Morgunblaðið - 10.09.1992, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.09.1992, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1992 Hef á tilfinningunni að kakt- usinum sé ekki um mig gef- ið... Áster... 7-23 ... að ræna hjarta hennar. TM Reg. U.S Pat Oll.—all rights reserved ® 1992 Los Angeles Times Syndícate Ekki rétt mamma. Er hún ekki fyrsta stelpan sem ég býð í bíó? HÖGNI HREKKVfS1 'tti—r r 0 0 $ WL „ &JALLA?.. ée> SETTl EKJCI 3JÖLLU 'A KÖTTlNN.0 /, péz HRINGPUP/HERKA ? BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 EB umræða ónauðsynleg Frá Einari Birni Bjarnasyni: ANNAN júlí síðastliðinn birtist í Morgunblaðinu grein eftir Birgi Her- mannsson stjómmálafræðing. Þar komu fram nokkrar órökstuddar full- yrðingar. Hin fyrsta er að alls ekki er víst að Svíþjóð og Noregur gangi í Evrópubandalagið, svo hefur and- staða almennings gegn EB-aðild í þessum löndum aukist mikið í kjölfar höfnunar Dana á Maastricht-sam- komulaginu. Hvað Finnland varðar hafa of litlar fréttir borist af afstöðu almennings þar gagnvart EB-aðild í kjölfar höfnunar Dana á Maastricht til að hægt sé að leggja nokkurn dóm þar á. Hvað sameiginlegur markaður EB kemur því við að hugsa um sér- hvert ríki sem eina efnhagslega heild skil ég ekki alveg. Það vita allir að enginn er eyland, en það breytir því ekki að það er hagkvæmast fyrir sérhveija efnahagslegu einingu, hvort sem hún er fjölskylda, fyrir- tæki eða ríki, að líta á sig sem af- markaða einingu. Það þýðir ekki að viðkomandi eining hafi það ekki í huga að efnahagur hennar mótast að meira eða minna leyti fyrir áhrif annarra efnahagslegra eininga. Af hvetju þjóðríkið á að vera illa í stakk búið til að takast á við framtíðina í heimi vaxandi efnahagssamvinnu veit ég ekki alveg. Ég veit ekki alveg hvers vegna sameiginlegur vinnu- markaður, sameiginlegur markaður, ætti að draga úr gildi þjóðarríkisins. Norðurlandasamvinnan hefur sýnt að samvinna sjálfstæðra ríkja getur vel ráðið við sameiginlegan vinnu- markað. Það reyndi aldrei á hvort hún myndi geta ráðið við sameigin- legan hindrunarlausan markað og því rangt að fullyrða að slík sam- vinna myndi ekki geta ráðið við slík- an markað. Það er því rangt að full- yrða að það sé nauðsynjasamband á milli slíks markaðar og pólitísks sam- runa, þ.e. að slíkur markaður þarfn- ist pólitísks samruna til að geta virk- að. Hvað EES varðar er alls óvíst hvort Island muni verða hluti af því og ég spái því að svo muni ekki verða. Enda engin lífsnauðsyn fyrir okkur að taka þátt í hugsanlegum auknum samruna Evrópu, eins og Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur margoft bent á. Ég veit ekki hvers vegna er nauðsynlegt að rannsaka kosti og galla EB-aðildar, enda ætti öllum hugsandi mönnum að vera ljóst að hún hentar ekki íslendingum. Slíkt þarfnast engrar kostnaðars- amrar athugunar, svo augljóst er það. EB- eða EES-aðild felur ekki í sér neina töfralausn á vandamálum Islendinga í nútíð eða framtíð. Þar verða íslendingar sjálfír að vera sinn- ar eigin gæfu smiðir og hætta að treysta á að aðrir reddi þeim en þeir sjálfir. Evrópa er hvorki endir né upphaf alls fyrir okkur