Morgunblaðið - 29.08.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.08.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1992 Mývatnssveit Sauðfé flýr úr afrétti vegna snjóa Björk, Mývatnssveit. HÉR í Mývatnssveit hefur verið kalt undanfarna daga, hitinn hef- ur farið niður fyrir frostmark um nætur og aðeins 2 til 4 stig á daginn. Allmikil útkoma hefur verið, ýmist rigning, slydda eða krapahríð. Nokkuð hefur borið á því síðustu daga að sauðfé sé að renna úr afréttinni og er það trú- lega fyrir kuldann og líka vegna snjóa þar. Illa iítur út með beijasprettu og kenna margir um hvassviðri í júní og Jónsmessuhreti. Hins vegar er nokkuð síðan farið var að taka upp kartöflur og uppskeran virðist mis- jöfn, þó sumstaðar nokkuð góð og gæti orðið í meðallagi ef sprettutíð verður fram í miðjan september. Kristján Útgerðarfélag Akureyringa Afli á úthaldsdag hefur Morgunblaðið/Rúnar Þór Gunnar sýnir í Víðilundi Gunnar Sigurjónsson opnar í dag, laugardag 29. ágúst, málverka- sýningu í þjónustumiðstöðinni í Víðilundi 22. Sýningin verður opin um helgina, laugardag og sunnudag, frá kl. 13 til 19. Á sýningunni eru 20 myndir sem Gunnar hefur málað, mest landslagsmyndir og „svona hugdettur ýmiss konar eða fantasíur," eins og hann orðaði það. Gunn- ar hefur sýnt áður í Gamla Lundi árið 1989. Hluti mynda Gunnars á sýningunni er til sölu. Þing Sambands ungra framsóknarmanna: Tekist á um tillögu um atkvæðisrétt SAMBAND ungra framsóknarmanna (SUF) heldur sambandsþing sitt á Egilsstöðum um helgina. Þingið mun meðal annars taka til meðferðar tillögu um jöfnun kosningaréttar. Formaður SUF, Siv Friðleifs- dóttir sjúkraþjálfari og bæjarfull- trúi á Seltjarnamesi, sagði í sam- tali við Morgunblaðið áð þingið yrði að mestu helgað sjávarútvegs- málum en auk þess verða m.a. rædd utanríkismál, landbúnaðar- mál og flokksmál. Málefnahópur SUF mun leggja tillögu fyrir þingið um jöfnun at- kvæðisréttar en Framsóknarflokk- urinn er hlynntur misjöfnu vægi atkvæða. Siv sagði að búist væri við miklum átökum um tillöguna. „Það eru aðallega Reyknesingar sem eru talsmenn hennar og þeir ætla að fjölmenna á þingið. Hins vegar hefur heyrst frá mörgum ungum framsóknarmönnum á landsbyggðinni að þeir séu ekki sáttir við tillöguna og ætli að beij- ast gegn henni af öllu afli. Þá stefnir allt í að kosið verði til stjómar sambandsins í fyrsta sinn í tugi ára en yfirleitt hefur ríkt eining um tillögu uppstillingar- nefndar." Siv hyggst ekki gefa kost á sér til endurkjörs sem formaður sam- bandsins. „Eg hef ákveðið að gefa ekki kost á mér aftur vegna þess að starfið er krefjandi og tímafrekt en jafnframt formennskunni hef ég gegnt öðmm störfum. Þá tel ég að það sé engum stjórnmála- samtökum hollt að hafa þaulsetinn formann," sagði Siv. -----♦ ♦ «---- Kompudagur í Kolaportinu HALDINN verður sérstakur „kompudagur" í Kolaportinu næstkomandi sunnudag frá kl. 11 til 17. í fréttatilkynningu frá Kolaport- inu segir að fjölskyldur, saumaklúb- bar og vinahópar taki sig gjaman saman til að hreinsa til í kompum sínum og bjóða allskonar gamalt dót til sölu í Kolaportinu og slíkt kompudót sé vinsælast hjá mörgum gestum markaðstorgsins. Talsvert á annað hundrað seljendur hafa þegar pantað sér pláss í Kolaportinu á sunnudag. „Eins manns drasl er annars manns fjársjóður,“ segir í fréttatilkynningunni. minnkað um 25% á 4 árum AFLI á hvem úthaldsdag skipa Útgerðarfélags