Morgunblaðið - 29.08.1992, Síða 20

Morgunblaðið - 29.08.1992, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1992 Útgefandi Árvakur h.f., Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. * Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnssón, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið. Landbúnaðurínn og framtíðin SIÐASTA ÞING FJORÐUNGSSAMBANDS NORÐLENDINGA Tvö ný samtök taka við af fjórðungssambandinu STARFSEMI Fjórðungssambands Norðlendinga lýkur er þingi þess, sem nú stendur yfir á Hvammstanga, verður slitið síðdegis í dag, laugardag. Að sambandinu hafa staðið flest sveitarfélög á Norður- landi. Áður en 34. og síðasta þing sambandsins var sett í gær voru stofnuð tvö ný samtök sveitarfélaga, annars vegar sveitarfélaga á Norðurlandi eystra og hins vegar á Norðurlandi vestra. Kosið var um hvar staðsetja ætti heimili samtakanna á Norðurlandi vestra og varð Hvammstangi fyrir valinu, en í hinum kjördæmunum fylgir það formanni hverju sinni. Skýrsla Þjóðhagsstofnunar, „Landbúnaður 1945-1989“, greinir frá því, að fjármagn hafi aukizt um 140% í landbúnaði á þessu árabili og að framleiðsla hafí aukizt um 107%. Samt sem áður fækkaði ársverkum í grein- inni um 56%. Ný þekking og tækni juku framleiðsluna. Breytt- ar matarvenjur drógu hins vegar úr innlendri eftirspum. Framleiðslan í landbúnaði jókst allar götur til ársins 1977 en hefur staðið í stað síðan. Þró- un eftir greinum er þó misjöfn. Samdráttur hefur orðið í naut- gripa- og sauðfjárrækt. Ástæðan er sem fyrr segir minnkandi inn- anlandsneyzla búvöru og lágt verð á erlendum mörkuðum. Nokkur vöxtur hefur hins vegar verið í hænsna- og svínarækt, garðyrkju og gróðurhúsarækt. Landbúnaðurinn hefur undan- farið verið að aðlaga sig að gjör- breyttum innlendum og erlendum markaðsaðstæðum. Skiptar skoð- anir hafa verið um hversu hratt skuli fram gengið í þessu efni, en hagsmunir landbúnaðarins skarast við hagsmuni ýmissa hliðargreina, bæði þjónustu- og úrvinnslugreina. Á heildina litið verður þó ekki annað séð en að bændur geri sér grein fyrir því að þeir verða að þróa atvinnu- greinina að breyttum innlendum og erlendum markaðs- og við- skiptaháttum. Þeir hafa sætzt á með búvörusamingi að umdeildar útflutningsbætur með umfram- framleiðslu búvöru falli niður frá og með 1. september nk. Það eru söguleg tímamót. Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, sagði í setningarræðu aðalfundar stétt- arsambandsins síðastliðinn fímmtudag, að ef hugmyndir um innflutning búvara komi til fram- kvæmda á næstu árum í tengsl- um við fjölþjóðasamninga hljóti það að vera grundvallarkrafa ís- lenzkra bænda að þeir búi við sem líkust starfsskilyrði og þeir fram- leiðendur sem þeir eigi í sam- keppni við. Þetta taki meðal ann- ars til skattlagningar á fram- leiðsluna og verðs aðfanga. Und- ir þetta má taka. Það er megin- mál fyrir allar íslenzkar sam- keppnis- og útflutningsgreinar að samfélagið búi þeim hliðstæð starfsskilyrði og keppinautar í umheiminum búa við. Halldór Blöndal landbúnaðar- ráðherra sagði á þessum sama aðalfundi Stéttarfélags bænda að óhjákvæmilegt væri að gera þá kröfu að sláturkostnaður lækki verulega. „Sá tími er liðinn,“ sagði ráðherrann, „að afurða- stöðvar landbúnaðarins væru látnar standa undiröðrum rekstri sömu fyrirtækjasamstæðu“. Sýnt er að fækka verður sláturhúsum, eins