá ferð Orra til Grænlands og lýsti tilgangi hennar. Stóð í blað- inu að áhugamenn um fiskirækt og stangaveiði fylgdust spenntir með framvindu mála, því útkoman hefði mikla þýðingu fyrir laxa- göngur á Nýja Englandssvæðinu. Er þess getið að framtak Orra sé styrkt af einkaaðilum og banda- ríska ríkinu og á afrekaskránni hafi hann vel heppnuð kvótakaup af Færeyingum, aðgerð sem þegar hafi skilað sér verulega með stór- auknum laxagöngum beggja vegna Atlantshafs. UM 1.300 6 ára börn hefja skóla- göngu í 1. bekk í grunnskólum Reykjavíkur í haust, munu alls rúmlega 13.000 nemendur stunda nám. Grunnskólar Reykjavi'kur taka til starfa þriðjudaginn 1. september næstkomandi og hefst skólastarfið með fundum kennara. Nemendur verða boðaðir í skólanna föstudag- inn 4. september. I ár verða rúmlega 13.000 nem- endur í grunnskólum borgarinnar. Síðastliðinn vetur voru tæþlega 13.000 nemendur í grunnskólum á vegum borgarinnar, en 13.700 að meðtöldum einkaskólum, Landa- kotsskóla, ísaksskóla, Suðurhlíða- skóla og Tjarnarskóla, að sögn Ragnars Júlíussonar forstöðu- manns Skólaskrifstofu Reykjavík- ur. Samkomulag að takast um hagræðíngu í mjólkuriðnaði Tveir ferða- menn veður- tepptir við Djúpuvík SAMKOMULAG hefur tekist milli framkvæmdanefndar bú- vörusamninga og Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði um að gerður verði bindandi samningur um hagræðingu í rekstri mjólkurbúa sem feli í sér tæplega 8% lækkun á vinnslu- og dreifingarkostnaði mjólkur til ársloka 1994. Þá verði 400-500 milljónum kr. varið úr verðmiðlunarsjóði til úreldingar og hagræðingar í mjólkuriðnaði. Við verðlagningu á vinnslu- og dreifingarkostnaði mjólkur verður samkvæmt væntanlegu samkomu- lagi framreiknaður kostnaður lækkaður frá því sem hann var 1. marS sl. um 2,62% 1992, um 2,5% 1992 og 2,5% árið 1994. Þá verði á bilinu 400-500 milljónum kr. úr verðmiðlunarsjóði varið til hagræðingar með úreldingu í mjólkuriðnaði og felur sú hagræð- ing í sér að mjólkurbú eða búnað- ur verði lögð niður að hluta og dregið úr rekstri. Gert er ráð fyrir því að nákvæm birgðatalning fari fram 1. septem- ber nk. og önnur talning þegar beinum greiðslum til bænda verður komið á 1. janúar nk. og ríkissjóð- ur greiði andvirði niðurgreiðslna til mjólkuriðnaðarins til að lækka verðmæti birgða um það sem nem- ur beinum greiðslum til bænda. Fari þessar greiðslur fram sam- hliða því sem afurðalán breytast í breyttu verðlagskerfi sem áætlað er að taki gildi um áramótin og heildsöluverði mjólkur og mjólkur- afurða verði þá breytt. TVEIR þýskumælandi ferða- menn sem tepptust í hríð á Trékyllisheiði fundust heilir á húfi í gær en farið var að ótt- ast um þá í fyrradag. Mennirnir höfðu lagt upp frá hótelinu á Djúpuvík seint á mið- vikudag og ætlað yfir til Stein- grímsfjarðar. Hótelstjórinn á Ðjúpuvík fór að grennslast fyrir um mennina á fimmtudagsmorgun enda var þá ljóst að hríðarbylur hafði verið á heiðinni um nóttina og var enn. Björgunarsveitarmenn úr Dag- renningu á Hólmavík óku á fimmtudag snjóbíl í björgunarskýli á heiðinni og gengu úr skugga um að mennirnir hefðu ekki