Morgunblaðið - 29.08.1992, Side 29

Morgunblaðið - 29.08.1992, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1992 29 Minning- Ingimundur Sigurður Magnússon frá Bæ Með þessu litla ljóði kveð ég elsku Munda minn að sinni. Það minnir á hann og fallegu sveitina hans - bernskusveitina mína. Yfír tindum öllum er ró, friður á fjöllum, fugl í tó hljóðnaður hver; Það bærist ei blær eða kliður. Einnig þinn friður framundan er. (J.W. Goethe) Elsku Sjöfn mín, fallega Laufey mín og Hjödda, Sverrir og Maggi - ykkur sem og alla aðra ástvini hans Munda okkar, biðjum við Freyr góðan Guð að blessa og styrkja í sorg ykkar og söknuði. Sif Ragnhildardóttir, Ragnar Freyr Rúnarsson. Borinn er til moldar í dag hinn mætasti maður, Ingimundur Magn- ússon, húsasmíðameistari, Hof- görðum 2 á Seltjarnarnesi, ættaður frá Bæ í Króksfirði. Hann lést úr krabbameini 21. ágúst síðastliðinn eftir stutt en hart banastríð, tæp- lega 59 ára gamall. Hann varð harmdauði öllum mönnum, sem hann þekktu, virtur og vinsæll mannkostamaður, sem ævinlega og alls staðar kom fram til góðs og hafði bætandi áhrif á umhverfi sitt, hvar sem hann fór. Hann var einstaklega háttvís, graridvar og gætinn í orðum og hið mesta prúðmenni í öllum háttum. Gerhugull, ráðhollur og svo traust- vekjandi að menn leituðu gjarnan til hans þegar einhvers þótti við þurfa, sem gott var að geta borið undir skynsemi hans og góðvilja. Og sem hann var góðum gáfum gæddur, velvirkur og vel að sér í öllu, sem hann tók sér fyrir hend- ur, varð hann fljótt eftirsóttur til vandasamra verka og ábyrgðar- starfa. Gat hann sér hvarvetna gott orð og brást í engu því, sem honum var til trúað. Því var hann mikils metinn af húsbændum sínum og samverkamönnum, elskaður og dáður af ástvinum sínum, eigin- konu, börnum og stórum systkina- hópi og öllu skylduliði. Ég var svo einn í miklum fjölda óskyldra og óvanabundinna, sem hittum hann með einhverjum hætti á lífsleiðinni og fundum fljótt hve mikilsháttar maður hafði orðið á vegi okkar. Leiðir okkar lágu saman þegar ég flutti vestur í Reykhólasveit þar sem ég átti heima í 20 ár. Þá var Ingimundur unglingur innan við tvítugt á miklu menningarheimili á stórbýlinu Bæ í Króksfirði í stórum systkinahópi. Við kynntumst vel og nokkrum árum seinna var ég svo lánsamur að vera í brúðkaupi hans er hann gekk að eiga glæsilega stúlku, Sjöfn Smith úr Reykjavík. Það var eftirminnilegt brúkaup, því að Hákon, tvíburabróðir Ingimund- ar, gekk þá sömu stund, að eiga fallega Stúlku af Barðaströnd, Unni Jónsdóttur frá Vaðli. Og svo hélt faðir bræðranna, höfðinginn Magn- ús Ingimundarson, veglega brúð- kaupsveislu í hótel Bjarkarlundi þangað sem flestum úr sveitinni var boðið og mörgum öðrum víða að. Fleira er eftirminnilegt frá þessu brúðkaupi og ég þykist vita að þau, sem voru brúðhjón þá, muni það með mér þó að ekki verði meira um það sagt hér. En þarna treyst- ust vináttubönd, sem ekki hefur slaknað á síðan. Þegar þetta rifjast upp fyrir mér á gamals aldri nú við ótímabært andlát Ingimundar frá Bæ kemur margt merkilegt upp í hugann. Árið 1948 þegar ég fór vestur með áætlunarbíl til að taka við prests- embætti á Reykhólum þekkti ég engan mann þar. Læknirinn hafði lofað að sækja mig í Bjarkarlund og hýsa fyrsta kastið. En þegar þangað kom var engan lækni að