Morgunblaðið - 10.09.1992, Page 29

Morgunblaðið - 10.09.1992, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1992 Stjómarandstæðingar deila í EES-umræðum Ásakanir um vanrækslu í svonefndri „girðingagerð“ STJÓRNARANDSTÆÐINGAR ítrekuðu gagnrýni og athugasemdir sínar við samninginn um Evrópskt efnahagssvæði, EES. Kristinn H. Gunnarsson (Ab-Vf) kom með nýjar áhyggjur um framtíðarstöðu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, ÁTVR. Jóhannes Geir Sigur- geirsson (F-Ne) og Steingrímur J. Sigfússon (Ab-Ne) sendu hvor öðrum orðaskeyti um hugsanlega vanrækslu á því að kanna svo- nefnda „girðingagerð", þ.e.a.s. að takmarka landakaup útlendinga án þess að mismuna á grundvelli þjóðernis. Ólafur Ragnar Grímsson (Ab- Rn) var fyrstur á mælendaskrá þegar umræða hófst á 16. fundi Alþingis í gær laust eftir kl. 13.30. Ræðumaður ítrekaði andstöðu og gagnrýni Alþýðubandalagsmanna á samninginn. Talsmaður Alþýðu- bandalagsins vísaði til þess að við þessa fyrstu umræðu hefðu fjöl- mörg efnisatriði og spurningar komið fram. En Ólafur Ragnar saknaði þess mjög að ráðherrar ríkisstjómarinnar hefðu gert grein fyrir álitamálum í sínum mála- flokkum. Ræðumaður tilgreindi sérstaklega félagsmálaráðherrra, landbúnaðarráðherra og félags- málaráðherra. Þögn ráðherranna hefði hamlað því að þessi umræða hefði getað orðið svo efnisleg sem vænst hefði verið. Ræðumaður ítrekaði áskoranir stjómarandsstæðinga um að fall- ast á þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn um EES. Það væri skynsamleg og farsæl leið sem þyrfti ekki að trufla þingstörfm í vetur. Ólafur Ragnar vildi einnig ítreka þá afstöðu síns flokks að þess ætti að fara formlega á leit við EB að viðræður um tvíhliða samning hefjist nú þegar. Ólafur Ragnar saknaði þess einnig að ríkisstjórnin gerði grein fyrir því hvemig hún hyggðist tryggja yfírráð íslendinga yfir orkulindunum. Utanríkisráðherra hefði bent á að það væri unnt með því að gera þær að þjóðareign. Ræðumaður sagði sinn flokk styðja það heilshugar. En hins vegar var honum spurn hvort Sjálfstæðis- flokkurinn styddi slíkt frumvarp um flutning úr einkaeign til ríkis- eignar. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn að hluta hefðu ávallt staðið gégn slíkri laga- setningu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (SK-Rv) gagnrýndi harðlega að ráðherrar ríkisstjórnarinnar svör- uðu litlu eða engu sem þeir væru spurðir um. Hún hefði trúað því að Alþingi væri málþing þar sem menn mættust með rök og gagn- rök. Henni virtist Davíð Oddsson forsætisráðherra ekki deila þessari trú með sér. Forsætisráðherra virt- ist álíta að ræða ætti málin á lokuð- um fundum og í hliðarsölUm. Utan- ríkisráðherra mátti og þola gagn- rýni, m.a. fyrir það að mála mjög dökka mynd af efnahagsástandinu nú en halda svo fram gylltri mynd EES sem okkar hjálpræði. Ráð- herrann höfðaði til „gullgrafara- mórals“ íslendinga. Ótrúlegt að verði sagt upp Ingibjörg Sólrún Gísladóttir taldi sér skylt að svara spurningu sem Vilhjálmur Egilsson (S-Nv) beindi til stjórnarandstæðinga um hvort þeir myndu, ef þeir kæmust til ráðherravalda, segja upp samn- ingnum um EES? Ræðumaður taldi erfitt að gefa bindandi loforð til að efna í óljósri framtíð. En hún sagði sína skoðun. Hún teldi af- skaplega trúlegt að það yrði ekki gert. Uppsagnarákvæði samnings- ins væri formlegt fremur en raun- verulegt. Með EES yrði gerbreyt- ing á öllum aðstæðum, breyting sem ekki yrði svo auðvelt að taka aftur. Það væri fráleitt að stjórn- völd gætu kippt nýlögðum grund- velli undan fólki og fyrirtækjum. Hjólum sögunnar yrði ekki snúið við. Jóhannesi Geir Sigurgeirssyni (F-Ne) sagðist vera ljóst mikilvægi þess að ná góðum viðskiptatengsl- um við Evrópu. Og einnig mikil- vægt að þráðurinn slitnaði ekki í viðræðunum við Evrópubandalag- ið. Ef samningnum um EES yrði hafnað á þessu stigi, þá gæti það leitt til þess að þráðurinn slitnaði, jafnvel um eitthvert árabil, á með- an gengið yrði frá samningum um aðild annarra EFTA-landa að EB. Að vísu hefðum við bókun 6. sem væri ágæt svo langt sem hún næði. „En hún nær bara ekki eins langt og sumir sem hér hafa talað vilja vera láta.