Morgunblaðið - 10.09.1992, Blaðsíða 12
Eí seei wammzB .01 fliíOAauTmm qig/uaKUpaoM
12-------------------------------------------STORGUNBIAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER1992
Um sameiningu
sveitarfélaga
eftir Vilhjálm Þ.
Vilhjálmsson
Sameining sveitarfélaga er eitt-
hvert mikilvægasta verkefnið á
vettvangi sveitarstjómarmála. Van-
máttur lítilla sveitarfélaga til þess
að valda auknum verkefnum og
bættri þjónustu er vafalaust að
hluta til orsök óæskilegs fólksflótta
úr dreifbýli til þéttbýlis. Vegna þess
vanmáttar er hætta á, að þýðing
sveitarfélaganna fari minnkandi í
þjóðfélaginu, umsvif ríkisins á
kostnað sveitarfélaganna aukist og
verkefni þeirra falli í annarra hend-
ur.
Aukin sameining er því forsenda
þess, að hægt sé að treysta og efla
byggðina sem víðast um landið og
jafnframt gera þau hæfari til að
taka við fleiri verkefnum frá ríkis-
valdinu. Jafnframt er það forsenda
þess, að þau geti tekið við auknum
verkefnum frá ríkinu, í stað þess
að missa verkefni í fang þess.
Félagsmálaráðherra setti í byijun
árs 1991 á laggirnar nefnd til að
gera tillögur um skiptingu landsins
í sveitarfélög. í skipunarbréfi
nefndarinnar sagði ráðherra, að
ekki ætti aðeins að setja tiltekna
lágmarkstölu íbúa í sveitarfélagi
heldur einnig að stefna að því að
hvert sveitarfélag yrði eitt þjón-
ustusvæði, sem gæti myndað sterka
sameiginlega heild.
Samþykkt fulltrúa-
ráðsfundaríns
Nefndin skilaði áliti í október
1991 og á fulltrúaráðsfundi Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga, sem
var haldinn 23. nóv. 1991, var
mörkuð afstaða sambandsins til
þeirra tillagna, sem þá lágu fýrir,
um skiptingu landsins í sveitarfé-
lög. Lagt var til að skipuð yrði sam-
ráðsnefnd ríkis og sveitarfélaga,
sem fengi það hlutverk að útfæra
nánar tillögur, sem tækju eftir því
sem kostur er, mið af leið 2. Svo-
kölluð leið 2 gerði ráð fyrir því, áð
sveitarfélög utan höfuðborgarsvæð-
isins yrðu um 25 að tölu í stað
190, sem þau nú eru. Samtals eru
sveitarfélögin í landinu 199.
Fulltrúaráðsfundurinn lagði til
að unnið yrði að þessu markmiði
með eftirfarandi hætti:
1. Komið verði á fót sérstakri sam-
ráðsnefnd ríkis og sveitarfélaganna
með þremur aðilum frá hvorum,
sem útfæri nánar tillögur um ný
umdæmi sveitarfélaga, sem taki
eins og kostur er mið af leið 2.
Einnig vinni nefndin tillögur að
breytingu á lögum um tekjustofna
sveitarfélaga og verkaskiptingu rík-
is og sveitarfélaga.
2. Til að greiða fyrir stækkun sveit-
arfélaga tryggi ríkisvaldið, að fjár-
munir fáist til verkefna, sem nauð-
synlegt er að framkvæma vegna
sameiningar sveitarfélaga, t.d.
samgöngubóta.
3. Jafnhliða stækkun og samein-
ingu sveitarfélaga verði unnið að
breytingum á ákvæðum laga um
þjónustuumdæmi, t.d. varðandi
heilbrigðisþjónustu, heilbrigðiseftir-
lit o.fl. Nauðsynlegt er, að þjónustu-
umdæmi verði samræmd skiptingu
landsins í sveitarfélög. 4.Tekjur
Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verði
auknar tímabundið til að hann geti
af meiri þrótti greitt fyrir átaki í
sameiningu sveitarfélaga, án þess
að það bitni á öðrum verkefnum
hans.
5. Nauðsynlegt er, að nefndin ljúki
störfum um áramótin 1992/1993.
