Morgunblaðið - 10.09.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.09.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1992 21 iviorgunuiaoiu/i\unar i'or Lítil stúlka færir Haraldi blóm við Lystigarðinn á Akureyri. Sonja drottning og Halldór Jónsson bæjar- sljóri fylgjast með. Fjöldi Akureyringa fylgd- ist með för konungshjóna KALDIJR norðanvindurinn minnti ótæpilega á sig er komið var að kveðjustund norsku konungshjónanna og íslenskra gestgjafa þeirra á Akureyrarflugvelli í gær en þá Iauk opinberri heimsókn konungs- hjónanna. Síðasti viðkomustaður þeirra var Akureyri, þar sem bæjar- stjórn bauð í stutta skoðunarferð um bæinn, athafnar í Akureyrar- kirkju og móttöku á hótel KEA. Fjöldi Akureyringa fylgdist með ferð konungshjónanna um bæinn, enda ekki á hverjum degi sem hægt er að berja konung og drottningu augum. Komið var til Akureyrar undir kl. 16.30. Forseti bæjarstjórnar Akureyrar, Sigríður Stefánsdóttir, bæjarstjórinn, Halldór Jónsson og frú Þorgerður Guðlaugsdóttir og sýslumaður, Elías Elíasson og frú Sigríður Lúðvíksdóttir tóku á móti gestunum á M. Schiöthflöt í Lysti- garðinum, á sama stað og Olafur V. Noregskonungur var boðinn vel- kominn er hann kom til Akureyrar árið 1974. Gengu gestirnir í stutta stund um garðinn en þangað höfðu allmargir komið til að sjá konungs- hjónin, ekki síst börn. Attu nokkur þeirra bágt með að trúa því að Sonja drottning væri sú sem sagt væri þar hún bar ekki kórónu. Hins vegar vakti borðalagður aðstoðar- foringi konungs athygli margra drengja. Frá Lystigarðinum var ekið með gestina um Akureyri, áður en hald- ið var að Akureyrarkirkju. Þar stóðu skátar heiðursvörð, eins og raunar á öllum viðkomustöðum konungshjóna á Akureyri. í Akur- eyrarkirkju tóku séra Birgir Snæ- björnsson og séra Þórhallur Hös- kuldsson á móti konungshjónum, forseta og fylgdarliði. Eftir að séra Birgir hafði boðið gestina vel- komna, lagði Haraldur konungur blómakörfu við þakkarskjöld nor- skra hermanna sem voru á Akur- eyri í síðari heimsstyijöldinni. Við það tækifæri þakkaði Egil D. Jo- hanson, fyrir hönd hermannanna en hann var í norskri flugsveit á Akureyri á stríðsárunum og er einn á lífi úr sinni flugsveit. Kom Johans- en sérstaklega hingað til lands til að vera viðstaddur þessa athöfn. Fyrir og eftir athöfnina var leikin tónlist úr Pétri Gaut eftir Grieg. Úr Akureyrarkirkju gengu norsku konungshjónin niður að hót- el KEA, þar sem bæjarstjórn Akur- eyrar var með móttöku þeim til heiðurs. Bæjarstjórn færði kon- ungshjónum veggmynd að gjöf, en hún er eftir leirlistakonuna Mar- gréti Jónsdóttur, bæjarlistamann Akureyrar. Þá var konungi fært 1. bindið af Sögu Akureyrar eftir Jón Hjaltason, drottningu brjóstnæla eftir Margréti og frú Vigdísi Saga Akureyrar og bijóstnæla. Móttökunni á hótel Kea lauk um kl. 18.30 og var þá haldið rakleiðis á Akureyrarflugvöli, þar sem „Inge- mund viking“, vél SAS-flugfélags- ins beið. Farið var að hvessa og kula allnokkuð og kvöddu norsku gestirnir hina íslensku gestgjafa sína með miklum virktum, áður en stigið var um borð í hlýja vélina og haldið til Ósló. Haustflær FEF á kreik um helgina FÉLAG einstæðra foreldra verður með fyrsta haustflóamarkað sinn í Skeljanesi 6, n.k. laugardag frá kl 2 e.h. og síðan alla laugardaga þann mánuð. Þennan fyrsta sölulaugardag verður margt af ýmsum varningi, tiskufatnaður frá ýmsum tímum, húsgögn, gluggatjöld, borðbúnaður og skraut, reiðhjól og svo mætti lengi telja. gert ráð fyrir auknum fjái'veitingum til djúpsjávarrannsókna á vannýttum fiskitegundum í frumvarpinu en þess í stað eru útgjöld til þessa mála- flokks skorin niður. Ríkisstjórnin kom saman til rúm- lega klukkustundarlangs fundar í gærkvöldi en áætlað hafði verið að útgjaldahlið frumvarpsins yrði lokað á þeim fundi. Það tókst ekki þar sem enn eru órædd ýmis atriði sparnað- artillagna og einnig vegna fjarveru Halldórs Blöndal landúnaðar- og samgönguráðherra sem er staddur erlendis og Þá var tekjuhlið frum- varpsins einnig til umræðu á fundin- um. Davíð Oddssonar forsætisráð- herra sagðist eftir fundinn vonast til að tækist að Ijúka frágangi frum- varpsins fyrir vikulokin. Þá verður áfram fjallað um einstök atriði bæði á útgjaldahlið og tekjuhlið sem þarf lagabreytingar til að framkvæma. Samkvæmt drögunum munu bæði heildartekjur og útgjöld ríkissjóðs lækka frá fjárlögum yfirstandandi árs og er reiknað með að útgjöld verði í kringum 108 milljarðar króna en tekjur í kringum 104 milljarðar. Félag einstæðra foreldra hefur efnt til flóamarkaða nokkrum sinn- um á ári í rösk 20 ár og hefur það orðið félaginu dijúg tekjulind í fjár- öflun til starfsseminnar. Um þessar mundir stendur yfir viðhaldsvinna á gluggum í Skeljanesi sem er ann- að tveggja neyðar- og bráðabirgða- húsa FEF fyrir einstæða foreldra í tímabundnum húsnæðisvandræð- um. í fyrra var gerður skurkur í að mála Öldugötuhúsið og laga þak o.fl. í fyrravor stóðu íbúar húsanna sameiginlega fyrir flóamörkuðum með prýðilegum árangri og tókst þá að endurnýja ýmsan búnað, kaupa nýjar þvottavélar, setja upp nýjar sturtur og fleira. Að þessu sinni stendur fráfarandi húsnefnd fyrir fyrsta flóamarkaðnum. Eins og fyrr er verðlag hagstæð- ara en gengur og gerist en öllu prútti er samt tekið með fögnuði. Geta ber þess að greiðslukort eru tekin, segir í fréttatilkynningu frá FEF. HLBOÐ VIKUNNAR HAGKAUP - allt í einni ferd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.