og mjólkurbúum, til að ná fram hagræðingu og kostnaðar- lækkun, til að styrkja samkeppn- isstöðu búvörunnar á neytenda- markaði. Fram kom og í ræðu ráðherrans að frumvarp um að breyta Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi í hlutafélag yrði lagt fram á Alþingi í haust, og inn- flutningur á áburði yrði gefínn frjáls ekki síðar en 1995, sam- kvæmt samningi um evrópskt efnahagssvæði, en áburður er meðal aðfanga sem íslenzkir bændur hafa þurft að kaupa mun hærra verði en bændur í grann- rikjum. „Það ætti að vera ljóst hveijum manni,“ segir formaður Stéttar- sambands bænda, „að það fyrir- komulag sem ríkt hefur og fól það í sér að ríkisvaldið bar ábyrgð á afsetningu afurðanna og að landbúnaðarráðuneytið og við- skiptaráðuneytið voru á kafí í sölustarfsemi fyrir kindakjöt gat ekki gengið öllu lengúr“. Þetta eru örð að sönnu. Þetta úrelta fyrirkomulag slævði hvatann til nauðsynlegrar hagræðingar og aðlögunar að nútíma viðskipta- háttum og veikti þann veg en styrkti ekki atvinnugreinina og landsbyggðina, til lengri tíma lit- ið., íslenzkur landbúnaður og ís- lenzkt atvinnulíf í heild stendur um margt á tímamótum. En eF samfélagið bregst á næstu miss- erum, eins og vonir standa til, rétt við dagsbrún nýrra tíma á sviði markaðsmála — og atvinnu- vegir okkar laga sig að fyrirsján- legri viðskiptaþróun — mun land- búnaðurinn gegna gildu framtíð- arhlutverki í þjóðarbúskapnum. Það að tryggja framtíðarstöðu íslenzks landbúnaðar skiptir ekki aðeins máli fyrir atvinnulega framvindu og æskilega byggða- þróun í landinu. Reynslan sýnir að það skiptir einnig máli fyrir varðveizlu íslenzkrar menningar- arfleifðar. í þeim efnum hafa sveitir og bændur verið landstólp- ar. „Hver einasti sveitabær er musteri arfleifðar sem er mikil- vægari en öll sú framleiðsla sem send er á samkeppnismarkað í þéttbýlinu", eins og segir í Reykjavíkurbréfí Morgunblaðsins fyrir nokkrum misserum. Undirbúningsnefnd að stofnun samtaka sveitarfélaga á Norður- landi vestra stakk upp á því að „FRJÁLS aðgangur að hafinu hefur skapað ótrúlega mörgum skilyrði til sjálfsbjargar og efna í þessu landi. Það er staðreynd að kvótahafar eru þeir sem ráða staðarvali útgerðar í landinu. Mörg byggðarlög hafa þurft að endurkaupa þennan lífsbjargar- rétt sinn. Kvótinn er að safnast á fárra hendur og útgerðin er að þjappast saman á fáeina staði á landinu," sagði Áskell Einars- son, sem verið hefur fram- kvæmdastjóri Fjórðungssam- bands Norðlendinga í tæplega 22 ár, er hann flutti skýrslu sína á síðasta þingi sambandsins sem nú stendur yfir á Hvammstanga. Áskell sagði að stokka þyrfti spilin upp á nýtt, en nýtt skipulag yrði að byggjast á eðlilegum rétti landshluta og byggðasvæða til lífs- bjargar, kvóti yrði ekki framseljan- legur, það mætti ekki myndast for- réttindaaðall með lögvarinn rétt til nýtingar á höfuðauðlind þjóðarinn- ar. „Það er lénskipulag, sem ekki má festast í sessi.