Akureyringa hefur dregist saman um 25%. Afli á hvem úthaldsdag árið 1988 var um 16 tonn en er um 12 tonn á fyrri helmingi þessa árs. Forstjóri Út- gerðarfélags Akureyringa segir að minnkandi afli sé mesta áhyggju- efnið í sjávarútvegi um þessar mundir, sérstaklega hafi þorskafli dregist mikið saman og sé ekki svipur hjá sjón frá því sem áður var. Danslína Huldu o g Loga að hefja fyrsta starfsár DANSSKÓLINN Danslína Huldu og Loga er að hefja fyrsta starfs- ár sitt í Reykjavik. Siðastliðin átta ár hefur skólinn starfað víða á landsbyggðinni og verður svo áfram. Hulda og Logi lærðu bæði hjá Dansskóla Sigurðar Hákonarson- ar og luku þaðan danskennara- prófi, Hulda árið 1983 og Logi 1985. Þá var Hulda í framhalds- námi í Englandi hjá Marian Brown. Danslína Huldu og Loga verður til húsa í Hallaseli, Þarabakka 3 í Mjóddinni í Reykjavík. Kennsla verður fyrir alla aldurshópa, yngst fjögurra ára og hefst hún fimmtu- daginn 10. september. Islandsmót í skylming- um með höggsverði Hulda og Logi, eigendur og kennarar Danslínu Huldu og Loga. Nú er ljóst að litlar líkur eru á að um 1.200 tonn af þorskveiði- heimildum yfirstandandi veiðiárs náist og verða þær flutta yfir á næsta veiðiár, sem hefst 1. septem- ber næstkomandi. Úthlutaðar afla- heimildir ÚA verða því um 21.500 tonn, en félagið fær úthlutað um 20.200 tonna aflaheimildum á næsta ári, sem er svipað og útlit er fyrir að aflinn verði á þessu ári. Þessar upplýsingar koma fram í fréttabréfí sem UA gefur út. Kvóti ÚA fyrir næsta veiðiár er svipaður og var árið 1988, en sam- setning aflans er þó allt önnur. Þannig hefur þorskkvótinn minnkað úr um 8.800 tonnum í um 5.200 en karfakvótinn aukist úr 5.600 tonnum í tæp 8.000 tonn á þessu tímabili. Aflaheimildirnar hafa því færst frá verðmætari tegundum til hinna verðminni. Gunnar Ragnars, forstjóri ÚA, sagði er hann kynnti afkomu félags- ins í fyrradag að aflaminnkun væri það sem mestum áhyggjum ylli, afli hefði dregist saman um 25% í magni og jafnvel enn meir þegar verðmætið væri skoðað. Afli á hvem úthaldsdag hefði verið um 16 tonn árið 1988, en á fyrri helmingi þessa árs væri hann um 12 tonn. „Þetta gerir það að verkum að síður er hægt að sameina veiðiheimildir þar sem auka hefur þurft sóknina og freista þess að ná leyfílegum afla, sem þó hefur ekki tekist. Sést það Flestar verslanir í bænum verða opnar á morgun, laugardag, til kl. 16 og þá hafa veitingahúsaeigendur verðið iðnir við að gera bæjarbúum sem og öðrum sérstök afmælistilboð í mat þennan dag. Dagskráratriði verða flest á ný- best á því að félagið hefur fært um 12-15 hundruð tonn á milli veiði- heimilda. Þessi staðreynd felur það í sér að nú er a.m.k. 25% meiri kostnaður við að ná leyfilegum afla- heimildum en áður var,“ segir í grein í fréttabréfí ÚA. Þar kemur einnig fram að í hnot- skum megi því segja að auðlind okkar, fískimiðin, séu um 25% verð- minni en hún var fyrir fjórum árum. „Getur svo hver sem er velt því fyrir sér hvort fært sé að gengi íslensku krónunnar hafí hækkað á sama tíma og þessi þróun hefur átt sér stað,“ segir í greininni. gerðu Ráðhústorgi, en þar verður boðið upp á tónlist af ýmsu tagi yfír daginn, börnin munu væntanlega mæta með kassabíla sína þangað í kassabílarall og einnig er á dag- skránni hlaupakeppni barna. Þá verða margvíslegar sýningar og kynningar einnig í gangi. Enginn þarf að greiða aðgangs- eyri á söfn bæjarins á