sjá. Ég var ungur og kvíðinn, og skimaði ráðvilltur í allar áttir. Þá gekk til mín höfðinglegur maður, sem þama var staddur, bauð fram aðstoð sína og spurði hvort ég væri kannski presturinn. Svo rétti hann fram hönd og bauð mig velkominn og kynnti sig. Magnús í Bæ. Hand- takið hans var það fyrsta sem mætti mér þar í sveit og sá mann- þekkjari, sem hann var, vissi hann af mannviti sínu og höfðingslund hvað mér kæmi bezt á þeirri stundu og kom því vel til skila í handaband- inu, svo vel að ég gleymi því aldrei meðan ég lifi. Handtak hans var öðruvísi en annarra manna, það var í því svo mikill innileiki, svo mikil meining, velvild og traust og fleira, sem ólýsanlegt er. Þannig urðu fyrstu kynni mín af Magnúsi í Bæ og síðan hans fólki, Sigríði húsfreyju og bömun- um, sem vom nú óðum að stálpast og sum orðin fullorðin. Þau drógu öll dám af Magnúsi, hvert með sínu móti, ævinlega með vinsemd og trygglyndi, hjálpsemi og velvilja. Þannig minnist ég systkinanna frá Bæ og húsbændanna. Þeim á ég öllum mikla skuld að gjalda, sem aldrei verður hægt að greiða. Samt get ég ekki látið það vera, nú við andlát vinar míns, Ingimundar Magnússonar, að segja frá því hve mikils ég mat hann og hve vænt mér þótti um þau hjónin frá fyrstu tíð, og votta Sjöfn og bömum þeirra samúð mína, þó að skammt dugi. Minningin um velvilja, vináttu og tryggð systkinanna frá Bæ er snar þáttur í því, sem mér þykir einna mest um vert í lífshlaupi mínu þar vestra fyrr á áram. Ingimundur Sigurður Magnús- son, eins og hann hét fullu nafni, var fæddur á Reykhólum 11. sept- ember 1933. Fæddist þá um leið tvíburabróðir hans, Hákon. Þeir voru yngstir barna foreldra sinna. Eldri voru Sigríður, Lúðvik, Arndís og Erlingur, og svo fóstursystir þeirra, Hulda Pálsdóttir, sem var elzt og ólst upp með þeim eins og væri hún skilgetin systir þeirra. Foreldrar Ingimundar vora Magnús Ingimundarson, stórbóndi, hreppstjóri og vegaverkstjóri frá Bæ í Króksfirði, sem var mikilshátt- ar maður og héraðshöfðingi á sinni tíð og kona hans, Jóhanna Kristín Hákonardóttir frá Reykhólum, en móðir hennar var Arndís Bjarna- dóttir, og bændahöfðinginn Bjarni Þórðarson á Reykhólum því langafi Ingimundar. Ég hef það fyrir satt að Jóhanna, móðir Ingimundar, hafi verið einstaklega væn kona, þekkt fyrir hjartagæzku sína og hjálpsemi við smælingja. Þegar hún og Magnús Ingimundarson hófu búskap var erfitt um jarðnæði í sveitum. Fyrstu árin voru þau í Bæ með Ingimundi, föður Magnúsar, síðan á Hríshóli og Miðjanesi. Og á þeim árum eignuðust þau öll sex börnin sín og Huldu Pálsdóttur, sem þau tóku í fóstur og ólu upp sem sína dóttur. Seinast voru þau á Reykhólum með Hákoni og Arnd- ísi, en fluttu þaðan að Bæ í Króks- firði er móðir Magnúsar hafði dáið og faðir hans bragðið búi. Þau bjuggu síðan í Bæ og þar ólst Ingi- mundur upp. Þá gerðist sú sorgarsaga í júlí 1937 að húsfreyjan á bænum, Jó- hanna Hákonardóttir, móðir Ingi- mundar, dó á besta aldri, frá 7 börnum ungum. Hún var aðeins 36 ára gömul, tvíburamir voru þá í frambernsku og elzta barnið, fóst- urdóttirin Hulda, nýfermd. Þetta varð skiljanlega hið mesta áfall fyr- ir ung börnin og mikilhæfan hús- bóndann, sem harmaði mjög ágæta konu sína. Þá gerðist falleg saga, sem sneri þessari hörmung á bezta veg. Á heimilinu í Bæ var ljósmóðir