“ Sættum okkur við að síga niður á nýlendustigið með því að færa fullvinnslu sjávarafla úr landi væri hæpið að þjóðarbúið stæðist til frambúðar. Duldir straumar hefðu ráðið miklu um hagsæld og búsetu í landinu, megin orsök varantegrar Norðlendinga. „Það var mikil samstaða um stofnun þessara samtaka og ein- hugur í mönnum," sagði Einar í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að samtökunum væri fyrst og fremst ætlað að vera vett- vangur umræðna og samræmingar á sjónarmiðum auk sameiningar á stefnumiðum landshiutans. Hlut- verk Eyþings væri að efla samvinnu sveitarfélaganna í landshlutanum, gæta hagsmuna þeirra, styrkja byggð og mannlíf. heimili og varnarþing samtakanna yrði á Blönduósi á stofnfundi sam- takanna í gær. Fulltrúar sættu sig búseturöskunar í landinu mætti rekja til áhrifa hernáms og setu varnarliðs, sem suðvesturhornið hefði notið. Nú væru mál að skipt- ast á nýjan veg með samdrætti á Suðurnesjum, þar sem þriðji hver maður væri háður hinni erlendu starfsemi. Atvinnuvandinn þar kall- aði á álverksmiðju á Keilisnesi sem væri upphaf nýlendustefnu um nýt- ingu landkosta. dæmum eiga í erfiðleikum vegna veikrar stöðu atvinnulífsins og fólksfækkunar, sem gerir erfitt um vik í félagslegu tilliti. Enginn vafi er á að næstu misseri munu verða erfið fyrir landsbyggðina. Minnkandi aflakvóti og samdrátt- Ekki er gert ráð fyrir að ráðinn verði framkvæmdastjóri til starfa fyrir samtökin að svo stöddu, en stjórn þess yrðu falin verkefni er bærust frá aðildarfélögunum hveiju sinni. „Ég tel að auðvelt eigi að vera að sameina sjónarmið ' manna á þessu landsvæði, mörgum fannst starfssvæði Fjórðungssambands Norðlendinga of stórt,“ sagði Einar. Af verkefnum sem Einar sagðist sjá fyrir sér að sinnt yrði á vett- ekki við uppástungu nefndarinnar og var á fundinum kosið í fyrstu á milli fjögurra staða, Blönduóss, Hvammstanga, Hofsóss og Varma- hlíðar. í seinni umferð þegar kosið var á milli Hvammstanga og Blönduóss fékk fyrrnefnda sveitar- félagið 18 atkvæði og hið síðar- nefnda 14. „Það er eðlilegt að barátta sé á milli sveitarfélaga um svona mál, það voru öll sveitarfélög á svæðinu tilbúin að taka við þessu. Ég held „Félagsleg byggðastefna er jafn- rétti fólksins, hvar sem það býr í þjóðfélaginu. Samkennd þjóðarinn- ar um jafnræði þegnanna er að hverfa. Hinar fjölmennu byggðir á Faxaflóasvæðinu telja sig hafa byrði af landsbyggðinni," sagði Áskell. „Þetta er hugmyndafræði- legur ósigur byggðastefnu, sem byggðist á jafnréttishugmyndum samtímans.“ ur í landbúnaði ráða þar mestu. Hart mun verða tekist á um hvoru tveggja og óttast ég að það muni reyna verulega á samstarf sveit- arfélaganna. Vegna viðvarandi halla á rikissjóði verður eflaust reynt að velta hluta vandans yfir á sveitarfélögin,“ sagði Hilmar vangi samtakanna nefndi hann menntunarmál, m.a. að stuðla að eflingu Háskólans á Akureyri, en með stofnun hans hefði verið stigið mesta spor í framfaraátt í þágu byggðastefnu á íslandi um langan tíma. Þá nefndi hann samstarf varðandi framhaldsskóla í kjör- dæminu og einnig nánara samstarf sveitarfélaganna í umhverfísmál- um, m.a. á sviði sorphirðu og förg- unar. „Það verður mjög mikilvægt í starfsemi samtakanna að tryggja jafnan rétt allra sveitarfélaganna eins og kostur er, bæði stórra og smárra.