afmælisdaginn og þá má nefna að fólki gefst kostur á skoðunarferðum, m.a. um Glerárg- il, um Innbæinn, plöntuskoðun í lysti- garði eða um húsakynni í Grófargili þar sem rísa mun listamiðstöð. Æfing í meðferð björgunarvesta fyrir böm verður í Sundlaug Akur- eyrar frá kl. 16 til 18, en að morgni dags verður þar iðkuð vatnsleikfimi og í býtið verða sýndar Möllersæfing- ar. Skemmtidagksrá hefst í Davíðs- húsi kl. 16.30 og ljúf tónlist verður leikin fyrir gesti Laxdalshúss. „Það myndi gleðja bæði Friðrik sáluga sjöunda og bystyrelsen, ef Akureyringar og margir velkomnir gestir annars staðar frá skemmtu sér dátt þennan dag, með hæfilegri léttúð og ónotalaust út í allt og alla,“ segir í fréttatilkynningu frá undir- búningsnefnd. SKYLMINGAFELAG Reykja- víkur heldur íslandsmót í skylmingum með höggsverði (sabre) á morgun, sunnudag. Mótið verður haldið í Perlunni, á jarðhæð, og stendur frá kl. 16 til 19. Samhliða íslandsmótinu verður í Perlunni fjölbreytt dagskrá er tengist skylmingum til að kynna íþróttina fyrir almenningi. Skylmingafélag Reykjavíkur hefur starfað frá 1986 og hefur á síðustu árum eflst og dafnað. Fé- lagið réði til sín búlgarskan at- vinnuskylmingamann sem þjálfara Kópavogslögregian Vitni óskast RANNSÓKNARDEILD lögregl- unnar í Kópavogi óskar eftir vitnum að árekstri sem varð á gatnamótum Nýbýlavegar og Skemmuvegar í Kópavogi kl. 19.05 þann 24. ágúst s.l. milli bifreiðanna K-1581 og G-5665. Ef einhveijir hafa orðið vitni að þessum árekstri er þeim bent á að snúa sér til rannsóknardeildar eða lögreglunnar í Kópavogi. vorið 1991 og hefur starf hans nú þegar skilað góðum árangri. (Fréttatilkynning) --- ♦ ♦ ♦------------ ■ SÓLVEIG Eggerz Péturs- dóttir heldur myndlistarsýningu í Eden í Hveragerði í tilefni af Norrænu gigtarári og stendur sýn- ingin til 31. ágúst. 34 verk e_ru til sýnis og eru þau öll til sölu. Ágóð- inn skiptist jafnt á milli_tækjasjóða Heilsustofnunar NLFÍ í Hvera- gerði og Gigtarfélags íslands. Tekjum sjóðanna er varið til að kaupa tæki sem notuð eru til endur- hæfingar og þjálfunar gigtarsjúkl- inga á Gigtlækningastöðinni og Heilsustofnuninni. ■ SÍÐASTA sýningarhelgi á ljós- myndum Katrínar Elvarsdóttur í G15, Skólavörðustíg 15 í Reykjavík er um næstu helgi. Á sýningunni eru 20 svart-hvítar silfur-gelatín ljósmyndir, allar unnar á þessu ári. Katrín hefur stundað ljósmynda- nám í Bandaríkjunum undanfarin fjögur ár og tekið þátt í samsýning- um þar í landi. Hún hélt lokasýn- ingu við Art Institute of Boston sl. vor. Sýningin í G15, sem er sölusýn- ing, verður opin laugardag og sunnudag frá kl. 14 til 18. Aðgang- ur er ókeypis. Skóverksmiðja til sölu Tilboð óskast í þrotabú skóverk- smiðjunnar Striksins hf., lager, framleiðsluvélar og annan búnað. Áskilinn er réttur til að taka hvaða boði sem er eða hafna öllum. Upplýsingar eru veittar hjá Þorsteini Hjaltasyni hdl., sími 96-12321, fax 96-12319, Kaupvangsstræti 4,2. hæð, pósthólf 32, 602 Akureyri. Fjörugt bæjarlíf í til- efni 130 ára afmælis BÚAST má við að mikið verði um að vera á Akureyri í dag, laugardag- inn 29. ágúst, en þá eru liðin 130 ár frá því að bærinn fékk kaupstaðar- réttindi og af því tilefni er ætlunin að gera Akureyringum dagamun og er stefnt að fjörugu bæjarlífi og vonar undirbúningsnefnd vegna afmælisins að enginn falli í geðvonsku eða sút þótt ekki viðri sem best.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.