Morgunblaðið - 10.09.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.09.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1992 31 Afmæliskveðja: Hildur Pálsdóttir Malmqvist Hildur Pálsson Malmqvist, Stiga- hlíð 4, Reykjavík, er 80 ára í dag. Hún fæddist í Borgargerði, Reyðar- firði 10. september 1912, dóttir hinna góðu og mætu heiðurshjóna Kristrúnar Bóasdóttur og Jóhanns Malmqvist sem áttu 16 börn, allt duglegt sómafólk, sem unnu sín verk í kyrrþey, heimtuðu alrei neitt af öðrum eins og nútímaþjóðfélag gerir. Börnin eru öll fjölhæf, þó voru þau ekki hlaupandi og segj- andi frá því þótt þau gerðu einhveij- um greiða. Hildur var alltaf ljúf og góð og þetta jafnaðargerð hennar kom sér vel, því í lífi hennar hafa skipst á skin og skúrir sem svo margir í þessu jarðneska lífí þekkja og taka misjafnlega. Suniir verða beiskir og aðrir taka því skynsam- lega eins og Hilla frænka mín hefur alltaf gert. Hildur gift.ist ung Stefáni A. Pálssyni, þann 8. október 1932, ágætis manni og áttu þau átta börn, þijú dóu ung. A lífi eru: Stefanía, bókari hjá Flugleiðum, hún er gift Bimi Valgeirssyni, arkitekt hjá Reykjavíkurborg; Páll, auglýsinga- stjóri hjá DV, kvæntur Önnu Guðnadóttur, bankaritara; Stefán, forstöðumaður húss Verslunarinn- ar, kvæntur Jórunni Magnúsdóttur, mikilli sómakonu sem lætur ekki börn sín á dagheimili; Kittý, gift Ólafi Ólafssyni, verslunarmanni hjá Fálkanum og Hrafnhildur, flug- freyja, gift Val Asgeirssyni, deildar- stjóra hjá Flugleiðum. Eg veit ekki annað en börn Hildar og makar þeirra séu allt sómafólk og góðir þjóðfélagsþegnar og sannir íslend- ingar sem vilja þjóð okkar allt það besta og vinna af heilum hug að því að íslenska þjóðin verði alltaf sjálfstæð þjóð og henni verði vel stjórnað af ábyrgum mönnum sem láta ekki útlendinga dáleiða sig. Stefán minnkaði verslun sína þegar börnin fóru að fara að heim- an og fluttu þau hjónin að Stiga- hlíð 4, þar er hlýlegt að koma eins og alltaf. Þau heiðurshjónin voru alltaf svo blíð, elskuleg og sam- hent. Stefán fæddist 1901 og lést 1989. Mér hefur alltaf þótt vænt um Hillu eða frá því ég man fyrst eftir mér og hlakkaði alltaf til næsta sumars, því ég fór alltaf með henni í beijamó. Það var föst venja hjá fósturforeldrum hennar sem voru norsk að njóta þessarar einu jurtar sem mannshöndin kemur ekkert nálægt. Hildur var tekin í fóstur 3 ára af Rolf Johannsen og hans mik- ilhæfu konu, Kitty. Það litu allir Reyðfirðingar upp til þeirra kaup- mannshjónanna og ég vildi óska þess að frændþjóðir okkar litu af eins mikilli virðingu til kónga sinna og drottninga. Börn og tengdabörn buðu móður sinni út í hinn stóra heim í þriggja vikna ferð og verður hún þar af leiðandi ekki heima á afmælisdaginn. Það hefur alltaf verið mikill kærleikur á milli barn- anna og foreldra þeirra. Ég man alltaf fyrst eftir því þegar ég kom sem unglingur i fyrsta skipti á heimili Hillu. Ég var svo hrifin af eldhúsinu sem var mjallahvítt og héngu þar uppi pottar og pönnur og var það til mikillar prýði og gleymi ég því aldrei. Hilla er mikil- hæf kona, smekkmanneskja og fer vel með allt og er fram úr hófí nýtin. Ég kem oft til Hillu og kom oft til þeirra hjónanna fýrirvara- laust þegar ég var á ferðinni og alltaf var jafn vel og elskulega tek- ið á móti mér. Þau hjónin voru allt- af svo hlý og góð og fólk verður betri manneskjur af að kynnast þeim ágætis hjónum. Börn þeirra eru sama manngæskan, skemmti- leg og góð. Innilegustu óskir með áttræðisafmælið elsku frænka. Lifðu heil. Þess óskar Regína Thorarensen. Félagamir Ámi Stefán Ásgeirsson, Sigurgisli Pálsson og Geir Gunn- arsson söfnuðu nær 6.200 kr. HRAÐLESTUR - NAMSTÆKNI Ef þú vilt margfalda lestrarhraðann til að njóta þess að lesa meira af góðum bókum eða til að taka næstu próf með glæsi- brag, ættir þú að skrá þig á hraðlestrarnámskeið. Lestrarhraði nemenda meira en þrefaldast að jafnaði, hvort heldur er í erfiðu eða léttu lesefni. Næsta námskeið hefst fimmtudaginn 24. september nk. Skráning í síma 641091. HRAÐLESTRARSKOLINN ...við ábyrgjumst að þú nærð árangri! — 1978-1992 E Með breyttum lífsstíl gegn ofáti og offitu 4 vikna námskeið þar sem tekið er á offituvandanum á raunhæfan og árangursríkan hátt. Fyrirlesarar: Læknir, sálfræðingur, næringarfræðingur, snyrtifræðingur og fl. Hópvinna Ráðleggingar Einkaviðtöl Takmarkaður fjöldi. Leiðbeinandi verður Heiðrún B. Jóhannesdóttir. Námskeiðið er haldið í fundarsal Í.S.