“ Auk Einars eru í stjórn Eyþings, Halldór Jónsson, Akureyri, Jóhann- es Sigfússon, Þistilfírði, Pétur Þór Jónasson, Eyjafjarðarsveit og Jón-. ína Óskarsdóttir, Ólafsfirði. að menn hafí þann félagsþroska til að bera þeir erfi það ekki þó að kosið hafí verið á milli staðanna, menn standa jafnuppréttir á eftir,“ sagði Björn Sigurbjörnsson, sem kjörinn var formaður Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Bjöm sagðist vænta þess að starfsemi hinna nýju samtaka yrði heilladijúg og að tekin hefði verið rétt ákvörðun með því að skipta Fjórðungssambandi Norðlendinga upp í tvö smærri samtök. „Það var einkum tvennt sem pirr- aði menn varðandi fjórðungssam- bandið, annars vegar fannst mörg- um það of stórt og hins vegar að kostnaður við rekstur þess væri heldur mikill. Væntanlega verður breyting á þessu með tilkomu smærri eininga," sagði Björn. Varðandi þau verkefni sem fram- undan væru nefndi Björn að sameining sveitarfélaga væru mönnum ofarlega í huga og yrði á næstunni farið að skoða þau mál af kostgæfni á vegum hinna nýju samtaka. Aðrir í stjóm hinna nýstofnuðu samtaka, SSNV, eru Bjami Þór Einarsson, Hvammstanga, Sigfríð- ur Angantýsdóttir, Hólum í Hjalta- dal, Bjöm Valdimarsson, Siglufirði, og Magnús B. Jónsson, Skaga- strönd. Kristjánsson er hann flutti skýrslu formanns Fjórðungssam- bands Norðlendinga á þingi þess í gær. Síðasta þing Fjórðungssambands- ins var sett í Grunnskólanum á Hvammstanga í gær, en samband- inu hefur nú verið slitið og tvö ný samtök sveitarfélaga á Norðurlandi stofnuð þess í stað, annars vegar Samband sveitarfélaga á Norður- landi vestra, SSNV og hins vegar Samband sveitarfélaga í Eyjafírði og Þingeyjarsýslum, Eyþing. Fjórð- ungssamband Norðlendinga var stofnað fyrir 47 ámm og síðasta þing þess, sem nú stendur yfír á Hvammstanga er hið 34. í röðinni. í máli Hilmars kom fram að starfsemi sambandsins hefði mark- að djúp spor í þróun sveitarstjómar- mála á íslandi, því hefði vegna stærðar sinnar tekist að hafa áhrif á mikilvægar ákvarðanir stjórn- valda varðandi lög um málefni sveitarfélaga, en þar mætti nefna lagasetningu um tekjustofna sveit- arfélaga og um verkaskiptingu rík- is og sveitarfélaga. „Oft á tíðum hafa sveitarstjóm- armenn haft á orði að starf okkar hafí einkennst af of miklu pappírs- flóði og ályktunum, sem erfítt hefur verið að fylgja eftir. Það er hins vegar mín skoðun að þegar frá líð- ur þá standi eftir sú einfalda stað- reynd að samtök okkar hafí öðrum fremur skilað árangri," sagði Hilm- ar í skýrslu sinni. Kvótahafar ráða staðar- vali útgerðar á landinu — segir Áskell Einarsson framk væmdastj óri fjórðungssambandsins Samtök sveitarféiaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu Einar Njálsson fyrsti formaður EINAR Njálsson bæjarstjóri á Húsavík var kjörinn formaður Sam- taka sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, Eyþing, sem stofn- uð voru á Hvammstanga í gærmorgun, áður en síðasta þing Fjórð- ungssambands Norðlendinga hófst. Af 30 sveitarfélögum á svæðinu hafa 29 ákveðið að gerast aðilar að hinum nýju samtökum, það er einungis Öxnadalshreppur sem tekur ekki þátt í stofnun samtak- anna, en hreppurinn var heldur ekki innan Fjórðungssambands Næstu misseri erfið fyrir landsbyggðina - segir Hilmar Krisljánsson formaður Fjórðungssambandsins „MÖRG sveitarfélög í okkar kjör- MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1992 21 Morgunblaðið/Þorkell Halldóra Jónsdóttir aðstoðarritstjóri, Hrefna Arnalds ritstjóri, Leó E. Löve formaður stjórnar Isafoldar- prentsmiðju og Ingibjörg Johannesen ritstjóri kynna nýju dansk-íslensku orðabókina. Evrópumót í skák Sigurður end- aði í 21. sæti SIGURÐUR Daði Sigfússon endaði í 21. sæti á Evrópumóti unglinga í skák með 5 vinninga af 11 möguleg- um. Evrópumeistari varð Hvítrúss- inn Alexkandrov. Sigurður Daði tefldi