Morgunblaðið - 29.08.1992, Síða 16

Morgunblaðið - 29.08.1992, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1992 Læknar lykilmenn í spam- aði í sjúkrahúsarekstri segir Rein Roseniit, forstjóri Sahlgrenska sjúkrahússins SPARNAÐUR í kjölfar breyttra stjórnunarhátta á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg hefur vakið töluverða athygli. Árið 1989 fór sjúkrahúsið 21 milljón sænskra króna fram úr kostnaðar- áætlun en árið eftir tókst með breyttum sfjórnunarháttum að skila 60 milljónum sænskra króna í rekstrarafgang. Forstjóri sjúkrahússins og tveir yfirlæknar deilda þar voru nýverið á ferð hérlendis á vegum Læknafélags íslands og Læknafélags Reykja- víkur og héldu þá meðal annars starfsdag með rúmlega 30 lækn- um í stjórnunarstörfum. Læknafélags Reykjavíkur, segir að undirtektir læknanna sem sátu starfsdaginn með sænsku gestun- um hafi yfirleitt verið góðar og að hér séu mjög athyglisverðar hugmyndir um spamað í heil- brigðisþjónustu á ferð. „Morgunblaðið/Júlíus Fulltrúar Fóstrufélags Islands kynna nýja samninginn. Frá hægfri: Selma Dóra Þorsteinsdóttir formaður, Ama Jónsdóttir varaformað- ur, Sigfús Aðalsteinsson, Kristin Dýrfjörð og Regina Viggósdóttir. Rein Roseniit, forstjóri Sahl- grenska sjúkrahússins, segir að fyrir þremur árum hafi verið ákveðið að breyta stjómunarhátt- um á sjúkrahúsinu með það fyrir augum að lækka kostnað við rekstur þess án þess að draga úr þjónustunni. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa því að eft- ir margra ára hallarekstur skilaði sjúkrahúsið 60 milljónum sænskra króna í rekstrarafgang árið 1990. Sahlgrenska sjúkrahúsið hefur yfir að ráða 1.250 sjúkrarúmum og þar starfa 7.400 manns, þar af em 720 læknar og 45 prófess- orar. Sjúkrahúsið er sérhæft í bráðaþjónustu auk þess sem þar fer fram alhliða læknisþjónusta, rannsóknir, þróunarstarf og kennsla. Hið nýja stjómunarfyrir- komulag á sjúkrahúsinu felur í sér að dregið hefur verið úr miðstýr- ingu og ákvarðanir í rekstri hafa verið færðar í hendur þeirra sem bera faglega ábyrgð á starfsem- inni. „Læknamir em lykilmenn í þessu breytta fyrirkomulagi," seg- ir Rein Roseniit og leggur áherslu á mikilvægi þess að stjórnun á rekstrinum og innri starfsemi séu á sömu hendi. „Viðhorfsbreytingar em þungamiðjan í breyttri stjómun á Sahlgrenska,“ segir Göran Holm, yfirlæknir hjarta- og lungnadeild- ar sjúkrahússins. „Það em í kring- um 1.000 manns tengdir ákvörð- unum í rekstrinum og samvinna þeirra er undirstaða árangurs í spamaði. Það er enginn vandi að spara með því að draga úr þjón- ustu o g loka deildum en við höfum farið þveröfugt að. Þjónustan hef- ur verið aukin og þarfír sjúkling- anna era í brennidepli í öllu starfí Sahlgrenska sjúkrahússins.“ „Það er ekki vænlegt að vera með tvíhöfða stjómun þar sem annar aðilinn fer með fjármálin og hinn ber faglega ábyrgð á starfínu," segir Tore Scherstén, yfirlæknir skurðdeildar sjúkra- hússins. „Slíkt leiðir auðveldlega til togstreitu og misskilnings." Rein Roseniit sjúkrahúsfor- stjóri segir að stjómunarhættir á Sahlgrenska byggist í raun ekki á ákveðnu líkani sem hægt sé að yfírfæra á önnur sjúkrahús heldur sé ferlið sem breytt viðhorf til ákvarðanatöku hafí leitt af sér þess virði að sjúkrahússtjórnir hér á landi gefí þeim gaum. „Undir- staða árangurs í spamaði er í mínum augum að fá starfsfólkið til að ganga sama veginn,“ segir Roseniit. Högni Óskarsson, formaður Fóstrufélagið og Reykjavíkurborg Samið um ábataskiptakerfi SKRIFAÐ hefur verið undir samninga um nýtt ábataskiptakerfi, sem svo er nefnt, milli Fóstrufélagsins og rekstraraðila leikskóla Reykjavík- urborgar. Samningurinn felur í sér að frá og með 1. september verður Ieikskólaplássum fjölgað um 150 án þess að til komi fjölgun starfs- manna. Fóstrufélagið segir hagræðingu í starfi