“ Ræðumaður taldi að utanríkis- ráðherra og hans samstarfsmönn- um hefðu orðið á veruleg „tæknileg mistök“. Utanríkisráðherra hefði fylgt þeirri kennisetningu að bíða með sjávarútvegsmálin þangað til á lokastigi samninganna. Nú væri samningurinn um skipti á veiði- heimildum ekki frágenginn og það væri líka að koma í ljós að okkar hagsmunir væru ekki tryggir. Ræðumaður nefndi t.d. hagsmuni okkar vegna síldarútflutnings. Jó- hannes Geir vildi fá svör frá ut- anríkisráðherra hvemig samingar um síldina stæðu. Þessi þáttur væri í uppnámi. Jóhannes Geir taldi óljóst hvem- ig íslendingum yrði tryggður for- gangur að nýtingu lands. Nú væri að koma á daginn að erfitt væri að koma svonefndum girðingum við. Ræðumaður vísaði m.a. til lög- fræðilegrar álitsgerðar sem unnin hefði verið fyrir núverandi land- búnaðarráðherra. Jóhannes taldi ástæðu til að þakka fyrir þetta álit um leið og hann hlyti að harma að Steingrímur J. Sigfússon (Ab- Ne) hefði ekki látið þessa vinnu fara fram í sinni embættistíð sem landbúnaðarráðherra. Ræðumaður sagði þá sína skoð- un og Framsóknarmanna að margt hefði breyst í þessum samningi frá því sem verið hefði í tíð fyrri ríkis- stjórnar. Aðrar aðstæður hefðu og breyst og nú væri ljóst að hin EFTA-löndin ætluðu í EB. Hann minnti á að Framsóknarmenn vildu að sá möguleiki að breyta EES- samningnum í tvíhliða samning yrðu kannaður. Framsóknarmenn hefðu viljað og vildu að þessi flötur yrði skoðaður en lítil viðbrögð fengið. Jóhannes Geir uggði að skýringin væri sú að margir vildu þróa EES-samninginn til aðildar að EB. En Jóhannes Geir taldi okkur ekkert erindi eiga þangað inn. „Girðingagerð" Steingrímur J. Sigfússon (Ab- Ne) veiti andsvör. Fyrrum land- búnaðarráðherra vildi mótmæla þeim málflutningi að íslendingar hefðu misst af einhverju tækifæri með því að láta hjá líða að gera breytingar á jarðalögunum vetur- inn 1990-91. Slíkur málflutningur byggði á fáfræði og misskilningi. Það sem skipti máli væri hvort ákvæði laga stæðust EES-samn- inginn. Þar gilti einu hvort þessi lög væru ný eða gömul. Jóhannes Geir Sigurgeirsson sagði að sín gagnrýni beindist að því að fyrrum landbúnaðarráðherra hefði ekki látið vinna grundvallarupplýsingar sem menn hefðu þurft að hafa til að geta tekið afstöðu. Steingrím- ur J. Sigfússon sagði ástæðuna fyrir því að slík vinna hefði ekki farið fram vera þá að hann hefði verið algjörlega andvígur því að falla frá kröfunni um varanlegan fyrirvara. Hann hefði hafnað hug- myndum frá þáverandi utanríkis- ráðherra um að gefa eftir kröfuna um varanlegan fyrirvara og einnig málaleitan frá forsætisráðherra. (Steingrímur Hermannsson þáver- andi forsætisráðherra fór fram á að kannað yrði hvort ekki mætti með lagasetningu ganga þannig frá málum að ekki þyrfti varanlega fyrirvara. Innsk. blm.) Steingrímur J. Sigfússon spurði hvort það bæri að skilja málflutning Framsóknar- manna núna sem sönnun þess að þeir hefðu veturinn 1990-91 verið tilbúnir að falla frá kröfunni um varanlegan fyrirvara. Steingrímur taldi að Framsóknarmenn væru á þunnum ís. Jóhannes Geir Sigur- geirsson taldi það vera lágmarks- kröfu til ráðherra að þeir þyldu gagnrýni. Jóhannes Geir sagði framsóknarmenn í öllum sínum ályktunum hafa sett kröfuna um forræði Islendinga á landi á odd- inn. Jóhannes Geir minnti einnig á það að Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins hefði verið tilbúinn að leiða Jón Baldvin Hannibalsson i sæti for- sætisráðherra. Hvernig