Morgunblaðið - 29.08.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.08.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1992 j, Ég vit sk 'tLa, þessutn rrt 'mk. /MOMirjnn rnmrvqaf ryicrh&nrv i œf. nndtLiscftöf. a.tti vht ab vewl sniðuQt!' Ást er... 6-30 .. .að skipuleggja eldhús- innréttingu saman. TM Reg. U.S Pat Off. — all rights reserved ® 1992 Los Angeles Times Syndicate Yfírgengileg frelga að hringja í fólk í miðju sumar- leyfi... BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Hvernig er búið að öldruðum í Reykjavík? Frá Gyðu Jóhannsdðttur: FYRIR skömmu hringdi til mín kona á níræðisaldri og leitaði ráða hjá mér vegna manns hennar sem er sjúklingur og ætti hvergi að vera nema á hjúkrunarheimili en getur ekki fengið neitt pláss. Hún sagði hikandi að ef að þyrfti að borga eitthvað myndi ekki standa á því. Hann hefur verið sjúklingur í tvö ár en hún hefur fram að þessu annast hann sjálf þó að hún hafi þurft að vera á vakt meira og minna allan sólarhringinn. Þá varð hún fyrir því óhappi að detta og hlaut af því lítils háttar meiðsli, en nóg til þess að erfíðara var fyrir hana að sjá um mann sinn. Hann var þá tekinn inn á sjúkrahús, en eins og allir vita eru hátæknispítalar ekki ætlaðir til langdvalar fyrir öldrunar- sjúklinga. Nú átti að senda hann heim og þrátt fyrir loforð um heima- hjúkrun og heimilishjálp, sem gamla konan efaðist ekki um að staðið yrði við, hraus henni hugur við þessu og kveið því að fá ókunn- ugt fólk inn á heimilið. Hún hafði reynslu af því að vera með mann sinn heima, haldinn einum af þeim erfiðasta sjúkdómi sem aldrað fólk fær. Hér er um að ræða gamalgróna Reykavíkinga sem hafa lagt sitt af mörkum til samneyslunnar. Hvert á að leita? Ég hafði fengið í hendur mynd- skreytt Þjónustublað frá Félagi eldri borgara, þar sem fyrirtæki auglýsa þjónustu sína. Þrjár síður, skreyttar litmyndum kynntu starf- semi öldrunarþjónustudeildar í Reykjavík, undir yfírskriftinni: „Hvert á að leita?“ Þar segir m.a.: „Félagsmála- stofnun Reykjavíkur starfrækir sér- staka öldrunarþjónustudeild sem hvort tveggja í senn annast þá þjón- ustu sem borgin veitir öldruðum og kemur jafnframt upplýsingum á framfæri um aðra aðstoð sem öldr- uðum stendur til boða.“ Öldrunarþjónustudeild skiptist í sex svið sem voru talin upp og það fyrsta var yfírinaður öldrunarþjón- ustudeildar. „Nú, þetta er orðið mikið fyrirtæki" hugsaði ég, eftir að hafa lesið um þá fjölþættu þjón- ustu sem gamla fólkinu stæði til boða. Það þarf ekki annað en að styðja á takkann. Ég hringdi og óskaði eftir að tala við yfirmanninn. „Ekki við“ var svar símadömunnar og ekki bauð hún mér að tala við neinn annan. Ég lét ekki slá mig út af laginu og óskaði eftir að tala við þann sem væri næstur yfir- manninum. Fékk ég þá samband við konu sem var fulltrúi og rakti fyrir henni vandræði gömlu kon- unnar. Ég sagði henni að ég hefði verið að lesa um öldrunarþjónustu í Þjónustublaðinu. Hún hlustaði með þolinmæði á það sem ég var að segja, en sagði fátt. Ekki gat hún bent á neina úrlausn. Ég hringdi í nokkrar öldrunar- stofnanir og fékk sama svarið, alls- staðar voru langir biðlistar af fólki sem hafði brýna þörf fyrir pláss að mati þeirra sem meta vistunarþörf aldraðra. Ég tók Þjónustublaðið aftur og fór að blaða í því. - Vistunarmál - og mynd af glaðlegri konu í hjóla- stól. Þar segir: „Þjónustuhúsnæði borgarinnar er að Droplaugarstöð- um við Snorrabraut og Seljahlíð. Á þessum stöðum fá íbúar fullt fæði, þrif á allri íbúðinni, þvott þveginn, læknishjálp, lyf og hjúkrun. Vakt er allan sólarhringinn og öryggis- hnappar eru í öllum íbúðum." Það verður að vera huggun harmi gegn, hjá þeim sem hvergi fá pláss, að vita að einveijir fá úrlausn. GYÐA JÓHANNSDÓTTIR, Miðleiti 7, Reykjavík. Víkverji skrifar Víkveiji dagsins kann bezt við sig þar sem vötn falla í norð- ur. Hann varði nokkrum dögum í vikunni sem leið í Austur-Skaga- fírði: Hofsósi, Sléttuhlíð og Fljótum, að ógleymdum „höfuðstað" Trölla- skagans, Siglufírði, á mörkum Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Þeim dögum var vel varið. I Lónkoti, sjávaijörð í Sléttuhlíð, hefur verið komið upp fyrirmyndar- gistingu fyrir ferðafólk, einstakl- inga og smærri hópa, sem þar geta áð og jafnvel haldið minni teiti. Þar er silungur og áll í lónum, aðstaða til að stunda sjóstangaveiði, lítill púttvöllur og stutt í Drangey, Málmey og Þórðarhöfða. Þaðan er og stutt til fornfrægs biskupsset- urs, Hóla í Hjaltadal, og þess gamla verzlunarstaðar, Hofsóss, þar sem veitingar og verzlun bjóðast í ein- hveijum elztu timburhúsum lands- ins. Það verður enginn svikinn af að stinga þar inn nefí. xxx ungur og lax leika í vötnum og ám og Almenningar og Stífluhólar verða svartir af beijum í flestum sumrum. Það þai*f engan að undra að landnámsmaðurinn Hrafna-Flóki valdi Fljótin til búsetu og reisti bú sitt að (Yzta) Mói í Flókadal sem við hann er kenndur. Á Ketilási í Fljótum er kaupfélag og samkomustaður og sundlaug að kirkjujörðinni Barði. Þar eru vega- mót. I fyrsta lagi til Siglufjarðar og síldarævintýrisins (sem virðist hafa lifað síldina). Á þeirri leið eru Strákagöng (900 m), fyrstu jarð- göng í þágu landsamgangna hér á landi. Þar er og hótel, gistiaðstaða að Hóli (sem er íþróttamiðstöð), tjaldstæði, sundlaug, síldarminja- safn og fjölbreytt mannlíf. í annan stað yfír Lágheiði til Ólafsfjarðar og þaðan um Múlagöng (3.000 m.) til Dalvíkur og byggða Eyjafjarðar. Sem sagt: stutt í allar áttir, eins og stundum segir í ferðaauglýsing- um. Frá Lónkoti er og stutt í sumar- fögur Fljótin, þar sem grös koipa græn undan srijó á vorin, sil- Hjaltadal frá árinu 1106 til V* i t , t í W > í fl §: 1 U' j ' ) ; MV 4 vl 1 i V | L 1 Í , i i ísvls-ia í 1 í iv í B iskupssetur var að Hólum í til ársins 1798. Fyrir fáum árum sett- ist þar að (vígslu)biskup að nýju, séra Bolli Gústafsson. Fyrsta dómkirkjan var reist á Hólum á biskupsárum Jóns Ög- mundssonar 1106—1121. En sú veglega dómkirkja, sem þar er nú, var byggð á árunum 1757—1763, m.a. með „skylduvinnu" bænda úr Eyjafjarðar-, Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum. Á næsta ári verða 230 ár frá vígslu hennar. Kirkjan og búnaður hennar allur er sannkallað augnayndi sem og umhverfið allt. Á þessum stað ligg- ur íslandssagan svo að segja í loft- inu. Það er ekki að undra að marg- ur leggur krók á leið sína milli Reykjavíkur og kaupstaða á Norð- urlandi heim að Hólum sem er sann- kallaður helgistaður. Sá krókur „borgar sig“ í fleirum en einum skilningi. Það er ómaksins virði fyrir ferða- lang á hringferð um landið eða leið milli Reykjavíkur og Akureyrar að staldra fáeina daga í Austur-Skaga- fírði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.