leikskóla vera ástæðu þess að ekki þurfi fleiri fóstrur. Nýlega fóru einnig fram atkvæða- greiðslur um nýjan kjarasamning fóstra og Launanefndar sveitarfé- laga. Samningurinn var samþykktur í öllum sveitarfélagum nema í Hafnarfirði. „Við erum mjög ánægðar með það samstarf sem við höfum átt með rekstraraðilum leikskólanna. Reykja- víkurborg hefur staðið sig vel í að byggja upp leikskóla og færa allar vinnuaðstæður til betri vegar," sagði Selma Dóra Þorsteinsdóttir formaður Fóstmfélag fslands í samtali við Morgunblaðið. Það kom fram í máli Selmu að sá ábati sem felst í samn- ingnum er geysilega mikill að mati fóstra. Ávinningur Reykjavíkurborg- ar er sá að ekki þarf að ráðast í byggingu fleiri leikskóla eða ráða fleiri fóstmr þó leikskólaplássum sé fjölgað. Hlutur fóstra er aftur á móti sá að kjör þeirra verða bætt en að sögn Selmu er ekki ljóst hversu mikil kjarabót fæst með samningi. Almennur ávinningur er jafnframt sá að fleiri bömum gefst kostur á að njóta leikskóladvalar. Þessi samningur kemur í rökréttu Safn ljóða eftir Stefán Hörð Grímsson komið út í Þýskalandi URVAL af ljóðum eftir Stefán Hörð Grímsson skáld kom ný- lega út hjá Kleinheinrich-for- laginu í Þýskalandi. Titill bók- arinnar er Geahnter Fliigel- schlag eða Grunað vængjatak en hann er fenginn úr fyrstu Ijóðlínu Ijóðsins Nóvember- morguns sem birtist í næstsíð- ustu ljóðabók Stefáns, Tengsl- um, en auk hennar hafa verið valin ljóð úr bókunum Svart- álfadansi, Hliðunum á sléttunni, Farvegum og Yfir heiðan morg- un. í eftirmála, sem Wolfgang Schiffer skrifar, en hann hefur þýtt ljóðin í samvinnu við Franz Gíslason, er reyndar eitt Ijóð úr fyrstu ljóðabók Stefáns, Glugginn snýr í norður, kemur þar fram að hin fymun1 hefðbundnu form- einkenni íslenskra ljóða, rím og stuðlar, geri ljóðin í þeirri bók tor- þýdd. Að öðru leyti rekur Wolf- Stefán Hörður Grímsson gang í eftirmála sínum skáldferil Stefáns í knöppu en ským máli. Grunað vængjatak hefur að geyma 55 ljóð og er bókin tví- tyngd, það er öll ljóðin eru birt á íslensku og í þýskri þýðingu. Hún er fjórða bókin í ritröðinni Islán- dische Literatur der Moderne, það er íslenskar nútímabókmenntir, en áður hafa komið út Tíminn og vatnið eftir Stein Steinar, Hjartað býr enn íhelli sínum eftir Guðberg Bergsson og Grámosinn glóir eftir Thor Vilhjálmsson. Umsjónarmað- ur þessarar ritraðar er Gert Keutz- er prófessor og hafa bækumar vakið athygli á þýskum bókamark- aði fyrir vandaðan og smekklegan frágang. Grunað vængjatak er þriðja bókin sem Wolfgang Schiffer á framkvæði að til að byggja „bók- menntalegar brýr“ milli íslands og Þýskalands. Hinar vom ís- landshefti tímaritsins „die horen“ (sögur og ljóð eftir rúmlega sextíu íslensk skáld og rithöfunda) sem út kom í Þýskalandi 1986 og ijóða- safnið Og trén brunnu (ljóð eftir tuttugu þýsk samtíðarskáld) sem Mál og menning gaf út árið 1989. Nóvembermorgunn Morgunn þögull sem grunað vængjatak yfir gruni um sokkið land unz utan úr logndrífunni maður nokkur ekur bíi á negldum hjólbörðum og með fuilkomnum ljósabúnaði inn í eitt svartholið enn — sem tilheyrir alheimi samkvæmt lauslegri staðarákvörðun Á minningarhof ófleyga fuglsins hefur fallið austurlenzk sorg Novembermorgen Morgen schweigsam wie geahnter Fliigelschlag iiber der Ahnung von gesunkenem Land bis aus dem stillen Schneetreiben irgendwer ein Auto lahrt auf genagelten Reifen und mit voll gerustetem Licht •hinein in noch ein schwarzes Loch — das einer ungefáhren Ortsbestimmung gemáS zum Weltall gehört Auf den Tempel zum Gedenken des fiugunfáhigen Vogels ist morgenlándische Trauer gefallen framhaldi af umfangsmikilli endur- skoðun á leikskólakerfinu, sem stað- ið hefur yfir í 5-7 ár. Þar hafa fóstr- ur í samvinnu við rekstraraðila unnið að tillögum um kerfisbreytingar. Þær munu að sögn Selmu