Í. og hefst 14. september nk. Innritun og upplýsingar í síma 673137 eftir kl. 15.00. Þessir krakkar heita Gunnar Gunnarsson, Sara Pálsdóttir og Sunneva Pálsdóttir. Þau héldu hlutaveltu til ágóða fyrir Hjálparsjóð Rauða krossins. Þau söfnuðu rúmlega 2.480 krónum. LÆKKIÐ BYGGINGAKOSTNAÐINN Við sérpöntum frá Englandi þak- og klæðingarstál, stutt- ur afgreiðslufrestur. Margar gerðir, margir litir. Frábært veii Bjóðum einnig af lager vinsæla stallaða Plannja þakstólið með tíulsteínsmunstri, og S8BA stél þakrennumar með litaðri plastisol-vörn. ÍSVÖR BYGGINGAREFNI Dalvegur 20. Box 435 202 Kóp. Slmi 641255, Fax 641266 p .m $mm\ m Metsölublad á hverjum degi! Viðgerðir - viðhald Ath.: Allar lekaþéttingar, sprungu- og múrviðgerðir. Yfirför- um þök fyrir veturinn. Sótthreins- um sorprennur og ruslakompur. Upplýsingar í síma 653794 milli kl. 19.00 og 22.00. P KENNSLA Ik IIVÉLRITUNARSKÓUNN ÆlÁNANAUSTHM I 5 jfSS I 0 1 REYKJAVÍK mKmaM sími 2 eo 40 Ný námskeið byrja 10. sept. Innritun í símum 28040 og 36112. Ath.: VR og BSRB styrkja félaga sína á námskeið skólans. Hvítasunnukirkjan Völvufelli Samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Félag fráskilinna heldur fund í Risinu, Hverfisgötu 105, föstudaginn 11. september kl. 20.30. Nýir félagar velkomnir. Sjáumst. Stjórnin. Orð lífsins, Grensásvegi 8 Almenn samkoma i kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir! I kvöld kl. 20.30 er almenn sam- koma í Þríbúöum. Mikill söngur. Vitnisburðir Sam- hjálparvina. Ræðumaður Þórir Haraldsson. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Samhjálp. Hjálpræðís- herinn Kirkjustræti 2 kvöld kl. 20.30: Almenn sam- koma. Kapt. Thor og Elbjörg stjórna og tala. Þú ert hjartanlega velkominn. Flóamarkaðsbúðin í Garðastræti 2 er opin frá kl. 13-18 í dag. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533 Helgarferðir Ferðafé- Iagsins11.-13.sept. 1) Landmannalaugar- Hrafntinnusker - Álftavatn Gist fyrri nóttina í Landmanna- laugum og þá seinni við Álfta- vatn. Ekið frá Landmannaleið upp Pokahrygg að Hrafntinnuskeri og síðan áfram vestan Lauga- fells um Fjallabaksleiö syðri að Álftavatni. Óvenjuleg ökuleið um hrikalegt landslag. 2) Þórsmörk - uppselt! Upplýsingar og fanmiðasala á skrifstofu FÍ, Mörkinni 6. Feröafélag (slands. UTIVIST Hallvoigarstig 1 • simi 614330 Ferðir um næstu helgi 11.-13. september: Básar á Goðatandi. Haustlitirnir að byrja. Gist skála. Gönguferðir með farar- stjcra. 12.-13. september: Fimmvörðuhðls. Gengið frá Skógum á laugardag og gist í Fimmvörðuskála, siðan í Bása á sunnudag. Örfá sæti laus. Hin árvissa haustlita- og grill- veisluferð Útivistar f Bása verð- ur 18.-20. september. Munið að sækja/panta miða timanlega þvi fá pláss eru eftir í skála. Fararstjórar verða Ingi- björg S. Ásgeirsdóttir og Sigurð- ur Einarsson. Sjáumst í Útivistarferð. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533 Dagsferðir Ferðafélagsins: Laugardagur 12. sept. Kl. 08 Hekla Gengið frá Skjólkvium og tekur gangan um 8 klst. Verð kr. 2.000. Sunnudagur 13. sept.: 1) Kl. 10.30 Hrómundar- tindur - Kattartjarnir Hrómundartindur (554 m) er austan Hengils, gengið frá Hell- isheiði, komið niður hjá Ölfus- vatnsgljúfrum og þeim fylgt að Ölfusvatnsheiði, en um hana liggur Grafningsvegur og þar endar gangan. Verð kr. 1.100,-. 2) Kl. 13 Dyravegur - gömul þjóðleið Ekið um Nesjavallaveg, gengið frá Dyrum austur yfir Sporhellu og Háhrygg, þaðan niður Rauðu- flög að Nesjavöllum. Forvitnileg gönguleið um ótrúlega fjölbreytt landslag. Verð kr. 1.100,-. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin, og Mörkinni 6. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn að 15 ára aldri. Gönguferð- ir Ferðafélagsins eru ætlaðar öllum, sem ánægju hafa af úti- veru og hollri hreyfingu. Velkomin í hópinn! Ferðafélag íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.