íslendinga, heimurinn er svo miklu stærri en það. Evrópa verður ekki í framtíðinni það svæði sem mest verður aðlað- andi fyrir íslendinga að hafa við- skipti við, því á næstu öld munu önnur svæði eins og Asía og Banda- ríkin fara langt fram úr henni í hag- vexti og ríkidæmi. Þar munum við fá hæsta verðið fyrir helstu útflutn- ingsafurðir okkar. Þó svo að megin- hluti afurða okkar fari til Evrópu í dag, er ekki víst að svo muni vera á næstu öld. Sú skammsýni er býsna áberandi hérlendis að líta á þróun Frá Guðmundi Ingólfssyni: Vegna aðdróttana frá svonefndum Víghólasamtökum í Kópavogi, sem birtust í dagblöðum í síðasta mán- uði, sé ég mig knúinn til að rita for- manni Víghólasamtakanna svohljóð- andi bréf, sem ég bið Morgunblaðið um. að birta til að tryggja að það komi fyrir almenningssjónir: Mér hefur verið bent á að í „Opnu bréfi frá Víghólasamtökunum til bæjarstjórnar Kópavogs", sem birtist bæði í heild og að hluta til í dagblöð- um 21. ágúst síðastliðinn, sé að finna svohljóðandi klausu: „Alvarlegast er þó að Ijósmynd, þar sem tölvulíkan af kirkjunni er fært inn á, er tekin með svokallaðri gleiðhornslinsu, sem raskar öllum hlutföllum og er því mjög grófleg fölsun á aðstæðum [undirstrikun mín]. Vinnubrögð af þessu tagi eru vanvirðing við safnaðarmenn og hef- ur kallað á réttláta reiði þeirra ...“ Ég mótmæli þessum aðdróttunum harðlega, enda er vegið að heiðri mínum sem fagmanns, og verð ég því að krefjast þess að téð samtök dragi þessi ummæli sín til baka opin- mála í dag og treysta því að hún muni svo halda áfram á sama hátt. Það sem íslendingar eiga að gera er að hagnýta sér þau tækifæri sem lega landsins felur í sér, en héðan er tiltölulega stutt til allra helstu borga á norðurhveli jarðar (þær eru allar innan 10 þúsund km radíuss frá Keflavík), þ.e. ísland er í raun mið- svæðis á norðurhveli jarðar. Það verður ekki gert með því að við ein- angrum okkur í EB. Við eigum að styðja fríverslun í heiminum. Við verðum í framtíðinni að miða sjálf- stæðisbaráttu okkar við að verða ekki um of háð einum aðila eða einu markaðssvæði. Umfram allt eigum við að vera okkar eigin gæfu smiðir í heimi vaxandi alþjóðaviðskipta, því ef við hjálpum okkur ekki sjálfir hjálpar okkur enginn EINAR BJÖRN BJARNASON nemi í stjónmálafræði, Brekkugerði 30, Reykjavík berlega, ella sé ég mig knúinn til málshöfðunar. Þegar ég var beðinn að taka um- rædda mynd var sérstaklega minnst á að gæta þyrfti hlutlægni vegna þess að hér væri um viðkvæmt mál að ræða. Myndin var því tekin frá útsýnisskífunni úr eðlilegri augnhæð. Myndin var tekin á ljósmyndavél sem getur myndað það sjónarhorn er þurfa þykir, en brenglar á engan hátt stærðarhlutföll. Það er einnig á vitorði allra þeirra sem eitthvað þekkja til Ijarvíddar að þar ráða linsur engu um, heldur ein- ungis „sjónarhóll". Þannig breytir brennivídd linsunnar engu um, svo framarlega sem ljósmyndin og tölvu- líkanið eru teknar frá sama stað. Ég hefi enga skoðun á kirkjubygg- ingarmálum Kópavogsbúa, en skil nú betur en áður að hér hafa rök öll löngu vikið fyrir tilfinningasemi og ítreka að lokum kröfu mína um að umrædd ummæli verði tekin til