fela í sér betri nýtingu á húsnæði, breytt vinnu- brögð og aukna þjónustu við útivinn- andi foreldra. Selma telur að betri menntun fóstra hafi mikið að segja þegar nú verður hægt að taka við fieiri börnum án þess að það komi niður á umönnun. Það voru fyrst og fremst ný leik- skólalög nr. 49 frá síðasta ári, sem að mati fóstrufélagsins, gerðu samn- ingsaðilum kleift að betrumbæta kerfið í heild. Samkvæmt þeim lögum er leikskólastigið lögfest sem fyrsta skólastig menntakerfísins. Mun ís- land vera fyrsta landið sem lögfestir slíkt ákvæði og það að mati fóstra er ákaflega mikilvægt brautryðj- endastarf. Aðspurð um viðbrögð Sóknar- kvenna, sem í fjölmiðlum hafa talið ósanngjamt að þær njóti ekki ábat- ans á sama hátt og fóstmr, vill Selma taka það skýrt fram að það hljóti að vera í verkahring faghópsins að vera leiðandi í umbótum sem gerðar eru á leikskóla- og launakerfum. Það er einnig mat Selmu að kjarabót sem fóstmr hafi nú áunnið sér muni koma sér vel næst þegar Sókn semur við viðsemjendur sína. Hún bætir því við að eina leiðin til að Sóknarkonur hækki í launum sé sú að fóstmr fái kjarabót. Um svipað leyti og þessi samning- ur var gerður stóðu yfír samningar milli Fóstmfélagsins og Launanefnd- ar sveitarfélaga um kaup og kjör. Samningar tókust þar og nýlega fór fram atkvæðagreiðsla í 33 sveitarfé- lögum meðal starfandi fóstra. Kjara- samningurinn var samþykktur í öil- um sveitarfélögum nema einu en fóstmr í Hafnarfjarðarbæ felldu samninginn með nær öllum greiddum atkvæðum. Reykholtsskóli Byggjum upp nýjan skóla á gömlum grunni - segir Oddur Albertsson skólastjóri ODDUR Albertsson var nýlega skipáður skólastjóri Framhaldsskólans í Reykholti en hann kemur i stað gamla héraðsskólans. Oddur boðar nýja stefnu i starfi skólans, sem er heimavistarskóli, og verður aukin áhersla lögð á listnám hvers konar. Fyrst um sinn mun skólinn bjóða upp á tveggja ára nám í fjölbrautakerfi en fyrirhugað er að á næstu árum verði hægt að bjóða upp á lengra framhaldsnám. í kjölfar ákvörðunar um að skóía- starfí verði haldið áfram í Reykholti er kominn skriður á uppbyggingu nýs framhaldsskóla á gömlum grunni héraðsskólans. Oddur Albertsson, nýr skólastjóri, er 35 ára kvikmynda- fræðingur. „Yið viljum búa til vett- vang fyrir ungt fólk sem vill áfanga- kerfí og vill gjaman komast burt frá amstri borgarlífsins. Okkar tromp er heillandi heimavist og sveitaróm- antíkin," sagði Oddur í samtali við Morgunblaðið. „Eins og er býður skólinn upp á tveggja ára nám sem byggist á ákveðnum kjama en í framtíðinnni er fyrirhugað að hanna nýjar brautir í kringum menningu og listir, “ segir Oddur. „Við munum þá bjóða ýmsar valgreinar og meðal þeirra verður kvikmynda- og Ieiklistarfræði, fjöl- miðlafræði, bókmenntir og lista- söga.“ Hann bætir því við að í vetur verði strax starfræktir klúbbar á sama sviði og að unnin verði ýmiss konar þemuvinna. Á döfínni er einn- ig að eiga samstarf við erlendá skóla og stuðla að némendaskiptum. Oddur leggur á það áherslu að einstakling- urinn fái að njóta sín. Það er já- kvætt að hans mati að nemendur séu ekki undir ægivaldi aga og reglna. Hann segir nemendur og kennara muni starfa saman að því að skapa gott vinnuandrúmsloft. Oddur segir að þegar sé búið að skrá 43 nemendur en þeir koma Morgunblaðið/Ámi Sæberg Oddur Albertsson skólastjóri Framhaldsskólans í Reykholti. hvaðanæva að af landinu. „Við erum enn að skrá nemendur en skólasetn- ing verður hinn 13. september." Hann gerir ráð fyrir því að skólinn muni taka við rúmlega 60 nemend- um. Oddur bendir á að skólinn sé kjörinn fyrir þau ungmenni sem enn hafí ekki gert upp hug sinn hvað þau muni leggja fyrir sig í framtíðinni. „Ég tel að þau muni geta fundið sig í þessum skóla," sagði Oddur að lok- um.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.