Lagt er til, að fulltrúaráðið verði
kallað saman í ársbyijun 1993, til
að taka afstöðu til fyrirliggjandi
tillagna nefndarinnar og þess, hvort
landsþing verði kallað saman sér-
staklega til afgreiðslu á þeim.
Nefndinni yrði einnig falið að koma
með tillögur um aðlögunartíma
sveitarfélaganna og ríkisins að
hinni nýju skipan og hvernig aðlög-
unartíminn yrði nýttur.
Stærri sveitarfélög - fleiri
verkefni
í þessari stefnumörkun felst, að
sveitarfélögin stækki þannig að
þeim sé kleift að sinna vel þeim
verkefnum, sem þeim eru falin að
lögum og að auki nýjum verkefnum,
sem til þeirra yrðu flutt frá ríkinu.
Hér geta komið til álita ýmis verk-
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
„Aukin sameining- sveit-
arfélaga hlýtur að vera
eitt stærsta hagsmuna-
mál sveitarfélaganna
sjálfra. Það hefur ávallt
verið baráttumál sveit-
arstj órnarmanna að
efla sveitarfélögin,
færa til þeirra fleiri
verkefni, tekjur og
völd. Allar hugmyndir
í þá veru ber að skoða
af gaumgæfni.“
efni, sem að ýmsu leyti færi betur
á, að öflug sveitarfélög hefðu með
höndum en ríkið, s.s. á sviði félags-
þjónustu, eins og rekstur grunn-
skóla, heilsugæslu, málefni aldr-
aðra, málefni fatlaðra og nokkur
önnur mál, sem nú eru hjá ríkinu
en færast myndu nær fólkinu, eins
og sagt er, ef sveitarfélögin tækju
við þeim. Ennfremur yrði með auk-
inni sameiningu sveitarfélaga auð-
veldara að byggja upp heildstæðari
atvinnu- og þjónustusvæði og þar
með treysta byggð í landinu.
Það má færa að því almenn rök,
að ýmis viðamikil verkefni bíði úr-
lausnar, t.d. í atvinnu- og sam-
göngumálum landsmanna, einkum
í hinum dreifðu byggðum, og til að
takast á við þau þurfi að vera til
staðar sterkari félagsheildir en
sveitarfélögin eru nú vegna smæðar
sinnar og lítillar fjárhagsgetu.
Aukin valddreifing
Ein veigamestu rökin fyrir
stækkun sveitarfélaganna eru því
þau, að efling sveitarfélaganna með
verulegri stækkun þeirra sé megin-
forsenda valddreifíngar í landinu.
Mörg rök hníga að því, að til
þess að ná þeim markmiðum, sem
svo margir keppa að í byggðamál-
um, sé nærtækast að efla sveitarfé-
lögin. Það má telja næsta víst, að
það sé nánast forsenda þess, að
árangur náist í byggðamálum, ef
menn á annað borð meina eitthvað
með því, að dreifa eigi valdi og efla
heimastjórn héraða. Sveitarfélögin
eru grunneining stjómsýslunnar,
standa á gömlum merg, en hafa
þó alla burði til að tileinka sér
markvissa stjórnun og nýjustu
tækni.
Ég hef enga ástæðu til að ætla
annað af viðræðum við fjölda
MenCSa FLÍSAR
-r-y»~r
5is4
Stórhöfða 17, við Cullinhrú,
sfmi 67 48 44
manna úr hópi sveitarstjórna, al-
þingismanna og embættismanna,
en að verulegur vilji sé fyrir því,
að fá sveitarstjórnum aukin verk-
efni í hendur. Til þess að það megi
verða þurfa sveitarfélögin að vera
fær um að taka við verkefnunum
og leysa þau á viðunandi hátt. Eng-
in veruleg breyting verður á verka-
skiptingu ríkis og sveitarfélaga að
óbreyttri umdæmaskipan sveitarfé-
laga.
Sameining eða samvinna?
í tengslum við umræðuna um
sameiningu sveitarfélaga hefur
ennfremur verið rætt um, að í stað
sameiningar kæmi til aukin sam-
vinna sveitarfélaga um ákveðin
verkefni. Auðvitað er hægt að
hugsa sér samvinnu sveitarfélaga
um tiltekna málaflokka en þar sem
á reynir í stórum fjárfrekum mála-
flokkum t.d. í heilbrigðis- og skóla-
málum getur slíkt fyrirkomulag
valdið margvíslegum vandkvæðum.