komið þangað, að sögn Matthíasar Lýðs- sonar lögreglumanns á Hólmavík. í framhaldi af því lögðu fjórir menn úr björgunarsveitinni Strandasól í Árneshreppi af stað gangandi frá Djúpuvík að leita mannanna. Er þeir höfðu gengið um 2 kílómetra upp í hlíðina ofan við byggðina gengu þeir fram á ferðamennina sem höfðu slegið þar upp tjaldi og látið þar fyrirber- ast frá því aðfaranótt fimmtudags- ins. Ekkert amaði að mönnunum, sem virtust vel út búnir. Eftir að hafa gengið úr skugga um það sneru björgunarmenn til byggða eftir að mennirnir höfðu fallist á að taka saman föggur sínar og halda aftur til Djúpuvíkur enda slæmar horfur á að heiðin yrði fær gangandi fólki í bráð. Morgunblaðið/Ingvi Þór Ástþórsson Unnið að smíði brúar yfir Gijótá. Gijótá á Kjalvegi brúuð BRÚIN sem Vegagerð ríkisins lét smíða í sumar yfir Grjótá á Kjalvegi undir Bláfelli var opnuð fyrir umferð á þriðju- daginn var. Gijótá er að jafnaði vatnslítil en varð gjarnan örðugur farar- tálmi í vatnavöxtum vor og haust. Smíði 23 metra langrar brúar yfir ána hófst í lok júlí og lauk framkvæmdum á þriðjudag- inn þegar lokið var tengingu veg- ar beggja vegna árinnar við brúna. Yfírsmiður við brúarsmíð- ina á Gijótá var Jón Valmunds- son. Sótt um um lóð við Ofanleiti undir bygg- ingu verslunarháskóla VERSLUNARSKÓLI íslands hef- ur sótt um úthlutun lóðar við Of- anleiti 2 til byggingar verslunar- háskóla. Umsóknin var lögð fram í borgarráði sl. þriðjudag og vísað til skrifstofu borgarverkfræðings. Þorvarður Elíasson, skólastjóri Verslunarskólans, segir að Versl- unarskólinn sé reiðubúinn að hefja byggingu verslunarháskóla á Ióðinni nú þegar og geti lagt fram 300 milljónir króna til verks- ins á næstu tíu árum. Þorvarður sagði að rætt hefði vér- ið um stofnun verslunarháskóla í allmörg ár. „Okkur sýnist að við ráðum vel við það verkefni að reisa byggingu á þessari lóð, sem hefur legið fyrir óbyggð talsvert lengi en það er ekki fyrr en núna sem við ráðum við það að fara aftur út í byggingarframkvmæmdir," sagði hann. Þorvarður sagði að heimilt væri að reisa um 11.000 fermetra bygg- ingu á lóðinni en það væri of snemmt að segja fyrir um hversu stórt hús- næðið yrði fyrir væntanlegan versl- unarháskóla. „Ég á von á viðræðum við skipulagsyfirvöld um þessi mál og lít þannig á að borgaryfirvöld vilji fljótlega fá hús reist á þessari lóð. Við erum tilbúnir til að reisa það og viljum fá að nota það fyrir versl- unarháskóla. Undirbúningur er það langt kominn og tölvuháskólinn, sem verður hluti verslunarháskólans, er þegar tekinn til starfa," sagði hann. ----------»'♦-«-----. LÍN Rúmlega sjö þúsund um- sóknir bárust LÁNASJÓÐI íslenskra náms- manna bárust rúmlega 7.000 um- sóknir um lán fyrir komandi skólaár. Að sögn Lárusar Jónssonar, fram- kvæmdastjóra LÍN, er ekki hægt að bera þessa tölu saman við fyrri ár, þar sem tekið hefur verið upp nýtt lánakerfi, en þó sé Ijóst að um nokkra fækkun sé að ræða. Umsóknir um lán til náms á ís- landi reyndust 4.813, Bandaríkjanna 769, Danmerkur 378, Þýskalands 223 og Bretlands 160.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.