baka. GUÐMUNDUR INGÓLFSSON, Ljósmyndastofunni ÍMYND, Hverfisgötu 18. Óréttmæt aðdróttun Víkverji skrifar Fátt fer meira í taugarnar á Víkveija dagsins en þegar auglýsendur hafa börn að ginning- arfíflum. Víkveiji telur raunar nógu slæmt þegar auglýsendur stíla aug- lýsingaherferðir sínar beint til yngstu borgaranna, sem eru jú lítt mótaðir vegna ungs aldurs og því einkar áhrifagjarnir. En það er sjálfsagt fátt eitt hægt að segja við slíkri auglýsingatækni, enda ekki erfitt að skilja.að auglýsendur reyni að finna sér markhópa sem eru móttækilegir. Að undanförnu hafa glumið í eyrum og birst á skjánum æ ofan í æ auglýsingar frá bóka- verslun Eymundssonar sem öllum er ætlað að laða bernsku og æsku landsins til þess að gera skólaversl- un sína þetta haustið einmitt hjá þeirri verslun, hvort sem er í Mjódd, Borgarkringlu eða Austurstræti. Tálbeitan sem hefur verið veifað á auglýsingaönglinum er Svarta bók- in, með Tveimur með öllu, sem all- ir krakkar eiga víst að hafa hrifist af. Og það sem meira er, þessi skóladagbók hefur verið auglýst sem kaupbætir — hún kostaði sem sagt ekki neitt. Gott og vel, hugs- aði Víkveiji, og setti sig ekki upp á móti því að skólaverslunin yrði einmitt gerð í einni verslun Ey- mundssonar, þegar hans börn þurftu að versla nú fyrir síðustu helgi. En þá tók við þrautin þyngri. Börnin mættu á staðinn og hugðust nálgast Svörtu bókina, en fengu aðeins þau svör að hún væri búin í bili. Komu svo aftur síðar en fengu sömu svör og viðmót afgreiðslufólks sem átti satt best að segja ekkert skylt við þá froðu sem borin var á borð í auglýsingunum. xxx Þetta taldi Vlkveiji einfaldlega ekki nógu gott og þegar loka- innkaupin voru gerð sl. laugardag, fyrir skólann sem hófst í fyrradag, fylgdi Víkveiji börnum sínum óg aðstoðaði við innkaupin. Fyrst í Eymundssyni í Borgarkringlunni. Þar fengust skólavörurnar, en eng- in Svört bók. Þá var haldið í Ey- mundsson við Austurstræti og fal- ast eftir bókinni langþráðu, en hún var bara búin. Víkveiji spurði þá afgreiðslustúlku, sem var satt best að segja súrari í viðmóti en súr- mjólk mánuði eftir síðasta söludag, hvort ekki mætti nú nálgast eins og tvö eintök bókarinnar sem lágu í tugatali í búðarglugganum. Börn- in væru í sinni fjórðu ferð að reyna að nálgast fjársjóðinn eftirsótta, en alltaf án árangurs. Nei, það var sko ekki hægt. Starfsfólk verslunarinn- ar hafði ekki lykil að glugganum. Nú gat verslunin unað glöð við sitt. Hún var búin að hafa þorra skóla- æskunnar að ginningarfíflum. Aug- lýsti ávallt einhveija Svarta bók sem aldrei var til, en narraði krakk- ana til viðskipta við sig. Þetta kann að vera stórsniðug auglýsinga- brella, þegar hugsað er um sölu eins dags, jafnvel eins hausts, en forráðamenn verslunarinnar hafa sennilega ekki hugleitt dæmið til enda. Það er ekki erfitt að gera sér í hugarlund að bömin sem voru nörruð með þessum hætti og tóku mörg hver strætisvagninn til þess að fara erindisleysuna, muni í fram- tíðinni beina viðskiptum sínum eitt- hvert annað. Víkveiji er þess full- viss að hans börn eru ekki þau einu sem hugsa á þennan veg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.