Einnig má spyija; ef öll meiriháttar
mál eru afgreidd á samvinnu sveit-
arstjórna á ákveðnu svæði, hvert
er þá orðið hlutverk þeirra sjálfra
í raun. Með slíku fyrirkomulagi
framselja þær öðrum vald sitt og
hlutverk og staða sveitarstjórnar-
innar í því sambandi getur orðið
afar óljós.
Sveitarfélögum fjölgaði um tæp-
lega 60 frá 1873 til 1951 en hefur
síðan þá fækkað um 30. Fjölgun
svéitarfélaga og jafnframt fjöldi
þeirra hefur án efa veikt sveitar-
stjórnarstigið og að sama skapi rík-
isvaldið. Árið 1950 voru 33 sveitar-
félög með færri en 100 íbúa og 75
með 100 til 200 íbúa. í árslok 1990
voru 47 sveitarfélög með færri en
100 íbúa og 57 með 100 til 200
íbúa. Þannig er rúmur helmingur
sveitarfélaganna nú með innan við
200 íbúa en sveitarfélögin eru eins
og áður segir 199 að tölu.
í Grágásarlögum þjóðveldis-
tímans var áskilið að 20 skattskyld-
ir bændur skyldu vera í hreppi hið
fæsta, sem þýðir að íbúafyöldi
hrepps yrði vart undir 400 manns.
Fyrir rúmlega 400 árum eða árið
1583 var sameining hreppa heimil-
uð á Alþingi, til þess að tryggt yrði
að þeir gætu leyst hlutverk sitt af
hendi. Umdæmamörk sveitarfélaga
voru ekki þá heilög frekar en nú
heldur mikilvægast að afmörkun
og stærð þeirra tækju mið af þjóðfé-
lagsháttum hveiju sinni.
Framhaldið ræðst af
afstöðu íbúanna
Aukin sameining sveitarfélaga
hlýtur að vera eitt stærsta hags-
munamál sveitarfélaganna sjálfra.
Það hefur ávallt verið baráttumál
sveitarstjórnarmanna að efla sveit-
arfélögin, færa til þeirra fleiri verk-
efni, tekjur og völd. Allar hugmynd-
ir í þá veru ber að skoða af gaum-
gæfni. Það er jafnframt þjóðhags-
leg nauðsyn, að leita leiða til að
draga úr miðstýringu ríkisins, og
hvað sem segja má um fjárhagsmál
sveitarfélaga, þá gengur sveitarfé-
lögunum betur að halda utan um
sín íjárhagsmál en ríkinu.
Sveitarstjórnarmennirnir sjálfir
og íbúar hvers einstaks sveitarfé-
lags verða innan tíðar að svara
því, hvaða hlutverki þeir vilji að
sveitarfélögin gegni í þjóðfélags-
gerð framtíðarinnar, hvað varðar
þróun atvinnulífs í landinu og þjón-
ustu við íbúa þess. Flest rök hníga
að því, að í framtíðinni muni stærri
og öflugri sveitarfélög hafa á hendi
fleiri og umfangsmeiri verkefni.
Sveitarfélaganefndin er enn að
störfum og hefur ekki lagt fram
neinar endanlegar tillögur. Gert er
ráð fyrir að nefndin ljúki tillögu-
gerð sinni í byijun október nk. og
í framhaldi af því verður efnt til
kynningarfunda um land allt, þar
sem tillögurnar verða rækilega
kynntar.Síðan er ráðgert að full-
trúaráð sambandsins fjalli um málið
með þeim hætti, sem ákveðið var
23. nóv. sl. Sveitarstjórnarmenn
þurfa að skoða tillögurnar með opn-
um huga og framhald málsins ræðst
fyrst og fremst af afstöðu þeirra
og íbúa sveitarfélaganna.
UTSOLUMARKAÐURINN A
3. HÆÐ I KRINGLUNNI
Pils frá989,-
Hálftmepptir dömubolir á499,-
Dömuskyrtur á989,-
Vindjakkar ftá689,-
Sportskórfiá689,-
HAGKAUP
Kringlunni 3■ hæö
*
i
c
t
í
I'
§
i
í
i.
i
i
■
i
Höfundur er formaður Sambands
íslenskra sveitarfclaga.