héldi Steingrímur J. Sigfússon að fyrir- varinn hefði verið tryggður undir forsæti núverandi utanríkisráð- herra? Kristinn H. Gunnarsson (Ab- Vf) endurtók gagnrýni Alþýðu- bandalagsmanna í nokkru máli. Ræðumaður átaldi ráðherra fyrir rýr svör við þeim ábendingum og athugasemdum sem fram hefðu komið. Þetta væri virðingarleysi gagnvart þeim sem lagt hefðu í þá vinnu að kynna sér samninginn. Kristinn hafði hnotið um mörg at- riði og var hann að ijalla um ríkis- -einkasölur er hann varð að gera hlé á sinni ræðu kl. 16.00 vegna þingflokksfunda. ÁTVR Kl. 18.00 komst Kristinn aftur í ræðustól og kom þá fram þorsti þingmannsins eftir skýringum um málefni Áfengis- og tóbaks- verslunar ríkisins. Kristni var kunnugt um bókun 8, yfírlýsingu Framhaldsskóli Vestfjarða tekur til starfa * I eigu ríkis og flestra sveitarfélaga á Vestfjörðum ísaflrði. FRAMHALDSSKÓLI Vestfjarða, sem tekur við öllu framhaldsnámi á Vestfjörðum og kemur í stað Menntaskólans, Húsmæðraskólans og farskólans á Isafirði, Iðnskóla, vélskóla og stýrimannaskóla á Vestfjörðum, var settur í byijun september. Höfuðstöðvar skólans verða í fyrrverandi húsnæði Menntaskólans á ísafirði, sem nú hefur verið lagður niður, en útibú verða rekin víðsvegar um Vestfirði eft- ir því sem ástæður leyfa á hveijum tíma. Skólinn er í eigu ríkisins og flestra sveitarfélaga á Vestfjörðum en fjárhagsleg ábyrgð á rekstri er öll í höndum ríkisins. Sveitarfélögin greiða 40% af bygg- ingarkostnaði húsnæðis en nú er í undirbúningi bygging verkmennta- húss á lóð skólans á Torfnesi. Skólameistari er Björn Teitsson en formaður skólanefndar Pétur Bjarnason fræðslustjóri. Um 320 nemendur verða 1 skól- anum í vetur, þar af 227 á ísafirði en 93 á Patreksfírði og Hólmavík. Auk þess er áætlað að um 20 nem- endur stundi fjarnám við skólann. Fyrsta ár öldungadeildar verður ekki starfrækt í vetur en 23 nem- endur eru þar á öðru og þriðja ári. Skíðabraut verður við skólann í vetur en erfíðlega hefur gengið að festa hana í sessi og vildi mennta- málaráðuneytið fella hana niður. Á síðasta ári fór skólinn verulega fram úr heimildum fjárlaga með rekstrarkostnað, að hluta til var það vegna fleiri nemenda en gert var ráð fyrir og fékkst það viðurkennt, en hluti umframkostnaðar fluttist yfír á þetta ár og veldur það skólan- um nokkrum vandræðum þótt útlit sé fyrir að endar náist að mestu leyti saman í ár með ströngum að- haldsaðgerðum. í augnablikinu eru til dæmis ekki til nægjanlega marg- ir stólar í allar kennslustofurnar en von er að úr rætist fljótlega. Kenn- aralið er að mestu óbreytt frá síð- asta ári og er það til mikilla bóta, að sögn rektors. Það vekur athygli að í skólasetn- ingarræðu Björns Teitssonar skóla- meistara leggur hann áherslu á, í orðum sínum til nýnema, að nú sé átakalitlu grunnskólanámi lokið með prófl sem ekki sé hægt að falla á, en framundan sé nám sem geri kröfur um árangur annars falli nemendur úr skóla. En það sem hann telur mikilvægast að nýnem- arnir kunni og geti tileinkað sér er stafrófið og margföldunartaflan. Vegna aðhaldsaðgerða er engin stuðningskennsla lengur við skól- ann og þurfi nemendur á aukatím- um að halda þurfa þeir að semja sérstaklega um það við viðkomandi kennara og greiða fyrir. Jón Reynir Sigurvinsson er að- stoðarskólameistari og hefur yfir- umsjón með öldungadeild skólans, sem að mestu leyti er kvöldskóli, og fjarnáminu, en Guðmundur Ein- arsson er umsjónarmaður farskól- ans og Guðrún Stefánsdóttir, sem lauk stúdentsprófi úr öldungadeild 1985 og er að ljúka námi í náms- ráðgjöf frá Háskóla íslands, verður námsráðgjafi í vetur. Þrír erlendir nemendur verða við skólann í vetur; piltur frá Nýja Sjá- landi og stúlkur frá Austurríki og Ástralíu. Framhaldsskóli Vestfjarða er reyklaus skóli samkvæmt ákvörðun skóianefndar frá í vor og á það við