við Hollending- inn Jaap de Jager í 11. og síðustu umferð. Eftir skiptamunsfóm fékk Sigurður góða stöðu og varð Hollend- ingurinn að gefast upp í 40. leik þeg- ar mát blasti við. Alexandrov varð Evrópumeistari eins og áður sagði með 9 vinninga. I öðru sæti urðu Borovikov frá Úkraínu og Reinderman frá Hollandi. Boro- vikov var að keppa á sínu fyrsta al- þjóðlega móti og átti möguleika á að vinna það með sigri í síðustu umferð. Það hefði orðið í fyrsta skipti sem stigalaus skákmaður ynni þetta mót. Ný dönsk-íslensk orðabók komin út hjá ísafoldarprentsmiðjunni 500 krónum ódýrara að prenta hvert eintak í Belgíu en hér NÝ DÖNSK-ÍSLENSK orðabók er komin út hjá ísafoldarprentsmiðjunni hf. I bókinni sem er 977 síður að stærð eru 45.000 uppflettiorð. Ritstjór- ar bókarinnar eru Ingibjörg Johannesen og Hrefna Arnalds og aðstoðar- ritstjóri Halldóra Jónsdóttir. Auk þeirra unnu fjölmargir aðilar meira og minna að bókinni, alls nær 100 manns. Ýmsir sjóðir, einkum danskir, hafa styrkt útgáfu bókarinnar. Þetta er þriðja dansk-íslenska orða- bókin sem kemur út á vegum ísafold- arprentsmiðju. Hina fyrstu þeirra gaf Björn Jónsson ritstjóri út árið 1896. Vinna við nýju orðabókina hófst haustið 1984. Leó E. Löve, stjómar- formaður Isafoldarprentsmiðju, segir að hann hafí orðið var við þau við- horf á þeim tíma sém unnið hefur verið að bókinni að þarflaust væri að gefa út hérlendis aðrar orðabækur en ensk-íslenskar. Hann kveðst vera ann- arrar skoðunar, því að einn liður í því að vemda íslenska tungu sé að fólk hafí kynni af fleiri erlendum tungu- málum en ensku og nái valdi á þeim. Auk þess sé augljóst að kunnátta í dönsku greiði götu íslendinga bæði í Noregi og Svíþjóð auk Danmerkur. Hrefna Arnalds og Ingibjörg Johannesen, ritstjórar orðabókarinn- ar, em báðar fyrmm menntaskóla- kennarar í dönsku. Þær segja að í því starfi hafí þær orðið áþreifanlega var- ar við þörfína á nýrri dansk-íslenskri orðabók. Orðaforða nýju bókarinnar byggja þær Hrefna og Ingibjörg eink- um á Nudansk Ordbog nema hvað tölvumál snertir. Við val á orðum sem tengjast tölvum nutu þær aðstoðar Stefáns Briems eðlisfræðings sem valdi 5-600 slík orð í bókina. Þær Hrefna og Ingibjörg benda á að þessi orð séu alþjóðleg og nýtist því við þýðingar úr fleiri tungumálum en dönsku. Hrefna segir að við gerð bókarinnar hafí verið notað auðskilið hljóðritunar- kerfi sem eigi að auðvelda íslending- um að ná valdi á dönskum fram- burði. Þetta hljóðritunarkerfi tekur mið af hljóðgildum íslenskra bókstafa að eins miklu Ieyti og unnt er. Við hönnun á útliti bókarinnar segir Hrefna að þess hafi verið vandlega gætt að hún yrði handhæg og að- gengileg. Heildarkostnaður við útgáfu orða- bókarinnar nemur að sögn Leós E. Löve 50-60 milljónum króna auk fjár- magnskostnaðar. ísafoldarprent- Morgunblaðið/Björn Btöndal Thomas F. Hall, flotaforingi og fyrrverandi yfirmaður varnarliðsins til vinstri ásamt eiginkonu sinni Barböru Ann Normann og nýi yfirmaðurinn Michael D. Haskins, flotaforingi ásamt eiginkonu sinni Joanne Nesline skera fyrstu sneiðina af hátíðartertunni á hefðbundinn hátt. Keflavíkurflugvöllur Nýr yfirmaður varnarliðsins Keflavík. YFIRMANNASKIPTI urðu hjá varnarliðinu á Keflavíkurflug- velli í gær þegar Michael D. Haskins flotaforingi tók við stöðunni af Thomas F. Hall flotaforingja. Athöfnin fór fram með mikilli