Morgunblaðið - 29.08.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.08.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1992 37 VELVAKANDI LYKLARI ÓSKILUM FIMM lyklar, líklega húslyklar, fundust í vikunni á malarvelli rétt við- Hrafnhóla í Breiðholti. Eiganda þeirra er bent á að hringja í síma 73866. HÁLSFESTI GLÖTUÐ Hálsfesti, fléttuð úr þrílitu gulli, tapaðist í síðustu viku í Reykjavík, að öllum líkindum við Austurver, Kringluna eða í Breiðholti-. Finnandi er vinsam- legast beðinn um að hringja í síma 75714. Fundarlaunum er heitið. KATTAR- HVÖRF SVÖRT 3-4 mánaða ómerkt læða fannst við Hljómskála- garðinn fyrir skömmu. Eigandi kettlingsins getur hringt í síma 626372. HINN 10. ágúst týndist köttur- inn Loppi frá Þverási 49 í Reykjavík. Loppi er stór og bústinn, svartur að lit en með hvítt trýni, loppur og bringu. Þá er annað augað brúht en hitt gult. Hann er merktur með blárri ól. Þeir, sem hafa orðið varir við ferðir hans, eru vin- samlegast beðnir um að hringja í síma 672937. FJÖGURRA mánaða gamall fress týndist á fimmtudag frá Hábergi 14 í Breiðholti. Kettl- ingurinn er gulbröndóttur á hrygg og stýri en hvítur í fram- an, á bringu og löppum. Þá er hann með sár á vinstra aftur- fæti. Finnandi er vinsamlegast beðinn um að hringja í síma 71431. KETTLINGAR FÁST GEFINS ÞRJÁ kettlinga vantar gott heimili. Þeir eru gullfallegir og kassavanir að sögn. Upplýs- ingar í síma 667232. LEIÐRÉTTING Rangt var farið með nafn Sigríð- ar Stefánsdóttur eiginkonu Bjarna Einarssonar, fyrrverandi hrepps- nefndarmanns í Njarðvík í Morgun- blaðinu fyrir skömmu, þar sem sagt var frá heimsókn dóttur hennar Guðrúnar Bjarnadóttur, fyrrum al- heimsfegurðardrottningar á æsku- slóðir. Eru hlutaaðeigandi beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Pennavinir Tékkneskur skógarfræðingur, 23 ára gamall, með áhugá á ólíkri menningu þjóða og íþrótt.um: Jaroslav Simo, 03821 Mosovce 290, Europe, Czechoslovakia. Fimmtán ára þýsk stúlka með mikinn íslandsáhuga og nýtur tón- listar, ferðalaga og bréfaskrifta: Myriam Loeffelmacher, Usambarastr. 3, 8000 Miinchen 82, Germany. Tékknesk 26 ára kona, ensku- kennari, með áhuga á ferðalögum, bókalestri, tónlist, pijónaskap, mat- seld og íþróttum: Lenka Zimmermannova, DM Cyrila Boudy 2953, 272 00 Kladno, Czechoslovakia. Snjallrceði hvað er það? Snjallræði er samkeppni sem ætluð er til þess að örva nýsköpun og frumkvæði í íslensku atvinnulífi. Iðnaðarráðuneytið, Iðnlánasjóður, Iðntæknistofnun íslands og Iðnþróunarsjóður vilja með samkeppn- inni styrkja og efla þá einstaklinga í íslensku atvinnulífi sem hafa yfir markaðshæfum nýjungum að ráða, ásamt því að hvetja til þróunar og markaðs- setningar nýrra afurða. Snjallræði er því nýr vettvangur fyrir góðar hugmyndir þar sem áhersla er lögð á frumkvæði einstaklingsins til nýsköpunar. Aðstandendur samkeppninnar eru sannfærðir um að þörfin er brýn og að ekki sé skortur á nýjum hugmyndum hérlendis. Snjallar hugmyndir! Hverjir geta tekið þátt í keppninni? Leitað er eftir hugmyndum að ákveðnum afurðum á sviði iðnaðar. Möguleikamir ættu því að vera óteljandi. Einstaklingar sem búa yftr áhugaverðum hugmynd- um geta tekið þátt í samkeppninni. Forsvarsmönnum íslenskra iðnfyrirtækja, ffam- haldsskóla og skóla á háskólastigi er sérstaklega bent á að hvetja starfsmenn sína og nemendur til þátttöku í samkeppninni. Hver er ávinningurinn? Samkeppnin fer fram I tveimur áföngum. í fym áfanga verða valdar allt að átta hugmyndir og þær verðlaunaðar. Verðlaunin felast í fjárhagsaðstoð við að kanna hvort hugmyndimar séu hagkvæmar til framleiðslu. Hagkvæmnisathugunin á að fara ffarn innan hálfs árs frá veitingu verðlaunanna. Heildarkosmaðurinn má vera allt að 800.000,- krónur. Verðlaunin nema 75% af kostnaði, þ.e. hámark 600.000,- krónur. f seinni umferð samkeppninnar verða valdar allt að fjórar hugmyndir af þeim sem hlutu viðurkenningu í fyrstu umferð. Verðlaunin í þessum áfanga nema 50% af kostnaði við fullnaðarþróun og frumgerða- smíð, þó að hámarki 1.500.000,- krónur. Fjallað um allar hugmyndir og fullur trúnaður. Allar hugmyndir sem berast í Snjallræði verða teknar til umfjöllunar og metnar af sérstökum matshóp verkefnisins. Allir þeir sem kunna að sjá hugmyndimar em bundnir trúnaði og undirrita trúnaðaryfirlýsingu því til staðfestingar. Frekari upplýsingar og þátttökueyðublöð. Allar nánari upplýsingar um samkeppnina Snjallræði og þær leikreglur sem gilda, ásamt þátttökueyðublaði fást hjá verkefnisstjóra, Björgvini Njáli Ingólfssyni, Iðntæknistofnun íslands, Keldnaholti, sími 687000. Sláðu til, þú gœtir verið sá snjalli! IÐNAÐARRÁÐUNEYTID (Q) (DNIÁNASJÓOUR IDNÞROUNARSIODUR Idntækrastoframli Snjallræði samkeppni um nýsköpun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.