um nemendur, kennara og aðra starfsmenn skólans. Við skólasetninguna léku Guðrún Bjarnveig Magnúsdóttir á píanó og Jónas Tómasson tónskáld á flautu Svaninn úr Karnivali dýranna eftir Camille Saint Saéns. . - Úlfar 29 þess efnis að Norðurlöndin utan EB álitu áfengiseinkasölur einn þátt í grundvallarstefnu í heilbrigð- is- ojg félagsmálum. Kristinn taldi að ATVR yrði lítil vörn í þessari yfírlýsingu. Hann benti á að í fjár- lögum íslenska ríkisins væri fyrir- tækið sett undir ráðuneyti fjármála en ekki heilbrigðis- eða félags- mála. Fyrirtækinu væri og ætlað að skila arði í ríkissjóð. Hann sæi ekki betur en ÁTVR væri ríkis- einkasala sem rekin væri eftir gróðasjónarmiðum og samkvæmt samkeppnisreglum EES-samn- ingsins; „ljóst að slík fyrirtæki á að slá af.“ Ræðumaður hafði af þessu verulegar áhyggjur, furðaði sig á því andvaraleysi sem hann taldi vera um þetta mál. Guðni Ágústsson (F-Sl) sagði að þessi umræða á þjóðþinginu hefði ekki sannfært „hinn almenna mann“ um að í EES-samningnum fælist ekki framsal á fullveldi voru. Ekki sannfært hinn almenna mann um að vonir um efnahagslegan ábata réttlættu þær fórnir sem við yrðum að færa. Það var auðheyri- legt að Guðni deildi þessum efa- semdum og tortryggni með hinum „almenna manni“. Guðni ítrekaði í nokkru máli gagnrýni og efa- semdir Framsóknarmanna, t.a.m. um að EES stæðist stjómarskrá. Guðni átaldi mjög skipan svo- nefndrar fjórmenninganefndar. Hann taldi þessa skipan hafa verið til vitnis um geðleysi Sjálfstæðis- manna, að utanríkisráðherra pant- aði álit sem væri pólitískt pantað. Það hefðu líka verið alvarleg mis- stök hjá þingmönnum Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks að sam- þykkja að utanríkisráðherra undir- ritaði samninginn fyrir íslands hönd, án þess að vita hvað í samn- ingnum væri og hvað hefði breyst á langri vegferð samningsgerðar- innar. Guðna undraði að þingmenn Sjálfstæðisflokksins skyldu allir samþykkja svo afdrifarík mistök. Eyjólfur Konráð Jónsson (S-Rv) upplýsti að það hefðu ekki allir þingmenn gert. Guðni taldi þessa yfirlýsingu enn veikja grunninn undir svo vafasaman samning. Ræðumaður minnti í ræðulok á ályktun Framsóknarmanna um að gengið yrði úr skugga um að samn- ingnum um EES mætti breyta í tvíhliða samning ef/þegar hin EFTA-ríkin gengu í EB. Davíð Oddsson forsætisráð- herra sagði að í sínum huga væri enginn vafl um að tvíhliða viðræð- ur hefðu ekki skilað okkur jafn hagfelldum samningi og EES-við- ræðumar hefðu fært okkur. Hins vegar ef mál þróuðust þannig í framtíðinni að við yrðum eitt ríkja eftir, þá væri ljóst að eðli þessarar samningsgjörðar myndi breytast í nánast tvíhliða samning. Stundarkorn Laust eftir kl. 19 var fundi frest- að til kl. 20.30. Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra mælti fyrir samningnum um EES 26. ágúst. Samningurinn hefur síðan verið til umræðu á átta þingfund- um. Þegar fundi var frestað um kvöldmatarleytið í gær hafði fyrsta umræða tekið um 31 klukkustund. Þar af höfðu alþýðubandalags- menn talað í um 11 tíma, fram- sóknarmenn í um sex tíma, þing- menn Samtaka um Kvennalista, fímm og hálfan tíma aþýðuflokks- menn í tæpa 4 tíma og sjálfstæðis- menn u.þ.b. 2 tíma og 20 mínút- ur. Þegar fundi var frestað var umræðunni ólokið en samkomlag var um að ljúkja henni á þessum þingfundi. Þá voru fimm á mæl- endaskrá, þar af fjórir alþýðu- bandalagsmenn. Einnig var sam- komulag um að ljúkja fyrstu um- ræðu um frumvarp stjómarand- stæðinga um breytingu á stjórnar- skrá sem þeir telja nauðsynlega til þess að fyrirbyggja að hugsanleg samþykkt EES-samningsins yrði stjórnarskrárbrot. í því máli voru tveir þingmenn á mælendaskrá. Á áttunda tímanum í gærkvöldi var þess vænst að tækist að ljúka þess- um umræðum á kvöldfundinum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.