viðhöfn að viðstödd- um íslenskum embættismönn- um, sendiherrum og öðrum gestum. Við athöfnina lék hljómsvcit Atlantshafsflota Bandaríkjanna í Norfolk ásamt sekkjapípuleikurum úr hljóm- sveit breska flughersins í Kin- loss í Skotlandi sem hingað komu sérstaklega af þessu til- efni. Thomas F. Hall flotaforingi var skipaður 22. yfírmaður varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli 16. maí 1989, en á árunum 1982-85 var hann herráðsforingi yfirmanns flugdeildar flotans sem er annað starf yfirmanns varnarliðsins og samtals hefur hann eytt fjórðungi af starfstíma sínum í bandaríska flotanum við störf hér á landi. Forseti íslands sæmdi Hall flota- foringja stórriddarakrossi með stjömu hinnar íslensku fálkaorðu í sumar og við athöfnina í gær var hann sæmdur orðunni „Defense Superior Service Medal“ fyrir vel unnin störf. -BB smiðja hefur fengið alls 10-15 milljón- ir í styrki til verksins. Þar af veitti Ragnhildur Helgadóttir í ráðherratíð sinni sem menntamálaráðherra útgáf- unni styrk til vinnslu bókarinnar sem nam einum launum menntaskólakenn- ara í þijú ár. Carlsbergfondet, Dronn- ing Margrethes og Prins Henriks Fond, Kong Frederiks og Dronning Ingrids Fond til humanitære og kultu- relle Formál, Fondet for Dansk- Islandsk Samarbejde, danska mennta- málaráðuneytið og Menningarsjóður Norðurlanda veittu einnig styrki til útgáfunnar. Leó E. Löve segir að það hafí óneit- anlega verið svolítill fjárhagslegur baggi fyrir útgáfuna að hafa þetta mikla verk í vinnslu í átta ár án þess að hafa af því tekjur. Eigi að síður segir hann að verði bókarinnar sé stillt í hóf eftir föngum en hún kostar 9.980 krónur í bókaverslunum. Bókin var fullunnin til prentunar hérlendis en prentun og bókband var unnið af OPDA í Antwerpen í Belgíu. Leó E. Löve segir að við verðkönnun hafí komið í ljós að prentun og band á bókinni hérlendis hefði orðið 500 krónum dýrara á eintak en hjá belg- íska fyrirtækinu. Þessi munur á fram- leiðslukostnaði þýðir að smásöluverð bókarinnar hefði orðið allt að 1.000 krónum hærra hefði hún verið prentuð . og bundin hérlendis. Fyrsta upplag nýju orðabókarinnar er 6.000 eintök. Hallgrímskirkja •11. starfsár Mótettukórsins MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju er um þessar mundir að hefja 11. starfsár sitt. Þetta starfsár mótast töluvert af vígslu nýja orgelsins sem verið er að setja upp í Hall- grímskirkju. Bæði mun kórinn taka virkan þátt í vígslunni og efnisskrá kórsins eftir áramót mun að nokkru leyti taka mið af þeim nýju möguleikum sem koma orgelsins hefur í för með sér. Fram að jólum mun Bernharður Wilkinson leysa Hörð Áskelsson af sem stjómandi kórsins. Á dagskrá vetrarins em tónleikar . í lok nóvember, þar sem kórinn leggur áherslu á að kynna breska kórtónlist. Þá verður kórinn með jólatónleika milli jóla og nýárs. Eftir jól tekur kórinn m.a. þátt í fjórðu Kirkjulistahá- tíðinni í lok maí auk þess sem stefnt er að tónleikaferð til Þýskalands i ágúst 1993. Kórinn skipa að jafnaði um 50 söngvarar. Á þessu hausti er hægt að bæta við nokkrum félögum. Radd^ próf fyrir þá sem hefðu áhuga á að syngja með kórnum verða haldin mið- vikudaginn 2. og fimmtudaginn 3. september kl. 17-19 í Hallgrímskirkju auk þess sem þar er hægt að fá nán- ari upplýsingar um starf kórsins. (fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.