hrepps- ins, Sigríður Guðjónsdóttir, og hjúkraði veikri vinkonu sinni. Þegar Jóhanna sá að hverju dró með veik- indi sín mun hún hafa beðið Sigríði að yfirgefa ekki börnin og annast þau í bernsku sinni. Og það gerði sú mæta kona Sigríður Guðjóns- dóttir svo sannarlega. Hún gekk þeim öllum i móðurstað. Og það veit ég að Ingimundur var henni ákaflega þakklátur og unni henni mjög, eins og reyndar systkinin öll. Sigríður var húsfreyja í Bæ með Magnúsi í 22 ár og héldu þau uppi slíkri höfðinglegri reisn að frægt varð unn allt land. Gestrisni þeirra, góðgerðir og góðvilji virtugt engin takmörk eiga á heimili þeirra. Þau eignuðust tvo drengi, sem bættust við systkinahópinn, Ólaf, sem lengst af fylgdi móður sinni, og Gunnlaug, sem er yngstur. Það fer ekki hjá því að uppeldi á svona miklu menningarheimili hafi varanlega áhrif á þá, sem njóta. Það sannaðist á Ingimundi Magnús- syni, hann 'var verðugur fulltrúi sinnar ættar og jók ágæti áa sinna með drengskap sínum og manns- brag. Ingimundur lærði húsasmíði og varð góður iðnaðarmaður. Hann lagði víða hönd að verki og stjóm- aði smíði fjölda húsa og mann- virkja, svo sem sólarhúsa og ann- arra bygginga, sem ég kann ekki að nefna. Hann hafði oftast manna- forráð og fór vel með. í stuttu æviágripi í kennaratali stendur að hann hafi tvítugur tekið handavinnukennarapróf frá kvöld- skóla iðnaðarmanna í Vestmanna- eyjum. Tvo vetur var hann kennari við gagnfræðaskólann þar. Meist- araréttindi í húsasmíði fékk hann 1964, lauk prófi úr Meistaraskólan- um í Reykjavík 1978. Hann var kennari við Héraðsskólann á Reykjanesi við ísafjarðardjúp 1958-1966. Og árið 1958 varð hann bóndi í Bæ í Króksfirði á bernskuheimili sínu. Ári seinna, hinn 25. júlí 1959, giftist hann unnustu sinni, Sjöfn Karólínu Smith úr Reykjavík, Sverrisdóttur, loftskeytamanns. Þau stofnuðu nýbýlið Hábæ úr Bæjarlandi og bjuggu þar við reisn og myndarskap til 1977 er þau fluttu til Reykjavíkur. Ingimundur varð hreppstjóri svo sem verið höfðu faðir hans og afi. Fór honum það vel úr hendi eins og annað. Hann hafði ætíð traust manna og tiltrú. Ekki dugði honum búskapurinn og trúnaðarstörf í sveitinni. Hann stundaði jafnframt húsbygginga- vinnu með búskapnum og lagði hönd að verki víða. Mér er það t.d. minnisstætt þegar Vestfirðingar héldu mikla landnámshátíð í Vatns- dal á Barðaströnd 1974 var hann þar verkstjóri við miklar fram- kvæmdir, sem gera varð til undir- búnings stórri hátið lengst inni í óbyggðum dal. Þegar þau Ingi- mundur og Sjöfn fluttust til Reykja- víkur með börnum sínum fjórum, sem þau höfðu eignast í Bæ, stofn- uðu þau heimili vestur á Seltjamar- nesi þar sem heitir í Hofgörðum númer 2. Börnin eru: Magnús, byggingameistari í Bolungarvík; Laufey Anna, heima hjá móður sinni; Sverrir, matsveinn í Reykja- vík og Hjördís, nemi og býr heima. Þau búa nú við mikinn harm og syrgja ágætan heimilisföður. Þeim vildu allir góðir menn geta lagt eitt- hvert lið. Og ég veit að þar mun muna um Bæjarættina, sem marg- reynd er í baráttu við þrautir og mannskaða og ætíð komið styrkari úr hverri raun. Frá 1983 var Ingimundur eftir- litsmaður með fasteignum ríkisins á vegum fjármálaráðuneytisins og fór að vanda vel með mikla ábyrgð og mannaforráð. Ekki var við öðra að búast en að hann ætti í því starfi farsæla framtíð. En þá tók það vald í taum, sem allir verða að lúta. í júlí greindist hann með banvænan sjúkdóm, sem dró hann til dauða mánuði síðar. Hann háði hart bana- stríð með fullri meðvitund fram á seinasta dag, gekk æðralaus og ósmeykur gegn örlögum sínum. Hann dó 21. ágúst. Þann sama dag fyrir nákvæmlega 10 áram síðan var Magnús faðir hans jarðsunginn í Reykhólakirkjugarði. Blessuð sé minningin um Ingi- mund Sigurð Magnússon frá Bæ í Króksfirði. Þórarinn Þór. Ingimundur Magnússon, bygg- ingameistari, sem kvaddur er í hinsta sinn frá Fossvogskirkju í dag, kom til starfa hjá Fasteignum ríkissjóðs snemma árs 1984. Hann hafði þá að baki langan starfsferil sem bóndi, byggingameistari, kenn- ari og hreppstjóri, auk ýmiskonar félagsmálaþátttöku. Það kom fljótt í ljós að ráðinn hafði verið athug- ull og samviskusamur starfsmaður til að veita vaxandi stofnun forystu. Seinna varð það öllum ljóst, sem með honum unnu, að starfsþrek hans var mikið. Verkefnum Fast- eignanna fjölgaði, þau urðu fjöl- breytilegri, en Ingimundur tók á móti hverju nýju verkefni sem við bættist með sama áhuga og festu sem hinum fyrri. Við störf sín hafði Ingimundur samstarf við mjög marga ríkis- starfsmenn, iðnaðar- og tæknimenn og er ánægjulegt að vita hve víða Ingimundur naut virðingar þeirra sem hann skipti við. Ljóst er að sá eiginleiki hans að geta séð fleiri hliðar en eina, m.a. þá broslegu, létti undir með honum í samskiptum við fólk. Gott var að vinna með Ingimundi. Hann undirbjó málin þannig að fljótt var komið að kjarna málsins og aukaatriðum lítill gaum- ur gefinn. Þannig nýttist tíminn vel að ræða aðalatriðin og komast að niðurstöðu um aðgerðir. Nú þegar Ingimundur er allur er okkur það ljóst að sæti hans verður vandfyllt, en jafnframt að hann skilaði góðu búi, sem njóta mun arfsins. Samstarfsmenn hans sakna hans sem vinar og félaga. Yfír minningunni um Ingimund Magnússon er birta af sérstæðum ágætismanni sem hafði ánægju af því að takast á við erfið verkefni, sem hann leysti með prýði. Fjölskyldu hans sendum við okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Stjórn og starfsfólk Fasteigna ríkissjóðs. t Ástkœr eiginkona mín, móðir, amma og langamma, ÁSDÍS VÍDALÍN KRISTJÁNSDÓTTIR, Njálsgötu 86, lést í Landspítalanum 28. ágúst. Jón Halldórsson, börn, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkœreiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR, Háalundi 3, Akureyrl, sem lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 25. ágúst sl., verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 31. ágúst kl. 13.30. . Ásgeir Halldórsson, Ólafur Asgeirsson, Bente Ásgeirsson, Halldór Ásgeirsson, Guörún Stefánsdóttir, Sofffa Ásgeirsdóttir, Þorsteinn Friðriksson, Ásgeir Ásgeirsson, Gunnar Ásgeirsson, Hansfna M. Haraldsdóttir, Ásrún Ásgeirsdóttir, Halldór Þórisson, Haukur Ásgeirsson, Guðrún Ásgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum öllum er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför sonar okkar og bróður, GUÐMUNDAR INGA ÞORVARÐARSONAR, Miötúni 23, Höfn, Hornafiröi. Foreldrar og systkini. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför TEITS DANÍELSSONAR frá Grímastöðum, Andakfl. Dóra Þórðardóttir, synir, tengdadætur og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.